Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020

Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

7DM_9723_raw_1789.JPG
AuglýsingHópur sem stóð að átak­inu „Þjóð­ar­eign“ árið 2015, og und­ir­skrifta­söfnun gegn afhend­ingu mak­ríl­kvóta í meira en eitt ár í senn, hefur sent áskorun til for­seta Alþingis og allra þing­flokks­for­manna, þar sem þeir fara fram á að fram fari fram fari þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um tvær til­lögur um orða­lag auð­linda­á­kvæðis í stjórn­ar­skrá. Lagt er til að atkvæða­greiðslan fari fram ekki síðar en í lok júní 2020.

Hóp­ur­inn sendi með til­lögu til þings­á­lykt­unar sem hann beinir til for­sætis­nefndar Alþingis og þing­flokks­for­manna að lögð verði fyrir þing­ið. Að­stand­endur átaks­ins eru Agnar K. Þor­­steins­­son, Bolli Héð­ins­­son, Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir, Jón Sig­­urðs­­son, Jón Steins­­son og Þor­kell Helga­­son.

Til­lög­urnar tvær eru eft­ir­far­and­i: 

I.       Til­laga Stjórn­­laga­ráðs í 34. gr. í frum­varpi til stjórn­ar­skip­un­ar­laga, sbr. þing­skjal 3, 3. mál á 140. lög­gjaf­ar­þingi:

Auð­lindir í nátt­úru Íslands, sem ekki eru í einka­eigu, eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið auð­lind­irn­ar, eða rétt­indi tengd þeim, til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja.

Til auð­linda í þjóð­ar­eign telj­ast nátt­úru­gæði, svo sem nytja­stofn­ar, aðrar auð­lindir hafs og hafs­botns innan íslenskrar lög­sögu og upp­sprettur vatns- og virkj­un­ar­rétt­inda, jarð­hita- og náma­rétt­inda. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda eða ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­réttar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræðis yfir auð­lind­un­um.

II.     Til­laga sem for­sæt­is­ráðu­­neytið hefur birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, mál nr.  128/2019, birt 10. maí 2019.

Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Nýt­ing auð­linda skal grund­vall­ast á sjálf­bærri þró­un.

Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði og ráð­stöf­un­ar­rétt þeirra í umboði þjóð­ar­inn­ar.

Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni.
 

Nauð­syn­legt að fá álit þjóðar

Í grein­ar­gerð til­lög­unnar segir að lagt sé til að efnt verði til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýtt ákvæði í stjórn­ar­skrá sem taki af skarið um auð­lindir í almanna­eigu, þær auð­lindir sem ekki eru þegar háðar einka­eign­ar­rétti. Um ára­tuga­skeið hafi verið rætt um nauð­syn þess að setja í stjórn­ar­skrá skýr og skil­merki­leg ákvæði þessu skyni. „Orða­lag auð­linda­á­kvæðis hefur verið til umfjöll­unar hjá þjóð­inni um langa hríð og meðal þeirra við­fangs­efna sem hlutu hvað mesta umfjöllun á þjóð­fund­inum sem efnt var til 2010 og síðan hjá Stjórn­laga­ráði sem starf­aði sum­arið 2011. Til­laga um auð­linda­á­kvæði Stjórn­laga­ráðs er því önnur þeirra hug­mynda sem lagt er til að kjós­endur fái  að tjá sig um.

Auglýsing
Í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20. októ­ber 2012 guldu nær 83% þeirra sem afstöðu tóku  jáyrði við því að slíkar auð­lindir yrðu lýstar þjóð­ar­eign. Jafn­framt höfðu 67% kjós­enda sem afstöðu tóku sagt sig fylgj­andi því að til­lögur Stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar og vænt­an­lega auð­linda­á­kvæðið líka.

Nú hefur for­sæt­is­ráðu­neytið kynnt til­lögu að auð­linda­á­kvæði sam­kvæmt ákvörðun 13. fundar for­manna stjórn­mála­flokka, sem sæti eiga á Alþingi, um stjórn­ar­skrár­mál hald­inn föstu­dag­inn 10. maí 2019.

Ljóst er að mikið ber á milli þess­ara til­lagna og því nauð­syn­legt að fá álit þjóð­ar­inn­ar, hins nátt­úru­lega stjórn­ar­skrár­gjafa, þó það verði ekki nema með ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Efna mætti til slíkrar atkvæða­greiðslu sam­hliða for­seta­kosn­ingum sem kunna að verða haldnar 27. júní n.k. þótt for­seta­kosn­ing­arnar séu ekki nauð­syn­leg for­senda þess að efnt sé til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um jafn brýnt mál­efni og hér um ræð­ir.“

Söfn­uðu næstum 54 þús­und und­ir­skriftum

Árið 2015 var sett á fót áskorun til for­­seta Íslands um að setja ráð­­stöfun á fisk­veið­i­­auð­lind­inni til lengri tíma en eins árs í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu ætla að ná miklu flugi. Til­efnið var fyr­ir­liggj­andi frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um að ráð­stafa mak­ríl­kvóta til lengri tíma en eins árs án þess að komið væri í stjórn­ar­skrá ákvæði sem tryggði eign þjóð­ar­innar á auð­lind­inni og að hún fengi fullt gjald fyrir afnot henn­ar. 

Að­stand­endur átaks­ins voru Agnar K. Þor­­steins­­son, Bolli Héð­ins­­son, Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir, Henný Hinz, Jón Sig­­urðs­­son, Jón Steins­­son og Þor­kell Helga­­son.

Þegar for­seta Íslands voru afhentar und­ir­skrift­irnar í júlí 2015 voru þær orðnar 53.571. Það reyndi þó ekki á synj­un­ar­vald for­set­ans. Mál­inu var frestað og varð ekki að lög­um. Mak­ríl var síðan kvóta­settur fyrr á þessu ári, 2019, með lög­um. Það var gert þrátt fyrir að enn skorti á ákvæði í stjórn­ar­skrá sem segi til um þjóð­ar­eign yfir auð­lindum lands­ins.

Mak­ríl var svo kvóta­settur í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent