Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020

Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

7DM_9723_raw_1789.JPG
AuglýsingHópur sem stóð að átak­inu „Þjóð­ar­eign“ árið 2015, og und­ir­skrifta­söfnun gegn afhend­ingu mak­ríl­kvóta í meira en eitt ár í senn, hefur sent áskorun til for­seta Alþingis og allra þing­flokks­for­manna, þar sem þeir fara fram á að fram fari fram fari þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um tvær til­lögur um orða­lag auð­linda­á­kvæðis í stjórn­ar­skrá. Lagt er til að atkvæða­greiðslan fari fram ekki síðar en í lok júní 2020.

Hóp­ur­inn sendi með til­lögu til þings­á­lykt­unar sem hann beinir til for­sætis­nefndar Alþingis og þing­flokks­for­manna að lögð verði fyrir þing­ið. Að­stand­endur átaks­ins eru Agnar K. Þor­­steins­­son, Bolli Héð­ins­­son, Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir, Jón Sig­­urðs­­son, Jón Steins­­son og Þor­kell Helga­­son.

Til­lög­urnar tvær eru eft­ir­far­and­i: 

I.       Til­laga Stjórn­­laga­ráðs í 34. gr. í frum­varpi til stjórn­ar­skip­un­ar­laga, sbr. þing­skjal 3, 3. mál á 140. lög­gjaf­ar­þingi:

Auð­lindir í nátt­úru Íslands, sem ekki eru í einka­eigu, eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið auð­lind­irn­ar, eða rétt­indi tengd þeim, til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja.

Til auð­linda í þjóð­ar­eign telj­ast nátt­úru­gæði, svo sem nytja­stofn­ar, aðrar auð­lindir hafs og hafs­botns innan íslenskrar lög­sögu og upp­sprettur vatns- og virkj­un­ar­rétt­inda, jarð­hita- og náma­rétt­inda. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda eða ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­réttar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræðis yfir auð­lind­un­um.

II.     Til­laga sem for­sæt­is­ráðu­­neytið hefur birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, mál nr.  128/2019, birt 10. maí 2019.

Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Nýt­ing auð­linda skal grund­vall­ast á sjálf­bærri þró­un.

Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði og ráð­stöf­un­ar­rétt þeirra í umboði þjóð­ar­inn­ar.

Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni.
 

Nauð­syn­legt að fá álit þjóðar

Í grein­ar­gerð til­lög­unnar segir að lagt sé til að efnt verði til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýtt ákvæði í stjórn­ar­skrá sem taki af skarið um auð­lindir í almanna­eigu, þær auð­lindir sem ekki eru þegar háðar einka­eign­ar­rétti. Um ára­tuga­skeið hafi verið rætt um nauð­syn þess að setja í stjórn­ar­skrá skýr og skil­merki­leg ákvæði þessu skyni. „Orða­lag auð­linda­á­kvæðis hefur verið til umfjöll­unar hjá þjóð­inni um langa hríð og meðal þeirra við­fangs­efna sem hlutu hvað mesta umfjöllun á þjóð­fund­inum sem efnt var til 2010 og síðan hjá Stjórn­laga­ráði sem starf­aði sum­arið 2011. Til­laga um auð­linda­á­kvæði Stjórn­laga­ráðs er því önnur þeirra hug­mynda sem lagt er til að kjós­endur fái  að tjá sig um.

Auglýsing
Í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20. októ­ber 2012 guldu nær 83% þeirra sem afstöðu tóku  jáyrði við því að slíkar auð­lindir yrðu lýstar þjóð­ar­eign. Jafn­framt höfðu 67% kjós­enda sem afstöðu tóku sagt sig fylgj­andi því að til­lögur Stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar og vænt­an­lega auð­linda­á­kvæðið líka.

Nú hefur for­sæt­is­ráðu­neytið kynnt til­lögu að auð­linda­á­kvæði sam­kvæmt ákvörðun 13. fundar for­manna stjórn­mála­flokka, sem sæti eiga á Alþingi, um stjórn­ar­skrár­mál hald­inn föstu­dag­inn 10. maí 2019.

Ljóst er að mikið ber á milli þess­ara til­lagna og því nauð­syn­legt að fá álit þjóð­ar­inn­ar, hins nátt­úru­lega stjórn­ar­skrár­gjafa, þó það verði ekki nema með ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Efna mætti til slíkrar atkvæða­greiðslu sam­hliða for­seta­kosn­ingum sem kunna að verða haldnar 27. júní n.k. þótt for­seta­kosn­ing­arnar séu ekki nauð­syn­leg for­senda þess að efnt sé til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um jafn brýnt mál­efni og hér um ræð­ir.“

Söfn­uðu næstum 54 þús­und und­ir­skriftum

Árið 2015 var sett á fót áskorun til for­­seta Íslands um að setja ráð­­stöfun á fisk­veið­i­­auð­lind­inni til lengri tíma en eins árs í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu ætla að ná miklu flugi. Til­efnið var fyr­ir­liggj­andi frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um að ráð­stafa mak­ríl­kvóta til lengri tíma en eins árs án þess að komið væri í stjórn­ar­skrá ákvæði sem tryggði eign þjóð­ar­innar á auð­lind­inni og að hún fengi fullt gjald fyrir afnot henn­ar. 

Að­stand­endur átaks­ins voru Agnar K. Þor­­steins­­son, Bolli Héð­ins­­son, Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir, Henný Hinz, Jón Sig­­urðs­­son, Jón Steins­­son og Þor­kell Helga­­son.

Þegar for­seta Íslands voru afhentar und­ir­skrift­irnar í júlí 2015 voru þær orðnar 53.571. Það reyndi þó ekki á synj­un­ar­vald for­set­ans. Mál­inu var frestað og varð ekki að lög­um. Mak­ríl var síðan kvóta­settur fyrr á þessu ári, 2019, með lög­um. Það var gert þrátt fyrir að enn skorti á ákvæði í stjórn­ar­skrá sem segi til um þjóð­ar­eign yfir auð­lindum lands­ins.

Mak­ríl var svo kvóta­settur í fyrra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent