Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020

Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

7DM_9723_raw_1789.JPG
AuglýsingHópur sem stóð að átak­inu „Þjóð­ar­eign“ árið 2015, og und­ir­skrifta­söfnun gegn afhend­ingu mak­ríl­kvóta í meira en eitt ár í senn, hefur sent áskorun til for­seta Alþingis og allra þing­flokks­for­manna, þar sem þeir fara fram á að fram fari fram fari þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um tvær til­lögur um orða­lag auð­linda­á­kvæðis í stjórn­ar­skrá. Lagt er til að atkvæða­greiðslan fari fram ekki síðar en í lok júní 2020.

Hóp­ur­inn sendi með til­lögu til þings­á­lykt­unar sem hann beinir til for­sætis­nefndar Alþingis og þing­flokks­for­manna að lögð verði fyrir þing­ið. Að­stand­endur átaks­ins eru Agnar K. Þor­­steins­­son, Bolli Héð­ins­­son, Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir, Jón Sig­­urðs­­son, Jón Steins­­son og Þor­kell Helga­­son.

Til­lög­urnar tvær eru eft­ir­far­and­i: 

I.       Til­laga Stjórn­­laga­ráðs í 34. gr. í frum­varpi til stjórn­ar­skip­un­ar­laga, sbr. þing­skjal 3, 3. mál á 140. lög­gjaf­ar­þingi:

Auð­lindir í nátt­úru Íslands, sem ekki eru í einka­eigu, eru sam­eig­in­leg og ævar­andi eign þjóð­ar­inn­ar. Eng­inn getur fengið auð­lind­irn­ar, eða rétt­indi tengd þeim, til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja þær eða veð­setja.

Til auð­linda í þjóð­ar­eign telj­ast nátt­úru­gæði, svo sem nytja­stofn­ar, aðrar auð­lindir hafs og hafs­botns innan íslenskrar lög­sögu og upp­sprettur vatns- og virkj­un­ar­rétt­inda, jarð­hita- og náma­rétt­inda. Með lögum má kveða á um þjóð­ar­eign á auð­lindum undir til­tek­inni dýpt frá yfir­borði jarð­ar.

Við nýt­ingu auð­lind­anna skal hafa sjálf­bæra þróun og almanna­hag að leið­ar­ljósi.

Stjórn­völd bera, ásamt þeim sem nýta auð­lind­irn­ar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórn­völd geta á grund­velli laga veitt leyfi til afnota eða hag­nýt­ingar auð­linda eða ann­arra tak­mark­aðra almanna­gæða, gegn fullu gjaldi og til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafn­ræð­is­grund­velli og þau leiða aldrei til eign­ar­réttar eða óaft­ur­kall­an­legs for­ræðis yfir auð­lind­un­um.

II.     Til­laga sem for­sæt­is­ráðu­­neytið hefur birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda, mál nr.  128/2019, birt 10. maí 2019.

Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Nýt­ing auð­linda skal grund­vall­ast á sjálf­bærri þró­un.

Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota. Hand­hafar lög­gjaf­ar­valds og fram­kvæmd­ar­valds fara með for­ræði og ráð­stöf­un­ar­rétt þeirra í umboði þjóð­ar­inn­ar.

Veit­ing heim­ilda til nýt­ingar á nátt­úru­auð­lindum og lands­rétt­indum sem eru í þjóð­ar­eign eða eigu íslenska rík­is­ins skal grund­vall­ast á lögum og gæta skal jafn­ræðis og gagn­sæ­is. Með lögum skal kveða á um gjald­töku fyrir heim­ildir til nýt­ingar í ábata­skyni.
 

Nauð­syn­legt að fá álit þjóðar

Í grein­ar­gerð til­lög­unnar segir að lagt sé til að efnt verði til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýtt ákvæði í stjórn­ar­skrá sem taki af skarið um auð­lindir í almanna­eigu, þær auð­lindir sem ekki eru þegar háðar einka­eign­ar­rétti. Um ára­tuga­skeið hafi verið rætt um nauð­syn þess að setja í stjórn­ar­skrá skýr og skil­merki­leg ákvæði þessu skyni. „Orða­lag auð­linda­á­kvæðis hefur verið til umfjöll­unar hjá þjóð­inni um langa hríð og meðal þeirra við­fangs­efna sem hlutu hvað mesta umfjöllun á þjóð­fund­inum sem efnt var til 2010 og síðan hjá Stjórn­laga­ráði sem starf­aði sum­arið 2011. Til­laga um auð­linda­á­kvæði Stjórn­laga­ráðs er því önnur þeirra hug­mynda sem lagt er til að kjós­endur fái  að tjá sig um.

Auglýsing
Í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20. októ­ber 2012 guldu nær 83% þeirra sem afstöðu tóku  jáyrði við því að slíkar auð­lindir yrðu lýstar þjóð­ar­eign. Jafn­framt höfðu 67% kjós­enda sem afstöðu tóku sagt sig fylgj­andi því að til­lögur Stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar og vænt­an­lega auð­linda­á­kvæðið líka.

Nú hefur for­sæt­is­ráðu­neytið kynnt til­lögu að auð­linda­á­kvæði sam­kvæmt ákvörðun 13. fundar for­manna stjórn­mála­flokka, sem sæti eiga á Alþingi, um stjórn­ar­skrár­mál hald­inn föstu­dag­inn 10. maí 2019.

Ljóst er að mikið ber á milli þess­ara til­lagna og því nauð­syn­legt að fá álit þjóð­ar­inn­ar, hins nátt­úru­lega stjórn­ar­skrár­gjafa, þó það verði ekki nema með ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Efna mætti til slíkrar atkvæða­greiðslu sam­hliða for­seta­kosn­ingum sem kunna að verða haldnar 27. júní n.k. þótt for­seta­kosn­ing­arnar séu ekki nauð­syn­leg for­senda þess að efnt sé til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um jafn brýnt mál­efni og hér um ræð­ir.“

Söfn­uðu næstum 54 þús­und und­ir­skriftum

Árið 2015 var sett á fót áskorun til for­­seta Íslands um að setja ráð­­stöfun á fisk­veið­i­­auð­lind­inni til lengri tíma en eins árs í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu ætla að ná miklu flugi. Til­efnið var fyr­ir­liggj­andi frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um að ráð­stafa mak­ríl­kvóta til lengri tíma en eins árs án þess að komið væri í stjórn­ar­skrá ákvæði sem tryggði eign þjóð­ar­innar á auð­lind­inni og að hún fengi fullt gjald fyrir afnot henn­ar. 

Að­stand­endur átaks­ins voru Agnar K. Þor­­steins­­son, Bolli Héð­ins­­son, Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir, Henný Hinz, Jón Sig­­urðs­­son, Jón Steins­­son og Þor­kell Helga­­son.

Þegar for­seta Íslands voru afhentar und­ir­skrift­irnar í júlí 2015 voru þær orðnar 53.571. Það reyndi þó ekki á synj­un­ar­vald for­set­ans. Mál­inu var frestað og varð ekki að lög­um. Mak­ríl var síðan kvóta­settur fyrr á þessu ári, 2019, með lög­um. Það var gert þrátt fyrir að enn skorti á ákvæði í stjórn­ar­skrá sem segi til um þjóð­ar­eign yfir auð­lindum lands­ins.

Mak­ríl var svo kvóta­settur í fyrra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent