Mynd: Orkan okkar.

Fjöldi undirskrifta hjá Orkunni okkar langt frá því að standast samanburð

Undirskriftasafnanir eru leið sem oft er notuð til að reyna að sýna fram á þjóðarvilja í málum. Það sást í Icesave, þegar umsókn að ESB var dregin til baka, vegna veru flugvallar í Vatnsmýrinni og þegar Kári Stefánsson vildi að stjórnvöld eyddu meira í heilbrigðismál. Nýleg undirskriftasöfnun Orkunnar okkar var órafjarri því að jafnast á við þær og aðra sem snérust um auðlindamál.

Orkan okk­ar, félags­skapur sem barist hefur gegn sam­þykkt þriðja orku­pakk­ans, afhenti vara­for­seta Alþingis í gær áskorun um að hafna þriðja orku­pakk­an­um. Undir hana höfðu um 16.814 manns skrif­að. Orku­pakk­inn var samt sem áður sam­þykktur með yfir­gnæf­andi meiri­hluta atkvæða þing­manna. Ein­ungis fimmt­ungur þeirra greiddi atkvæði gegn pakk­an­um. Söfnun und­ir­skrifta hefur staðið yfir frá því 7. apr­íl. 

Næsta skref sam­tak­anna er að skora á for­seta Íslands að stað­festa ekki upp­töku þriðja orku­pakk­ans í EES-­samn­ing­inn nema að sam­eig­in­lega EES-­nefndin hafi veitt Íslandi und­an­þágu frá inn­leið­ingu eða að íslensk þjóð hafi í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu fall­ist á að und­ir­gang­ast þær skuld­bind­ingar sem þriðji orku­pakk­inn felur í sér. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem und­ir­skriftum er safnað vegna auð­linda­mála. Í jan­úar 2011 var til að mynda var blásið til slíkrar gegn sölu á HS Orku til kanadíska fyr­ir­tæk­is­ins Magma. Þegar hún var yfir­­­staðin höfðu rúm­­lega 47 þús­und manns skrifað und­­ir. Á þeim tíma voru það rétt um 15 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Frá byrjun árs 2011 hefur íbúum á Íslandi fjölgað um 41.310. Sá fjöldi sem skrif­aði undir áskorun Orkunnar okkar eru því 4,7 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Ef horft er ein­ungis á þá lands­menn sem eru 18 ára og eldri, og gert ráð fyrir því að allir sem skrifa undir list­anna séu á þeim aldri, var hlut­fallið í HS Orku söfn­un­inni tæp­lega 19 pró­sent en í und­ir­skrifta­söfnun Orkunnar okkar um sex pró­sent. 

Árið 2015 var for­seti Íslands líka hvattur til þess að koma í veg fyrir var­an­lega kvóta­setn­ingu á mak­ríl á meðan að auð­lind­ar­á­kvæði væri ekki í stjórn­ar­skrá. Tæp­lega 52 þús­und manns skrif­uðu undir þá áskor­un.

Þegar saga áskor­ana, þar sem stjórn­mála­menn voru hvattir til þess að hafna ýmsum mál­um, er skoðuð þá á und­ir­skrifta­söfnun Orkunnar okkar ansi langt i land með að stand­ast sam­an­burð.

Mál­skots­réttur en óvissa um virkni

Þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslur eru sög­u­­lega ekki stór hluti af lýð­ræð­is­hefð Íslend­inga. Líkt og flest allar aðrar vest­rænar þjóðir völdu Íslend­ingar að setja á fót full­­trú­a­lýð­ræði þar sem kjörnum full­­trúum var falin ákvörð­un­­ar­­taka fyrir hönd þjóð­­ar­inn­­ar. Í kjöl­far upp­­lýs­inga­­bylt­ing­­ar­innar sem varð sam­hliða útbreiðslu inter­nets­ins jókst aðgengi almennra borg­­ara að upp­­lýs­ingum og geta þeirra til að taka upp­­lýstar og vel ígrund­aðar ákvarð­­anir söm­u­­leið­­is.

Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands er ákvæði um mál­skots­rétt for­­seta. Ákvæð­ið, sem oft hefur verið kall­aður örygg­is­vent­ill þjóð­­ar­vilj­ans, virkar þannig að sitj­andi for­­seti getur synjað lögum um und­ir­­skrift og vísað þeim þannig til þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu. Fyrstu 60 árin eftir sjálf­­stæði Íslend­inga var mál­skots­rétt­­ur­inn ónýtt­­ur. Í raun má segja að ein­ungis einu sinni á því tíma­bili hafi mynd­­ast mik­ill þrýst­ingur á sitj­andi for­­seta að beita hon­­um.

Þrýst á for­­seta vegna EES

Árið 1992 tók stjórn­­­ar­and­­staðan á Alþingi sig saman og lagði fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um að aðild Íslands að Evr­­ópska efna­hags­­svæð­inu (EES) yrði borin undir þjóð­­ar­at­­kvæði. Flutn­ings­­menn til­lög­unar voru Ing­i­­björg Sól­­rún Gísla­dótt­ir, Stein­grímur Her­­manns­­son, Ólafur Ragnar Gríms­­son, Kristín Ein­­ar­s­dótt­ir, Páll Pét­­ur­s­­son og Ragnar Arn­alds.

Sum­­­arið áður, 1991, hafði verið hrint af stað und­ir­­skrifta­­söfnun á lands­vísu gegn aðild að EES. Þegar und­ir­­skrift­­irnar voru afhentar þáver­andi for­­seta Alþing­is, Sal­ome Þor­kels­dótt­­ur, rúmu ári síðar höfðu safn­­ast um 34 þús­und. Þetta var fyrir tíma inter­nets­ins og því voru allar und­ir­­skrift­­irnar hand­­skrif­að­­ar. Þær breyttu því þó ekki að þingið sam­­þykkti aðild­ina og snér­ust and­ófs­­menn hennar sér að þáver­andi for­­seta Íslands, Vig­­dísi Finn­­boga­dótt­­ur. Eftir umhugs­un­­ar­frest ákvað Vig­­dís að beita ekki mál­skots­rétt­in­­um. Í grein eftir Baldur Þór­halls­­son, sem birt­ist í bók­inni „Evr­­ópu­­stefna íslenskra stjórn­­­valda: Stefn­u­­mót­un, átök og afleið­ing­­ar“, kom fram að Vig­­dís taldi sig hafa átt gríð­­ar­­lega erfitt með að fara gegn þjóð­­kjörnu þingi.

Allt breyt­ist með Ólafi Ragn­­ari

Árið 1996 var Ólafur Ragnar Gríms­­son kjör­inn for­­seti. Á svip­uðum tíma var net­­notkun að verða almenn og sam­hliða varð auð­veld­­ara fyrir fólk sem hafði sam­eig­in­­lega skoðun á ákveðnum málum að ná saman og mynda fylk­ing­­ar. Í maí 2004 reyndi í fyrsta sinn af alvöru á hvort Ólafur Ragnar myndi nota mál­skots­rétt­inn. Þá safn­aði félags­­­skapur sem kall­aði sig Fjöl­miðla­­sam­­bandið 31.752 und­ir­­skriftum á tólf dög­­um. Hóp­­ur­inn vildi að Ólafur Ragnar myndi neita að und­ir­­rita lög um fjöl­miðla sem Alþingi hafði skömmu áður sam­­þykkt, en þau tak­­mörk­uðu eign­­ar­hald á fjöl­miðlum þannig að eng­inn mætti eiga meira en fjórð­ungs­hlut í slíkum rekstri.

Ólafur Ragnar Grímsson var oft í sviðsljósinu á meðan hann gegndi forsetaembættinu.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Annan dag jún­í­mán­aðar boð­aði for­­set­inn til blaða­­manna­fundar á Bessa­­stöðum og til­­kynnti að hann hefði ákveðið að stað­­festa ekki lög­­in. Þar með var brotið blað í Íslands­sög­unni, enda í fyrsta sinn sem for­seti beitti synj­un­ar­valdi sínu.

Í yfir­­lýs­ingu Ólafs Ragn­­ars kom meðal fram að „því miður hefur skort á sam­hljóm­inn sem þarf að vera milli þings og þjóðar í svo mik­il­vægu máli. Fjöl­miðlar eru sá horn­­steinn í lýð­ræð­is­­skipan og menn­ingu okkar Íslend­inga að ekki er far­­sælt að var­an­­lega verði djúp gjá milli þing­vilja og þjóð­­ar­vilja. Slíka gjá þarf að brú­a“.  

Rík­­is­­stjórn Dav­­íðs Odds­­sonar dró lögin síðar til baka og lagði fram ný. Með því var komið í veg fyrir að málið færi í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu.

Sam­dráttur í aðdrag­anda hruns

Und­ir­­skrifta­safn­­anir um ákveðnar þjóð­­fé­lags­breyt­ingar urðu ekk­ert sér­­­lega margar næstu árin, þrátt fyrir sett for­­dæmi. Doði sem fylgdi ímynd­aðri vel­­sæld útrás­­ar­ár­anna spil­aði þar stórt hlut­verk. Und­ir­liggj­andi var til­­f­inn­ing um að Ísland væri bara hár­s­breidd frá því að verða rík­­asta og besta land í heimi.

Sú und­ir­­skrifta­­söfnun sem vakti mesta athygli á þessum tíma var áskorun á dag­­blaðið DV að breyta rit­­stjórn­­­ar­­stefnu sinni sem hrint var af stað í jan­úar 2006. Undir hana skrif­uðu 32 þús­und Íslend­ingar á tveimur dög­­um. Söfn­unin var sett í gang í kjöl­far þess að síðar dæmdur barn­a­­níð­ingur svipti sig lífi eftir að DV hafði haft sam­band og greint honum frá vænt­an­legri umfjöll­un. Sú umfjöllun hafði þó ekki verið birt þegar mað­ur­inn tók eigið líf. Und­ir­skrifta­söfn­unin leiddi til þess að þáver­andi rit­­stjórar DV, Jónas Krist­jáns­­son og Mik­­ael Torfa­­son, sögðu upp störf­­um.

Hrunið hrinti af stað bylt­ingu

Eftir hrunið sem varð haustið 2008, bús­á­hald­­ar­­bylt­ing­una sem fylgdi og háværar kröfur um breytta stjórn­­­ar­hætti hafa und­ir­­skrifta­safn­­anir notið auk­inna vin­­sælda sem tól til að reyna að þrýsta á breyt­ing­­ar. Í raun varð algjör bylt­ing á notkun þeirra til að reyna að breyta þjóð­­fé­lag­inu í eina eða aðra átt.

Strax í októ­ber 2008 var sett á fót söfnun með kröfu um þing­­kosn­­ing­­ar. Á nokk­­urra mán­aða tíma­bili skrif­uðu á sjö­unda þús­und manns undir hana. Kosn­­ingar fóru síðan fram vorið 2009 og skömmu síðar var til­­kynnt um að Ísland hefði náð sam­komu­lagi í hinni svoköll­uðu Ices­a­ve-­­deilu.

Rík­­is­á­­byrgð á lögum þess efnis var sam­­þykkt um haustið og Ólafur Ragnar skrif­aði undir þau í byrjun sept­­em­ber. Þá höfðu um tíu þús­und manns þegar skrifað undir áskorun til hans um að gera það ekki. Málið hlaut þó ekki braut­­ar­­gengi og sam­komu­lag, sem í dag­­legu tali er oft­­ast kallað Ices­ave II, var sam­­þykkt á Alþingi í lok árs 2009. 

Þann 5. jan­úar 2010 beitti Ólafur Ragnar mál­skots­rétt­inum í annað sinn og synj­aði lög­­unum stað­­fest­ing­­ar. Í rök­­stuðn­­ingi fyrir þeim gjörn­ingi vís­aði hann meðal ann­­ars í að honum hafi verið afhentar und­ir­­skriftir um 56 þús­und manns sem höfðu skorað á hann að taka þessa ákvörð­un. For­­set­inn sagð­ist hafa látið fram­­kvæma stikkprufur úr list­an­um, enda hafði komið fram gagn­rýni á að bæði Mikki mús og Andrés önd væru á hon­­um. Í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­unni sem fylgdi á eft­ir, þeirri fyrstu í lýð­veld­is­­sög­unni eftir beit­ingu mál­skots­réttar for­­seta, höfn­uðu 93,2 pró­­sent þeirra sem kusu samn­ingn­­um.

Tæpu ári eftir að Ices­ave II var afgreitt náði ný samn­inga­­nefnd undir for­ystu banda­ríska lög­­­manns­ins Lee Buchheit nýjum samn­ingi sem þótti mun álit­­legri. And­­staðan í sam­­fé­lag­inu gegn því að semja um Ices­a­ve, sama hversu góður samn­ingur lá á borð­inu, var þó áfram víð­tæk. Enn var hlaðið í und­ir­­skrifta­­söfnun og í þetta sinn söfn­uð­ust rúm­­lega 37 þús­und und­ir­­skrift­­ir. For­­set­inn neit­aði aftur að skrifa undir og bar fyrir sig að þjóðin hefði farið með lög­­gjaf­­ar­­valdið í þessu máli ásamt Alþingi.

Spreng­ing á und­an­­förnum tveimur árum

Á 2011-2012 fjölg­aði und­ir­­skrifta­­söfn­unum gríð­­ar­­lega. Í jan­úar 2011 var, líkt og áður sagði, blásið til slíkrar gegn sölu á HS Orku til kanadíska fyr­ir­tæk­is­ins Magma. Þegar hún var yfir­­­staðin höfðu rúm­­lega 47 þús­und manns skrifað und­­ir. 

Skömmu síðar skráðu 41.525 sig í söfnun á vegum FÍB þar sem hug­­myndum um vega­­tolla á þjóð­­vegi var mót­­mælt. Á svip­uðum tíma skil­uðu Hags­muna­­sam­tök heim­il­anna Alþingi inn 37.743 und­ir­­skrift­­um. Yfir­­­skrift þeirrar söfn­unar var: „Í nafni almanna­hags­muna krefj­umst við und­ir­­rituð almennra og rétt­látra leið­rétt­inga á stökk­breyttum lánum heim­il­anna og afnáms verð­­trygg­ing­­ar“.  Í apríl sama ár var reynt að hrinda af stað söfnun gegn nýjum fjöl­miðla­lög­­um. Ein­ungis fjögur þús­und manns skrif­uðu undir hana áður en lögin voru sam­­þykkt á Alþingi.

Þegar Jóni Gnarr, þáver­andi borg­­ar­­stjóra Reykja­vík­­­ur, voru afhentar und­ir­­skriftir um að halda Reykja­vík­­­ur­flug­velli í Vatns­­­mýr­inni höfðu 69.802 manns skrifað und­­ir. Sú und­ir­­skrifta­­söfn­un, sem fór fram undir nafn­inu „Hjartað í Vatns­­­mýr­inn­i“, var sú fjöl­­menn­asta sem ráð­ist hefur verið í á Ísland­i á þeim tíma.

Í aðdrag­anda for­­seta­­kosn­­ing­anna 2012 tók hópur manna sig saman og setti af stað und­ir­­skrifta­­söfnun til að skora á Ólaf Ragnar Gríms­­son að bjóða sig fram aft­­ur. Alls skrif­uðu 30.773 undir og Ólafur Ragnar gaf sig. Þegar hann til­­kynnti um þessa afstöðu sína sagði hann í sam­tali við Morg­un­­blaðið að „höfðað [hefði ver­ið] með mjög skýrum hætti til mín um það að ég geti nán­­ast ekki leyft mér að að fara af vett­vangi við þessar aðstæð­­ur“. 

Því er ljóst að í þessu sam­hengi, þar sem verið var að skora á hann, voru rúm­­lega 30 þús­und und­ir­­skriftir stað­­fest­ing á því að höfðað væri til for­­set­ans með mjög skýrum hætt­i.  Síðar á árinu var ráð­ist í und­ir­­skrifta­­söfnun til að hvetja Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dótt­­ur, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, til að biðj­­ast lausnar fyrir ráðu­­neyti sitt. Í byrjun júní það ár höfðu 9.556 manns ritað undir þá kröfu.

Öll met slegin

Á árinu 2013 fór fjöldi und­ir­skrifta­safn­anna síðan út fyrir allan þjófa­bálk. Stutt leit á net­inu sýndi að á því ári var hlaðið í und­ir­­skrifta­­söfnun um verndun Mývatns, gegn nið­­ur­­skurði fjár­­fram­laga til LÍN (5.821) og með því að flytja Edward Snowden til Íslands (2.014). 

Þá eru ótaldar ýmsar safn­­anir um að flýta hinum og þessum sam­­göng­u­fram­­kvæmd­un­um, til stuðn­­ings atvinn­u­­lausum (22), gegn því að íslenskum börnum yrði skilað til erlends for­ráða­­for­eldris (2.391),til stuðn­­ings Pri­yönku (1.060) og fyrir björgun Ing­­ólfs­­torgs og NASA (tæp­­lega 18 þús­und). Síðar bætt­ist svo við áskorun á Vig­­dísi Hauks­dótt­ur, þáver­andi for­mann fjár­laga­nefnd­ar, um að segja af sér (3.448), eftir að hafa, að því er virtist, hótað að skerða fjár­­fram­lög til RÚV vegna þess að frétta­­flutn­ingur þess var henni ekki að skapi.

Undirskriftarsöfnun þar sem krafist var afsagnar Vigdísar Hauksdóttur náði ekki miklu flugi.
Mynd: Anton Brink

Þrjár safn­­anir sem ráð­ist var í á því ári vöktu mesta athygli og söfn­uðu flestum und­ir­­skrift­um, þótt þær hafi á end­anum ekki skilað neinum til­­f­inn­an­­legum árangri. Sú fyrsta var söfnun SÁÁ vegna áskor­unar á stjórn­­völd um að verja tíu pró­­sent af áfeng­is­gjaldi til að byggja upp úrræði fyrir vers settu áfeng­is- og vímu­efna­­sjúk­l­ing­anna og fleiri til­­­greind úrræði sem heyra undir sama mála­­flokk. Í júní 2013 afhentu sam­tökin um 31 þús­und und­ir­­skrift­­ir. 

Önnur var áskorun á for­­seta Íslands um að synja lögum um breyt­ingar á veiði­leyfagjöldum um und­ir­­skrift. Í júlí 2013 var for­­set­­anum afhentar 34.882 und­ir­­skrift­ir  vegna þessa. Það kom þó ekki í veg fyrir að hann skrif­aði undir lögin. Sam­­stundis var sett í gang ný und­ir­­skrifta­­söfnun sem bar nafnið „Áskorun til for­­seta Íslands um afsögn“  (1.668).

Þriðja var und­ir­­skrifta­­söfnun sem fram for á heima­­síð­­unni www.­lend­ing.is og snérist um að halda flug­­vell­inum í Vatns­­­mýr­inni. Þegar Jóni Gnarr, þáver­andi borg­­ar­­stjóra Reykja­vík­­­ur, voru afhentar und­ir­­skrift­­irnar höfðu 69.802 manns skrifað und­­ir. Sú und­ir­­skrifta­­söfn­un, sem fór fram undir nafn­inu „Hjartað í Vatns­­­mýr­inn­i“, var sú fjöl­­menn­asta sem ráð­ist hafði verið í á Íslandi á þeim tíma.

 Meiri þungi í söfn­unum

Næsti árin hægð­ist umtals­vert á und­ir­­skrifta­­söfn­un­­ar­ofsa íslensku þjóð­­ar­inn­­ar. Þ.e. fjöldi und­ir­skrifta­safn­anna sem vöktu athygli hefur dreg­ist mjög sam­­an. 

Á árinu 2014 vakti í raun ein­ungis ein und­ir­­skrifta­­söfnun mikla athygli og náði að hrífa fjöld­ann með sér. Það var áskorun til stjórn­­­valda um að setja áfram­hald við­ræðna um Evr­­ópu­­sam­­bands­að­ild í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu, sem 53.555 manns skrif­uðu und­­ir. 

Ýmis­­­legt annað var reyndar reynt, án þess að það hafi náð miklu flugi. Ást­þór Magn­ús­­son, fyrrum for­­seta­fram­­bjóð­andi, safn­aði til dæmis und­ir­­skriftum um að krefj­­ast afsagnar Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur sem þing­­manns. Alls skrif­uðu 597 manns undir hana. Þá var reynt að fá íslensk stjórn­­völd til að slíta stjórn­­­mála­­sam­­starfi við Ísra­el, en ein­ungis 6.916 skrif­uðu undir þá kröfu.

Árið 2015 var sett á fót áskorun til for­­seta Íslands um að setja ráð­­stöfun á fisk­veið­i­­auð­lind­inni til lengri tíma en eins árs í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu ætla að ná miklu flugi. Til­efnið var fyr­ir­liggj­andi frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um að ráð­stafa mak­ríl­kvóta til lengri tíma en eins árs án þess að komið væri í stjórn­ar­skrá ákvæði sem tryggði eign þjóð­ar­innar á auð­lind­inni og að hún fengi fullt gjald fyrir afnot henn­ar. Að­stand­endur átaks­ins voru Agnar K. Þor­­steins­­son, Bolli Héð­ins­­son, Guð­rún Pét­­ur­s­dótt­ir, Henný Hinz, Jón Sig­­urðs­­son, Jón Steins­­son og Þor­kell Helga­­son.

Þegar for­seta Íslands voru afhentar und­ir­skrift­irnar í júlí 2015 voru þær orðnar 53.571. Það reyndi þó ekki á synj­un­ar­vald for­set­ans. Mál­inu var frestað og varð ekki að lög­um. Mak­ríl var síðan kvóta­settur fyrr á þessu ári, 2019, með lög­um. Það var gert þrátt fyrir að enn skorti á ákvæði í stjórn­ar­skrá sem segi til um þjóð­ar­eign yfir auð­lindum lands­ins.

Árið 2016 var hins vegar sett en eitt met­ið. Kári Stef­áns­­son, for­­stjóri Íslenskrar erfða­­grein­ing­­ar, stóð þá að und­ir­skrift­ar­söfnun um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins með því að hvetja stjórn­völd til að verja ell­efu pró­­sent af vergri lands­fram­­leiðslu til heil­brigð­is­­kerf­is­ins. Á þeim tíma var varið um það bil 8,7 pró­­sentum í mála­flokk­inn. 

Þegar Kári afhenti  Sig­­urði Inga Jóhanns­­syni, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, und­ir­skrifta­list­ann í lok apríl 2016 höfðu rúm­­lega 85 þús­und skrifað undir hann. Það gerði und­ir­skrifta­söfnun Kára að stærstu und­ir­skrift­ar­söfnun Íslands­­­sög­unn­ar.

Ákvarð­­anir teknar með und­ir­­skrifta­listum

Þann 20. októ­ber 2012 var kosið um hvort ýmsar til­­lögur stjórn­­laga­ráðs ættu að verða lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­­­ar­­skrá. Ein spurn­ing­anna sem þar var undir var svona: „Vilt þú að í nýrri stjórn­­­ar­­skrá verði ákvæði um að til­­­tekið hlut­­fall kosn­­ing­­ar­­bærra manna geti kraf­ist þess að mál fari í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu?“. Tæp­­lega 2/3 þeirra 72.523 manna sem svör­uðu þess­­ari spurn­ingu gerðu það ját­andi. Í henni var ekki til­­­tekið hvaða hlut­­fall ætti að vera um að ræða.

Það var hins vegar gert í til­­lögum stjórn­­laga­ráðs. Í 65. grein þess frum­varps sem ráðið vildi leggja fram er fjallað um mál­skots­rétt þjóð­­ar­inn­­ar.

Þar stend­­ur: „Tíu af hundraði kjós­­enda geta kraf­ist þjóð­­ar­at­­kvæðis um lög sem Alþingi hefur sam­­þykkt. Kröf­una ber að leggja fram innan þriggja mán­aða frá sam­­þykkt lag­anna. Lögin falla úr gildi, ef kjós­­endur hafna þeim, en ann­­ars halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóð­­ar­at­­kvæðis kem­­ur“.

Kári Stefánsson stóð fyrir stærstu undirskriftarsöfnun Íslandssögunnar.
Mynd: Bára Huld Beck

Í Alþing­is­­kosn­­ing­unum í apríl 2013 voru kosn­­inga­­bærir Íslend­ingar um 238 þús­und tals­ins. Það hefði því þurft um 23.800 manns til að knýja á um þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu ef til­­lögur stjórn­­laga­ráðs hefðu orðið að veru­­leika. Í dag er sú tala lík­ast til í kringum 27.000 manns og und­ir­skrift­ar­söfnun Orkunnar okkar því ansi langt frá því að upp­fylla það skil­yrði.

Ef þetta við­mið væri í stjórn­­­ar­­skrá hefði hins vegar verið nóg að gera hjá íslenskum almenn­ingi að kjósa yfir sig þjoð­fé­lags­breyt­ing­ar. Að kjósa um eign­­ar­hald á fyr­ir­tækj­­um. Um flug­­velli og allskyns mál sem ann­að­hvort skuld­binda rík­­is­­sjóðs til fjár­­út­­láta eða skikka hann til að gefa frá sér tekj­­ur. Frá árs­­byrjun 2010 hefði íslenskur almenn­ingur kosið um Ices­ave II, Ices­ave III, sölu á HS Orku, vega­­tolla, almenna skulda­n­ið­­ur­­fell­ingu og afnám verð­­trygg­ing­­ar, um að skuld­binda rík­­is­­sjóð til að eyða hluta áfeng­is­gjalds til til­­­greindra verk­efna, um breyt­ingar á veiði­leyfagjaldi, um fram­­tíð flug­­vallar í Vatns­­­mýr­inni, um að áfram­hald við­ræðna um aðild Íslands að Evr­­ópu­­sam­­band­inu, um ráð­­stöfun á fisk­veið­i­­auð­lind­inni til lengri tíma en eins árs og um hversu mikið af pen­ingum ættu að renna til heil­brigð­is­kerf­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar