Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að setja þær Ásu Ólafs­dóttur pró­fessor og Söndru Bald­vins­dóttur hér­aðs­dóm­ara í tvo emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt sem aug­lýst voru laus til umsóknar 20. des­em­ber 2019, sam­kvæmt frétt á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Ása hefur verið sett í emb­ætti frá 25. febr­úar til 30. júní 2020 og Sandra frá 2. mars til 30. júní 2020.

Dóm­nefnd hafði metið Ásu hæf­asta umsækj­enda um emb­ættin en Söndru og Ást­ráð Har­alds­son hér­aðs­dóm­ara næst á eftir henni. Því situr Ást­ráður eftir úr þriggja manna hópn­um. 

Sam­kvæmt gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum þá var nið­ur­staðan dóm­nefnd­ar, þegar drög að umsögn hennar voru send á umsækj­endur 3. febr­úar síð­ast­lið­inn önnur en end­an­leg nið­ur­staða henn­ar. Í drög­unum eru Ása og Ást­ráður metin hæfust til að verða sett í emb­ætti. Átta dögum síð­ar, 11. febr­ú­ar, eftir að umsækj­endum gafst færi á and­mæl­um, hafði Sandra hins vegar líka verið metin á meðal þeirra hæf­ust­u. 

Sandra og Ást­ráður voru bæði á meðal þeirra sem sóttu um emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara í aðdrag­anda þess að dóm­stigið tók til starfa. Þá voru 15 dóm­arar skip­aðir og taldi dóm­nefnd að Ást­ráður væri á meðal þeirra 15 hæf­ustu. Hann lenti, nánar til­tek­ið, í 14. sæti á lista nefnd­ar­innar en Sandra var í 22. sæti. Síðan þá hefur Ást­ráður verið skip­aður hér­aðs­dóm­ari og bætt við sig dóm­ara­reynslu, en Sandra hefur verið sett­ur, og síðar skip­að­ur, hér­aðs­dóm­ari frá árinu 2006. 

Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að færa fjóra umsækj­endur sem dóm­nefndin hafði mælt með að yrðu skip­aðir af skip­un­ar­list­anum og bæta fjórum öðrum inn á hann. Alþingi sam­þykkti svo breyttan lista Sig­ríð­ar. Ást­ráður var því ekki skip­aður á þeim tíma. Hann, og annar umsækj­andi sem var í sömu stöðu, stefndu rík­inu vegna þessa.

Auglýsing
Hæst­i­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­­ur­­­­­­stöðu í des­em­ber 2018 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­­nefnd­­­­­­ar­inn­­­­­­ar. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­dóm­­­­stóll Evr­­­­ópu að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­­ar­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­með­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­mála­ráð­herra.

Þær stöður sem þær Ása og Sandra hafa verið settar í eru stöður tveggja þeirra dóm­ara sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn taldi að væru ólög­lega skip­að­ir. Nið­ur­stöðu hans var skotið til yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og fór mál­flutn­ingur þar fram fyrr í mán­uð­in­um. Búist er við nið­ur­stöðu fyrir árs­lok. Þangað til munu dóm­ar­arnir fjórir ekki dæma.

Áskildi sér rétt til að stefna

Auk þess var ein laus staða við Lands­rétt til fram­búðar aug­lýst til umsóknar í des­em­ber. Fjórir sótt­ust eftir skipun í hana.  Ást­ráður og Sandra eru bæði þar á með­­al. Hinir þrír eru Ásmundur Helga­­­­son Ragn­heiður Braga­dótt­ir, sem eru bæði dóm­­­­arar við Lands­rétt og eru á meðal þeirra fjög­urra sem mega ekki dæma við rétt­inn eftir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. 

Eftir að greint var frá umsækj­endum sendi Ást­ráður dóms­mála­ráð­herra bréf þar sem hann sagð­ist áskilja sér að hann áskilji sér allan rétt til þess að láta á það reyna fyrir dóm­stólum ef þegar skip­aðir dóm­­arar við Lands­rétt verði skip­aðir í lausa stöðu við rétt­inn.

Í bréfi hans, sem Kjarn­inn hefur undir höndum og var einnig sent til Katrínar Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra, segir að það sé að mati Ást­ráðs aug­­ljós hætta á því að ef umsókn skip­aðs Lands­rétt­­ar­­dóm­­ara sé talin gild og myndi svo leiða til nýrrar skip­unar umsækj­and­ans í emb­ætti Lands­rétt­­ar­­dóm­­ara gætu þeir sem svo kysu látið á það reyna hvort slík skipun teld­ist lög­­­mæt.

Með slíkri skipan væri í raun verið að gera til­­raun til að lög­­helga eftir á skipun dóm­­ara sem þegar hefði verið metin ólög­­mæt. „Ég tel tals­verðar líkur á að nið­­ur­­staða dóm­stóla yrði sú að slík skipan stæð­ist ekki. Það væri, svo vægt sé til orða tek­ið, í ljósi for­­sög­unn­­ar, afar óheppi­­legt bæði fyrir dóms­­kerfið og umsækj­and­ann ef það yrði nið­­ur­­stað­­an. Slíkur fram­­gangur væri auk þess til þess fall­inn að draga á lang­inn ríkj­andi réttaró­vissu um fram­­tíð­­ar­­skipan Lands­réttar og fæli í sér afar sér­­­kenn­i­­leg skila­­boð inn í yfir­­stand­andi mála­­rekstur fyrir Mann­rétt­inda­­dóm­stóli Evr­­ópu. Ég tel raunar að Lands­­réttur megi illa við frek­­ari slíkum skakka­­föll­u­m.“

Ekki hefur verið greint frá því hvern dóms­mála­ráð­herra hyggst skipa í hina lausu stöðu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent