Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra hefur ákveðið að setja þær Ásu Ólafs­dóttur pró­fessor og Söndru Bald­vins­dóttur hér­aðs­dóm­ara í tvo emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt sem aug­lýst voru laus til umsóknar 20. des­em­ber 2019, sam­kvæmt frétt á vef dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins. Ása hefur verið sett í emb­ætti frá 25. febr­úar til 30. júní 2020 og Sandra frá 2. mars til 30. júní 2020.

Dóm­nefnd hafði metið Ásu hæf­asta umsækj­enda um emb­ættin en Söndru og Ást­ráð Har­alds­son hér­aðs­dóm­ara næst á eftir henni. Því situr Ást­ráður eftir úr þriggja manna hópn­um. 

Sam­kvæmt gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum þá var nið­ur­staðan dóm­nefnd­ar, þegar drög að umsögn hennar voru send á umsækj­endur 3. febr­úar síð­ast­lið­inn önnur en end­an­leg nið­ur­staða henn­ar. Í drög­unum eru Ása og Ást­ráður metin hæfust til að verða sett í emb­ætti. Átta dögum síð­ar, 11. febr­ú­ar, eftir að umsækj­endum gafst færi á and­mæl­um, hafði Sandra hins vegar líka verið metin á meðal þeirra hæf­ust­u. 

Sandra og Ást­ráður voru bæði á meðal þeirra sem sóttu um emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara í aðdrag­anda þess að dóm­stigið tók til starfa. Þá voru 15 dóm­arar skip­aðir og taldi dóm­nefnd að Ást­ráður væri á meðal þeirra 15 hæf­ustu. Hann lenti, nánar til­tek­ið, í 14. sæti á lista nefnd­ar­innar en Sandra var í 22. sæti. Síðan þá hefur Ást­ráður verið skip­aður hér­aðs­dóm­ari og bætt við sig dóm­ara­reynslu, en Sandra hefur verið sett­ur, og síðar skip­að­ur, hér­aðs­dóm­ari frá árinu 2006. 

Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að færa fjóra umsækj­endur sem dóm­nefndin hafði mælt með að yrðu skip­aðir af skip­un­ar­list­anum og bæta fjórum öðrum inn á hann. Alþingi sam­þykkti svo breyttan lista Sig­ríð­ar. Ást­ráður var því ekki skip­aður á þeim tíma. Hann, og annar umsækj­andi sem var í sömu stöðu, stefndu rík­inu vegna þessa.

Auglýsing
Hæst­i­­­­­réttur komst að þeirri nið­­­­­­ur­­­­­­stöðu í des­em­ber 2018 að Sig­ríður hafi brotið gegn stjórn­sýslu­lögum þegar hún ákvað að fara gegn áliti dóm­­­­­­nefnd­­­­­­ar­inn­­­­­­ar. Auk þess kom­st Mann­rétt­inda­­­­dóm­­­­stóll Evr­­­­ópu að þeirri nið­­­­ur­­­­stöðu í mál­inu í mars í fyrra að dóm­­­­ar­­­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­­­með­­­­­­­ferð. Í kjöl­far þess að dómur Mann­rétt­inda­­­­dóm­stóls­ins féll þá sagði Sig­ríður af sér emb­ætti dóms­­­­mála­ráð­herra.

Þær stöður sem þær Ása og Sandra hafa verið settar í eru stöður tveggja þeirra dóm­ara sem Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn taldi að væru ólög­lega skip­að­ir. Nið­ur­stöðu hans var skotið til yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og fór mál­flutn­ingur þar fram fyrr í mán­uð­in­um. Búist er við nið­ur­stöðu fyrir árs­lok. Þangað til munu dóm­ar­arnir fjórir ekki dæma.

Áskildi sér rétt til að stefna

Auk þess var ein laus staða við Lands­rétt til fram­búðar aug­lýst til umsóknar í des­em­ber. Fjórir sótt­ust eftir skipun í hana.  Ást­ráður og Sandra eru bæði þar á með­­al. Hinir þrír eru Ásmundur Helga­­­­son Ragn­heiður Braga­dótt­ir, sem eru bæði dóm­­­­arar við Lands­rétt og eru á meðal þeirra fjög­urra sem mega ekki dæma við rétt­inn eftir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. 

Eftir að greint var frá umsækj­endum sendi Ást­ráður dóms­mála­ráð­herra bréf þar sem hann sagð­ist áskilja sér að hann áskilji sér allan rétt til þess að láta á það reyna fyrir dóm­stólum ef þegar skip­aðir dóm­­arar við Lands­rétt verði skip­aðir í lausa stöðu við rétt­inn.

Í bréfi hans, sem Kjarn­inn hefur undir höndum og var einnig sent til Katrínar Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra, segir að það sé að mati Ást­ráðs aug­­ljós hætta á því að ef umsókn skip­aðs Lands­rétt­­ar­­dóm­­ara sé talin gild og myndi svo leiða til nýrrar skip­unar umsækj­and­ans í emb­ætti Lands­rétt­­ar­­dóm­­ara gætu þeir sem svo kysu látið á það reyna hvort slík skipun teld­ist lög­­­mæt.

Með slíkri skipan væri í raun verið að gera til­­raun til að lög­­helga eftir á skipun dóm­­ara sem þegar hefði verið metin ólög­­mæt. „Ég tel tals­verðar líkur á að nið­­ur­­staða dóm­stóla yrði sú að slík skipan stæð­ist ekki. Það væri, svo vægt sé til orða tek­ið, í ljósi for­­sög­unn­­ar, afar óheppi­­legt bæði fyrir dóms­­kerfið og umsækj­and­ann ef það yrði nið­­ur­­stað­­an. Slíkur fram­­gangur væri auk þess til þess fall­inn að draga á lang­inn ríkj­andi réttaró­vissu um fram­­tíð­­ar­­skipan Lands­réttar og fæli í sér afar sér­­­kenn­i­­leg skila­­boð inn í yfir­­stand­andi mála­­rekstur fyrir Mann­rétt­inda­­dóm­stóli Evr­­ópu. Ég tel raunar að Lands­­réttur megi illa við frek­­ari slíkum skakka­­föll­u­m.“

Ekki hefur verið greint frá því hvern dóms­mála­ráð­herra hyggst skipa í hina lausu stöðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent