Greiða atkvæði um samúðarverkfall

Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg munu greiða atkvæði í næstu viku um verkföll. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu í dag.

Í tillögum er gert ráð fyrir að verkföll verði ótímabundin og hefjist mánudaginn 9. mars næstkomandi. Verkföllin munu taka til á fimmta hundrað manns, samkvæmt Eflingu.

Auglýsing

„Rúmlega 270 félagsmenn Eflingar starfa undir samningi félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn, sem rann út 31. mars 2019, er óháður Reykjavíkurborg og undir sjálfstæðu viðræðuferli. Undir samningnum eru störf ófaglærðra við umönnun, gatnaviðhald og fleira, mestmegnis hjá Kópavogs- og Seltjarnarnesbæ. Samninganefnd félagsmanna Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga lýsti viðræður hjá Ríkissáttasemjara árangurslausar á samningafundi í dag og samþykkti í kjölfar þess að bera tillögu um boðun vinnustöðvunar undir atkvæði félagsmanna. Félagsfundur félagsmanna Eflingar hjá sveitarfélögunum í síðustu viku hafði þegar lýst stuðningi við verkfallsboðun.

Rúmlega 240 félagsmenn Eflingar starfa hjá einkareknum skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK). Um er að ræða samúðarverkfall með verkfalli Eflingarfélaga hjá Reykjavíkurborg. Tillaga um verkfallsboðun er lögð fram að höfðu samráði við trúnaðarmenn á einkareknu skólunum, sem lýstu eindregnum stuðningi við tillöguna á fundi í gærkvöldi 20. febrúar,“ segir í tilkynningunni.

Verkfallsatkvæðagreiðslurnar hefjast á hádegi á næstkomandi þriðjudag og munu standa til hádegis á laugardaginn 29. febrúar, samkvæmt Eflingu.

Hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í aðgerðum

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Eflingarfélagar sem vinna á sambærilegum kjörum og borgarstarfsmenn hafi lýst eindreginni samstöðu og stuðningi við aðgerðir þeirra í borginni. Þeir hafi margir haft samband á síðustu vikum og lýst yfir vilja til að taka þátt í aðgerðum. 

„Fundir okkar með þessum hópum sýna að þar eru nákvæmlega sömu vandamál á ferðinni og hjá Reykjavíkurborg: undirmönnun, ofurálag, lítilsvirðing og vanmat störfum fólks. Sem auðvitað tengist því að þetta eru að stórum hluta kvennastéttir. Við munum að sjálfsögðu fara fram á sams konar leiðréttingu fyrir þennan hóp eins og hjá borginni,“ segir hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent