Greiða atkvæði um samúðarverkfall

Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Félags­menn Efl­ingar sem starfa hjá einka­reknum skólum og hjá sveit­ar­fé­lögum öðrum en Reykja­vík­ur­borg munu greiða atkvæði í næstu viku um verk­föll. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stétt­ar­fé­lag­inu í dag.

Í til­lögum er gert ráð fyrir að verk­föll verði ótíma­bundin og hefj­ist mánu­dag­inn 9. mars næst­kom­andi. Verk­föllin munu taka til á fimmta hund­rað manns, sam­kvæmt Efl­ingu.

Auglýsing

„Rúm­lega 270 félags­menn Efl­ingar starfa undir samn­ingi félags­ins við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Samn­ing­ur­inn, sem rann út 31. mars 2019, er óháður Reykja­vík­ur­borg og undir sjálf­stæðu við­ræðu­ferli. Undir samn­ingnum eru störf ófag­lærðra við umönn­un, gatna­við­hald og fleira, mest­megnis hjá Kópa­vogs- og Sel­tjarn­ar­nes­bæ. Samn­inga­nefnd félags­manna Efl­ingar gagn­vart Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga lýsti við­ræður hjá Rík­is­sátta­semj­ara árang­urs­lausar á samn­inga­fundi í dag og sam­þykkti í kjöl­far þess að bera til­lögu um boðun vinnu­stöðv­unar undir atkvæði félags­manna. Félags­fundur félags­manna Efl­ingar hjá sveit­ar­fé­lög­unum í síð­ustu viku hafði þegar lýst stuðn­ingi við verk­falls­boð­un.

Rúm­lega 240 félags­menn Efl­ingar starfa hjá einka­reknum skólum sem eiga aðild að Sam­tökum sjálf­stæðra skóla (SS­SK). Um er að ræða sam­úð­ar­verk­fall með verk­falli Efl­ing­ar­fé­laga hjá Reykja­vík­ur­borg. Til­laga um verk­falls­boðun er lögð fram að höfðu sam­ráði við trún­að­ar­menn á einka­reknu skól­un­um, sem lýstu ein­dregnum stuðn­ingi við til­lög­una á fundi í gær­kvöldi 20. febr­ú­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Verk­falls­at­kvæða­greiðsl­urnar hefj­ast á hádegi á næst­kom­andi þriðju­dag og munu standa til hádegis á laug­ar­dag­inn 29. febr­ú­ar, sam­kvæmt Efl­ingu.

Hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í aðgerðum

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, segir að Efl­ing­ar­fé­lagar sem vinna á sam­bæri­legum kjörum og borg­ar­starfs­menn hafi lýst ein­dreg­inni sam­stöðu og stuðn­ingi við aðgerðir þeirra í borg­inni. Þeir hafi margir haft sam­band á síð­ustu vikum og lýst yfir vilja til að taka þátt í aðgerð­u­m. 

„Fundir okkar með þessum hópum sýna að þar eru nákvæm­lega sömu vanda­mál á ferð­inni og hjá Reykja­vík­ur­borg: und­ir­mönn­un, ofur­á­lag, lít­ils­virð­ing og van­mat störfum fólks. Sem auð­vitað teng­ist því að þetta eru að stórum hluta kvenna­stétt­ir. Við munum að sjálf­sögðu fara fram á sams konar leið­rétt­ingu fyrir þennan hóp eins og hjá borg­inn­i,“ segir hún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent