Frosti hættur hjá ORF Líftækni

Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.

Auglýsing
Frosti Ólafsson

Frosti Ólafs­son, sem verið hefur for­stjóri ORF Líf­tækni frá árinu 2017, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá fyr­ir­tæk­inu. Stjórn ORF Líf­tækni hefur þegar haf­ist handa við að finna nýjan for­stjóra. Frosti mun áfram sinna starf­inu þar til nýr for­stjóri hefur verið ráð­inn og verður jafn­framt stjórn félags­ins og stjórn­endum innan handar næstu miss­er­in.

Frosti var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs áður en að hann tók við for­stjóra­stöð­unni hjá ORF Líf­tækni.

Auglýsing
Í til­kynn­ingu frá ORF Líf­tækni vegna þessa segir að á þeim þremur árum sem Frosti hefur leitt starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi heild­ar­tekjur ríf­lega tvö­fald­ast. Frosti segir þar sjálfur að framundan sé næsti kafli í vaxta­ferli fyr­ir­tæk­is­ins. „Ég taldi þetta góðan tíma­punkt til að afhenda keflið til nýs aðila og verja meiri tíma með fjöl­skyld­unni minni og ein­beita mér að eigin verk­efn­um. Ég er þakk­látur stjórn félags­ins fyrir að sýna þeirri afstöðu minni skiln­ing. Mig langar jafn­framt að þakka sér­stak­lega öllu því frá­bæra starfs­fólki sem ég hef unnið með og eru und­ir­staða þeirrar miklu verð­mæta­sköp­unar sem félagið stendur und­ir­.“ 

Frosti starf­aði hjá ráð­gjafa­­fyr­ir­tæk­inu McK­insey & Company í Kaup­­manna­höfn áður en hann tók við sem sem fram­­kvæmda­­stjóri Við­­skipta­ráðs. Hann vann meðal ann­­ars að gerð skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins um Ísland og vaxt­­ar­­mög­u­­leika þess í fram­­tíð­inni sem kom út árið 2012. Á grunni skýrsl­unnar var skip­aður sam­ráðs­vett­vangur um aukna hag­­sæld, þverpóli­­tískur og þver­fag­­legur vett­vangur sem ætlað var að stuðla að heild­­stæðri og mál­efna­­legri umræðu um leiðir til að tryggja hag­­sæld Íslend­inga til lengri tíma lit­ið.

Hann er hag­fræð­i­­mennt­aður og með MBA-gráðu frá London Business School.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent