Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur

Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Auglýsing

Jón Þór Ólafs­son, þing­maður Pírata, spurði í fyr­ir­spurn til dóms­mála­ráð­herr­ans, Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, hve langir fang­els­is­dóm­ar, skil­orðs­bundnir og óskil­orðs­bundnir hefðu verið síð­ast­liðin 5 ár að með­al­tali, í mán­uðum talið, fyrir hverja milljón króna sem stungið hefði verið undan eða stolið, sund­ur­liðað eftir skattsvikum og þjófn­aði.

Í öðru lagi spurði hann hve háar bætur að með­al­tali hefðu síð­ast­liðin 5 ár verið dæmdar brota­þolum vegna ólög­mætrar upp­sagn­ar, lík­ams­árásar og nauðg­un­ar.

Í svari dóms­mála­ráð­herra kemur fram að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá emb­ætti rík­is­sak­sókn­ara sé ekki hægt að svara fyr­ir­spurn­inni út frá þeim upp­lýs­ingum og kerfum sem lög­regla og ákæru­vald býr yfir.

Auglýsing

„Skrán­ing í upp­lýs­inga­kerfi dóm­stól­anna býður ekki upp á að hægt sé að taka umbeðnar upp­lýs­ingar út með ein­földum hætti, að því er dóm­stóla­sýslan seg­ir. Þá skráir Fang­els­is­mála­stofnun rík­is­ins lengd refs­inga og hvort um skil­orðs­bund­inn dóm eða óskil­orðs­bund­inn dóm sé að ræða sem og þau laga­á­kvæði sem dóm­þoli brýtur gegn en ekki nánar eðli þeirra brota sem sak­fellt er fyr­ir, þar á meðal þær fjár­hæðir sem um ræð­ir,“ segir í svar­inu.

Þá kemur fram að til þess að svara fyr­ir­spurn­inni þyrfti að fara yfir öll mál sér­stak­lega en slík úttekt yrði svo umfangs­mikil að ekki væri hægt að svara fyr­ir­spurn­inni í stuttu máli.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent