Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári

Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Lífeyrissjóður verslunarmanna
Auglýsing

Eignir Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna hækk­uðu alls um 155 millj­arða króna á árinu 2019, þar af voru fjár­fest­inga­tekjur 136,2 millj­arð­ar, og námu eign­irnar sam­tals 868 millj­örðum sam­an­borið við 713 millj­arða árið áður.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sjóðn­um.

Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni. „Vöxtur og vel­gengni ein­kenndu alla þætti í starfi sjóðs­ins. Líf­eyr­is­þegar fengu greiddan meiri líf­eyri en nokkru sinni fyrr, eignir juk­ust meira en dæmi eru um áður enda fjár­fest­inga­tekjur meiri en nokkru sinni fyrr og ávöxtun eigna hefur aðeins einu sinni áður orðið meiri, árið 2005. Vegna þessa góða árang­urs og afkomu und­an­far­inna ára er sjóð­ur­inn vel í stakk búinn til að takast á við þá áskorun sem fylgir hækk­andi lífaldri þjóð­ar­inn­ar.“

Auglýsing

Þá kemur fram að eigna­safn sjóðs­ins hafi verið vel áhættu­dreift. Erlend verð­bréf hafi verið um 40 pró­sent heild­ar­eigna í lok árs­ins sam­an­borið við 35 pró­sent í árs­lok 2018.

Um 16 pró­sent eign­anna eru í inn­lendum hluta­bréf­um, 19 pró­sent í rík­is­skulda­bréf­um. Sjóð­fé­laga­lán námu 120,7 millj­örð­um, eða um 14 pró­sent af heild­ar­eignum sam­an­borið við 92,3 millj­arða og rúm 13 pró­sent af eignum árið áður.

Enn fremur segir í til­kynn­ingu sjóðs­ins að á árinu 2019 hafi að með­al­tali 19 þús­und sjóð­fé­lagar fengið líf­eyr­is­greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­deild sjóðs­ins sam­an­borið við tæp 18 þús­und árið áður. Líf­eyr­is­greiðslur úr sam­trygg­ing­ar­deild sjóðs­ins hafi verið að fjár­hæð 16.039 millj­ónir króna. Árið áður hafi líf­eyr­is­greiðslur úr sam­trygg­inga­deild numið 14.315 millj­ónum og því hækkað um 12 pró­sent. Líf­eyr­is­greiðslur úr sér­eign­ar­deild hafi numið 684 millj­ónum króna.

„Trygg­inga­fræði­leg staða er mæli­kvarði á getu sjóðs­ins til að standa undir líf­eyr­is­skuld­bind­ingum sín­um. Und­an­farin ár hefur trygg­inga­fræði­leg staða sjóðs­ins verið sterk og styrkt­ist enn á liðnu ári, var jákvæð um 8,6 pró­sent í lok árs­ins sam­an­borið við 5,4 pró­sent árið áður,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Sam­kvæmt sjóðnum var raun­á­vöxtun hans á árinu 2019 ein­hver hin besta í sögu sjóðs­ins, eða 15,6 pró­sent. Aðeins einu sinni áður hafi náðst betri ávöxt­un, en það var árið 2005.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent