Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi

Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.

h_53658161.jpg Donald Trump forseti bandaríkin
Auglýsing

Fram­boð Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hefur nú þegar keypt bróð­ur­part­inn af aug­lýs­inga­plássi á for­síðu Youtu­be, fyrir kjör­dag for­seta­kosn­inga í Banda­ríkj­unum 3. nóv­em­ber næst­kom­and­i. 

Frá þessu var greint á vef Bloomberg í morgun

Trump fetar með þessu í fót­spor Barack Obama en fram­boð hans keypti sam­bæri­leg aug­lýs­inga­pláss í byrjun árs 2012, vegna for­seta­kosn­ing­anna í nóv­em­ber það ár. 

Auglýsing

Þá var Obama end­ur­kjör­inn for­seti, en hann var fyrst kos­inn í nóv­em­ber 2008. 

Talið er að kostn­að­ur­inn við aug­lýs­ingu eins og þessa, á besta stað á for­síðu Youtube á kjör­degi, sé allt að ein milljón Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 127 millj­ónum króna. 

Mikil spenna er nú farin að fær­ast í kosn­inga­bar­átt­una í Banda­ríkj­un­um, en á meðal Demókrata stendur Bernie Sand­ers best að vígi, sé mið tekið af spálík­ani FiveT­hir­tyEight. 

Trump þykir standa nokkuð vel að vígi, sam­kvæmt lík­ani FiveT­hir­tyEight, en um 44 pró­sent kjós­enda styðja hann, en um 51 pró­sent á móti, sé litið til nýj­ustu talna. 

Nær allt kjör­tíma­bil­ið, frá því Trump var kos­inn í nóv­em­ber 2016, hefur hann mælst með tölu­vert meiri and­stöðu en stuðn­ing, en slíkt er þó alþekkt meðal sitj­andi for­seta á hverjum tíma. 

Mest hefur and­staðan nælst um 60 pró­sent, og minnstur hefur stuðn­ing­ur­inn á kjör­tíma­bil­inu farið í 37 pró­sent, sé mið tekið af FiveT­hir­tyEight.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent