Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent

Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.

Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Auglýsing

Þeir tveir yfir­lög­reglu­þjónar og sjö aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónar sem skrif­uðu undir sam­komu­lag við rík­is­lög­reglu­stjóra um aukin líf­eyr­is­rétt­indi hækk­uðu mán­að­ar­laun sín að með­al­tali um 48 pró­sent. Með sam­komu­lag­inu færð­ust 50 yfir­vinnu­stundir inn í föst mán­að­ar­laun starfs­mann­anna, og með því aukast líf­eyr­is­rétt­indi þeirra sem greiða iðgjöld í B-deild Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins (LS­R). Heild­ar­á­hrif þeirrar aukn­ingar er metin 309 millj­ónir króna. 

Með­al­tal fastra mán­að­ar­launa fyrir dag­vinnu yfir­lög­reglu­þjóna og aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóna hjá rík­is­lög­reglu­stjóra fór úr um 672 þús­und krónum í um 986 þús­und krónur vegna sam­komu­lags rík­is­lög­reglu­stjóra. Með­al­tals­hækkun fastra mán­að­ar­launa fyrir dag­vinnu umræddra starfs­manna í krónum talið var því um 314 þúsúnd krónur á mán­uði og hlut­falls­leg hækkun nam um 48 pró­sent.

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Ólafs Ísleifs­son­ar, þing­manns Mið­flokks­ins, um mál­ið. ­Sam­komu­lagið var gert 26. ágúst 2019, á meðan að Har­aldur Johann­es­sen sat enn í stóli rík­is­lög­reglu­stjóra. Hann sam­þykkti að láta af störfum skömmu eftir gerð þess. Kostn­aður vegna starfs­loka­­samn­ings sem dóms­­mála­ráð­herra gerði við Har­ald Johann­es­sen var 47,2 millj­­ónir króna án launa­tengdra gjalda. Þegar þeim er bætt við er kostn­að­­ur­inn 56,7 millj­­ónir króna. 

Auglýsing
Úlfar Lúð­víks­son, for­maður Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands og lög­reglu­stjóri á Vest­ur­landi, skrif­aði bréf til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins í októ­ber í fyrra þar sem hann gerði veru­legar athuga­semdir við sam­komu­al­gið og sagði það leiða til þess að aðstoð­ar- og yfir­lög­reglu­þjón­arnir ryðu með hærri laun en sjö af níu lög­reglu­stjórum lands­ins. Til við­bótar myndu líf­eyr­is­greiðslur þeirra sem greiða í B-deild LSR hækka.

309 milljón króna við­bót­ar­kostn­aður vegna líf­eyr­is­greiðslna

Í svar­inu segir að alls hafi tveir yfir­lög­reglu­þjónar og sjö aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónar skrifað undir samn­ing­anna. Einn aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn lét hins vegar af störfum vegna ald­urs í lok des­em­ber 2019 en sam­kvæmt lögum ber emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra því kostn­að­inn af auknum skuld­bind­ingum vegna hækk­unar á líf­eyri þess starfs­manns. Einn yfir­lög­reglu­þjónn og einn aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn eru hins vegar með óbreytt föst mán­að­ar­laun fyrir dag­vinnu.

Ólafur spurði einnig um hvaða áhrif samn­ing­arnir hefðu á líf­eyri umræddra starfs­manna. Í svari Bjarna segir að mat á hlut­falls­legri hækkun líf­eyris hjá B-deild LSR vegna rétt­inda yfir­lög­reglu­þjóna og aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóna hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra bygg­ist á upp­lýs­ingum sem ráðu­neytið fékk frá Fjár­sýslu rík­is­ins, LSR og Talna­könnun hf. „Nið­ur­staðan er að skuld­bind­ingar miðað við launin áður en sam­komu­lagið var gert voru 563 millj. kr. en verða 872 millj. kr. miðað við launin sam­kvæmt sam­komu­lag­inu. Sam­komu­lag rík­is­lög­reglu­stjóra leiðir því til hækk­unar um 309 millj. kr. vegna umræddra starfs­manna.“ Hlut­falls­leg hækkun líf­eyris þeirra af fyrr­greindum ástæðum nemur því um 55 pró­sent­um. Því til við­bótar er hækkun sem emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra ber sjálft kostnað af að fjár­hæð 51 milljón króna og hlið­stæður kostn­aður emb­ættis lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesjum nemur um 66 milljónum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent