Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir

Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.

Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri
Auglýsing

Kostn­aður vegna starfs­loka­samn­ings sem dóms­mála­ráð­herra hefur gert við Har­ald Johann­essen, sem samdi nýverið um að hætt sem rík­is­lög­reglu­stjóri,  er 47,2 millj­ónir króna án launa­tengdra gjalda. Þegar þeim er bætt við er kostn­að­ur­inn 56,7 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í svarið dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn fjár­laga­nefndar vegna starfs­loka Har­aldar sem birt var í dag. 

Í svar­inu segir að ef Har­aldur hefði setið út skip­un­ar­tíma sinn, sem átti að ljúka 28. febr­úar 2023, hefði þurft að greiða honum 80,5 millj­ónir króna í laun án launa­tengdra gjalda, en 104,7 millj­ónir króna með þeim. Fjár­hæðir samn­ings­ins hljóði því upp á 54 pró­sent af kostn­aði við laun út skip­un­ar­tím­ann að teknu til­liti til launa­tengdra gjalda.

Auglýsing
Ef Har­aldur hefði setið áfram hefði hann hins vegar sinnt starf­inu allan þann tíma en sam­kvæmt star­floka­samn­ingnum mun Har­aldur taka að sér sér­staka ráð­gjöf við dóms­mála­ráð­herra í þrjá mán­uði á árinu 2020 og verða síðan áfram á launum fram á mitt ár 2021. Ekki verður gerð krafa um við­veru á þeim tíma þótt ráð­herra geti óskað eftir því að hann taki að sér ákveðin verk­efni.

Ráð­herra ekki heim­ilt að reka hann

Í frétt á stjórn­ar­ráð­inu segir að frum­kvæðið að starfs­lok­unum hafi komið frá Har­aldi sjálfum og að eng­inn annar grund­völlur hafi verið að þeim.“ Ráð­herra hafi ekki verið heim­ilt að víkja Har­aldi úr starfi þar sem emb­ætt­is­menn njóti sér­stak­lega ríkrar rétt­ar­verndar á grund­velli stjórn­ar­skrár­innar og ákvæða í lögum um rétt­indi og skyldur rík­is­starfs­manna.  

Í svar­inu kemur einnig fram að ekki sé gert ráð fyrir sér­stakri fjár­mögnun vegna samn­ings­ins heldur rúmist hann innan fjár­veit­inga mála­flokks­ins. 

Þar er einnig sagt, vegna umræðu sem átti sér stað í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í gær, að ummæli á þá leið að „verið sé að „kaupa“ HJ frá starfi eiga í sjálfu sér við um alla starfs­loka­samn­inga hvort heldur sem er hjá einka­að­ilum eða opin­berum aðil­um, kjósi menn að orða hlut­ina með þeim hætt­i“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent