Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir

Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.

Haraldur Jóhannessen ríkislögreglustjóri
Auglýsing

Kostn­aður vegna starfs­loka­samn­ings sem dóms­mála­ráð­herra hefur gert við Har­ald Johann­essen, sem samdi nýverið um að hætt sem rík­is­lög­reglu­stjóri,  er 47,2 millj­ónir króna án launa­tengdra gjalda. Þegar þeim er bætt við er kostn­að­ur­inn 56,7 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í svarið dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn fjár­laga­nefndar vegna starfs­loka Har­aldar sem birt var í dag. 

Í svar­inu segir að ef Har­aldur hefði setið út skip­un­ar­tíma sinn, sem átti að ljúka 28. febr­úar 2023, hefði þurft að greiða honum 80,5 millj­ónir króna í laun án launa­tengdra gjalda, en 104,7 millj­ónir króna með þeim. Fjár­hæðir samn­ings­ins hljóði því upp á 54 pró­sent af kostn­aði við laun út skip­un­ar­tím­ann að teknu til­liti til launa­tengdra gjalda.

Auglýsing
Ef Har­aldur hefði setið áfram hefði hann hins vegar sinnt starf­inu allan þann tíma en sam­kvæmt star­floka­samn­ingnum mun Har­aldur taka að sér sér­staka ráð­gjöf við dóms­mála­ráð­herra í þrjá mán­uði á árinu 2020 og verða síðan áfram á launum fram á mitt ár 2021. Ekki verður gerð krafa um við­veru á þeim tíma þótt ráð­herra geti óskað eftir því að hann taki að sér ákveðin verk­efni.

Ráð­herra ekki heim­ilt að reka hann

Í frétt á stjórn­ar­ráð­inu segir að frum­kvæðið að starfs­lok­unum hafi komið frá Har­aldi sjálfum og að eng­inn annar grund­völlur hafi verið að þeim.“ Ráð­herra hafi ekki verið heim­ilt að víkja Har­aldi úr starfi þar sem emb­ætt­is­menn njóti sér­stak­lega ríkrar rétt­ar­verndar á grund­velli stjórn­ar­skrár­innar og ákvæða í lögum um rétt­indi og skyldur rík­is­starfs­manna.  

Í svar­inu kemur einnig fram að ekki sé gert ráð fyrir sér­stakri fjár­mögnun vegna samn­ings­ins heldur rúmist hann innan fjár­veit­inga mála­flokks­ins. 

Þar er einnig sagt, vegna umræðu sem átti sér stað í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í gær, að ummæli á þá leið að „verið sé að „kaupa“ HJ frá starfi eiga í sjálfu sér við um alla starfs­loka­samn­inga hvort heldur sem er hjá einka­að­ilum eða opin­berum aðil­um, kjósi menn að orða hlut­ina með þeim hætt­i“.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent