Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020

Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.

img_2866_raw_1807130252_10016491523_o.jpg
Auglýsing

Ljóst er að heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna um vernd haf­svæða verður ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020. Þetta kemur fram í svari Guð­mundur Inga Guð­brands­son­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata, um haf­vernd­ar­svæði.

Sam­kvæmt ráð­herra er jafn­framt ljóst að þeim mark­miðum verði ekki náð á heims­vísu, eða hjá mörgum nágranna­ríkjum Íslend­inga við Norð­ur­-Atl­ants­haf. „Ástæða þessa er að hluta til að vernd haf­svæða á sér styttri sögu en vernd svæða á landi, vís­inda­leg þekk­ing á líf­ríki og nátt­úru­minjum neð­an­sjávar er tak­mark­aðri og vernd­ar­við­mið síður þró­uð. Mikil hreyf­ing er hins vegar á vinnu nú varð­andi vernd­ar­svæði í hafi almennt á heims­vís­u.“

Eitt af heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna er að 10 pró­sent strand­svæða og haf­svæða njóti verndar árið 2020. Í samn­ingnum um líf­fræði­lega fjöl­breytni eru mark­mið um að 17 pró­sent land­svæða og 10 pró­sent haf­svæða njóti verndar árið 2020. Sam­kvæmt ráð­herra þýðir þetta ekki endi­lega að hvert ríki þurfi að ná slíkri tölu innan sinnar lög­sögu, en þó sé ljóst að þarna séu sett við­mið sem taka þurfi til­lit til.

Auglýsing

Mögu­lega má skil­greina fleiri svæði sem haf­vernd­ar­svæði

Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mynd: Bára Huld BeckSam­kvæmt ráð­herra hefur Ísland hefur 14 svæði alls sem haf­vernd­ar­svæði á skrá OSPAR-­samn­ings­ins um vernd Norð­aust­ur-Atl­ants­hafs­ins. Í svari ráð­herra segir að mögu­lega megi skil­greina fleiri svæði sem eru frið­lýst sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum sem haf­vernd­ar­svæði sem mætti setja inn í grunn OSPAR. 

„Á meðal svæð­anna 14 eru kór­alla­svæði sem eru friðuð fyrir veið­um, auk nokk­urra svæða sem eru frið­lýst sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um. Sam­an­lagt flat­ar­mál þeirra er 556 fer­kíló­metrar eða innan við 0,1 pró­sent af efna­hags­lög­sög­unni. Alls eru tæp­lega 500 skráð haf­vernd­ar­svæði á OSPAR-­svæð­inu, sem ná yfir um 6,2 pró­sent þess. Hlut­falls­leg stærð haf­vernd­ar­svæða er mjög mis­mun­andi hjá aðild­ar­ríkjum OSPAR; innan við 1 pró­sent hjá Dan­mörku, Portú­gal og Írlandi, en yfir 30 pró­sent hjá Belgíu og Þýska­land­i.“

Vinna við vernd haf­svæða á traustum vís­inda­legum grunni mun taka tíma

Í svar­inu kemur fram að ráðu­neytið muni á næst­unni skoða með Umhverf­is­stofnun hvort setja megi fleiri frið­lýst svæði sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum inn á skrá OSPAR um haf­vernd­ar­svæði. Aukin vernd haf­svæða verði einnig til skoð­unar í vinnu varð­andi nátt­úru­minja­skrá og frið­lýs­ingar innan nátt­úru­vernd­ar­laga í fram­tíð­inni. Skoðað verði í sam­vinnu við atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið hvort hægt sé að skil­greina fleiri svæði sem njóta frið­unar fyrir fisk­veiðum að hluta eða öllu leyti sem haf­vernd­ar­svæði en mikil umræða fari nú fram um slíkt á alþjóða­vett­vangi.

„Ljóst er að vinna við vernd haf­svæða á traustum vís­inda­legum grunni mun taka nokkurn tíma. Brýnt er að bæta þekk­ingu á hafs­botn­inum til að styðja við vís­inda­legan grunn verndar á haf­svæðum og hefur Haf­rann­sókna­stofn­unin fengið sér­stakar fjár­heim­ildir til að ljúka á tíu ára tíma­bili kort­lagn­ingu hafs­botns­ins kringum Ísland. Sú vinna mun veita stofn­un­inni betri grunn­upp­lýs­ingar til ráð­gjaf­ar, m.a. um vernd við­kvæmra vist­kerfa á hafs­botn­i,“ segir í svar­in­u. 

Ekki til sér­stök skil­grein­ing á „haf­vernd­ar­svæði“

Björn Leví spurði einnig hversu hátt hlut­fall strand­lengja og haf­svæða við Ísland teld­ist til haf­vernd­ar­svæða. Í svari ráð­herra kemur fram að ekki sé til sér­stök skil­grein­ing á „haf­vernd­ar­svæði“ í íslenskum lög­um, en mörg svæði í hafi og við strendur njóti verndar sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lög­um, lögum um vernd Breiða­fjarðar og lögum um stjórn fisk­veiða. „Lög um vernd Breiða­fjarðar voru sett árið 1995. Ákvæði lag­anna taka til allra eyja, hólma og skerja á Breiða­firði ásamt fjörum í innri hluta fjarð­ar­ins frá Hrafna­nesi á Barða­strönd að Búlands­höfða á Snæ­fells­nes­i.“

Þá kemur enn fremur fram hjá ráð­herra að frið­lýst svæði sam­kvæmt nátt­úru­vernd­ar­lögum sem taka til haf­svæða að öllu eða að hluta séu um 25 tals­ins, en engin þeirra nái aðeins til svæða í hafi utan tvö svæði í Eyja­firði, sem séu frið­lýst til að vernda hverastrýtur á hafs­botni. Hin svæðin nái til eyja og strand­lengju, en hvergi langt út frá strönd.

Nokkur svæði lokuð ótíma­bundið allt árið um kring

„Um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra skal hafa sam­ráð við ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála varð­andi frið­lýs­ingar í hafi sem geta haft áhrif á nýt­ingu fiski­stofna eða ann­arra lif­andi auð­linda hafs­ins eða hafs­botns­ins. ­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu njóta all­mörg svæði innan 200 mílna efna­hags­lög­sögu Íslands verndar fyrir veiðum með einu eða fleiri veið­ar­færum sam­kvæmt lögum um stjórn fisk­veiða. 

Nokkur þess­ara svæða eru lokuð ótíma­bundið allt árið um kring, ann­að­hvort fyrir öllum veiðum eða til­teknum veiði­að­ferð­um. Í þennan flokk falla tíu kór­alla­svæði fyrir sunnan Ísland sem eru frið­uð. Í nóv­em­ber 2019 var nokkrum stærri haf­svæðum lokað ótíma­bundið fyrir veiðum með fiski­botn­vörpu og/eða línu allt árið,“ segir í svar­in­u. 

Þá kemur fram að bann sé við notkun ákveð­inna veið­ar­færa á mörgum svæð­um. Einkum gildi það um tog­veiði innan 12 mílna land­helgi með tíma­bundnum und­an­þág­um, einkum fyrir Suð­ur­land­i. Í gildi séu einnig marg­vís­legar umfangs­minni svæð­a­lok­anir byggðar á reglu­gerð­ar­á­kvæð­um, flestar ótíma­bundn­ar. 

„Að síð­ustu má nefna heim­ildir í lögum um tíma­bundnar lok­an­ir, svo­kall­aðar skyndi­lok­an­ir, þar sem veiðar með til­teknum veið­ar­færum eru bann­aðar í allt að 14 daga til verndar smá­fiski. End­ur­teknar skyndi­lok­anir leiða hins vegar oft til ótíma­bund­inna lok­ana svæða.

Erfitt er því að segja til um hversu hátt hlut­fall haf­svæða nýtur ein­hvers konar vernd­ar, þar sem sum vernd er tíma­bund­in. Ekki er heldur fylli­lega ljóst hvert er heild­ar­flat­ar­mál svæða sem telj­ast falla undir lög um vernd Breiða­fjarð­ar. Hvað varðar strand­lengju Íslands hefur ekki verið tekið saman hversu hátt hlut­fall hennar nýtur vernd­ar, en ljóst er að það er veru­legt. Í grein­ar­gerð með frum­varpi til laga um vernd Breiða­fjarðar segir að nær helm­ingur af öllum fjörum á Íslandi séu á svæð­inu sem ákvæði lag­anna ná yfir,“ segir í svar­in­u. 

10 pró­sent af efna­hags­lög­sögu Íslands­ 76.000 fer­kíló­metrar

Björn Leví spurði að end­ingu að ef vernda ætti alla strand­lengju Íslands og haf­svæði til þess að ná heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna, hversu langt þyrfti það svæði að ná frá landi ef land­helgi vernd­ar­svæðis nær frá strand­lengju.

Í svar­inu kemur fram að haf­svæði innan 200 sjó­mílna efna­hags­lög­sögu Íslands séu tæp­lega 760.000 fer­kíló­metr­ar. Ef 10 pró­sent af því svæði væru yfir­lýst haf­vernd­ar­svæði væri flat­ar­mál þeirra því 76.000 fer­kíló­metr­ar. Flat­ar­mál haf­svæða innan 12 sjó­mílna land­helgi Íslands muni vera tæp­lega 70.000 fer­kíló­metr­ar. Því myndi verndun alls haf­svæðis innan land­helg­innar fara langt með að ná tíu pró­senta mark­mið­inu ef efna­hags­lög­sagan væri höfð sem við­mið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent