Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“

Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Auglýsing

Í bréfi til starfs­manna Sam­herja, sem Björgólfur Jóhanns­son, sitj­andi for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, skrifar und­ir, er opin­berun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera á meintum mútu­greiðsl­um, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja sögð „víð­tæk árás á félag­ið.“ Það sé ekki á hverjum degi sem sótt sé að fyr­ir­tæk­inu af þeirri hörku sem sést hafi í fjöl­miðlum síð­ustu vik­ur. 

Þar segir Björgólf­ur, sem tók við for­stjóra­starf­inu af Þor­steini Má Bald­vins­syni þegar hann steig til hliðar tíma­bundið vegna máls­ins, að það sjá­ist þegar að stór hluti þeirra ásak­ana sem settar hafi verið fram á hendur Sam­herja eigi ekki við rök að styðj­ast. Síðan end­ur­tekur hann efni til­kynn­inga sem Sam­herji hefur sent frá sér á síð­ustu tveimur vikum þar sem fyr­ir­tækið hefur sagst leið­rétta frétt­ir, án þess þó að birta nokkur gögn eða ann­ars konar sönnun fyrir því að umfjöllun miðl­anna sem um ræðir hafi verið röng. Í bréf­inu er ann­ars vegar nefnt umfjöllun um félagið Cape Cod FS, sem Sam­herji seg­ist aldrei hafa átt. 

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV og rit­stjóri Kveiks, sendi frá sér yfir­lýs­ingu í síð­ustu viku þar sem hún sagði að Sam­herji væri að reyna að afvega­leiða umræðu um fyr­ir­tækið vegna umfjöll­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Í yfir­lýs­ingu hennar var bent á að aldrei hefði verið full­yrt að Sam­herji ætti umrætt félag heldur að norski bank­inn DNB hefði talið svo vera, enda hefði starfs­maður Sam­herja verið meðal pró­kúru á reikn­ingi Cape Cod hjá DNB og hefði stofnað reikn­ing­inn. 

Kallar umfjöllun fjöl­miðla „víð­tæka árás“

Í bréfi Björg­ólfs segir hins vegar að sú „stað­reynd að Sam­herji átti aldrei félagið Cape Cod FS þýðir í reynd að eng­inn fótur er fyrir ásök­unum um pen­inga­þvætti sem settar hafa verið fram vegna greiðslna til félags­ins. Lög­menn Sam­herja hafa fundað með bæði skatt­rann­sókn­ar­stjóra og hér­aðs­sak­sókn­ara og hafa afhent emb­ætt­unum öll gögn um þetta. Þá fund­uðu lög­menn frá Wik­borg Rein einnig með hér­aðs­sak­sókn­ara og hafa verið í sam­skiptum við norsku efna­hags­brota­deild­ina Økokrim í Osló.“

Þá vitnar hann í til­kynn­ingu frá Sam­herja sem birt var í gær þar sem fyr­ir­tækið hélt því fram að tölvu­póstar sem Jóhannes Stef­áns­son, upp­­­ljóstr­­ar­inn sem afhenti Wiki­leaks gögn sem sýna fram á meintar mút­u­greiðsl­­ur, skatta­snið­­göngu og pen­inga­þvætti fyr­ir­tæk­is­ins, hafi verið hand­­vald­­ir. Þetta var rök­stutt með því að hann hefði ekki ahent 58 pró­sent af þeim póstum sem verið höfðu í tölvu­póst­hólfi hans hjá Sam­herja. Engar til­raunir voru þó gerðar til að hrekja það sem kemur fram í þeim póstum sem Jóhannes lét Wiki­leaks hafa, og eru nú aðgengi­legir öllum á inter­net­inu, en þeir, og fylgi­gögn þeirra, eru grund­völlur þeirra ásak­ana sem settar hafa verið fram á hendur Sam­herj­a. 

Til­kynn­ingu Sam­herja frá því í gær var fylgt eftir með for­síðu­frétt í Frétta­blað­inu í dag þar greint var frá því, sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins, að Sam­herji ætl­aði sér að birta „Na­mib­íu­pósta“ Jóhann­esar sem hefðu ekki þegar verið birt­ir. Í frétt Frétta­blaðs­ins var rætt við Björgólf sem vildi ekki stað­festa frétt­ina. 

Í nið­ur­lagi bréfs­ins segir Björgólf­ur: „Sam­herji er um þessar mundir að greina fleiri ásak­anir á hendur félag­inu en þær sem nefndar eru hér fram­ar. Margar þeirra eru mjög alvar­legar en enn sem komið er hefur aðeins verið sagt frá annarri hlið þeirra í fjöl­miðl­um. Það er erfitt fyrir félagið og starfs­menn að sitja þegj­andi undir þessu. Þið getið treyst því að við munum svara öllum þessum ásök­un­um. Ég bið ykkur hins vegar um skiln­ing því þetta mun taka tíma.

Auglýsing
Þessi víð­tæka árás á félag­ið, sem staðið hefur yfir und­an­farnar vik­ur, hefur verið enn erf­ið­ari við­fangs en sú sem við glímdum við í Seðla­banka­mál­inu. Við vitum hins vegar að sam­einuð munum við standa þetta af okk­ur. Ég vil að þið vitið að stjórn­endur Sam­herja eru óend­an­lega þakk­látir fyrir ykkar fram­lag til fyr­ir­tæk­is­ins. Án ykkar væri félagið ekki leið­andi í evr­ópskum sjáv­ar­út­vegi. Við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja að svo verði áfram.“

Meintar mútu­greiðsl­ur, þvætti og skatt­svik

Rúmar þrjár vikur eru frá því að Kveikur og Stundin birtu fyrstu umfjall­anir sínar sem byggðu meðal ann­­ars á gögnum frá Wiki­leaks og vitn­is­­burði Jóhann­es­­ar. Í byrjun síð­­­ustu viku hófust að birt­­ast til­­kynn­ingar á heima­­síðu Sam­herja þar sem umfjöllun mið­l­anna, og til­­­tek­inn frétta­­maður sem vann að henni, hafa verið gerð tor­­trygg­i­­leg. Þær hafa verið fimm tals­ins frá 26. nóv­­em­ber. Í engri þeirra hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á að ásak­­anir á hendur fyr­ir­tæk­inu séu ekki rétt­­ar. 

Í yfir­lýs­ingum sem Sam­herji hefur birt á heima­síðu sinni síð­ustu tæpu tvær vikur hefur ekk­ert verið fjallað efn­is­­lega um hvað ætti að hafa verið í þeim tölvu­póstum Jóhann­esar sem ekki hafa verið birt­­ir. 

Í umfjöllun Kveiks og Stund­­ar­innar var fjallað um við­­skipta­hætti Sam­herja í Afr­íku, nánar til­­­tekið í Namib­­íu, á síð­­­ustu árum á meðan að fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­­mætum hrossa­­makríl­skvóta í land­inu. Það var gert með mút­u­greiðslum til tveggja ráð­herra í land­inu og ann­­arra manna úr þeirra nán­asta hring. 

Auk þess var fjallað um meinta skatta­snið­­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja í umfjöllun mið­l­anna. 

Á mán­u­dag var greint frá því að Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­mála­ráð­herra Namib­­­íu, og þrír aðrir hafi verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­ónir namibískra doll­­­ara, jafn­­­virði 860 millj­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­sóttan kvóta í land­inu.

Mál­efni Sam­herja eru auk þess til rann­­sóknar hjá norskum yfir­­völdum og hjá hér­­aðs­sak­­sókn­­ara og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra á Íslandi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent