Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“

Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Auglýsing

Í bréfi til starfs­manna Sam­herja, sem Björgólfur Jóhanns­son, sitj­andi for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, skrifar und­ir, er opin­berun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera á meintum mútu­greiðsl­um, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja sögð „víð­tæk árás á félag­ið.“ Það sé ekki á hverjum degi sem sótt sé að fyr­ir­tæk­inu af þeirri hörku sem sést hafi í fjöl­miðlum síð­ustu vik­ur. 

Þar segir Björgólf­ur, sem tók við for­stjóra­starf­inu af Þor­steini Má Bald­vins­syni þegar hann steig til hliðar tíma­bundið vegna máls­ins, að það sjá­ist þegar að stór hluti þeirra ásak­ana sem settar hafi verið fram á hendur Sam­herja eigi ekki við rök að styðj­ast. Síðan end­ur­tekur hann efni til­kynn­inga sem Sam­herji hefur sent frá sér á síð­ustu tveimur vikum þar sem fyr­ir­tækið hefur sagst leið­rétta frétt­ir, án þess þó að birta nokkur gögn eða ann­ars konar sönnun fyrir því að umfjöllun miðl­anna sem um ræðir hafi verið röng. Í bréf­inu er ann­ars vegar nefnt umfjöllun um félagið Cape Cod FS, sem Sam­herji seg­ist aldrei hafa átt. 

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV og rit­stjóri Kveiks, sendi frá sér yfir­lýs­ingu í síð­ustu viku þar sem hún sagði að Sam­herji væri að reyna að afvega­leiða umræðu um fyr­ir­tækið vegna umfjöll­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Í yfir­lýs­ingu hennar var bent á að aldrei hefði verið full­yrt að Sam­herji ætti umrætt félag heldur að norski bank­inn DNB hefði talið svo vera, enda hefði starfs­maður Sam­herja verið meðal pró­kúru á reikn­ingi Cape Cod hjá DNB og hefði stofnað reikn­ing­inn. 

Kallar umfjöllun fjöl­miðla „víð­tæka árás“

Í bréfi Björg­ólfs segir hins vegar að sú „stað­reynd að Sam­herji átti aldrei félagið Cape Cod FS þýðir í reynd að eng­inn fótur er fyrir ásök­unum um pen­inga­þvætti sem settar hafa verið fram vegna greiðslna til félags­ins. Lög­menn Sam­herja hafa fundað með bæði skatt­rann­sókn­ar­stjóra og hér­aðs­sak­sókn­ara og hafa afhent emb­ætt­unum öll gögn um þetta. Þá fund­uðu lög­menn frá Wik­borg Rein einnig með hér­aðs­sak­sókn­ara og hafa verið í sam­skiptum við norsku efna­hags­brota­deild­ina Økokrim í Osló.“

Þá vitnar hann í til­kynn­ingu frá Sam­herja sem birt var í gær þar sem fyr­ir­tækið hélt því fram að tölvu­póstar sem Jóhannes Stef­áns­son, upp­­­ljóstr­­ar­inn sem afhenti Wiki­leaks gögn sem sýna fram á meintar mút­u­greiðsl­­ur, skatta­snið­­göngu og pen­inga­þvætti fyr­ir­tæk­is­ins, hafi verið hand­­vald­­ir. Þetta var rök­stutt með því að hann hefði ekki ahent 58 pró­sent af þeim póstum sem verið höfðu í tölvu­póst­hólfi hans hjá Sam­herja. Engar til­raunir voru þó gerðar til að hrekja það sem kemur fram í þeim póstum sem Jóhannes lét Wiki­leaks hafa, og eru nú aðgengi­legir öllum á inter­net­inu, en þeir, og fylgi­gögn þeirra, eru grund­völlur þeirra ásak­ana sem settar hafa verið fram á hendur Sam­herj­a. 

Til­kynn­ingu Sam­herja frá því í gær var fylgt eftir með for­síðu­frétt í Frétta­blað­inu í dag þar greint var frá því, sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins, að Sam­herji ætl­aði sér að birta „Na­mib­íu­pósta“ Jóhann­esar sem hefðu ekki þegar verið birt­ir. Í frétt Frétta­blaðs­ins var rætt við Björgólf sem vildi ekki stað­festa frétt­ina. 

Í nið­ur­lagi bréfs­ins segir Björgólf­ur: „Sam­herji er um þessar mundir að greina fleiri ásak­anir á hendur félag­inu en þær sem nefndar eru hér fram­ar. Margar þeirra eru mjög alvar­legar en enn sem komið er hefur aðeins verið sagt frá annarri hlið þeirra í fjöl­miðl­um. Það er erfitt fyrir félagið og starfs­menn að sitja þegj­andi undir þessu. Þið getið treyst því að við munum svara öllum þessum ásök­un­um. Ég bið ykkur hins vegar um skiln­ing því þetta mun taka tíma.

Auglýsing
Þessi víð­tæka árás á félag­ið, sem staðið hefur yfir und­an­farnar vik­ur, hefur verið enn erf­ið­ari við­fangs en sú sem við glímdum við í Seðla­banka­mál­inu. Við vitum hins vegar að sam­einuð munum við standa þetta af okk­ur. Ég vil að þið vitið að stjórn­endur Sam­herja eru óend­an­lega þakk­látir fyrir ykkar fram­lag til fyr­ir­tæk­is­ins. Án ykkar væri félagið ekki leið­andi í evr­ópskum sjáv­ar­út­vegi. Við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja að svo verði áfram.“

Meintar mútu­greiðsl­ur, þvætti og skatt­svik

Rúmar þrjár vikur eru frá því að Kveikur og Stundin birtu fyrstu umfjall­anir sínar sem byggðu meðal ann­­ars á gögnum frá Wiki­leaks og vitn­is­­burði Jóhann­es­­ar. Í byrjun síð­­­ustu viku hófust að birt­­ast til­­kynn­ingar á heima­­síðu Sam­herja þar sem umfjöllun mið­l­anna, og til­­­tek­inn frétta­­maður sem vann að henni, hafa verið gerð tor­­trygg­i­­leg. Þær hafa verið fimm tals­ins frá 26. nóv­­em­ber. Í engri þeirra hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á að ásak­­anir á hendur fyr­ir­tæk­inu séu ekki rétt­­ar. 

Í yfir­lýs­ingum sem Sam­herji hefur birt á heima­síðu sinni síð­ustu tæpu tvær vikur hefur ekk­ert verið fjallað efn­is­­lega um hvað ætti að hafa verið í þeim tölvu­póstum Jóhann­esar sem ekki hafa verið birt­­ir. 

Í umfjöllun Kveiks og Stund­­ar­innar var fjallað um við­­skipta­hætti Sam­herja í Afr­íku, nánar til­­­tekið í Namib­­íu, á síð­­­ustu árum á meðan að fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­­mætum hrossa­­makríl­skvóta í land­inu. Það var gert með mút­u­greiðslum til tveggja ráð­herra í land­inu og ann­­arra manna úr þeirra nán­asta hring. 

Auk þess var fjallað um meinta skatta­snið­­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja í umfjöllun mið­l­anna. 

Á mán­u­dag var greint frá því að Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­mála­ráð­herra Namib­­­íu, og þrír aðrir hafi verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­ónir namibískra doll­­­ara, jafn­­­virði 860 millj­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­sóttan kvóta í land­inu.

Mál­efni Sam­herja eru auk þess til rann­­sóknar hjá norskum yfir­­völdum og hjá hér­­aðs­sak­­sókn­­ara og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent