Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt

Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.

Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í gær breyt­ingar rík­is­stjórn­ar­innar á tekju­skatts­kerf­inu. Með breyt­ing­unum verður inn­leitt þriðja skatt­þrepið sem tryggja á þeim tekju­lægstu 120 þús­und króna skatta­lækkun árið 2021. Ávinn­ing­ur­inn af lækk­un­inn­i á jafn­framt að skila sér til allra tekju­tí­unda en þó mest til þeirra sem lægstar hafa tekj­urn­ar.

Með sam­þykkt frum­varps­ins er ein af grund­vall­ar­for­sendum lífs­kjara­samn­ing­anna efnd og sam­kvæmt leið­togum rík­is­stjórn­ar­innar er þessi breyt­ing ein af stóru málum kjör­tíma­bils­ins. 

Hluti lífs­kjara­­samn­ing­anna efndur

Þegar skrifað var undir hina svoköll­uðu lífs­kjara­­samn­inga í apríl var ein meg­in­­for­­senda þess að verka­lýðs­­fé­lög, sem fara með samn­ings­um­­boð fyrir um helm­ing íslensks vinn­u­­mark­að­ar, skrif­uðu undir sú að rík­­is­­stjórnin lagði fram langan lof­orða­lista um aðgerðir sem hún ætl­­aði að grípa til svo hægt yrði að ná saman um hóf­­legar launa­hækk­­an­­ir. Kostn­aður vegna aðgerð­anna var met­inn á um 80 millj­­arða króna á samn­ings­­tíma­bil­inu.

Ein þeirra aðgerða eru kerf­is­breyt­ingar á tekju­skatt­kerfi ein­stak­linga með til­heyr­andi skatta­lækk­un. Stjórn­völd boð­uðu að bæta við þriðja skatt­­þrep­inu sem tryggja ætti lægstu launa­hóp­unum tölu­verða skatta­­lækkun á mán­uð­i. Fjár­mála­ráð­herra lagði síðan fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um tekju­skatt í sept­em­ber og var frum­varpið líkt og áður segir sam­þykkt á Alþingi í gær.

Auglýsing

Efsta þrepið helst óbreytt

Breyt­ing­arnar fel­ast í því að tekju­skattur verður lækk­aður í tveimur áföng­um. Ann­ars vegar þann 1. jan­úar 2020 og hins vegar þann 1. jan­úar 2021. Inn­leitt verður nýtt lægra grunn­þrep, sem verður 20,6 pró­sent á næsti ári og lækkar í 17 pró­sent árið 2021 eða 5,5 pró­sentu­stigum lægra en núver­andi grunn­þrep.

Í kjöl­far breyt­ing­anna munu skatt­greiðslur fólks við fyrstu þrepa­mörkin lækka um 42 þús­und krónur á næsta ári, en þá hefur verið tekið til­lit til lækk­unar per­sónu­af­sláttar sem beitt er í sam­spili við upp­töku nýs lægsta þreps í skatt­kerf­in­u. Þegar breyt­ingin verður hins vegar komin að fullu fram þá nemur lækk­unin á tekju­skatti þessa hóps rúm­lega 120 þús­und krónur á ári, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þá verður milli­þrep skatt­kerf­is­ins 22,75 pró­sent á næsta ári í kjöl­far breyt­ing­anna en hækkar í 23,5 pró­sent árið eft­ir. Efsta þrep verður óbreytt eða 31,8 pró­sent. Við stað­greiðslu skatta bæt­ist síðan útsvar sveit­ar­fé­laga sem er að með­al­tali 14,44% óháð tekj­um.

Tekjur frá 0 til 330.225 krónur á mán­uði falla undir fyrsta þrep­ið, tekj­ur á bil­inu 330.226 til 927.087 undir annað þrepið og tekjur yfir 927.087 undir þriðja þrep­ið. 

Stóð aldrei til að setja á hátekju­skatt 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckÞegar rík­is­stjórnin kynnti fyrst hug­myndir sínar um þriggja þrepa skatt­kerfi á fundi með for­svars­mönnum vinnu­mark­aðs­ins í febr­úar síð­ast­liðnum þá féllu þær í grýttan far­veg. 

Í kjöl­farið benti Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á, í við­tali við Morg­un­út­­varp Rásar 2, að rík­­is­­stjórnin hefði ekki aðeins kynnt skatt­­kerf­is­breyt­ingar heldur einnig til­­lögur um að lengja fæð­ing­­ar­or­lofið í tólf mán­uð­i, ­­tryggja félags­­­legar lausnir í hús­næð­is­­málum og ráð­­ast í alvöru aðgerðir gegn félags­­­legum und­ir­­boð­u­m. 

Hún sagði jafn­fram­t nýja skatt­­þrepið vera tölu­verðar umbætur fyrir lægsta tekju­hóp­inn og að þriggja þrepa kerfi væri í raun „prógressí­vt“ skatt­­kerfi. Aðspurð hvort að skoðað hefði verið að setja á hátekju­skatt svar­aði Katrín að það hefði vænt­an­lega legið fyrir frá því að þau mynd­uðu þessa rík­is­stjórn að þau væru ekki að fara setja á hátekju­skatt. 

„Skatta­lækkun er skatta­lækk­un“

Skiptar skoð­anir voru þó um þessar breyt­ingar rík­is­stjórn­ar­innar og sköp­uð­ust heitar umræður við þriðju atkvæða­greiðslu frum­varps­ins í gær. Bjarn­i Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði umræð­una „al­gjör­lega kostu­lega um þessar mik­il­vægu skatta­breyt­ing­ar“. 

„Sam­fylk­ingin vill ekki málið af því það hefði átt að hækka skatta, Mið­flokk­ur­inn vill ekki svona, Við­reisn þetta er eig­in­lega skatta­hækkun og Píratar tala um þá sem eru undir 300 þús­und krónum en þeir sem eru komnir í 280 þús­und krónum borga ekki skatt til rík­is­ins. Við tökum enga skatta af fólki sem er með 280 þús­und krónur í laun, allir þeir skattar fara til sveit­ar­fé­laga. Skatta­lækkun er skatta­lækkun gott fólk og maður á að styðja slíkt mál,“ sagði Bjarni en frum­varpið var að lokum sam­þykkt með 32 atkvæð­um, 23 greiddu ekki atkvæði og 8 voru fjar­stadd­ir. 

Hægt að skoða breyt­ingar á eigin skatt­byrði

Á vef Stjórn­ar­ráðs­ins geta ein­stak­lingar reiknað út í þar til gerðri reikni­vél hvernig skatt­byrði þeirra mun breyt­ast á næsta ári og árið 2021. ­Tekin eru dæmi úr reikni­vél­inni um mann­eskja sem er með 280 þús­und krónur í tekjur á mán­uði en í kjöl­far breyt­ing­anna mun hún greiða 69.792 krónum minna í tekju­skatt á ári þar sem eft­ir breyt­ing­una mun sú mann­eskja ekki þurfa greiða neinn tekju­skatt til rík­is­ins því per­sónu­af­sláttur verður hærri en álagður tekju­skatt­ur. Öll hennar stað­greiðsla fer til sveit­ar­fé­lags­ins.

Tekju­skattur ein­stak­lings með 370 þús­und í tekjur á mán­uði lækkar um 124.620 krónur á ári í kjöl­far breyt­ing­anna og tekju­skattur þess sem er með 835 þús­und í tekjur á mán­uði lækkar um 72 þús­und á ári.

Í heild­ina mun tekju­skattur ein­stak­linga lækka um 5,5 millj­arða króna á kom­andi ári og árið 2020 mun lækk­unin nema alls 21 millj­arð­i. Auk lækk­unar tekju­skatts kemur til fram­kvæmdar seinni hluti 0,5 pró­sentu­stiga lækk­unar trygg­ing­ar­gjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 pró­sentu­stig í upp­hafi árs 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent