Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt

Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.

Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í gær breyt­ingar rík­is­stjórn­ar­innar á tekju­skatts­kerf­inu. Með breyt­ing­unum verður inn­leitt þriðja skatt­þrepið sem tryggja á þeim tekju­lægstu 120 þús­und króna skatta­lækkun árið 2021. Ávinn­ing­ur­inn af lækk­un­inn­i á jafn­framt að skila sér til allra tekju­tí­unda en þó mest til þeirra sem lægstar hafa tekj­urn­ar.

Með sam­þykkt frum­varps­ins er ein af grund­vall­ar­for­sendum lífs­kjara­samn­ing­anna efnd og sam­kvæmt leið­togum rík­is­stjórn­ar­innar er þessi breyt­ing ein af stóru málum kjör­tíma­bils­ins. 

Hluti lífs­kjara­­samn­ing­anna efndur

Þegar skrifað var undir hina svoköll­uðu lífs­kjara­­samn­inga í apríl var ein meg­in­­for­­senda þess að verka­lýðs­­fé­lög, sem fara með samn­ings­um­­boð fyrir um helm­ing íslensks vinn­u­­mark­að­ar, skrif­uðu undir sú að rík­­is­­stjórnin lagði fram langan lof­orða­lista um aðgerðir sem hún ætl­­aði að grípa til svo hægt yrði að ná saman um hóf­­legar launa­hækk­­an­­ir. Kostn­aður vegna aðgerð­anna var met­inn á um 80 millj­­arða króna á samn­ings­­tíma­bil­inu.

Ein þeirra aðgerða eru kerf­is­breyt­ingar á tekju­skatt­kerfi ein­stak­linga með til­heyr­andi skatta­lækk­un. Stjórn­völd boð­uðu að bæta við þriðja skatt­­þrep­inu sem tryggja ætti lægstu launa­hóp­unum tölu­verða skatta­­lækkun á mán­uð­i. Fjár­mála­ráð­herra lagði síðan fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um tekju­skatt í sept­em­ber og var frum­varpið líkt og áður segir sam­þykkt á Alþingi í gær.

Auglýsing

Efsta þrepið helst óbreytt

Breyt­ing­arnar fel­ast í því að tekju­skattur verður lækk­aður í tveimur áföng­um. Ann­ars vegar þann 1. jan­úar 2020 og hins vegar þann 1. jan­úar 2021. Inn­leitt verður nýtt lægra grunn­þrep, sem verður 20,6 pró­sent á næsti ári og lækkar í 17 pró­sent árið 2021 eða 5,5 pró­sentu­stigum lægra en núver­andi grunn­þrep.

Í kjöl­far breyt­ing­anna munu skatt­greiðslur fólks við fyrstu þrepa­mörkin lækka um 42 þús­und krónur á næsta ári, en þá hefur verið tekið til­lit til lækk­unar per­sónu­af­sláttar sem beitt er í sam­spili við upp­töku nýs lægsta þreps í skatt­kerf­in­u. Þegar breyt­ingin verður hins vegar komin að fullu fram þá nemur lækk­unin á tekju­skatti þessa hóps rúm­lega 120 þús­und krónur á ári, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu Stjórn­ar­ráðs­ins.

Þá verður milli­þrep skatt­kerf­is­ins 22,75 pró­sent á næsta ári í kjöl­far breyt­ing­anna en hækkar í 23,5 pró­sent árið eft­ir. Efsta þrep verður óbreytt eða 31,8 pró­sent. Við stað­greiðslu skatta bæt­ist síðan útsvar sveit­ar­fé­laga sem er að með­al­tali 14,44% óháð tekj­um.

Tekjur frá 0 til 330.225 krónur á mán­uði falla undir fyrsta þrep­ið, tekj­ur á bil­inu 330.226 til 927.087 undir annað þrepið og tekjur yfir 927.087 undir þriðja þrep­ið. 

Stóð aldrei til að setja á hátekju­skatt 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckÞegar rík­is­stjórnin kynnti fyrst hug­myndir sínar um þriggja þrepa skatt­kerfi á fundi með for­svars­mönnum vinnu­mark­aðs­ins í febr­úar síð­ast­liðnum þá féllu þær í grýttan far­veg. 

Í kjöl­farið benti Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á, í við­tali við Morg­un­út­­varp Rásar 2, að rík­­is­­stjórnin hefði ekki aðeins kynnt skatt­­kerf­is­breyt­ingar heldur einnig til­­lögur um að lengja fæð­ing­­ar­or­lofið í tólf mán­uð­i, ­­tryggja félags­­­legar lausnir í hús­næð­is­­málum og ráð­­ast í alvöru aðgerðir gegn félags­­­legum und­ir­­boð­u­m. 

Hún sagði jafn­fram­t nýja skatt­­þrepið vera tölu­verðar umbætur fyrir lægsta tekju­hóp­inn og að þriggja þrepa kerfi væri í raun „prógressí­vt“ skatt­­kerfi. Aðspurð hvort að skoðað hefði verið að setja á hátekju­skatt svar­aði Katrín að það hefði vænt­an­lega legið fyrir frá því að þau mynd­uðu þessa rík­is­stjórn að þau væru ekki að fara setja á hátekju­skatt. 

„Skatta­lækkun er skatta­lækk­un“

Skiptar skoð­anir voru þó um þessar breyt­ingar rík­is­stjórn­ar­innar og sköp­uð­ust heitar umræður við þriðju atkvæða­greiðslu frum­varps­ins í gær. Bjarn­i Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði umræð­una „al­gjör­lega kostu­lega um þessar mik­il­vægu skatta­breyt­ing­ar“. 

„Sam­fylk­ingin vill ekki málið af því það hefði átt að hækka skatta, Mið­flokk­ur­inn vill ekki svona, Við­reisn þetta er eig­in­lega skatta­hækkun og Píratar tala um þá sem eru undir 300 þús­und krónum en þeir sem eru komnir í 280 þús­und krónum borga ekki skatt til rík­is­ins. Við tökum enga skatta af fólki sem er með 280 þús­und krónur í laun, allir þeir skattar fara til sveit­ar­fé­laga. Skatta­lækkun er skatta­lækkun gott fólk og maður á að styðja slíkt mál,“ sagði Bjarni en frum­varpið var að lokum sam­þykkt með 32 atkvæð­um, 23 greiddu ekki atkvæði og 8 voru fjar­stadd­ir. 

Hægt að skoða breyt­ingar á eigin skatt­byrði

Á vef Stjórn­ar­ráðs­ins geta ein­stak­lingar reiknað út í þar til gerðri reikni­vél hvernig skatt­byrði þeirra mun breyt­ast á næsta ári og árið 2021. ­Tekin eru dæmi úr reikni­vél­inni um mann­eskja sem er með 280 þús­und krónur í tekjur á mán­uði en í kjöl­far breyt­ing­anna mun hún greiða 69.792 krónum minna í tekju­skatt á ári þar sem eft­ir breyt­ing­una mun sú mann­eskja ekki þurfa greiða neinn tekju­skatt til rík­is­ins því per­sónu­af­sláttur verður hærri en álagður tekju­skatt­ur. Öll hennar stað­greiðsla fer til sveit­ar­fé­lags­ins.

Tekju­skattur ein­stak­lings með 370 þús­und í tekjur á mán­uði lækkar um 124.620 krónur á ári í kjöl­far breyt­ing­anna og tekju­skattur þess sem er með 835 þús­und í tekjur á mán­uði lækkar um 72 þús­und á ári.

Í heild­ina mun tekju­skattur ein­stak­linga lækka um 5,5 millj­arða króna á kom­andi ári og árið 2020 mun lækk­unin nema alls 21 millj­arð­i. Auk lækk­unar tekju­skatts kemur til fram­kvæmdar seinni hluti 0,5 pró­sentu­stiga lækk­unar trygg­ing­ar­gjalds, en gjaldið var lækkað um 0,25 pró­sentu­stig í upp­hafi árs 2019.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent