Vinnslustöðin ætlar ekki að falla frá milljarðs skaðabótakröfu á ríkið

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir að útgerðin muni halda bótakröfu sinni á hendur ríkinu til streitu. Hann segir að Ísfélagsmenn, sem hættu við sína málsókn í vikunni, hafi ekki sagt sér satt.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson.
Auglýsing

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um, sem hefur stefnt íslenska rík­inu til greiðslu rúm­lega eins millj­arðs króna auk hæstu mögu­legu vaxta, ætlar að halda skaða­bóta­kröfu sinni til streit­u. 

Þetta sagði Sig­ur­geir Brynjar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un. 

Hann sagð­ist enn fremur vera afskap­lega feg­inn að vera ekki í hópi þeirra fimm útgerða sem ákveðið hafa að hætta við skaða­bóta­kröfur sínar gagn­vart rík­inu vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2018 „Það er engin laun­ung á því að Ísfé­lags­menn sögðu okkur ekki satt þegar þeir kynntu hvað þeir ætl­uðu að gera og ég ætla ekki að fara nánar út í það. Ég hefði ekki viljað fylgja þeim í þeim spor­um.“

Þar vísar Sig­ur­geir Brynjar í það að fimm útgerð­ir  af þeim sjö útgerðum sem stefndu rík­inu ákváðu í síð­ustu viku að falla frá mál­­sókn sinni, en sam­tals vildu fyr­ir­tækin sjö fá 10,2 millj­arðar króna auk vaxta úr rík­is­sjóði. Fyr­ir­tækin sem um ræðir eru Ísfé­lags Vest­manna­eyja, Eskja, Gjög­­ur, Loðn­u­vinnslan og Skinn­ey-­­Þinga­­nes. Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæk­in Hug­inn og Vinnslu­­­­stöðin eru nú einu fyr­ir­tækin sem hafa ekki dregið kröfur sínar til bak­a. 

Reikn­ing­ur­inn yrði ekki sendur skatt­greið­endum

Aðdrag­andi máls­ins var sá að Kjarn­inn greindi frá því að kröfur útgerð­anna sjö væru sam­tals 10,2 millj­arðar króna auk vaxta fyrir viku síð­an. 

Auglýsing
Í kjöl­farið rataði málið inn í ræður helstu ráða­manna þjóð­ar­innar þegar þeir ræddu áhrif COVID-19 far­ald­­­­ur­s­ins og um við­brögð stjórn­­­­­­­valda við þeim áhrifum á Alþingi á þriðju­dag. Bjarni Bene­dikts­­son fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði þá að ef svo ólík­­­­­lega færi að ríkið myndi tapa mál­inu þá væri það ein­falt mál í hans huga að reikn­ing­­­­ur­inn vegna þess yrði ekki sendur á skatt­greið­end­­­­ur. „Reikn­ing­­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt,“ sagði hann. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­­­­sæt­is­ráð­herra gerði líka kröfur útgerð­anna að umtals­efni við sama til­efni. „Ég vil segja það að hér að ég hef verið gríð­­­­ar­­­­lega ánægð með þá sam­­­­stöðu sem maður hefur skynjað í sam­­­­fé­lag­inu í því að takast á við veiruna. Bæði fyr­ir­tæki og fólk hafa þar sýnt mikla ábyrgð. Flokkar á Alþingi hafa sýnt mikla ábyrgð. Þetta er dýr­­­­mætt. 

En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­­­­lega tíu millj­­­­arða vegna mak­rílút­­­­hlut­un­­­­ar.“ 

Katrín sagði þetta ekki góða leið til að efla sam­­­­stöðu í sam­­­­fé­lag­inu. „Það er ekki góð leið til að vera á sama báti í gegnum þetta ferða­lag sem við erum stödd í. Þó ég telji að ríkið hafi góðan mál­­­­stað í þessu máli þá finnst mér eðli­­­­legt að þessi fyr­ir­tæki íhugi það að draga þessar kröfur á til baka. Nú reynir nefn­i­­­­lega á ábyrgð okkar allra.“

Dag­inn eftir greindu fimm af sjö útgerðum frá því að þær væru hættar við.

Kjarn­inn hefur enn ekki fengið stefn­urnar

Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Ísfé­lags Vest­­manna­eyja, sagði í Morg­un­blað­inu á fimmtu­dag að hvöss gagn­rýni á Alþingi gagn­vart útgerð­unum hefði ekki haft nein áhrif á ákvörðun Ísfé­lags­ins að hætta við stefnu sína. Guð­­björg Matt­h­í­a­s­dótt­ir, aðal­­eig­andi Ísfé­lags­ins, hafi þegar verið búin að beina þeirri ósk til stjórnar félags­­ins að hætta við máls­höfð­un­ina og að stjórnin hefði sam­­þykkt það á þriðju­dag. Sama dag hafi hann greint einum ráð­herra í rík­­is­­stjórn­­inni frá þeirri ákvörð­un. 

Kjarn­inn hefur reynt að upp­­lýs­ingar um stefnur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna frá hinu opin­bera frá síð­­asta sumri. Í des­em­ber, eftir fimm mán­aða ferli, var þeirri beiðni synj­að. Kjarn­inn kærði þá nið­ur­stöðu til úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að hags­munir almenn­ings af aðgangi að upp­­­lýs­ingum um mála­til­­­búnað einka­að­ila á hendur íslenska rík­­­inu veg­i þyngra en hags­munir sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækj­anna af því að þær fari leynt.

Kjarn­inn fór fram á það síð­­­deg­is  2. apr­íl, við emb­ætti rík­­­is­lög­­­manns, að fá stefn­­­urnar afhent­­­ar. Þrátt fyrir ítrek­­anir á þeirri beiðni hafa þær enn ekki feng­ist 17 dögum síð­ar. Rík­is­lög­maður hefur hins vegar greint Kjarn­anum frá því að hann muni ekki fara fram á að rétt­ar­á­hrifum verði frestað og því liggur fyrir að stefn­urnar verða afhent­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent