Reikningurinn vegna milljarðakröfu útgerða verður ekki sendur á skattgreiðendur

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir milli útgerða verði ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. „Það er bara svo einfalt.“ Hann segir útilokað að allir muni geta komist efnahagslega skaðlausir út ástandinu.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gagnrýndi á Alþingi í dag, líkt og forsætisráðherra hafði gert skömmu áður, 10,2 milljarða króna kröfur sjö útgerða á hendur ríkissjóði vegna úthlutunar á makrílkvóta. 

Í ræðu sinni um munn­lega skýrslu forsætisráðherra um áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins og um við­brögð stjórn­valda við þeim áhrifum á Alþingi í dag, sagði Bjarni að við núverandi aðstæður þyrftu allir í samfélaginu að leggjast á árarnar. „Því langar mig að segja þetta hér: fiskveiðistjórnunarkerfið okkar er ekki náttúrulögmál. Það er mannanna verk. Aðgangur að auðlindinni, stjórnun veiðanna, hvernig við viljum tryggja sjálfbærni veiðanna, hvaða gjald við ætlum að taka í veiðigjald. Þetta eru allt mál sem við ráðum til lykta hér á Alþingi með lögum og reglum. Möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. Það verður ekki þannig. 

Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmáli. Við munum taka til fullra varna og ég hef reyndar góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður þá að koma frá greininni. Það er bara svo einfalt.“

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að sjö útgerðir krefji íslenska ríkið um sam­tals 10,2 millj­­arða króna auk hæstu fáan­­legu vaxta vegna fjár­­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Um er að ræða fyr­ir­tækin Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­­Þinga­­­nes hf., Loðn­­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­­stöðin hf.

Í fyrra var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veið­i­­­­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­­­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­­­­­­­gerða. Ekki var greitt fyrir þann kvóta heldur hann afhentur end­­ur­gjalds­­laust. Mak­ríl­kvót­inn hefur verið tal­inn vera 65 til 100 millj­­­­­arða króna virð­i.

„Útilokað“ að tryggja öllum skaðleysi

Í ræðu sinni fór Bjarni einnig yfir það að staðan hefði breyst hratt til hins verra í efnahagslegum skilningi, jafnt hérlendis sem erlendis. Það sem voru svörtustu sviðsmyndir fyrir sex vikum eru þær bjartsýnustu í dag.

Enn ríki töluverð óvissa en fyrstu aðgerðirnar sem gripið hafði verið til hafi verið hannaðar til að grípa þá sem voru í frjálsu falli. Þær hafi skipt verulegu máli. Hann nefndi til að mynda hlutabótaleiðina í því samhengi. 

Sumt sem kynnt hafi verið 21. mars síðastliðinni sé enn í lokafrágangi, til dæmis brúarlánin svokölluðu. „Ég geri ráð fyrir því að ég geti skrifað undir samkomulag um þau á fimmtudaginn. Og í framhaldinu mun bankinn þá semja við fjármálafyrirtæki og lánin þá standa til boða.“

Bjarni sagði samt sem áður að hann yrði að vera hreinskilinn og segja að það yrði ekki hægt að lofa öllum að komast efnahagslega skaðlausum úr þessu ástandi. „Það er útilokað.“

Þó væri margt eftir ógert. Þeir sem hefðu til að mynda lokað starfsemi sinni fyrir samfélagið allt hljóti að eiga það skilið að fá stuðning frá samfélaginu. Að því yrði hugað í næstu aðgerðum, sem verða kynntar í vikulok.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tómas A. Tómasson og Kolbrún Baldursdóttir
Aðalsmenn og almenningur á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent