Reikningurinn vegna milljarðakröfu útgerða verður ekki sendur á skattgreiðendur

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir milli útgerða verði ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. „Það er bara svo einfalt.“ Hann segir útilokað að allir muni geta komist efnahagslega skaðlausir út ástandinu.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gagn­rýndi á Alþingi í dag, líkt og for­sæt­is­ráð­herra hafði gert skömmu áður, 10,2 millj­arða króna kröfur sjö útgerða á hendur rík­is­sjóði vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta. 

Í ræðu sinni um munn­­lega skýrslu for­sæt­is­ráð­herra um áhrif COVID-19 far­ald­­ur­s­ins og um við­brögð stjórn­­­valda við þeim áhrifum á Alþingi í dag, sagði Bjarni að við núver­andi aðstæður þyrftu allir í sam­fé­lag­inu að leggj­ast á árarn­ar. „Því langar mig að segja þetta hér: fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið okkar er ekki nátt­úru­lög­mál. Það er mann­anna verk. Aðgangur að auð­lind­inni, stjórnun veið­anna, hvernig við viljum tryggja sjálf­bærni veið­anna, hvaða gjald við ætlum að taka í veiði­gjald. Þetta eru allt mál sem við ráðum til lykta hér á Alþingi með lögum og regl­um. Mögu­leg inn­byrðis tog­streita um afla­heim­ildir milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skatt­greið­enda. Það verður ekki þannig. 

Nú höfum við tekið til varna í þessu svo­kall­aða mak­ríl­máli. Við munum taka til fullra varna og ég hef reyndar góðar vænt­ingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólík­lega vill til að það mál fari rík­inu í óhag þá er það ein­falt mál í mínum huga að reikn­ing­ur­inn vegna þess verður ekki sendur á skatt­greið­end­ur. Reikn­ing­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt.“

Auglýsing
Kjarn­inn greindi frá því á laug­­ar­dag að sjö útgerðir krefji íslenska ríkið um sam­tals 10,2 millj­­­arða króna auk hæstu fáan­­­legu vaxta vegna fjár­­­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­­­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Um er að ræða fyr­ir­tækin Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­­­Þinga­­­­nes hf., Loðn­­­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­­­stöðin hf.

Í fyrra var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veið­i­­­­­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­­­­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­­­­­­­­­gerða. Ekki var greitt fyrir þann kvóta heldur hann afhentur end­­­ur­gjalds­­­laust. Mak­ríl­kvót­inn hefur verið tal­inn vera 65 til 100 millj­­­­­­arða króna virð­i.

„Úti­lok­að“ að tryggja öllum skað­leysi

Í ræðu sinni fór Bjarni einnig yfir það að staðan hefði breyst hratt til hins verra í efna­hags­legum skiln­ingi, jafnt hér­lendis sem erlend­is. Það sem voru svört­ustu sviðs­myndir fyrir sex vikum eru þær bjart­sýn­ustu í dag.

Enn ríki tölu­verð óvissa en fyrstu aðgerð­irnar sem gripið hafði verið til hafi verið hann­aðar til að grípa þá sem voru í frjálsu falli. Þær hafi skipt veru­legu máli. Hann nefndi til að mynda hluta­bóta­leið­ina í því sam­heng­i. 

Sumt sem kynnt hafi verið 21. mars síð­ast­lið­inni sé enn í loka­frá­gangi, til dæmis brú­ar­lánin svoköll­uðu. „Ég geri ráð fyrir því að ég geti skrifað undir sam­komu­lag um þau á fimmtu­dag­inn. Og í fram­hald­inu mun bank­inn þá semja við fjár­mála­fyr­ir­tæki og lánin þá standa til boða.“

Bjarni sagði samt sem áður að hann yrði að vera hrein­skil­inn og segja að það yrði ekki hægt að lofa öllum að kom­ast efna­hags­lega skað­lausum úr þessu ástandi. „Það er úti­lok­að.“

Þó væri margt eftir ógert. Þeir sem hefðu til að mynda lokað starf­semi sinni fyrir sam­fé­lagið allt hljóti að eiga það skilið að fá stuðn­ing frá sam­fé­lag­inu. Að því yrði hugað í næstu aðgerð­um, sem verða kynntar í viku­lok.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent