Sjö útgerðir krefja ríkið um 10,2 milljarða króna auk hæstu mögulegu vaxta

Nokkrar útgerðir sem telja sig hafa verið sviknar um makrílkvóta vilja að ríkissjóður greiði þeim samtals 10,2 milljarða króna í bætur auk vaxta. Hæsta krafan er frá Ísfélagi Vestmannaeyja, sem vill 3,9 milljarða króna.

Ísfélag Vestmannaeyja á hæstu kröfuna. Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins.
Ísfélag Vestmannaeyja á hæstu kröfuna. Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins.
Auglýsing

Sjö útgerðir krefja íslenska ríkið um sam­tals 10,2 millj­arða króna auk hæstu fáan­legu vaxta vegna fjár­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Um er að ræða fyr­ir­tækin Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­Þinga­­nes hf., Loðn­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­stöðin hf.

Lang­hæsta krafan er frá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, sem krefst tæp­lega 3,9 millj­arða króna auk vaxta úr rík­is­sjóði. Stærsti eig­andi Ísfé­lags­ins er Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir. Félög í eigu Guð­bjargar og fjöl­skyldu hennar eru einnig stærstu eig­endur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins. 

Eskja krefst þess að fá rúm­lega tvo millj­arða króna í bæt­ur, Loðnu­vinnslan og Skinn­ey-­Þinga­nes vilja rúman millj­arð króna og Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyjum krefst þess að fá tæpan millj­arð króna auk vaxta. Hug­inn vill fá 839 millj­ónir króna og Gjög­ur, sem er næst stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji er stærsti eig­and­inn) krefst 364 millj­óna króna. Í stefnu Gjög­urs er einnig kraf­ist bóta vegna kostn­aðar við að leigja afla­heim­ild­ir á ár­un­um 2015 til 2018.

Þetta kemur fram í svari sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, birti í dag, um páska­helg­ina, við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar, um mál­ið.

Auglýsing
Í fyrra var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veið­i­­­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­­­­­gerða. Ekki var greitt fyrir þann kvóta heldur hann afhentur end­ur­gjalds­laust. Mak­ríl­kvót­inn hefur verið tal­inn vera 65 til 100 millj­­­­arða króna virð­i. 

Fjöl­miðlum meinað um aðgang að sömu upp­lýs­ingum

Kjarn­inn hefur reynt að fá sömu upp­lýs­ingar frá hinu opin­bera frá síð­asta sumri. 

Í júní 2019 var fyr­ir­­­spurn send á upp­­­lýs­inga­­­full­­­trúa rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar þar sem óskað var eftir því að fá stefnur útgerð­anna afhentar auk þess sem beðið var um upp­­­lýs­ingar um hversu háar kröfur þeirra væru. 

Erindið var sent til sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins sem brást ekki við því í á aðra viku. Þegar við­brögð komu fólst í þeim að áfram­­­senda erindið á emb­ætti rík­­­is­lög­­­manns. 

Hann taldi rétt að bera það undir lög­­­­­menn útgerð­anna sem um ræddi hvort þeir myndu sam­­­þykkja að upp­­­lýs­ingar um málin yrðu veittar og stað­­­festi í kjöl­farið við Kjarn­ann að fyr­ir­­­spurnir þess efnis hefðu verið sendar á umrædd fyr­ir­tæki.  

Síðan barst ekk­ert við­­­bót­­­ar­svar í rúma fimm mán­uði, eða þar til 20. des­em­ber 2019, þegar rík­­is­lög­­maður sendi svar þess efn­ist að hann teldi ekki heim­ilt að afhenda stefn­­­urn­­­ar. Hann hefði óskað eftir afstöðu umræddra fyr­ir­tækja gagn­vart því að fjöl­miðlar myndu fá stefn­­­urnar með því að beina spurn­ingum til lög­­­­­manna þeirra. „Liggur ekki fyrir sam­­­þykki stefn­enda um að afhenda stefn­­­urnar og verður að skilja afstöðu þeirra í ljósi seinni máls­liðar 9. gr. upp­­­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og telur emb­ættið því gögnin und­an­þegin upp­­­lýs­inga­rétt­i.“

Auk þess sagði í svar­inu að rík­­­is­lög­­­maður mæti það „óraun­hæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhend­ingu sé beint að stjórn­­­­­valdi ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin eru því eðli sínu sam­­­kvæmt und­an­þegin upp­­­lýs­inga­rétt­i.“

Kjarn­inn kærði synjun rík­­­is­lög­­­manns á aðgengi að umræddum upp­­­lýs­ingum til úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­inga­­­mál strax í kjöl­far­ið.

Aug­­ljósir almanna­hags­munir

Beiðni Kjarn­ans um aðgang að gögn­unum byggði á 5. gr. upp­­lýs­inga­laga. Í kærunni sagði að aug­­ljósir almanna­hags­munir væru af því að fjöl­miðlar og almenn­ingur fái upp­­lýs­ingar um það þegar fyr­ir­tæki stefni rík­­inu til greiðslu bóta vegna úthlut­unar á gæðum sem sam­­kvæmt fyrstu grein laga um stjórn fisk­veiða séu sam­­eign íslensku þjóð­­ar­inn­­ar. því geti vart stað­ist að tak­­marka upp­­lýs­inga­rétt vegna einka­hags­muna. Bæði sé sú „eign“ sem sé undir sam­­eign þjóð­­ar­innar auk þess sem sá stefndi sé íslenska rík­­ið, og þar af leið­andi almenn­ing­­ur. Réttur þeirra sem stefna til að halda gögnum sem þeir telja einka- og fjár­­hags­­mál­efni sín geti ekki talist æðri rétti almenn­ings til að vita hvað sé undir í mál­in­u. 

Auglýsing
Í ljósi þess hversu há upp­­hæð af almannafé sé undir geti ekki stað­ist að leyna eig­endur þeirrar fjár­­hæð­­ar, almenn­ing í land­inu, upp­­lýs­ingum um mála­vexti.

Sögðu almenn­ing og fjöl­miðla ekki eiga lögvarða hags­muni

Úrskurð­­ar­­nefndin sendi bréf til þeirra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­ækja sem stefndu rík­­inu í lok jan­úar síð­­ast­lið­ins og óskaði eftir afstöðu þeirra til afhend­ingar gagn­anna. Í bréfum þeirra sem svör­uðu er í öllum til­­vikum lagst gegn því að stefn­­urnar yrðu afhent­­ar.

Þar er sá tónn sleg­inn að fjöl­mið­ill eða almenn­ingur séu ekki lögvar­inn aðili máls þrátt fyrir að hinn stefndi sé íslenska rík­­ið. Í einu svar­bréf­inu sagði meðal ann­­ars að málið væri „venju­­legt einka­­mál sam­­kvæmt lögum um með­­­ferð einka­­mála, þótt stefndi sé opin­ber aðili. Umrædd stefna stafi ekki frá stjórn­­­valdi og sé ekki þáttur í með­­­ferð stjórn­­­sýslu­­máls heldur dóms­­máls, þó það sé á könnu rík­­is­lög­­manns. Kær­andi hafi ekki sýnt fram á að hafa neinna sér­­stakra lögvar­inna hags­muna að gæta í dóms­­mál­in­u.“

Kær­andi gæti ein­fald­­lega fengið þær upp­­lýs­ingar sem hann sækt­­ist eftir þegar dómur hefði verið birtur opin­ber­­lega eftir dóms­­upp­­kvaðn­­ingu.

Þá var því haldið fram að í stefn­unum kæmu fram marg­vís­­legar fjár­­hags­­legar og rekstr­ar­legar upp­­lýs­ingar um starf­­semi fyr­ir­tækj­anna, umfram þær sem lesa megi úr árs­­reikn­ingum frá þeim árum sem fjallað sé um í mál­inu.

Úrskurð­­ar­­nefndin hafn­aði þessum mála­til­­bún­­aði og komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að hags­munir almenn­ings af aðgangi að upp­­lýs­ingum um mála­til­­búnað einka­að­ila á hendur íslenska rík­­inu veg­iþyngra en hags­munir sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­anna af því að þær fari leynt.

Kjarn­inn fór fram á það síð­­degis á fimmt­u­dag, 2. apr­íl, við emb­ætti rík­­is­lög­­manns, að fá stefn­­urnar afhent­­ar. Þrátt fyrir ítrek­anir á þeirri beiðni hafa þær ekki feng­ist. 

Nú hefur svar við hluta af fyr­ir­spurn Kjarn­ans verið birt á vef Alþing­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent