Sjö útgerðir krefja ríkið um 10,2 milljarða króna auk hæstu mögulegu vaxta

Nokkrar útgerðir sem telja sig hafa verið sviknar um makrílkvóta vilja að ríkissjóður greiði þeim samtals 10,2 milljarða króna í bætur auk vaxta. Hæsta krafan er frá Ísfélagi Vestmannaeyja, sem vill 3,9 milljarða króna.

Ísfélag Vestmannaeyja á hæstu kröfuna. Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins.
Ísfélag Vestmannaeyja á hæstu kröfuna. Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins.
Auglýsing

Sjö útgerðir krefja íslenska ríkið um sam­tals 10,2 millj­arða króna auk hæstu fáan­legu vaxta vegna fjár­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Um er að ræða fyr­ir­tækin Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­Þinga­­nes hf., Loðn­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­stöðin hf.

Lang­hæsta krafan er frá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, sem krefst tæp­lega 3,9 millj­arða króna auk vaxta úr rík­is­sjóði. Stærsti eig­andi Ísfé­lags­ins er Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir. Félög í eigu Guð­bjargar og fjöl­skyldu hennar eru einnig stærstu eig­endur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins. 

Eskja krefst þess að fá rúm­lega tvo millj­arða króna í bæt­ur, Loðnu­vinnslan og Skinn­ey-­Þinga­nes vilja rúman millj­arð króna og Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyjum krefst þess að fá tæpan millj­arð króna auk vaxta. Hug­inn vill fá 839 millj­ónir króna og Gjög­ur, sem er næst stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji er stærsti eig­and­inn) krefst 364 millj­óna króna. Í stefnu Gjög­urs er einnig kraf­ist bóta vegna kostn­aðar við að leigja afla­heim­ild­ir á ár­un­um 2015 til 2018.

Þetta kemur fram í svari sem Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, birti í dag, um páska­helg­ina, við fyr­ir­spurn Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, for­manns Við­reisn­ar, um mál­ið.

Auglýsing
Í fyrra var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veið­i­­­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­­­­­gerða. Ekki var greitt fyrir þann kvóta heldur hann afhentur end­ur­gjalds­laust. Mak­ríl­kvót­inn hefur verið tal­inn vera 65 til 100 millj­­­­arða króna virð­i. 

Fjöl­miðlum meinað um aðgang að sömu upp­lýs­ingum

Kjarn­inn hefur reynt að fá sömu upp­lýs­ingar frá hinu opin­bera frá síð­asta sumri. 

Í júní 2019 var fyr­ir­­­spurn send á upp­­­lýs­inga­­­full­­­trúa rík­­­is­­­stjórn­­­­­ar­innar þar sem óskað var eftir því að fá stefnur útgerð­anna afhentar auk þess sem beðið var um upp­­­lýs­ingar um hversu háar kröfur þeirra væru. 

Erindið var sent til sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs- og land­­­bún­­­að­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins sem brást ekki við því í á aðra viku. Þegar við­brögð komu fólst í þeim að áfram­­­senda erindið á emb­ætti rík­­­is­lög­­­manns. 

Hann taldi rétt að bera það undir lög­­­­­menn útgerð­anna sem um ræddi hvort þeir myndu sam­­­þykkja að upp­­­lýs­ingar um málin yrðu veittar og stað­­­festi í kjöl­farið við Kjarn­ann að fyr­ir­­­spurnir þess efnis hefðu verið sendar á umrædd fyr­ir­tæki.  

Síðan barst ekk­ert við­­­bót­­­ar­svar í rúma fimm mán­uði, eða þar til 20. des­em­ber 2019, þegar rík­­is­lög­­maður sendi svar þess efn­ist að hann teldi ekki heim­ilt að afhenda stefn­­­urn­­­ar. Hann hefði óskað eftir afstöðu umræddra fyr­ir­tækja gagn­vart því að fjöl­miðlar myndu fá stefn­­­urnar með því að beina spurn­ingum til lög­­­­­manna þeirra. „Liggur ekki fyrir sam­­­þykki stefn­enda um að afhenda stefn­­­urnar og verður að skilja afstöðu þeirra í ljósi seinni máls­liðar 9. gr. upp­­­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og telur emb­ættið því gögnin und­an­þegin upp­­­lýs­inga­rétt­i.“

Auk þess sagði í svar­inu að rík­­­is­lög­­­maður mæti það „óraun­hæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhend­ingu sé beint að stjórn­­­­­valdi ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin eru því eðli sínu sam­­­kvæmt und­an­þegin upp­­­lýs­inga­rétt­i.“

Kjarn­inn kærði synjun rík­­­is­lög­­­manns á aðgengi að umræddum upp­­­lýs­ingum til úrskurð­­­ar­­­nefndar um upp­­­lýs­inga­­­mál strax í kjöl­far­ið.

Aug­­ljósir almanna­hags­munir

Beiðni Kjarn­ans um aðgang að gögn­unum byggði á 5. gr. upp­­lýs­inga­laga. Í kærunni sagði að aug­­ljósir almanna­hags­munir væru af því að fjöl­miðlar og almenn­ingur fái upp­­lýs­ingar um það þegar fyr­ir­tæki stefni rík­­inu til greiðslu bóta vegna úthlut­unar á gæðum sem sam­­kvæmt fyrstu grein laga um stjórn fisk­veiða séu sam­­eign íslensku þjóð­­ar­inn­­ar. því geti vart stað­ist að tak­­marka upp­­lýs­inga­rétt vegna einka­hags­muna. Bæði sé sú „eign“ sem sé undir sam­­eign þjóð­­ar­innar auk þess sem sá stefndi sé íslenska rík­­ið, og þar af leið­andi almenn­ing­­ur. Réttur þeirra sem stefna til að halda gögnum sem þeir telja einka- og fjár­­hags­­mál­efni sín geti ekki talist æðri rétti almenn­ings til að vita hvað sé undir í mál­in­u. 

Auglýsing
Í ljósi þess hversu há upp­­hæð af almannafé sé undir geti ekki stað­ist að leyna eig­endur þeirrar fjár­­hæð­­ar, almenn­ing í land­inu, upp­­lýs­ingum um mála­vexti.

Sögðu almenn­ing og fjöl­miðla ekki eiga lögvarða hags­muni

Úrskurð­­ar­­nefndin sendi bréf til þeirra sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­ækja sem stefndu rík­­inu í lok jan­úar síð­­ast­lið­ins og óskaði eftir afstöðu þeirra til afhend­ingar gagn­anna. Í bréfum þeirra sem svör­uðu er í öllum til­­vikum lagst gegn því að stefn­­urnar yrðu afhent­­ar.

Þar er sá tónn sleg­inn að fjöl­mið­ill eða almenn­ingur séu ekki lögvar­inn aðili máls þrátt fyrir að hinn stefndi sé íslenska rík­­ið. Í einu svar­bréf­inu sagði meðal ann­­ars að málið væri „venju­­legt einka­­mál sam­­kvæmt lögum um með­­­ferð einka­­mála, þótt stefndi sé opin­ber aðili. Umrædd stefna stafi ekki frá stjórn­­­valdi og sé ekki þáttur í með­­­ferð stjórn­­­sýslu­­máls heldur dóms­­máls, þó það sé á könnu rík­­is­lög­­manns. Kær­andi hafi ekki sýnt fram á að hafa neinna sér­­stakra lögvar­inna hags­muna að gæta í dóms­­mál­in­u.“

Kær­andi gæti ein­fald­­lega fengið þær upp­­lýs­ingar sem hann sækt­­ist eftir þegar dómur hefði verið birtur opin­ber­­lega eftir dóms­­upp­­kvaðn­­ingu.

Þá var því haldið fram að í stefn­unum kæmu fram marg­vís­­legar fjár­­hags­­legar og rekstr­ar­legar upp­­lýs­ingar um starf­­semi fyr­ir­tækj­anna, umfram þær sem lesa megi úr árs­­reikn­ingum frá þeim árum sem fjallað sé um í mál­inu.

Úrskurð­­ar­­nefndin hafn­aði þessum mála­til­­bún­­aði og komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að hags­munir almenn­ings af aðgangi að upp­­lýs­ingum um mála­til­­búnað einka­að­ila á hendur íslenska rík­­inu veg­iþyngra en hags­munir sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækj­anna af því að þær fari leynt.

Kjarn­inn fór fram á það síð­­degis á fimmt­u­dag, 2. apr­íl, við emb­ætti rík­­is­lög­­manns, að fá stefn­­urnar afhent­­ar. Þrátt fyrir ítrek­anir á þeirri beiðni hafa þær ekki feng­ist. 

Nú hefur svar við hluta af fyr­ir­spurn Kjarn­ans verið birt á vef Alþing­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent