Sjö útgerðir krefja ríkið um 10,2 milljarða króna auk hæstu mögulegu vaxta

Nokkrar útgerðir sem telja sig hafa verið sviknar um makrílkvóta vilja að ríkissjóður greiði þeim samtals 10,2 milljarða króna í bætur auk vaxta. Hæsta krafan er frá Ísfélagi Vestmannaeyja, sem vill 3,9 milljarða króna.

Ísfélag Vestmannaeyja á hæstu kröfuna. Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins.
Ísfélag Vestmannaeyja á hæstu kröfuna. Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins.
Auglýsing

Sjö útgerðir krefja íslenska ríkið um samtals 10,2 milljarða króna auk hæstu fáanlegu vaxta vegna fjár­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerðirnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæstarétti í desember 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á makrílkvóta. 

Um er að ræða fyrirtækin Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf., Skinn­ey-­Þinga­nes hf., Loðnu­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­stöðin hf.

Langhæsta krafan er frá Ísfélagi Vestmannaeyja, sem krefst tæplega 3,9 milljarða króna auk vaxta úr ríkissjóði. Stærsti eigandi Ísfélagsins er Guðbjörg Matthíasdóttir. Félög í eigu Guðbjargar og fjölskyldu hennar eru einnig stærstu eigendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. 

Eskja krefst þess að fá rúmlega tvo milljarða króna í bætur, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes vilja rúman milljarð króna og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum krefst þess að fá tæpan milljarð króna auk vaxta. Huginn vill fá 839 milljónir króna og Gjögur, sem er næst stærsti eigandi Síldarvinnslunnar (Samherji er stærsti eigandinn) krefst 364 milljóna króna. Í stefnu Gjögurs er einnig krafist bóta vegna kostnaðar við að leigja afla­heim­ild­ir á ár­un­um 2015 til 2018.

Þetta kemur fram í svari sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, birti í dag, um páskahelgina, við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, um málið.

Auglýsing
Í fyrra var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veið­i­­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­­­gerða. Ekki var greitt fyrir þann kvóta heldur hann afhentur endurgjaldslaust. Mak­ríl­kvót­inn hefur verið tal­inn vera 65 til 100 millj­­­arða króna virð­i. 

Fjölmiðlum meinað um aðgang að sömu upplýsingum

Kjarninn hefur reynt að fá sömu upplýsingar frá hinu opinbera frá síðasta sumri. 

Í júní 2019 var fyr­ir­­spurn send á upp­­lýs­inga­­full­­trúa rík­­is­­stjórn­­­ar­innar þar sem óskað var eftir því að fá stefnur útgerðanna afhentar auk þess sem beðið var um upp­­lýs­ingar um hversu háar kröfur þeirra væru. 

Erindið var sent til sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráðu­­neyt­is­ins sem brást ekki við því í á aðra viku. Þegar við­brögð komu fólst í þeim að áfram­­senda erindið á emb­ætti rík­­is­lög­­manns. 

Hann taldi rétt að bera það undir lög­­­menn útgerðanna sem um ræddi hvort þeir myndu sam­­þykkja að upp­­lýs­ingar um málin yrðu veittar og stað­­festi í kjöl­farið við Kjarn­ann að fyr­ir­­spurnir þess efnis hefðu verið sendar á umrædd fyr­ir­tæki.  

Síðan barst ekk­ert við­­bót­­ar­svar í rúma fimm mán­uði, eða þar til 20. des­em­ber 2019, þegar rík­is­lög­maður sendi svar þess efn­ist að hann teldi ekki heim­ilt að afhenda stefn­­urn­­ar. Hann hefði óskað eftir afstöðu umræddra fyr­ir­tækja gagn­vart því að fjöl­miðlar myndu fá stefn­­urnar með því að beina spurn­ingum til lög­­­manna þeirra. „Liggur ekki fyrir sam­­þykki stefn­enda um að afhenda stefn­­urnar og verður að skilja afstöðu þeirra í ljósi seinni máls­liðar 9. gr. upp­­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og telur emb­ættið því gögnin und­an­þegin upp­­lýs­inga­rétt­i.“

Auk þess sagði í svar­inu að rík­­is­lög­­maður mæti það „óraun­hæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhend­ingu sé beint að stjórn­­­valdi ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin eru því eðli sínu sam­­kvæmt und­an­þegin upp­­lýs­inga­rétt­i.“

Kjarn­inn kærði synjun rík­­is­lög­­manns á aðgengi að umræddum upp­­lýs­ingum til úrskurð­­ar­­nefndar um upp­­lýs­inga­­mál strax í kjöl­far­ið.

Aug­ljósir almanna­hags­munir

Beiðni Kjarn­ans um aðgang að gögn­unum byggði á 5. gr. upp­lýs­inga­laga. Í kærunni sagði að aug­ljósir almanna­hags­munir væru af því að fjöl­miðlar og almenn­ingur fái upp­lýs­ingar um það þegar fyr­ir­tæki stefni rík­inu til greiðslu bóta vegna úthlut­unar á gæðum sem sam­kvæmt fyrstu grein laga um stjórn fisk­veiða séu sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar. því geti vart stað­ist að tak­marka upp­lýs­inga­rétt vegna einka­hags­muna. Bæði sé sú „eign“ sem sé undir sam­eign þjóð­ar­innar auk þess sem sá stefndi sé íslenska rík­ið, og þar af leið­andi almenn­ing­ur. Réttur þeirra sem stefna til að halda gögnum sem þeir telja einka- og fjár­hags­mál­efni sín geti ekki talist æðri rétti almenn­ings til að vita hvað sé undir í mál­in­u. 

Auglýsing
Í ljósi þess hversu há upp­hæð af almannafé sé undir geti ekki stað­ist að leyna eig­endur þeirrar fjár­hæð­ar, almenn­ing í land­inu, upp­lýs­ingum um mála­vexti.

Sögðu almenn­ing og fjöl­miðla ekki eiga lögvarða hags­muni

Úrskurð­ar­nefndin sendi bréf til þeirra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ækja sem stefndu rík­inu í lok jan­úar síð­ast­lið­ins og óskaði eftir afstöðu þeirra til afhend­ingar gagn­anna. Í bréfum þeirra sem svör­uðu er í öllum til­vikum lagst gegn því að stefn­urnar yrðu afhent­ar.

Þar er sá tónn sleg­inn að fjöl­mið­ill eða almenn­ingur séu ekki lögvar­inn aðili máls þrátt fyrir að hinn stefndi sé íslenska rík­ið. Í einu svar­bréf­inu sagði meðal ann­ars að málið væri „venju­legt einka­mál sam­kvæmt lögum um með­ferð einka­mála, þótt stefndi sé opin­ber aðili. Umrædd stefna stafi ekki frá stjórn­valdi og sé ekki þáttur í með­ferð stjórn­sýslu­máls heldur dóms­máls, þó það sé á könnu rík­is­lög­manns. Kær­andi hafi ekki sýnt fram á að hafa neinna sér­stakra lögvar­inna hags­muna að gæta í dóms­mál­in­u.“

Kærandi gæti ein­fald­lega fengið þær upp­lýs­ingar sem hann sækt­ist eftir þegar dómur hefði verið birtur opin­ber­lega eftir dóms­upp­kvaðn­ingu.

Þá var því haldið fram að í stefn­unum kæmu fram marg­vís­legar fjár­hags­legar og rekstrarlegar upp­lýs­ingar um starf­semi fyr­ir­tækj­anna, umfram þær sem lesa megi úr árs­reikn­ingum frá þeim árum sem fjallað sé um í mál­inu.

Úrskurð­ar­nefndin hafn­aði þessum mála­til­bún­aði og komst að þeirri nið­ur­stöðu að hags­munir almenn­ings af aðgangi að upp­lýs­ingum um mála­til­búnað einka­að­ila á hendur íslenska rík­inu vegiþyngra en hags­munir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna af því að þær fari leynt.

Kjarn­inn fór fram á það síð­degis á fimmtu­dag, 2. apr­íl, við emb­ætti rík­is­lög­manns, að fá stefn­urnar afhent­ar. Þrátt fyrir ítrekanir á þeirri beiðni hafa þær ekki fengist. 

Nú hefur svar við hluta af fyrirspurn Kjarnans verið birt á vef Alþingis.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent