Sanngjarnt að fresta veiðigjöldum en ekki forgangsmál að þrýsta á það

Framkvæmdastjóri SFS segir að sjávarútvegur sé ekki að horfa fram á altjón. Takmarkanir stjórnvalda hafi haft áhrif á starfsemi sumra sjávarútvegsfyrirtækja en það sé fagnaðarefni hversu lítið hlutfall þeirra hafi nýtt sér hlutabótaleiðina.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Auglýsing

„Staðan í sjávarútvegi er ekki þannig að við erum að horfa fram á altjón.“ Þetta sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í Silfrinu í dag. 

Þegar fyrsti efnahagspakki stjórnvalda var í þinglegri meðferð skiluðu samtökin inn umsögn þar sem farið var þess á leit að greiðslu veiði­gjalds í ár yrði frestað vegna þess efnahagsástands sem skapast hefur út af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. ­Á­ætl­aðar tekjur rík­is­sjóðs vegna veiði­gjalda í ár eru tæp­lega 4,9 millj­arðar króna. Samtökin fóru sömu­leiðis fram á að sér­stök gjöld sem lögð eru á fisk­eld­is­fyr­ir­tæki sem stunda sjó­kvía­eldi verði frestað eða felld niður út árið 2021 til að veita fisk­eld­is­fyr­ir­tækjum meira svig­rúm til að bregð­ast við fyr­ir­séðum tekju­sam­drætti við þær aðstæður sem nú eru upp­i. 

Heiðrún Lind var spurð um það í Silfrinu hvort að SFS myndi þrýsta áfram á þessar aðgerðir nú þegar næsti pakki stjórnvalda er í lokadrögum, en búist er við að hann verði kynntur snemma í næstu viku. Hún sagði að það væri ekki forgangsmál nú og að það yrði ekki þrýst á það að svo komnu máli. Það væri þó  ákveðið sanngirnissjónarmið ef það væri hægt að fresta greiðslu gjaldsins um ákveðin tíma.

Ofsögum sagt að staðan sé svört í sjávarútvegi

Heiðrún Lind var líka spurð út í það hvort eðlilegt væri að sjávarútvegsfyrirtæki sem ætti tugi eða jafnvel yfir hundrað milljarða króna í eigið fé væru að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda, þar sem ríkissjóður greiðir hluta af launum starfsfólks. Þar hefur sérstaka athygli vakið ákvörðun Samherja og tengdra fyrirtækja að nýta sér leiðina fyrir hluta síns starfsfólks, en Samherji átti 111 milljarða króna í eigið fé í lok árs 2018 og miðað við gott árferði í sjávarútvegi í fyrra eru líkur til þess að það hafi aukist þá.

Auglýsing
Heiðrún Lind sagði að það væri hættulegt að fara að ræða hvað hvert og eitt fyrirtæki sé að gera til að takast á við aðstæður. Það væri töluverður samdráttur í sjávarútvegi, sérstaklega hjá þeim sem aðallega eru að selja ferskan fisk. Hömlur hafi auk þess verið settar á hversu margir megi koma saman sem hafi áhrif á hversu margir geti starfað í starfsstöðvum fyrirtækja í sjávarútvegi. Því væru aðgerðir og ákvarðanir stjórnvalda að leiða til skerðingar á starfsgetu fyrirtækjanna. 

Henni finnst það þó fagnaðarefni hversu lágt hlutfall af sjávarútvegsfyrirtækjum hafi verið að nýta sér hlutabótaleiðina.

Heiðrún Lind sagði það ofsögum sagt að staðan í sjávarútvegi væri svört. Hún væri miklu svartari annars staðar, til dæmis í ferðaþjónustu. Ákveðnir þættir væru að vinna með sjávarútvegi. Það væri sveigjanleiki í greininni sem nýtist þannig að það er hægt að sækja verðmætin síðar. Auk þess gagnist mikil veiking krónunnar, sem hefur veikst um 18,7 prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er ári, og hrun á heimsmarkaðsverði á olíu, sem hefur lækkað um tæp 60 prósent á þremur mánuðum, sjávarútvegi verulega.

Hagstofa Íslands birti í lok liðinnar viku tölur um útflutningsverðmæti sjávarafurða frá byrjun árs og fram að páskum, eða á fyrstu 15 vikum ársins 2020. Þar kom fram að hann væri 7,7 prósent minna en það var á sama tíma í fyrra. Alls hafði verðmætið dregist saman um 5,6 milljarða króna, úr 74 milljörðum króna í 68,4 milljarða króna. 

Gáleysisleg útlán hafa verið dæmd refsiverð

Heiðrún Lind ræddi líka efnahagspakka stjórnvalda og hverju þeir hafi skilað. Hún sagðist hafa rætt við stóran fyrirtækjarekenda, sem væri ekki í útgerð en með starfsemi erlendis, sem sagði að erlendu bankarnir væru allir komnir af stað með sínar aðgerðir. Þar væri pakkarnir komnir í framkvæmd. 

Hér hefði það reynst flóknara en hin svokölluðu brúarlán, þar sem ríkið ætlar að gangast í ábyrgðir fyrir lán sem bankar veita til fyrirtækja í miklum rekstrarerfiðleikum, eru enn ekki komin í framkvæmd. Samkomulag milli ríkisins og Seðlabanka Íslands um útfærslu lánanna var fyrst undirritað á föstudag.

Heiðrún Lind benti á að áhættufælni í íslensku fjármálaumhverfi væri mjög mikil á síðustu árum, sérstaklega eftir að 20 dómar hafi fallið í Hæstarétti Íslands eftir bankahrunið þar sem gáleysisleg útlán voru dæmd refsiverð. Nú spyrji fjármálakerfið hvort að bankarnir eigi að fara að taka á sig hluta af áhættu á lánum til fyrirtækja sem væru ekki gjaldfær. 

Staðan væri því flókin og það þyrfti að taka tillit til annarra kröfuhafa þeirra fyrirtækja sem uppfylla skilyrði til að fá brúarlánin, sem eiga að geta verið allt að 1,2 milljarðar króna. Það verði hins vegar að fara að koma útlánum til fyrirtækja sem þurfi á þeim að halda í gang og koma fjármunum þangað sem þörf er á þeim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent