Segja laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en gengur og gerist

FÍA hafnar því að laun flugmanna Icelandair séu ekki sambærileg því sem gengur og gerist hjá öðrum flugfélögum. Þrýst er á þá að lækka laun flugmanna í þeim aðgerðum sem nú standa yfir til að reyna að bjarga félaginu.

Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varaþingmaður Miðflokksins.
Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varaþingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) segja að flug­menn Icelandair séu ekki hærri en ger­ist á hinum alþjóð­lega mark­aði sem félagið starfi heldur sam­bæri­leg og þau sem greidd eru hjá öðrum flug­fé­lög­um. Þá sé rangt að flug­menn WOW air hafi verið með mun lægri laun en flug­menn Icelanda­ir. „Það er bæði ósann­gjarnt og vill­andi að velta ábyrgð­inni á fram­tíð flug­fé­lags­ins að mestu yfir á starfs­fólk þess. Rekstr­ar­vandi Icelandair er flókið sam­spil ytri og innri þátta og flug­menn ætla að taka þátt í að leysa úr þeim vanda með fyr­ir­tæk­inu á næstu mán­uð­u­m.“

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem FÍA sendi frá sér í dag. Undir hana skrifar Jón Þór Þor­valds­son, for­maður félags­ins og vara­þing­maður Mið­flokks­ins. Til­efnið eru fréttir sem birt­ust í lok viku um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Icelanda­ir. Í Við­skipta­blað­inu á fimmtu­dag var því haldið fram að laun flug­manna Icelandair væru 20 til 30 pró­sent hærri en laun flug­manna WOW air hefðu ver­ið. 

Í til­kynn­ingu sem Icelandair sendi frá sér í gær, þar sem greint var frá því að félagið ætl­aði í hluta­fjár­út­boð til að bregð­ast við þeirri þröngu stöðu sem það er í um þessar mundir vegna algjörs tekju­falls, kom fram að for­senda fyrir „hluta­fjár­­út­­­boði hjá félag­inu er að tryggja sam­keppn­is­hæfni félags­­ins til lengri tíma lit­ið. Fyr­ir­hugað útboð er því háð því að við­ræður við stétt­ar­fé­lög skili árangri.“ Þær við­ræður snú­ast um að lækka launa­kostnað Icelanda­ir.

Segj­ast hafa sýnt vilja í verki

Í yfir­lýs­ingu FÍA segir að nýt­ing flug­manna hjá Icelandair gæti verið betri en að vand­ann megi að stærstu leyti rekja til kyrr­setn­ingar á Boeing 737 Max-­vélum félags­ins og breyt­inga sem gerðar hafi verið á leiða­kerfi þess. „Kjara­samn­ingar flug­manna Icelandair koma ekki í veg fyrir nýt­ingu starfs­krafta þeirra til jafns við það sem best ger­ist erlend­is.“

Auglýsing
Flugmenn hafi nú þegar sýnt vilja í verki og frestað umsömdum launa­hækk­unum í fyrra og fram­lengt kjara­samn­ing án launa­hækk­ana. Auk þess hafi þeir flug­menn sem hafa ekki sætt upp­sögn tekið á sig 50 pró­sent launa­skerð­ingu í apríl og maí. „Þá er ótal­inn fjöldi und­an­þága frá ákvæðum kjara­samn­ings og reglu­gerða vegna COVID-19 ástands­ins og fleiri til­fallandi þátta.“

Nú þegar hafi 23 pró­sent flug­manna Icelandair verið sagt upp og fleiri verið boð­að­ar.

Sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsrar versl­unnar í fyrra var tekju­hæsti flug­stjór­inn sem starf­aði hjá Icelandair á árinu 2018 með 3,1 milljón króna að með­al­tali í mán­að­ar­laun. 

Vildu að fólk með yfir milljón í laun fengi fullar bætar

Fjöl­margir flug­menn, og aðrir starfs­menn Icelanda­ir, eru nú á hluta­bót­um. Það þýðir að íslenska ríkið greiðir hluta launa þeirra úr Atvinnu­trygg­ing­ar­sjóði. Alls er hægt að fá 75 pró­sent launa sinna greiddan með þessum hætti upp á 700 þús­und krón­um.

FÍA lagði til breyt­ing­­ar­til­lögu við lögin áður en þau voru sam­þykkt. Til­lagan fól í sér að hálauna­­fólk myndi fá greiddar fullar atvinn­u­­leys­is­bætur ofan á þau laun sem atvinn­u­rek­andi þeirra greiddi þeim næstu mán­uð­i. 

Auglýsing
Sam­kvæmt til­­lög­unni átti til dæmis sá sem var með tvær millj­­ónir króna í laun, en myndi fara í 50 pró­­sent starf hjá atvinn­u­rek­anda, fá eina milljón króna frá honum áfram en fullar atvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, 456.404 krónur á mán­uði, úr Atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­sjóði á meðan að lög um hluta­bætur yrðu við lýð­i. Þá vildi FÍA að þak á greiðslur yrði afnumið.

Í rök­­stuðn­­ingi félags­­ins sagði meðal ann­­ars að um eins­­konar brú til skemmri tíma væri að ræða, ekki var­an­­lega ráð­stöf­un. Með því að fella út hámarks­­­sam­­tölu launa og bóta­fjár­­hæða, en til­­­taka ein­ungis hámark bóta­fjár­­hæð­­ar, myndu líkur aukast á þátt­töku í úrræð­inu og fleiri aðilar myndu halda starfi með þátt­töku atvinn­u­rek­enda, sem að öðrum kosti myndu missa starf sitt og leggj­­ast af fullum þunga á Ábyrgð­ar­sjóð launa án þess að mót­fram­lag atvinn­u­rek­enda kæmi til­. „Þessi til­­­tekni hópur greiðir nú og hefur um langan tíma greitt af launum sínum skatta og gjöld til sam­­fé­lags­ins. Þeir ættu því að njóta bóta­réttar til jafns við aðra í þennan stutta tíma[...]Þessi hópur launa­­fólks greiðir hæst hlut­­fall skatta hvort sem miðað er við krón­u­­tölu eða hlut­­fall launa og því er það sann­girn­is­­sjón­­ar­mið að þetta fólk sitji við sama borð og aðrir hópar þegar kemur að rétti til bóta­fjár­hæða.[...]Um mjög mörg verð­­mæt störf er að ræða. Sem dæmi má nefna störf í flug­­iðn­­að­i.“

Undir umsögn­ina þar sem til­lagan var lögð til skrif­aði for­maður FÍA. 

Til­lagan var ekki tekin til greina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent