Segja laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en gengur og gerist

FÍA hafnar því að laun flugmanna Icelandair séu ekki sambærileg því sem gengur og gerist hjá öðrum flugfélögum. Þrýst er á þá að lækka laun flugmanna í þeim aðgerðum sem nú standa yfir til að reyna að bjarga félaginu.

Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varaþingmaður Miðflokksins.
Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varaþingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) segja að flug­menn Icelandair séu ekki hærri en ger­ist á hinum alþjóð­lega mark­aði sem félagið starfi heldur sam­bæri­leg og þau sem greidd eru hjá öðrum flug­fé­lög­um. Þá sé rangt að flug­menn WOW air hafi verið með mun lægri laun en flug­menn Icelanda­ir. „Það er bæði ósann­gjarnt og vill­andi að velta ábyrgð­inni á fram­tíð flug­fé­lags­ins að mestu yfir á starfs­fólk þess. Rekstr­ar­vandi Icelandair er flókið sam­spil ytri og innri þátta og flug­menn ætla að taka þátt í að leysa úr þeim vanda með fyr­ir­tæk­inu á næstu mán­uð­u­m.“

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem FÍA sendi frá sér í dag. Undir hana skrifar Jón Þór Þor­valds­son, for­maður félags­ins og vara­þing­maður Mið­flokks­ins. Til­efnið eru fréttir sem birt­ust í lok viku um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Icelanda­ir. Í Við­skipta­blað­inu á fimmtu­dag var því haldið fram að laun flug­manna Icelandair væru 20 til 30 pró­sent hærri en laun flug­manna WOW air hefðu ver­ið. 

Í til­kynn­ingu sem Icelandair sendi frá sér í gær, þar sem greint var frá því að félagið ætl­aði í hluta­fjár­út­boð til að bregð­ast við þeirri þröngu stöðu sem það er í um þessar mundir vegna algjörs tekju­falls, kom fram að for­senda fyrir „hluta­fjár­­út­­­boði hjá félag­inu er að tryggja sam­keppn­is­hæfni félags­­ins til lengri tíma lit­ið. Fyr­ir­hugað útboð er því háð því að við­ræður við stétt­ar­fé­lög skili árangri.“ Þær við­ræður snú­ast um að lækka launa­kostnað Icelanda­ir.

Segj­ast hafa sýnt vilja í verki

Í yfir­lýs­ingu FÍA segir að nýt­ing flug­manna hjá Icelandair gæti verið betri en að vand­ann megi að stærstu leyti rekja til kyrr­setn­ingar á Boeing 737 Max-­vélum félags­ins og breyt­inga sem gerðar hafi verið á leiða­kerfi þess. „Kjara­samn­ingar flug­manna Icelandair koma ekki í veg fyrir nýt­ingu starfs­krafta þeirra til jafns við það sem best ger­ist erlend­is.“

Auglýsing
Flugmenn hafi nú þegar sýnt vilja í verki og frestað umsömdum launa­hækk­unum í fyrra og fram­lengt kjara­samn­ing án launa­hækk­ana. Auk þess hafi þeir flug­menn sem hafa ekki sætt upp­sögn tekið á sig 50 pró­sent launa­skerð­ingu í apríl og maí. „Þá er ótal­inn fjöldi und­an­þága frá ákvæðum kjara­samn­ings og reglu­gerða vegna COVID-19 ástands­ins og fleiri til­fallandi þátta.“

Nú þegar hafi 23 pró­sent flug­manna Icelandair verið sagt upp og fleiri verið boð­að­ar.

Sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsrar versl­unnar í fyrra var tekju­hæsti flug­stjór­inn sem starf­aði hjá Icelandair á árinu 2018 með 3,1 milljón króna að með­al­tali í mán­að­ar­laun. 

Vildu að fólk með yfir milljón í laun fengi fullar bætar

Fjöl­margir flug­menn, og aðrir starfs­menn Icelanda­ir, eru nú á hluta­bót­um. Það þýðir að íslenska ríkið greiðir hluta launa þeirra úr Atvinnu­trygg­ing­ar­sjóði. Alls er hægt að fá 75 pró­sent launa sinna greiddan með þessum hætti upp á 700 þús­und krón­um.

FÍA lagði til breyt­ing­­ar­til­lögu við lögin áður en þau voru sam­þykkt. Til­lagan fól í sér að hálauna­­fólk myndi fá greiddar fullar atvinn­u­­leys­is­bætur ofan á þau laun sem atvinn­u­rek­andi þeirra greiddi þeim næstu mán­uð­i. 

Auglýsing
Sam­kvæmt til­­lög­unni átti til dæmis sá sem var með tvær millj­­ónir króna í laun, en myndi fara í 50 pró­­sent starf hjá atvinn­u­rek­anda, fá eina milljón króna frá honum áfram en fullar atvinn­u­­leys­is­bæt­­ur, 456.404 krónur á mán­uði, úr Atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­sjóði á meðan að lög um hluta­bætur yrðu við lýð­i. Þá vildi FÍA að þak á greiðslur yrði afnumið.

Í rök­­stuðn­­ingi félags­­ins sagði meðal ann­­ars að um eins­­konar brú til skemmri tíma væri að ræða, ekki var­an­­lega ráð­stöf­un. Með því að fella út hámarks­­­sam­­tölu launa og bóta­fjár­­hæða, en til­­­taka ein­ungis hámark bóta­fjár­­hæð­­ar, myndu líkur aukast á þátt­töku í úrræð­inu og fleiri aðilar myndu halda starfi með þátt­töku atvinn­u­rek­enda, sem að öðrum kosti myndu missa starf sitt og leggj­­ast af fullum þunga á Ábyrgð­ar­sjóð launa án þess að mót­fram­lag atvinn­u­rek­enda kæmi til­. „Þessi til­­­tekni hópur greiðir nú og hefur um langan tíma greitt af launum sínum skatta og gjöld til sam­­fé­lags­ins. Þeir ættu því að njóta bóta­réttar til jafns við aðra í þennan stutta tíma[...]Þessi hópur launa­­fólks greiðir hæst hlut­­fall skatta hvort sem miðað er við krón­u­­tölu eða hlut­­fall launa og því er það sann­girn­is­­sjón­­ar­mið að þetta fólk sitji við sama borð og aðrir hópar þegar kemur að rétti til bóta­fjár­hæða.[...]Um mjög mörg verð­­mæt störf er að ræða. Sem dæmi má nefna störf í flug­­iðn­­að­i.“

Undir umsögn­ina þar sem til­lagan var lögð til skrif­aði for­maður FÍA. 

Til­lagan var ekki tekin til greina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent