Flugmenn vildu að að fólk með yfir milljón á mánuði fengi fullar atvinnuleysisbætur

Félag íslenskra atvinnuflugmanna telur það sanngjarnt að fólk sem haldi launum frá atvinnurekenda sem yrðu yfir milljón krónur á mánuði fái samt fullar atvinnuleysisbætur úr ríkissjóði. Ástæðan er meðal annars sú að hópurinn hafi greitt svo mikið í skatt.

FÍA gætir hagsmuna flugmanna hjá Icelandair.
FÍA gætir hagsmuna flugmanna hjá Icelandair.
Auglýsing

Félag Íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) lögðu til breyt­ing­ar­til­lögu við nýsam­þykkt lög um hluta­bætur úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði, vegna áhrifa af útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sem fólu í sér að hálauna­fólk myndi fá greiddar fullar atvinnu­leys­is­bætur ofan á þau laun sem atvinnu­rek­andi þeirra greiddi þeim næstu mán­uð­i. 

Sam­kvæmt til­lög­unni átti til dæmis sá sem var með tvær millj­ónir króna í laun, en myndi fara í 50 pró­sent starf hjá atvinnu­rek­anda, fá eina milljón króna frá honum áfram en fullar atvinnu­leys­is­bæt­ur, 456.404 krónur á mán­uði, úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði á meðan að lög um hluta­bætur yrðu við lýð­i. 

Þetta kemur fram í umsögn FÍA sem skilað var inn til vel­ferð­ar­nefndar í síð­ustu viku, á meðan að hún hafði málið til umfjöll­un­ar. Undir hans skrifar Jón Þór Þor­valds­son, for­maður FÍA, flug­stjóri og vara­þing­maður Mið­flokks­ins.

„Sann­girn­is­sjón­ar­mið að þetta fólk sitji við sama borð“

Upp­haf­legt frum­varp, sem Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, lagði fram fyrir rúmri viku, gerði ráð fyrir að hægt yrði að fá 80 pró­sent af fyrri launum upp að 650 þús­und króna launum sam­kvæmt frum­varp­inu. Ef atvinnu­rek­andi og laun­þegi næðu sam­komu­lagi um að færa við­kom­andi niður í 50 pró­sent starf vegna ástands­ins sem nú er uppi myndi helm­ingur laun­anna upp að því marki því koma úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði og helm­ing­ur­inn frá atvinnu­rek­and­an­um. Þetta fyr­ir­komu­lag átti að vera við lýði til 1. júlí, eða í þrjá og hálfan mán­uð. 

Auglýsing
Fyrirliggjandi er að stórir hópar sem starfa í ferða­þjón­ustu muni nýta sér hluta­bóta­leið­ina næstu mán­uði, enda nær algjört stopp í þeirri grein sem stend­ur. Tugir þús­unda starfa við ferða­þjón­ustu og tengdar greinar á Íslandi. Á meðal þeirra eru starfs­menn Icelanda­ir, þar á meðal flug­menn. 

Í umsögn FÍA kom fram að félagið styddi meg­in­at­riði frum­varps­ins og taldi mark­mið þess mik­il­væg, en að það mælt­ist til þess að breyt­ingar yrðu gerðar á því. Sér­stak­lega er tekið fram að FIA hafi verið „í sam­tali við aðra aðila á vinnu­mark­aði s.s. VR, FFI,F­VFI og fleiri vegna stöðu mála, þ.e. vegna þeirrar óvissu sem þar ríkir eftir að lýst hefur verið yfir heims­far­aldri vegna kór­ónu­veirunnar (SAR­S-CoV-2), og njóta breyt­ing­ar­til­lögur félags­ins fulls stuðn­ings þeirra.“Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er formaður FÍA og skrifar undir umsögnina fyrir hönd félagsins. MYND: Bára Huld Beck.

Breyt­ing­ar­til­lög­urn­ar, sem eru tvær, snú­ast ann­ars vegar um að fólk með há laun, t.d. vel yfir eina milljón króna á mán­uði, sem myndi halda greiðslum frá vinnu­veit­enda til helm­ings, myndi samt sem áður fá fullar atvinnu­leys­is­bæt­ur, 456.404 krón­ur, á tíma­bil­inu. Hins vegar vildi FÍA að 650 þús­und króna þak á greiðslur yrði afnumið.

Í rök­stuðn­ingi félags­ins sagði meðal ann­ars að um eins­konar brú til skemmri tíma væri að ræða, ekki var­an­lega ráð­stöð­un. Með því að fella út hámarks­sam­tölu launa og bóta­fjár­hæða, en til­taka ein­ungis hámark bóta­fjár­hæð­ar, myndu líkur aukast á þát­töku í úrræð­inu og fleiri aðilar myndu halda starfi með þát­töku atvinnu­rek­enda, sem að öðrum kosti myndu missa starf sitt og leggj­ast af fullum þunga á Ábyrgða­sjóð launa án þess að mót­fram­lag atvinnu­rek­enda kæmi til.  „Þessi til­tekni hópur greiðir nú og hefur um langan tíma greitt af launum sínum skatta og gjöld til sam­fé­lags­ins. Þeir ættu því að njóta bóta­réttar til jafns við aðra í þennan stutta tíma[...]Þessi hópur launa­fólks greiðir hæst hlut­fall skatta hvort sem miðað er við krónu­tölu eða hlut­fall launa og því er það sann­girn­is­sjón­ar­mið að þetta fólk sitji við sama borð og aðrir hópar þegar kemur að rétti til bóta­fjár­hæða.[...]Um mjög mörg verð­mæt störf er að ræða. Sem dæmi má nefna störf í flug­iðn­að­i.“

Hægt er að sjá sam­an­burð á til­lög­unum hér að neð­an.Breytingartillaga FÍA og upphaflegt upplegg um greiðslur hlutabóta, sem nú hefur tekið breytingum.

Miklar breyt­ingar gerðar en ekki hlustað á flug­menn

Vel­ferð­ar­nefnd tók ekki mark á athuga­semdum FÍA. Umtals­verðar breyt­ingar voru hins vegar gerðar á frum­varp­inu áður en það var sam­þykkt á föstu­dag.

Breyt­ing­arnar fela í sér að Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður mun greiða frá 25 pró­sent og allt að 75 pró­sent af launum þeirra sem gera slíka samn­inga, en í upp­haf­legu frum­varpi hafði hámarks­hlut­fallið yrði 50 pró­sent. 

Aðrar lyk­il­breyt­ingar sem gerðar hafa verið á frum­varp­inu er að hámark á heild­ar­tekjum þeirra sem gera samn­inga hefur verið hækkað úr 650 þús­und krónum í 700 þús­und krónur og hver og einn getur fengið allt að 90 pró­sent af núver­andi heild­ar­launum upp að því þaki, en það hlut­fall var 80 pró­sent í fyrstu útgáfu frum­varps­ins. Þá hefur launa­lægsta hópnum verið tryggð full afkomu og þeir sem eru með laun undir 400 þús­und krónum á mán­uði munu geta fengið þau að öllu leyti áfram, þrátt fyrir samn­ing­inn. Það vekur líka athygli að ákveðið hefur verið að stytta tím­ann sem bráða­birgða­úr­ræðið verður í boði frá 1. júlí til 1. jún­í. 

­Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna hluta­bóta­lag­anna ræðst á því hversu margir muni nýta sér úrræð­ið. Ásmundur Einar sagði í fréttum Stöðvar 2 á fimmtu­dag að „það fjár­magn sem fer í þetta [fer] mjög mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bil­inu tólf til tutt­ugu millj­arð­ar, eftir því hversu margir nýta sér úrræð­ið.“

Miðað við kostn­að­ar­mat ráðu­neyt­is­ins, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, þá var Ásmundur Einar þar að gefa sér að á bil­inu 20 til 30 þús­und lands­menn myndu gera samn­inga um skert starfs­hlut­fall og nýta sér greiðslur úr Atvinnu­trygg­inga­sjóði á móti. Þá myndu greiðsl­ur, á ofan­greindum for­send­um, verða 12,8 til 19,2 millj­arðar króna. 

Verði bjart­sýn­asta sviðs­mynd ráðu­neyt­is­ins að veru­leika, sem gerir ráð fyrir að fimm þús­und manns sæk­ist eftir hluta­bót­um, mun kostn­að­ur­inn hins vegar verða mun lægri, eða 3,2 millj­arðar króna yfir umrætt tveggja og hálfs mán­aðar tíma­bil. Verði sú svartasta raunin munu 50 þús­und manns leita eftir samn­ingum við vinnu­veit­endur um að fá hluta launa sinna greidda úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði á næstu mán­uð­u­m.  Sam­tals mun kostn­að­ur­inn, frá 15. mars til 31. maí, þá nema 32 millj­örðum króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar