Brúarlánin geta að hámarki verið 1,2 milljarðar króna

Samkomulag hefur náðst milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Seðlabankans um framkvæmd á veitingu ábyrgðar ríkisins á svokölluðum brúarlánum.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið og Seðla­banki Íslands hafa und­ir­ritað samn­ing um skil­mála við fram­kvæmd á veit­ingu ábyrgða rík­is­ins á svoköll­uðum brú­ar­lán­um, eða við­bót­ar­lánum lána­stofn­ana til fyr­ir­tækja í tengslum við heims­far­aldur veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Til­kynnt var um lánin þegar rík­is­stjórnin kynnti fyrsta efna­hag­s­pakka sinn í mars­mán­uði en síðan hefur verið unnið að útfærslu brú­ar­lán­anna. Áður en að lög sem heim­ila þau voru afgreidd frá Alþingi var hámarks­á­byrgð hins opin­bera á þeim hækkuð úr 50 í 70 pró­sent. Lánin sem hið opin­bera mun gagn­ast í ábyrgð á geta numið allt að 70 millj­örðum króna. Með ábyrgð hins opin­bera á lán­unum á að tryggja að vextir af þeim verði mjög lág­ir.

Sam­kvæmt samn­ingnum getur hver banki nýtt til­tek­inn hluta af heild­ar­um­fangi ábyrgð­anna. Í til­kynn­ingu vegna þessa segir að við­bót­ar­lánin verði að veita fyrir lok árs 2020 og hámarks­láns­tími frá útgáfu sé 18 mán­uð­ir. „Horft verður til þess að ábyrgð á ein­stökum við­bót­ar­lánum verður að hámarki 70 pró­sent. Lán til ein­staks aðila munu geta að hámarki numið tvö­földum árs­launa­kostn­aði árið 2019 og launa­kostn­aður félags verður að lág­marki hafa verið 25 pró­sent af heild­ar­rekstr­ar­kostn­aði þess árið 2019.“

Lán sem nýtur ábyrgðar frá hinu opin­bera getur hæst numið 1,2 millj­örðum króna. 

Auglýsing
Tilgangur þeirra er að hjálpa fyr­ir­tækjum sem standa frammi fyrir miklu tíma­bundnu tekju­falli og lausa­fjár­vanda.  Ábyrgð­irnar eru liður í því að við­halda sem hæstu atvinnustigi og fjöl­breytt­ustu atvinnu­lífi.

Af þeim sökum heim­il­aði Alþingi Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að veita ábyrgð rík­is­ins á hluta af við­bót­ar­lánum sem lána­stofn­anir veita fyr­ir­tækj­um, að til­teknum skil­yrðum upp­fyllt­um. Síðan tóku við samn­inga­við­ræður við Seðla­banka Íslands um fram­kvæmd ábyrgð­ar­kerf­is­ins. Samn­ingar náð­ust svo í dag.

Seðla­banki Íslands til­kynnti fyrr í dag að ákveðið hefði verið að bjóða fjár­mála­fyr­ir­tækjum í reglu­legum við­skiptum við bank­ann sér­staka og tíma­bundna lána­fyr­ir­greiðslu í formi veð­lána. Í til­kynn­ing­unni sagði að fyrsta útboðið yrði haldið 22. apríl 2020. „Þetta er gert til að bregð­ast við því for­dæma­lausa ástandi sem nú varir og til þess að bjóða fjár­mála­fyr­ir­tækjum tíma­bundið auk­inn aðgang að lausa­fé. Til sam­ræmis við frétt frá 8. apríl sl. hefur Seðla­banki Íslands breytt reglum nr. 1200/2019 um við­skipti fjár­mála­fyr­ir­tækja við Seðla­banka Íslands og hafa þær breyt­ingar verið birtar í Stjórn­ar­tíð­ind­um. Jafn­framt hefur veðlisti bank­ans verið upp­færður í takt við breyt­ing­arn­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent