Fimm af sjö sjávarútvegsfyrirtækjum falla frá málsókn

Fyrirtækin sem um ræðir eru Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes.

7DM_0034_raw_2214.JPG
Auglýsing

Fimm útgerðir hafa ákveðið að falla frá mál­sókn um skaða­bætur vegna fjár­­­­tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tækj­un­um. 

Fyr­ir­tækin sem um ræðir eru Eskja, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnslan og Skinn­ey-­Þinga­nes. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in Hug­inn og Vinnslu­­­stöðin skrifa ekki undir til­kynn­ing­una. 

„Svo sem fram hefur komið munu áhrif heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunnar hafa víð­tæk áhrif á rík­is­sjóð og allt íslenskt sam­fé­lag. Fyrir end­ann á því verður ekki enn séð, því mið­ur. Það er hins vegar á svona stundum sem styrk­leikar íslensks sam­fé­lags koma vel í ljós. Víð­tæk sam­staða og bar­áttu­hugur hafa ein­kennt sam­fé­lagið síð­ustu vikur og mán­uði. Nú verða allir að leggja lóð á vog­ar­skál­ar. Af þessum sökum hafa und­ir­rituð fimm sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki tekið þá ákvörðun að falla frá kröfum á hendur íslenska rík­inu vegna ágrein­ings um úthlutun afla­heim­ilda í mak­ríl,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Þá kemur fram að þann 6. des­em­ber 2018 hafi verið kveðnir upp tveir dómar Hæsta­rétt­ar, þar sem við­ur­kennd hafi verið skaða­bóta­skylda íslenska rík­is­ins vegna fjár­tjóns sem tvær útgerðir (Ís­fé­lag Vest­manna­eyja hf. og Hug­inn ehf.) töldu sig hafa orðið fyrir með því að fiski­skip þeirra hefðu á grund­velli reglu­gerða verið úthlutað minni afla­heim­ildum í mak­ríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið sam­kvæmt lög­um. „Með dómum þessum var því stað­fest að lög hafi verið brotin af hálfu þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra við úthlutun afla­heim­ilda og að leiddar hefðu verið að því líkur að fjár­hags­legt tjón hafi hlot­ist af þeirri hátt­semi. Umboðs­maður Alþingis komst að sam­bæri­legri nið­ur­stöðu vegna þess­arar með­ferðar ráðs­herra.“

Í kjöl­far þess­ara dóma hefðu sjö útgerð­ar­fé­lög höfð­að, um mið­bik síð­asta árs, mál á hendur íslenska rík­inu til heimtu skaða­bóta vegna þess tjóns sem þau urðu fyrir vegna rangrar úthlut­unar mak­ríl­kvóta, á tíma­bil­inu 2011 til 2018, eins og fram hefur kom­ið.  

„Árétta ber að enn hefur ekki verið dæmt um hvert hið fjár­hags­lega tjón hlut­að­eig­andi aðila var á því tíma­bili sem afla­heim­ildum var úthlutað í and­stöðu við sett lög. Það hefur raunar ekki verið grund­vall­ar­þáttur máls­ins. Það sem mest er um vert, er að settum lögum sé fylgt og ábyrgð fylgi því þegar út af bregð­ur. Það á við um fyr­ir­tæki, ein­stak­linga og stjórn­völd. Þetta er einn grund­vall­ar­þáttur rétt­ar­rík­is,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unn­i. 

Lang­hæsta krafan frá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja

Kjarn­inn greindi frá því um helg­ina að lang­hæsta krafan hefði verið frá Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja, sem krafð­ist tæp­­lega 3,9 millj­­arða króna auk vaxta úr rík­­is­­sjóði. Stærsti eig­andi Ísfé­lags­ins er Guð­­björg Matt­h­í­a­s­dótt­­ir. Félög í eigu Guð­­bjargar og fjöl­­skyldu hennar eru einnig stærstu eig­endur Árvak­­urs, útgáfu­­fé­lags Morg­un­­blaðs­ins. 

Eskja krafð­ist þess að fá rúm­­lega tvo millj­­arða króna í bæt­­ur, Loðn­u­vinnslan og Skinn­ey-­­Þinga­­nes vildu rúman millj­­arð króna og Vinnslu­­stöðin í Vest­­manna­eyjum krefst þess að fá tæpan millj­­arð króna auk vaxta. Hug­inn vill fá 839 millj­­ónir króna og Gjög­­ur, sem er næst stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji er stærsti eig­and­inn) krafð­ist 364 millj­­óna króna. Í stefnu Gjög­­urs var einnig kraf­ist bóta vegna kostn­aðar við að leigja afla­heim­ild­ir á ár­un­um 2015 til 2018.

Sagði ríkið hóta útgerð­unum sem áttu „lög­boð­inn rétt“ á mak­ríl­kvóta

Sig­­ur­­geir Brynjar Krist­­geir­s­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Vinnslu­­stöðv­­­ar­innar í Vest­­manna­eyj­um, sagði í Morg­un­blað­inu í morgun að þótt það væru erf­iðir tímar þá giltu enn lög. „Ég hef oft heyrt í fréttum að ríkið hafi tapað máli og verið dæmt til greiðslu skaða­­bóta í kjöl­farið en aldrei áður heyrt því hótað að skatt­­leggja þá sem urðu fyrir skað­­anum sér­­stak­­lega fyrir skaða­­bót­un­­um. Ég er ekki lög­­lærður en ég að held ég geti full­yrt að þessa laga­túlkun sé ekki að finna í lög­­­bókum rétt­­ar­­ríkja.“

Vinnslu­stöðin er ekki ein af þeim útgerðum sem ákváðu að falla frá mál­sókn. 

Sig­­ur­­geir sagði að útgerð­­irnar hefðu verið beittar rang­indum og að þær, sem væru frum­­kvöðlar í mak­ríl­veið­um, gætu ekki verið söku­dólgar í mál­inu. Þvert á móti hefðu útgerð­­irnar fært þjóð­inni mikil verð­­mæti. Ríkið hefði beitt ólög­­mætri nálgun við úthlutun mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2018 og fært slíkan frá þeim útgerðum sem hefðu átt „lög­­boð­inn rétt“ til ann­­arra sem áttu hann ekki. 

Ekk­ert gjald hefur nokkru sinni verið greitt fyrir úthlutun mak­ríl­kvóta. Í fyrra­vor var ákveðið að fast­­setja úthlutun hans í lög án þess að end­­ur­­gjald hafi verið tekið fyr­­ir. 

Ekki góð leið til að efla sam­stöðu í sam­fé­lag­inu

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði á Alþingi í gær að ef svo ólík­­­lega færi að ríkið myndi tapa mál­inu þá væri það ein­falt mál í hans huga að reikn­ing­­­ur­inn vegna þess yrði ekki sendur á skatt­greið­end­­­ur. „Reikn­ing­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt,“ sagði hann. 

Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra flutti munn­­­lega skýrslu um áhrif COVID-19 far­ald­­­ur­s­ins og um við­brögð stjórn­­­­­valda við þeim áhrifum á Alþingi í gær. Þar gerði hún kröfu útgerð­anna að umtals­efni. „Ég vil segja það að hér að ég hef verið gríð­­­ar­­­lega ánægð með þá sam­­­stöðu sem maður hefur skynjað í sam­­­fé­lag­inu í því að takast á við veiruna. Bæði fyr­ir­tæki og fólk hafa þar sýnt mikla ábyrgð. Flokkar á Alþingi hafa sýnt mikla ábyrgð. Þetta er dýr­­­mætt. 

En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­­­lega tíu millj­­­arða vegna mak­rílút­­­hlut­un­­­ar.“ 

Katrín sagði þetta ekki góða leið til að efla sam­­­stöðu í sam­­­fé­lag­inu. „Það er ekki góð leið til að vera á sama báti í gegnum þetta ferða­lag sem við erum stödd í. Þó ég telji að ríkið hafi góðan mál­­­stað í þessu máli þá finnst mér eðli­­­legt að þessi fyr­ir­tæki íhugi það að draga þessar kröfur á til baka. Nú reynir nefn­i­­­lega á ábyrgð okkar allra.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent