Segir ríkið vera að hóta útgerðunum sem eigi „lögboðinn rétt“ á makrílkvóta

Framkvæmdastjóri einnar af þeim útgerðum sem hefur stefnt íslenska ríkinu og krefjast samtals 10,2 milljarða króna skaðabóta vegna úthlutunar makrílkvóta segir að þær hafi verið beittar rangindum. Útgerðirnar geti ekki verið sökudólgar í málinu.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Auglýsing

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir að þótt það séu erfiðir tímar þá gildi enn lög. ,,Ég hef oft heyrt í fréttum að ríkið hafi tapað máli og verið dæmt til greiðslu skaðabóta í kjölfarið en aldrei áður heyrt því hótað að skattleggja þá sem urðu fyrir skaðanum sérstaklega fyrir skaðabótunum. Ég er ekki löglærður en ég að held ég geti fullyrt að þessa lagatúlkun sé ekki að finna í lögbókum réttarríkja.“

Þetta segir Sigurgeir í Morgunblaðinu í dag en tilefnið er það að bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsháðherra, gagnrýndu sjö útgerðir sem stefnt hafa ríkinu og vilja fá 10,2 milljarða króna, auk vaxtagreiðslna upp á milljarða króna, vegna þess að þær telja sig hafa verið snuðaðar við úthlutun á makrílkvóta um nokkurra ára skeið. Vinnslustöðin er ein þeirra útgerða sem fer fram á að ríkið greiði sér skaðabætur.

Bjarni sagði á Alþingi í gær að ef svo ólíklega færi að ríkið myndi tapa málinu þá væri það einfalt mál í sínum huga að reikn­ing­ur­inn vegna þess verði ekki sendur á skatt­greið­end­ur. „Reikn­ing­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt.“

Sigurgeir segir að útgerðirnar hafi verið beittar rangindum og að þær, sem séu frumkvöðlar í makrílveiðum, geti ekki verið sökudólgar í málinu. Þvert á móti hafi útgerðirnar fært þjóðinni mikil verðmæti. Ríkið hafi beitt ólögmætri nálgun við úthlutun makrílkvóta á árunum 2011 til 2018 og fært slíkan frá þeim útgerðum sem hafi átt „lögboðinn rétt“ til annarra sem áttu hann ekki. 

Ekkert gjald hefur nokkru sinni verið greitt fyrir úthlutun makrílkvóta. Í fyrravor var ákveðið að fastsetja úthlutun hans í lög án þess að endurgjald hafi verið tekið fyrir. 

Krefjast 10,2 milljarða króna auk hæstu mögulegu vaxta

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að sjö útgerðir krefji íslenska ríkið um sam­tals 10,2 millj­­arða króna auk hæstu fáan­­legu vaxta vegna fjár­­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Auglýsing
Um er að ræða fyr­ir­tækin Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­­Þinga­­­nes hf., Loðn­­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­­stöðin hf.

Lang­hæsta krafan er frá Ísfé­lagi Vest­manna­eyja, sem krefst tæp­lega 3,9 millj­arða króna auk vaxta úr rík­is­sjóði. Stærsti eig­andi Ísfé­lags­ins er Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir. Félög í eigu Guð­bjargar og fjöl­skyldu hennar eru einnig stærstu eig­endur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins. 

Eskja krefst þess að fá rúm­lega tvo millj­arða króna í bæt­ur, Loðnu­vinnslan og Skinn­ey-­Þinga­nes vilja rúman millj­arð króna og Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyjum krefst þess að fá tæpan millj­arð króna auk vaxta. Hug­inn vill fá 839 millj­ónir króna og Gjög­ur, sem er næst stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji er stærsti eig­and­inn) krefst 364 millj­óna króna. Í stefnu Gjög­urs er einnig kraf­ist bóta vegna kostn­aðar við að leigja afla­heim­ild­ir á ár­un­um 2015 til 2018.

Forsætisráðherra varð reið

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra flutti munn­lega skýrslu um áhrif COVID-19 far­ald­urs­ins og um við­brögð stjórn­valda við þeim áhrifum á Alþingi í gær. Þar gerði hún kröfu útgerðanna að umtalsefni. „Ég vil segja það að hér að ég hef verið gríð­ar­lega ánægð með þá sam­stöðu sem maður hefur skynjað í sam­fé­lag­inu í því að takast á við veiruna. Bæði fyr­ir­tæki og fólk hafa þar sýnt mikla ábyrgð. Flokkar á Alþingi hafa sýnt mikla ábyrgð. Þetta er dýr­mætt. 

En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­lega tíu millj­arða vegna mak­rílút­hlut­un­ar.“ 

Katrín sagði þetta ekki góða leið til að efla sam­stöðu í sam­fé­lag­inu. „Það er ekki góð leið til að vera á sama báti í gegnum þetta ferða­lag sem við erum stödd í. Þó ég telji að ríkið hafi góðan mál­stað í þessu máli þá finnst mér eðli­legt að þessi fyr­ir­tæki íhugi það að draga þessar kröfur á til baka. Nú reynir nefni­lega á ábyrgð okkar allra.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent