Segir ríkið vera að hóta útgerðunum sem eigi „lögboðinn rétt“ á makrílkvóta

Framkvæmdastjóri einnar af þeim útgerðum sem hefur stefnt íslenska ríkinu og krefjast samtals 10,2 milljarða króna skaðabóta vegna úthlutunar makrílkvóta segir að þær hafi verið beittar rangindum. Útgerðirnar geti ekki verið sökudólgar í málinu.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Auglýsing

Sig­ur­geir Brynjar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­innar í Vest­manna­eyj­um, segir að þótt það séu erf­iðir tímar þá gildi enn lög. ,,Ég hef oft heyrt í fréttum að ríkið hafi tapað máli og verið dæmt til greiðslu skaða­bóta í kjöl­farið en aldrei áður heyrt því hótað að skatt­leggja þá sem urðu fyrir skað­anum sér­stak­lega fyrir skaða­bót­un­um. Ég er ekki lög­lærður en ég að held ég geti full­yrt að þessa laga­túlkun sé ekki að finna í lög­bókum rétt­ar­ríkja.“

Þetta segir Sig­ur­geir í Morg­un­blað­inu í dag en til­efnið er það að bæði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­háð­herra, gagn­rýndu sjö útgerðir sem stefnt hafa rík­inu og vilja fá 10,2 millj­arða króna, auk vaxta­greiðslna upp á millj­arða króna, vegna þess að þær telja sig hafa verið snuð­aðar við úthlutun á mak­ríl­kvóta um nokk­urra ára skeið. Vinnslu­stöðin er ein þeirra útgerða sem fer fram á að ríkið greiði sér skaða­bæt­ur.

­Bjarni sagði á Alþingi í gær að ef svo ólík­lega færi að ríkið myndi tapa mál­inu þá væri það ein­falt mál í sínum huga að reikn­ing­­ur­inn vegna þess verði ekki sendur á skatt­greið­end­­ur. „Reikn­ing­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt.“

Sig­ur­geir segir að útgerð­irnar hafi verið beittar rang­indum og að þær, sem séu frum­kvöðlar í mak­ríl­veið­um, geti ekki verið söku­dólgar í mál­inu. Þvert á móti hafi útgerð­irnar fært þjóð­inni mikil verð­mæti. Ríkið hafi beitt ólög­mætri nálgun við úthlutun mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2018 og fært slíkan frá þeim útgerðum sem hafi átt „lög­boð­inn rétt“ til ann­arra sem áttu hann ekki. 

Ekk­ert gjald hefur nokkru sinni verið greitt fyrir úthlutun mak­ríl­kvóta. Í fyrra­vor var ákveðið að fast­setja úthlutun hans í lög án þess að end­ur­gjald hafi verið tekið fyr­ir. 

Krefj­ast 10,2 millj­arða króna auk hæstu mögu­legu vaxta

Kjarn­inn greindi frá því á laug­­ar­dag að sjö útgerðir krefji íslenska ríkið um sam­tals 10,2 millj­­­arða króna auk hæstu fáan­­­legu vaxta vegna fjár­­­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. Útgerð­­­irnar ákváðu að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl­kvóta. 

Auglýsing
Um er að ræða fyr­ir­tækin Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­­­Þinga­­­­nes hf., Loðn­­­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­­­stöðin hf.

Lang­hæsta krafan er frá Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja, sem krefst tæp­­lega 3,9 millj­­arða króna auk vaxta úr rík­­is­­sjóði. Stærsti eig­andi Ísfé­lags­ins er Guð­­björg Matt­h­í­a­s­dótt­­ir. Félög í eigu Guð­­bjargar og fjöl­­skyldu hennar eru einnig stærstu eig­endur Árvak­­urs, útgáfu­­fé­lags Morg­un­­blaðs­ins. 

Eskja krefst þess að fá rúm­­lega tvo millj­­arða króna í bæt­­ur, Loðn­u­vinnslan og Skinn­ey-­­Þinga­­nes vilja rúman millj­­arð króna og Vinnslu­­stöðin í Vest­­manna­eyjum krefst þess að fá tæpan millj­­arð króna auk vaxta. Hug­inn vill fá 839 millj­­ónir króna og Gjög­­ur, sem er næst stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji er stærsti eig­and­inn) krefst 364 millj­­óna króna. Í stefnu Gjög­­urs er einnig kraf­ist bóta vegna kostn­aðar við að leigja afla­heim­ild­ir á ár­un­um 2015 til 2018.

For­sæt­is­ráð­herra varð reið

Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra flutti munn­­lega skýrslu um áhrif COVID-19 far­ald­­ur­s­ins og um við­brögð stjórn­­­valda við þeim áhrifum á Alþingi í gær. Þar gerði hún kröfu útgerð­anna að umtals­efni. „Ég vil segja það að hér að ég hef verið gríð­­ar­­lega ánægð með þá sam­­stöðu sem maður hefur skynjað í sam­­fé­lag­inu í því að takast á við veiruna. Bæði fyr­ir­tæki og fólk hafa þar sýnt mikla ábyrgð. Flokkar á Alþingi hafa sýnt mikla ábyrgð. Þetta er dýr­­mætt. 

En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjá­v­­­ar­út­­­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­­lega tíu millj­­arða vegna mak­rílút­­hlut­un­­ar.“ 

Katrín sagði þetta ekki góða leið til að efla sam­­stöðu í sam­­fé­lag­inu. „Það er ekki góð leið til að vera á sama báti í gegnum þetta ferða­lag sem við erum stödd í. Þó ég telji að ríkið hafi góðan mál­­stað í þessu máli þá finnst mér eðli­­legt að þessi fyr­ir­tæki íhugi það að draga þessar kröfur á til baka. Nú reynir nefn­i­­lega á ábyrgð okkar allra.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent