Vilja lokunarstyrki fyrir knattspyrnufélög og hlutabótaleið fyrir leikmenn

Stjórn KSÍ vill að úrræði stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 verði líka látin ná til íþróttahreyfingarinnar. Að óbreyttu fái hún ekki lokunarstyrki og um 70 prósent þeirra sem starfi í hreyfingunni geti ekki nýtt sér hlutabótaleiðina.

Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.
Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.
Auglýsing

Stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands (KSÍ) fer fram á það í áskorun til stjórn­valda að sum úrræði sem í boði eru fyrir rekstr­ar­að­ila og ein­stak­linga, og kynnt hafa verið til leiks í aðgerða­pökkum síð­ustu vikna, verði einnig látin nýt­ast íþrótta­hreyf­ing­unn­i. 

Því sé mjög ábóta­vant í þeim úrræðum stjórn­valda sem kynnt hafa verið til þessa og úr því þurfi nauð­syn­lega að bæta. „Til dæmis getur íþrótta­hreyf­ingin ekki nýtt sér lok­un­ar­styrki þrátt fyrir að starf­semi á hennar vegum hafi verið stöðvuð í þágu sótt­varna. Eins nýt­ast launa­úr­ræði illa vegna fjölda hluta­starfa í hreyf­ing­unni, en þau úrræði geta ekki nema um 30% starfs­fólks knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar nýtt sér­.“ 

Flestir leik­menn knatt­spyrnu­liða á Íslandi spila ekki knatt­spyrnu að aðal­starfi heldur er um hálf­-at­vinnu­mennsku eða áhuga­mennsku að ræða.

Skil­yrði fyrir leið­unum

Í hluta­­bóta­­leið­inni svoköll­uðu er mark­miðið að vinn­u­veit­endur haldi ráðn­­ing­­ar­­sam­­bandi við starfs­­menn sína eins og mög­u­­legt er, í stað þess að segja fólki upp. Til að ná þessu mark­miði hefur hið opin­bera skuld­bundið sig til að greiða allt að 75 pró­sent af launum þeirra sem skrá sig á leið­ina til 1. júní næst­kom­andi hið minnsta. 

Auglýsing
Lokunarstyrkirnir voru kynntir í síð­ustu viku. Í þeim felst að fyr­ir­tæki eða ein­yrkjar sem þurftu að loka starf­semi sinni vegna lög­boðs stjórn­valda í tengslum við sótt­varn­ar­að­gerðir vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum munu geta fengið styrki úr rík­is­sjóði. Styrkirnir verða í boði fyrir þau fyr­ir­tæki sem geta sýnt fram á að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­fall og að þau séu með opin­ber gjöld í skil­um. Hver aðili mun geta fengið allt að 800 þús­und krónur fyrir hvern starfs­mann en 2,4 millj­óna króna styrk að hámarki.

Vilja betrumbætur á úrræðum

Í áskorun stjórnar KSÍ segir að óhjá­kvæmi­legar sótt­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda vegna far­ald­urs­ins hafi leitt af sér stöðvun á íþrótta­starf­semi í land­inu og komið sér mjög illa fyrir knatt­spyrnu- og íþrótta­hreyf­ing­una í heild sinni. „Rétt er að minna á að íþrótta­hreyf­ingin hefur á liðnum ára­tugum lyft grettistaki hvað varðar holla íþrótta­iðkun ungs fólks og fyllt þjóð­ina stolti yfir árangri afreks­fólks á inn­lendum og erlendum vett­vangi. Þennan árangur er mik­il­vægt að varð­veita með öllum til­tækum ráðum og búa í hag­inn fyrir enn frek­ari sókn.“

Þar segir að knatt­spyrnu­hreyf­ingin horfi til þess að aðgerðir rík­is­stjórnar og sveit­ar­fé­laga létti þeim róð­ur­inn þannig að lág­marka megi þann skaða sem þegar er orð­inn. Því beini stjórn KSÍ þeirri ein­dregnu áskorun til stjórn­valda að tryggja íþrótta­hreyf­ing­unni öfl­uga við­spyrnu á kom­andi vikum og mán­uð­um. „Með betrum­bótum á þessum úrræðum ásamt öðrum aðgerðum myndi rekstr­ar­um­hverfi íþrótta­fé­lag­anna verða betra og félög­in, sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni, geta frekar sinnt sínu mik­il­væga sam­fé­lags­lega hlut­verki.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent