Vilja að fólk fari út, njóti lífsins og nýti veðrið

Yfirlögregluþjónn hvetur fólk enn og aftur til að fara varlega, virða tveggja metra regluna og hópast ekki saman – en fagnar því að fólk hafi notið veðurblíðunnar um helgina.

Fólk naut þess um helgina í miðbæ Reykjavíkur að sleikja sólina eftir langan vetur.
Fólk naut þess um helgina í miðbæ Reykjavíkur að sleikja sólina eftir langan vetur.
Auglýsing

Gríð­ar­lega gott veður var um helg­ina víðs­vegar um landið og bar eitt­hvað á því að fólk hóp­aði sig sam­an. Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn sagði á dag­legum upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að þau hefðu ákveðnar áhyggjur af þessu en að erfitt væri að grípa til ein­hverra sér­stakra aðgerða.

„Við auð­vitað höldum áfram að tala um að við erum ennþá að benda fólki á að virða tveggja metra regl­una og að vera ekki að safn­ast saman í stóra hópa,“ segir hann.

Auglýsing

Höfða til skyn­sem­innar

Víðir Reynisson Mynd: LögreglanNú eru bráðum tvær vikur síðan „4. maí-­til­lög­urn­ar“ voru kynntar og segir Víðir að þau hafi fundið fyrir því að þær til­lögur hafi losað ýmis­legt í hegðun fólks. „Þegar við sjáum hvort við fáum ein­hverjar hækk­andi tölur þá þurfum við auð­vitað að grípa til aðgerða en núna erum við bara að höfða til skyn­semi fólks.“

Víðir segir enn fremur að auð­vitað vilji þau að fólk fari út, njóti lífs­ins og nýti veðr­ið. „Það er nú ekki á hverjum degi sem við fáum svona daga eins og við vorum með um helg­ina. Það er bara æðis­legt að sjá hvað margir not­uðu tæki­fær­ið.“

Á sama tíma hvetur hann fólk til þess að fara var­lega.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnuð fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent