Hefja formlegar viðræður við SA

„Við getum ekki horft upp á þá skelfilegu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnumarkaði án þess að taka þetta skref og ræða þríhliða lausnir,“ segir formaður VR.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

VR hefur ákveðið að hefja form­legar við­ræður við SA um leiðir til að verja kjara­samn­ing þeirra, kaup­mátt og störf. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, í dag.

„Þar sem ástandið á vinnu­mark­aði versnar dag frá degi, og lík­legt að mán­aða­mótin verði þau svört­ustu í sögu hreyf­ing­ar­inn­ar, höfum við ákveðið að hefja form­legar við­ræður við SA um leiðir til að verja kjara­samn­ing­inn okk­ar, kaup­mátt­inn og störf­in,“ skrifar hann.

Mark­miðið er sam­kvæmt Ragn­ari Þór að finna leiðir til að verja „stöðu okkar fólks og fá stjórn­völd að borð­inu lík­a“.

Auglýsing

Dap­ur­legt að aðgerða­pakk­arnir séu ákveðnir af fámennum hóp

„Við getum ekki horft upp á þá skelfi­legu stöðu sem uppi er á íslenskum vinnu­mark­aði án þess að taka þetta skref og ræða þrí­hliða lausnir,“ skrifar hann.

Ragnar Þór segir það vera dap­ur­legt að aðgerða­pakkar rík­is­ins skuli vera ákveðnir af fámennum hóp í stað víð­tækara sam­ráðs aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Sér­stak­lega í ljósi þess hversu alvar­leg staðan sé og þá stað­reynd að allar ákvarð­anir og skuld­bind­ingar hafi mikil áhrif á lífs­kjör almenn­ings og kom­andi kyn­slóð­ir.

Hann greinir frá því að með VR í þess­ari veg­ferð séu Fram­sýn stétt­ar­fé­lag og Verka­lýðs­fé­lag Akra­ness en þessi félög ásamt Lands­sam­bandi versl­un­ar­manna fara með umboð um 47 þús­und félags­manna.

Von er á því sam­kvæmt for­mann­inum að fleiri félög bæt­ist í hóp­inn.

Þar sem ástandið á vinnu­mark­aði versnar dag frá degi, og lík­legt að mán­að­ar­mótin verði þau svört­ustu í sög­u...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, April 27, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent