SA vilja að stuðningslánin nái til stærri fyrirtækja og hærri lokunarstyrki

Umfangsmeiri stuðningslán sem ná til stærri fyrirtækja, hærri lokunarstyrkir, skattgreiðslufrestun fyrir þá sem skiluðu meiri hagnaði og hagræðingakrafa á ríkisrekstur. Þetta er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins vilja breyta í aðgerðarpakka 2.0.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann skrifar undir umsögn samtakana.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann skrifar undir umsögn samtakana.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) leggja til að tvær breyt­ingar verði gerðar á skil­yrðum svo­kall­aðra stuðn­ings­lána. Ann­ars vegar vilja sam­tökin að þau nái til fyr­ir­tækja sem séu með tekjur undir 1,2 millj­arði króna á ári í stað 500 millj­óna króna eins og gert er ráð fyrir í fyr­ir­liggj­andi frum­varpi.

Í öðru lagi vilja þau að hámarks láns­fjár­hæð, sem nú er sex millj­ónir króna, verða þess í stað látin taka mið af rekstr­ar­kostn­aði fyr­ir­tækja í beinu hlut­falli við tekju­fall, svo fremur sem tekju­tapið sé 40 pró­sent eða meira.

Þetta kemur fram í umsögn SA um nýtt frum­varp til fjár­auka­laga sem birt­ist á vef Alþingis í dag. 

Segja stuðn­ings­lánin ein­ungis ná til örfyr­ir­tækja

Stuðn­ings­lánin voru kynnt í aðgerða­pakka 2.0 í síð­ustu viku. Þau munu njóta 100 pró­sent rík­is­á­byrgð­ar. Lánin til fyr­ir­tækj­anna verður hægt að sækja um með ein­földum hætti á Island.is en þau verða sex millj­ónir krónur á hvert fyr­ir­tæki. Heild­ar­um­fang lán­anna á að geta orðið allt að 28 millj­arðar króna í heild, að mati stjórn­valda. 

Í umsögn SA  segir að stuðn­ings­lánin hafi verið kynnt á þeim for­sendum að þau nái til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja.

Auglýsing
Eitt af þeim skil­yrðum sem fyr­ir­tæki þurfi að upp­fylla til þess að geta fengið stuðn­ings­lán sé hins vegar að tekjur árs­ins 2019 hafi að lág­marki verið níu millj­ónir króna og að hámarki 500 millj­ónir króna. „Því er ljóst að aðgerðin nær fyrst og fremst til örfyr­ir­tækja og sætir furðu að stjórn­völd lýsi því bein­línis yfir að slík lán nái einnig til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja.“

Ljóst sé að COVID-19 far­ald­ur­inn hafi víð­tæk áhrif á íslenskt atvinnu­líf og lík­lega þyngra en í mörgum öðrum ríkjum vegna efna­hags­legs mik­il­vægis ferða­þjón­ustu í verð­mæta­sköpun og fjölda starfa. „Sam­kvæmt tölum frá Credit­info úr árs­reikn­ingum fyr­ir­tækja fyrir árið 2018 ná þessi lán aðeins til 15 pró­sent við­skipta­hag­kerf­is­ins miðað við árs­veltu. Eftir standa því 85 pró­sent við­skipta­hag­kerf­is­ins sem lánin ná ekki til. Stuðn­ings­lán eru hugsuð sem rekstr­ar­lán til að aðstoða fyr­ir­tæki í gegnum mjög erf­ið­ara efna­hags­að­stæð­ur. Í ljósi þess hversu víð­tæk áhrif COVID-19 far­ald­ur­inn hefur á íslenskt atvinnu­líf er óheppi­legt að horft sé fram hjá svo stórum hluta við­skipta­hag­kerf­is­ins.“

Vilja að stærri fyr­ir­tæki geti frestað skatt­greiðslu

Önnur aðgerð sem var kynnt í síð­ustu viku var að fyr­ir­tæki sem ættu að greiða tekju­skatta í ár, vegna hagn­aðar í fyrra, áttu að geta að skil­yrðum upp­fylltum frestað þeim skatt­greiðsl­um. Hámarks­frestun skatt­greiðslu á hvert fyr­ir­tæki var 20 millj­ónir króna og sem þýðir að fyr­ir­tæki með allt að 100 millj­óna króna í hagnað á árinu 2019 eiga að geta nýtt sér úrræð­ið, sem í raun er vaxta­laust lán frá rík­inu, að fullu. Umfang þess­arar aðgerðar er metin á tólf millj­arða króna af stjórn­völd­um. 

SA gerir athuga­semdir við skil­yrðin sem sett eru. Sam­tökin telja að ekki ætti að tak­marka fjár­hæð skatt­eign­ar. „Þau fyr­ir­tæki sem skil­uðu miklum hagn­aði á síð­asta ári geta hæg­lega lent í miklu tapi í núver­andi árferði. Rík­is­sjóður setti ekki þak á skatt­greiðslur þeirra fyr­ir­tækja í fyrra. Ákvæðið í núver­andi mynd felur þannig í sér ómál­efna­lega mis­munun sem er ekki full­nægj­andi rök­studd. Í skatt­heimtu verður að ríkja jafn­ræði og því eðli­legt að fyr­ir­tæki með meiri hagnað en 100 millj. kr. í fyrra og fer í mik­inn tap­rekstur í ár geti tekið tapið út á einu ári í stað fleiri. Aðgerðin er tekju­hlut­laus fyrir rík­is­sjóð að frá­dregnum fjár­magns­kostn­að­i.“

Vilja hærri lok­un­ar­styrki

Svo­kall­aðir lok­un­ar­styrkirnir voru kynntir í aðgerða­pakka stjórn­valda í síð­ustu viku. Í þeim felst að fyr­ir­tæki eða ein­yrkjar sem þurftu að loka starf­­semi sinni vegna lög­­­boðs stjórn­­­valda í tengslum við sótt­­varn­­ar­að­­gerðir vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómnum munu geta fengið styrki úr rík­­is­­sjóði. Styrkirnir verða í boði fyrir þau fyr­ir­tæki sem geta sýnt fram á að minnsta kosti 40 pró­­sent tekju­­fall og að þau séu með opin­ber gjöld í skil­­um. Hver aðili mun geta fengið allt að 800 þús­und krónur fyrir hvern starfs­­mann en 2,4 millj­­óna króna styrk að hámarki.

Að mati SA er hámarks­fjár­hæðin of lág.

Auglýsing
Í aðgerðum stjórn­valda til að örva nýsköpun og sprota­starf­semi var meðal ann­ars lagt til að end­ur­greiðslur egna rann­sókna og þró­unar verða hækk­aðar úr 20 í 25 pró­sent. SA vill að þetta hlut­fall verði hækkað í 35 pró­sent, að hækkun á þaki og end­ur­greiðslu­hlut­falli taki strax gildi fyrir yfir­stand­andi rekstr­arár og að hámark kostn­aðar til útreikn­ings á frá­drætti  frá álögðum tekju­skatti hjá hverju fyr­ir­tæki verði 1,1 millj­arðar króna óháð því hvort um er að ræða aðkeypta rann­sókn­ar- eða þró­un­ar­vinnu.

Vilja kröfu um hag­ræð­ingu í rík­is­rekstri

Önnur aðgerð sem kynnt var fyrir tæpri viku var átak til að fjölga tíma­bundn­um  störfum fyrir náms­menn sem áttu engan eða tak­mark­aðan rétt á atvinnu­leys­is­bót­um. Kostn­aður vegna þessa var met­inn á 2,2 millj­arða króna.

Átakið á að tak­markast við sam­vinnu Vinnu­mála­stofn­unar og félags­mála­ráðu­neytis við stofn­anir rík­is­ins og sveit­ar­fé­lög og búa til allt að þrjú þús­und tíma­bundin störf hjá hinu opin­bera. SA segir að það sæti furðu að þetta sam­starf nái ekki til einka­fyr­ir­tækja en það er ljóst að sum þeirra þurfi að ráða inn tíma­bundna starfs­krafta í sumar vegna sum­ar­leyfa starfs­fólks. „Einnig er lík­legt að mörg fyr­ir­tæki sleppi því að ráða inn sum­ar­fólk vegna bágrar fjár­hags­legrar stöðu og velji fremur að draga úr þjón­ustu í sum­ar. Með þess­ari aðgerð væri því hægt að hvetja fyr­ir­tæki til þess að ráða náms­menn og auka þannig enn frekar á fjöl­breytni þeirra starfa sem náms­mönnum stendur til boða í sum­ar. Þar að auki myndi þetta aðstoða fyr­ir­tæki við að halda uppi starf­semi og þjón­ustu­stigi í sumar á meðan starfs­fólk þeirra er í sum­ar­leyf­um.“

Að lokum lýsa SA yfir von­brigðum með að í fjár­auka­lög­unum sé ekki gerð krafa um aukna hag­ræð­ingu í rík­is­rekstri. „Aukin hag­ræð­ing í rík­is­rekstri er nauð­syn­leg og verður verk­efni næstu miss­era þegar far­ald­ur­inn hefur gengið yfir. Stöðugt þarf hins vegar að horfa til þeirra fjár­muna sem rík­is­sjóður hefur úr að spila hverju sinni. SA hvetja stjórn­völd til að horfa til þeirrar stöðu sem nú er uppi og finna allar mögu­legar leiðir til að draga úr útgjöldum og hag­ræða í rekstri.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar