SA vilja að stuðningslánin nái til stærri fyrirtækja og hærri lokunarstyrki

Umfangsmeiri stuðningslán sem ná til stærri fyrirtækja, hærri lokunarstyrkir, skattgreiðslufrestun fyrir þá sem skiluðu meiri hagnaði og hagræðingakrafa á ríkisrekstur. Þetta er meðal þess sem Samtök atvinnulífsins vilja breyta í aðgerðarpakka 2.0.

Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann skrifar undir umsögn samtakana.
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann skrifar undir umsögn samtakana.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) leggja til að tvær breyt­ingar verði gerðar á skil­yrðum svo­kall­aðra stuðn­ings­lána. Ann­ars vegar vilja sam­tökin að þau nái til fyr­ir­tækja sem séu með tekjur undir 1,2 millj­arði króna á ári í stað 500 millj­óna króna eins og gert er ráð fyrir í fyr­ir­liggj­andi frum­varpi.

Í öðru lagi vilja þau að hámarks láns­fjár­hæð, sem nú er sex millj­ónir króna, verða þess í stað látin taka mið af rekstr­ar­kostn­aði fyr­ir­tækja í beinu hlut­falli við tekju­fall, svo fremur sem tekju­tapið sé 40 pró­sent eða meira.

Þetta kemur fram í umsögn SA um nýtt frum­varp til fjár­auka­laga sem birt­ist á vef Alþingis í dag. 

Segja stuðn­ings­lánin ein­ungis ná til örfyr­ir­tækja

Stuðn­ings­lánin voru kynnt í aðgerða­pakka 2.0 í síð­ustu viku. Þau munu njóta 100 pró­sent rík­is­á­byrgð­ar. Lánin til fyr­ir­tækj­anna verður hægt að sækja um með ein­földum hætti á Island.is en þau verða sex millj­ónir krónur á hvert fyr­ir­tæki. Heild­ar­um­fang lán­anna á að geta orðið allt að 28 millj­arðar króna í heild, að mati stjórn­valda. 

Í umsögn SA  segir að stuðn­ings­lánin hafi verið kynnt á þeim for­sendum að þau nái til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja.

Auglýsing
Eitt af þeim skil­yrðum sem fyr­ir­tæki þurfi að upp­fylla til þess að geta fengið stuðn­ings­lán sé hins vegar að tekjur árs­ins 2019 hafi að lág­marki verið níu millj­ónir króna og að hámarki 500 millj­ónir króna. „Því er ljóst að aðgerðin nær fyrst og fremst til örfyr­ir­tækja og sætir furðu að stjórn­völd lýsi því bein­línis yfir að slík lán nái einnig til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja.“

Ljóst sé að COVID-19 far­ald­ur­inn hafi víð­tæk áhrif á íslenskt atvinnu­líf og lík­lega þyngra en í mörgum öðrum ríkjum vegna efna­hags­legs mik­il­vægis ferða­þjón­ustu í verð­mæta­sköpun og fjölda starfa. „Sam­kvæmt tölum frá Credit­info úr árs­reikn­ingum fyr­ir­tækja fyrir árið 2018 ná þessi lán aðeins til 15 pró­sent við­skipta­hag­kerf­is­ins miðað við árs­veltu. Eftir standa því 85 pró­sent við­skipta­hag­kerf­is­ins sem lánin ná ekki til. Stuðn­ings­lán eru hugsuð sem rekstr­ar­lán til að aðstoða fyr­ir­tæki í gegnum mjög erf­ið­ara efna­hags­að­stæð­ur. Í ljósi þess hversu víð­tæk áhrif COVID-19 far­ald­ur­inn hefur á íslenskt atvinnu­líf er óheppi­legt að horft sé fram hjá svo stórum hluta við­skipta­hag­kerf­is­ins.“

Vilja að stærri fyr­ir­tæki geti frestað skatt­greiðslu

Önnur aðgerð sem var kynnt í síð­ustu viku var að fyr­ir­tæki sem ættu að greiða tekju­skatta í ár, vegna hagn­aðar í fyrra, áttu að geta að skil­yrðum upp­fylltum frestað þeim skatt­greiðsl­um. Hámarks­frestun skatt­greiðslu á hvert fyr­ir­tæki var 20 millj­ónir króna og sem þýðir að fyr­ir­tæki með allt að 100 millj­óna króna í hagnað á árinu 2019 eiga að geta nýtt sér úrræð­ið, sem í raun er vaxta­laust lán frá rík­inu, að fullu. Umfang þess­arar aðgerðar er metin á tólf millj­arða króna af stjórn­völd­um. 

SA gerir athuga­semdir við skil­yrðin sem sett eru. Sam­tökin telja að ekki ætti að tak­marka fjár­hæð skatt­eign­ar. „Þau fyr­ir­tæki sem skil­uðu miklum hagn­aði á síð­asta ári geta hæg­lega lent í miklu tapi í núver­andi árferði. Rík­is­sjóður setti ekki þak á skatt­greiðslur þeirra fyr­ir­tækja í fyrra. Ákvæðið í núver­andi mynd felur þannig í sér ómál­efna­lega mis­munun sem er ekki full­nægj­andi rök­studd. Í skatt­heimtu verður að ríkja jafn­ræði og því eðli­legt að fyr­ir­tæki með meiri hagnað en 100 millj. kr. í fyrra og fer í mik­inn tap­rekstur í ár geti tekið tapið út á einu ári í stað fleiri. Aðgerðin er tekju­hlut­laus fyrir rík­is­sjóð að frá­dregnum fjár­magns­kostn­að­i.“

Vilja hærri lok­un­ar­styrki

Svo­kall­aðir lok­un­ar­styrkirnir voru kynntir í aðgerða­pakka stjórn­valda í síð­ustu viku. Í þeim felst að fyr­ir­tæki eða ein­yrkjar sem þurftu að loka starf­­semi sinni vegna lög­­­boðs stjórn­­­valda í tengslum við sótt­­varn­­ar­að­­gerðir vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómnum munu geta fengið styrki úr rík­­is­­sjóði. Styrkirnir verða í boði fyrir þau fyr­ir­tæki sem geta sýnt fram á að minnsta kosti 40 pró­­sent tekju­­fall og að þau séu með opin­ber gjöld í skil­­um. Hver aðili mun geta fengið allt að 800 þús­und krónur fyrir hvern starfs­­mann en 2,4 millj­­óna króna styrk að hámarki.

Að mati SA er hámarks­fjár­hæðin of lág.

Auglýsing
Í aðgerðum stjórn­valda til að örva nýsköpun og sprota­starf­semi var meðal ann­ars lagt til að end­ur­greiðslur egna rann­sókna og þró­unar verða hækk­aðar úr 20 í 25 pró­sent. SA vill að þetta hlut­fall verði hækkað í 35 pró­sent, að hækkun á þaki og end­ur­greiðslu­hlut­falli taki strax gildi fyrir yfir­stand­andi rekstr­arár og að hámark kostn­aðar til útreikn­ings á frá­drætti  frá álögðum tekju­skatti hjá hverju fyr­ir­tæki verði 1,1 millj­arðar króna óháð því hvort um er að ræða aðkeypta rann­sókn­ar- eða þró­un­ar­vinnu.

Vilja kröfu um hag­ræð­ingu í rík­is­rekstri

Önnur aðgerð sem kynnt var fyrir tæpri viku var átak til að fjölga tíma­bundn­um  störfum fyrir náms­menn sem áttu engan eða tak­mark­aðan rétt á atvinnu­leys­is­bót­um. Kostn­aður vegna þessa var met­inn á 2,2 millj­arða króna.

Átakið á að tak­markast við sam­vinnu Vinnu­mála­stofn­unar og félags­mála­ráðu­neytis við stofn­anir rík­is­ins og sveit­ar­fé­lög og búa til allt að þrjú þús­und tíma­bundin störf hjá hinu opin­bera. SA segir að það sæti furðu að þetta sam­starf nái ekki til einka­fyr­ir­tækja en það er ljóst að sum þeirra þurfi að ráða inn tíma­bundna starfs­krafta í sumar vegna sum­ar­leyfa starfs­fólks. „Einnig er lík­legt að mörg fyr­ir­tæki sleppi því að ráða inn sum­ar­fólk vegna bágrar fjár­hags­legrar stöðu og velji fremur að draga úr þjón­ustu í sum­ar. Með þess­ari aðgerð væri því hægt að hvetja fyr­ir­tæki til þess að ráða náms­menn og auka þannig enn frekar á fjöl­breytni þeirra starfa sem náms­mönnum stendur til boða í sum­ar. Þar að auki myndi þetta aðstoða fyr­ir­tæki við að halda uppi starf­semi og þjón­ustu­stigi í sumar á meðan starfs­fólk þeirra er í sum­ar­leyf­um.“

Að lokum lýsa SA yfir von­brigðum með að í fjár­auka­lög­unum sé ekki gerð krafa um aukna hag­ræð­ingu í rík­is­rekstri. „Aukin hag­ræð­ing í rík­is­rekstri er nauð­syn­leg og verður verk­efni næstu miss­era þegar far­ald­ur­inn hefur gengið yfir. Stöðugt þarf hins vegar að horfa til þeirra fjár­muna sem rík­is­sjóður hefur úr að spila hverju sinni. SA hvetja stjórn­völd til að horfa til þeirrar stöðu sem nú er uppi og finna allar mögu­legar leiðir til að draga úr útgjöldum og hag­ræða í rekstri.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar