Mynd: Bára Huld Beck

Lokunarstyrkir, bónus til framlínufólks og fjölmiðlagreiðslur í aðgerðapakka 2.0

Lokunarstyrkir til fyrirtækja sem ríkið lét loka með boðvaldi, bónusgreiðslur til framlínustarfsmanna og óútfærðar styrkveitingar upp á 350 milljónir króna til einkarekinna fjölmiðla eru á meðal aðgerða sem mynda nýjasta pakka íslenskra stjórnvalda.

Lok­un­ar­styrkir verða greiddir til fyr­ir­tækja sem þurftu að loka vegna lög­boðs stjórn­valda í tengslum við bar­átt­una við útbreiðslu COVID-19, einka­reknir fjöl­miðlar munu fá 350 millj­ónir króna í sér­tæka styrki sem enn á eftir að ákveða hvernig verður útdeilt og fram­línu­starfs­menn munu skipta með sér bón­us­greiðslu upp á einn millj­arð króna fyrir þeirra fram­lag í bar­átt­unni sem nú stendur yfir, og hefur gert meira og minna í á annan mán­uð. 

Ráð­ist verður í marg­hátt­aðar aðgerðir til að mæta stöðu náms­manna, meðal ann­ars með sum­ar­námi og sum­ar­störf­um, og í aðgerðir til að styðja við nýsköpun og sprota­starf­sem­i. 

Þetta er uppi­staðan í aðgerð­ar­pakka stjórn­valda númer 2.0. sem kynntur var af leið­togum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu í dag. Þar sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, við lok kynn­ing­ar­innar að „þetta verður ekki síð­asti aðgerð­ar­pakk­inn.“

Stjórn­völd meta heild­ar­um­fang aðgerð­anna sem nálægt 60 millj­örðum króna.

Fyrsti hluti: Aðgerðir fyrir lítil fyr­ir­tæki

Aðgerða­pakki stjórn­valda númer tvö er þrí­þættur og mun kosta á bil­inu nokkra tugi millj­arða króna. Í fyrsta lagi er um stuðn­ing­s­pakka að ræða fyrir fyr­ir­tæki. Í honum felst að fyr­ir­tæki eða ein­yrkjar sem þurftu að loka starf­semi sinni vegna lög­boðs stjórn­valda í tengslum við sótt­varn­ar­að­gerðir vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum munu geta fengið svo­kall­aða lok­un­ar­styrki. Styrkirnir verða í boði fyrir þau fyr­ir­tæki sem geta sýnt fram á að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­fall og að þau séu með opin­ber gjöld í skil­um. Hver aðili mun geta fengið allt að 800 þús­und krónur fyrir hvern starfs­mann en 2,4 millj­óna króna styrk að hámarki en styrkirnir geta náð til allt að 14 þús­und fyr­ir­tækja. Við­búið er þó að ein­hver þeirra fyr­ir­tækja muni ekki upp­fylla skil­yrði um tekju­fall og skil á opin­berum gjöld­um. 

Auglýsing

Sér­stök lán til lít­illa fyr­ir­tækja voru einnig kynnt til leiks. Til að telj­ast til slíkra fyr­ir­tækja þarf að vera með tekjur undir 500 millj­ónum króna á ári. Lán­in, sem munu njóta 100 pró­sent rík­is­á­byrgð­ar, standa ein­ungis fyr­ir­tækjum sem hafa orðið fyrir að minnsta kosti 40 pró­sent tekju­falli til boða, sem er sama skil­yrði og gildir fyrir hin svoköll­uðu brú­ar­lán til stærri fyr­ir­tækja sem kynnt voru til leiks fyrir mán­uði síðan en hafa enn ekki komið til fram­kvæmda. Lánin til fyr­ir­tækj­anna verður hægt að sækja um með ein­földum hætti á Island.is en þau verða sex millj­ónir krónur á hvert fyr­ir­tæki. Heild­ar­um­fang lán­anna eiga að geta orðið allt að 28 millj­arðar króna í heild, að mati stjórn­valda. 

Fyr­ir­tæki sem ættu að greiða tekju­skatta í ár, vegna hagn­aðar í fyrra, munu geta að skil­yrðum upp­fylltum frestað þeim skatt­greiðsl­um. Umfang þess­arar aðgerðar er metin á tólf millj­arða króna.

Þá verða einka­reknir fjöl­miðlar styrktir um 350 millj­ónir króna. Grunnur þeirrar upp­hæðar var fund­inn út með því að skoða launa­kostnað og greidd trygg­ing­ar­gjöld fjöl­miðla á síð­asta ári og svo bætt við 50 millj­ónum króna. Enn á eftir að útfæra hvernig styrkirnir verði greiddir út en Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, verður falið að gera reglu­gerð um hvernig því verði hátt­að. Þótt hún fái víð­tækar heim­ildir til að ákvarða skipt­ing­una þá eru sett ákveðin skil­yrði. Ráð­herr­anum er gert að líta meðal ann­ars til­ ­kostn­aðar við laun og verk­taka­greiðslur vegna miðl­unar frétta og frétta­tengds efn­is. Enn­fremur verði litið til þess að minni aðilar hljóti hlut­falls­lega meiri stuðn­ing og að til­tekið hámark verði á stuðn­ingi við ein­staka aðila. Í til­kynn­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu sem send var út eftir fund­inn segir að gert sé ráð fyrir því að fjöl­miðlar sæki um stuðn­ing með form­legum hætti og stuðn­ing­ur­inn taki mið af launa­kostn­aði fjöl­miðla vegna frétta­miðl­un­ar. Þak verður sett á fjár­hæð styrkja til ein­stakra fjöl­miðla, svo stuðn­ing­ur­inn nýt­ist bæði stórum og litlum miðl­um.

Stjórn­völd segja að gripið sé til aðgerð­anna til að styðja við fjöl­ræði og fjöl­breytni á fjöl­miðla­mark­aði. Það þurfi að tryggja einka­reknum fjöl­miðlum sér­stakan rekstr­ar­stuðn­ing „á yfir­stand­andi ári, en þeir hafa tapað miklum tekjum á sama tíma og eft­ir­spurn eftir þjón­ustu þeirra hefur auk­ist.“

Annar hluti: Félags­legar aðgerðir

Í öðru lagi var kynntur félags­legur pakki. Í honum felst meðal ann­ars að bjóða upp á sum­ar­nám fyrir fólk sem stundar nám á  fram­halds- og háskóla­stigi auk þess sem fjár­munum verður veitt í að skapa sum­ar­störf fyrir náms­menn. Heilsu­gæsla verður efld, sér­stak­lega geð­heil­brigð­is­hluti henn­ar, og félags­leg úrræði, meðal ann­ars staf­ræn úrræði, verða styrkt. Þá verður um 600 millj­ónum króna veitt í verk­efni sem heitir íþrótta- og tóm­stunda­starf barna. Auk þess verða nokkur hund­ruð millj­ónir krona settar í ýmis konar verk­efni tengd við­kvæmum hóp­um. Innan þeirra marka falla til dæmis þolendur heim­il­is­fo­beld­is, þeir sem eru í félags­legri ein­angrun og fleiri. 

Þá verður ráð­ist í sér­tækan stuðn­ing við sveit­ar­fé­lög með ýmsum hætt­i. 

Stóra breytan í þessum hluta snýst um að 1,5 millj­arðar króna verða settir inn í svo­kall­aðan fast­eigna­sjóð Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga sem nýta á til að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og lag­færa bygg­ing­ar. Vert er þó að benda á að áætlað tekju­fall Jöfn­un­ar­sjóðs sveit­ar­fé­laga er áætlað um 4,5 millj­arðar króna þannig að staðan hans verður nettó nei­kvæð innan árs­ins 2020 vegna yfir­stand­andi ástands. 

Kynntar voru ein­skipt­is­greiðslur til fram­línu­starfs­manna sem staðið hafa vakt­ina í bar­átt­unni við COVID-19 und­an­farnar vik­ur.

Þeir framlínustarfsmenn sem hafa staðið vaktina síðustu vikur munu skipta með sér einum milljarði króna.
Mynd: Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Hún mun nema einum millj­arði króna.

Þriðji hluti: Nýsköpun og sprotar

Í þriðja lagi verður ráð­ist í aðgerðir til að örva nýsköpun og sprota­starf­semi. End­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­unar verða hækk­aðar úr 20 í 25 pró­sent, en Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að þrýst­ingur hafi verið frá hags­muna­sam­tökum um að þær yrðu hækk­aðar í allt að 50 pró­sent. Alls verður þakið á kostn­aði sem má telja fram til frá­dráttar úr 600 í 900 millj­ónir króna.

Þá verður bætt við greiðslum í nýsköp­un­ar­sjóð náms­manna sem verða sér­stak­lega eyrna­merktar sprota­fyr­ir­tækj­um.

Auglýsing

Fram­lög í Kríu frum­kvöðla­sjóð, íslenskan hvata­­sjóð nýsköp­un­­ar­drif­ins frum­kvöðla­starfs sem kynntur var til leiks í lok nóv­em­ber í fyrra, verða hækkuð um 1,1 millj­arð króna. Kría á að verða hvata­­sjóður sem fjár­­­festir í vís­i­­sjóðum (Venture Capital) og mun auka aðgengi að fjár­­­magni og tryggja sam­­fellu í fjár­­­mögn­un­­ar­um­hverfi frum­­kvöðla og nýsköp­un­­ar. Í gild­andi fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem nú er orðin með öllu úr sér geng­in, var gert ráð fyrir að sam­tals 2,5 millj­arðar króna myndu fara í að fjár­magna sjóð­inn á næstu þremur árum. Auk þess verður heim­ild líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í vís­i­sjóðum auk­in. Í dag mega þeir eiga allt að 20 pró­sent í slíkum sjóðum og þarf því aðkomu að lág­marki fimm líf­eyr­is­sjóða til að stofna vís­i­sjóð. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála- iðn­aðar og nýsköp­un­ar, hafði boðað frumvarp sem átti að auka heim­ild líf­eyr­is­sjóða upp í 35 pró­sent í lok síð­asta árs. Því er um aðgerð að ræða sem þegar hafði verið boð­uð. Hún mun einnig leggja fram frum­varp um breyt­ingar á logum um pakka­ferðir og sam­tengda ferða­til­högun sem felur í sér heim­ild til að geta end­ur­greitt við­skipta­vinum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja með inn­eign­arnótu í stað pen­inga. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir stendur í ströngu þessa daganna. Stærstu málaflokkar hennar ráðuneytis eiga verulega undir högg að sækja vegna COVID-19.
Mynd: Bára Huld Beck

Þriðja frum­varpið kall­­ast svo „frum­varp til laga um fjár­­­stuðn­­ing til rekstr­­ar­að­ila vegna heims­far­ald­­urs kór­ón­u­veiru“ og fjallar um beinu greiðsl­urnar til þeirra fyr­ir­tækja sem hafa þurft að loka vegna ákvarð­ana sem stjórn­­völd hafa tekið til að berj­­ast við útbreiðslu veirunn­­ar. 

Þá voru afgreidd frum­vörp Sig­­urðar Inga Jóhanns­­son­­ar, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, um Mat­væla­­sjóð og Þór­dísar Kol­brúnar um breyt­ingu á lögum um pakka­ferðir og sam­tengda ferða­til­hög­un.

Aðgerða­pakk­inn var í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fund­ar­ins kynntur fyrir þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna og svo fyrir for­ystu­fólki stjórn­ar­and­stöð­unnar í gegnum fjar­fund­ar­búnað á fundi sem hófst í kringum klukkan 13 síð­degis í dag.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, ­sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, fær að stofna svo­kall­aðan Mat­væla­sjóð og 500 millj­ónir króna verða settir í það verk­efni. Þá verða 250 millj­ónir króna settar í lista­manna­laun í við­bót við það sem ætlað var.

Kynnt í rík­is­stjórn í morgun

Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynnti þrjú ný frum­vörp á rík­is­stjórn­ar­fundi í morgun sem mynda grunn­inn af lög­fest­ingu aðgerð­anna. Hann fór auk þess yfir upp­­­færðar sviðs­­myndir um efna­hags­horf­­ur. Fyrstu tvö frum­vörpin eru ann­­ars vegar band­ormur til að lög­­­festa þær aðgerðir sem kynntar voru í dag og hins vegar nýtt fjár­­auka­laga­frum­varp svo hægt verði að fjár­­­magna þær aðgerð­ir.

Þriðja frum­varpið kall­­ast svo „frum­varp til laga um fjár­­­stuðn­­ing til rekstr­­ar­að­ila vegna heims­far­ald­­urs kór­ón­u­veiru“ og fjallar um beinu greiðsl­urnar til þeirra fyr­ir­tækja sem hafa þurft að loka vegna ákvarð­ana sem stjórn­­völd hafa tekið til að berj­­ast við útbreiðslu veirunn­­ar. 

Þá voru afgreidd frum­vörp Sig­­urðar Inga Jóhanns­­son­­ar, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, um Mat­væla­­sjóð og Þór­dísar Kol­brúnar um breyt­ingu á lögum um pakka­ferðir og sam­tengda ferða­til­hög­un.

Aðgerða­pakk­inn var í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fund­ar­ins kynntur fyrir þing­flokkum stjórn­ar­flokk­anna og svo fyrir for­ystu­fólki stjórn­ar­and­stöð­unnar í gegnum fjar­fund­ar­búnað á fundi sem hófst í kringum klukkan 13 síð­degis í dag.

Árétt­ing:

Í upp­haf­legri útgáfu stóð að greiðslur til fram­línu­starfs­manna ættu að ein­skorð­ast við þá sem hafa klæðst hlífð­ar­bún­aði. Var þar stuðst við upp­lýs­ingar úr gögnum sem voru kynnt fyrir ýmsum fyrr í dag. Þessi tak­mörkun er þó ekki hluti af end­an­legri útgáfu pakk­ans og skýr­ing­unni hefur verið breytt í takti við það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar