Kynjamunur og COVID-19: „Það er eitthvað í gangi, það er alveg ljóst“

Konur virðast almennt síður veikjast alvarlega af COVID-19 en karlar. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram. Sumar benda á umhverfis-, félagslega eða þjóðfélagslega þætti en aðrar á líffræðilegan mun kynjanna – á litninga og hormóna.

Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Fljót­lega eftir að far­aldur kór­ónu­veirunnar braust út í Kína fóru að ber­ast fregnir af því að körlum væri hætt­ara við að veikj­ast alvar­lega af sjúk­dómnum og deyja. Á þessum fyrstu vikum var þó ekki hægt að stað­festa að það hefði bein­línis með eðli veirunnar að gera. Talið var að þetta mætti útskýra með því að kín­verskir karl­menn reyktu mun meira en konur og að starfs­um­hverfi þeirra væri oft ekki heilsu­sam­legt.

En eftir því sem veiran breidd­ist út til fleiri landa virt­ist sama mynstrið blasa við: Þegar komið væri yfir ákveð­inn aldur væru karl­menn í meiri­hluta þeirra sem veikt­ust alvar­lega. Nýlegar tölur frá Bret­landi sýna til dæmis að karl­menn eru helm­ingi lík­legri en konur til að lát­ast úr COVID-19 og rúm­lega 70 pró­sent þeirra sem lát­ist hafa á Ítalíu eru karl­menn.

Sam­kvæmt opin­berum tölum margra ríkja hafa fleiri karl­menn en konur lagst inn á gjör­gæslu­deildir sjúkra­húsa og fleiri karl­menn hafa einnig lát­ist. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að hér á landi komi þessi sami kynja­munur fram í fjölda þeirra sem þurfa að leggj­ast inn á sjúkra­hús og gjör­gæslu. Tíu hafa lát­ist hér á landi vegna COVID-19, sex konur og fjórir karl­ar.

Auglýsing

Síð­ustu vikur hefur kynja­mun­ur­inn komið sífellt betur í ljós víða um heim. „En það er ekki vitað með vissu af hverju þetta stafar,“ segir Arnar Páls­son, erfða­fræð­ingur og pró­fessor í líf­upp­lýs­inga­fræði, í sam­tali við Kjarn­ann. Arnar hefur verið iðinn við að svara spurn­ingum almenn­ings á Vís­inda­vefnum og hefur lesið sér til um nið­ur­stöður rann­sókna sem þegar hafa verið gerðar á kynja­mun­in­um.

„Það er eitt­hvað í gangi, það er alveg ljóst,“ segir Arnar en setur þann fyr­ir­vara að enn eigi eftir að rann­saka heilmargt í þessu sam­bandi. „Sterk­ustu breyt­urnar við­ast vera aldur og kyn“. Nýleg bresk rann­sókn á 17 milljón Eng­lend­ingum sýnir að dán­ar­tíðni COVID-19 smit­aðra eykst mjög með aldri. Miðað við ald­urs­hóp­inn 50-60 ára er tvö­föld áhætta meðal 60-70 ára, 4,8-­föld hjá 70-80 ára og um 12,6-­föld hjá fólki eldra en átt­rætt. Til sam­an­burðar var dán­ar­tíðni karl­manna metin tvö­föld umfram kven­fólk.

„Það er ekki úti­lokað að kynja­mun­ur­inn skýrist af félags­legum eða atferl­is­legum þáttum að hluta,“ segir Arn­ar. „Eru karlar að hitt­ast oftar utan heim­il­is? Eru þeir með við­kvæm­ari önd­un­ar­færi vegna vinnu­um­hverfis eða lifn­að­ar­hátta?“

Ein­hverjar rann­sóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að karlar séu ekki eins dug­legir og konur við að þvo sér um hend­urn­ar. Þá leita þeir sér síður lækn­is­hjálpar ef eitt­hvað bjátar á. En þegar mynstrið er farið að sýna sig í löndum um allan heim þá hafa vaknað grun­semdir um að umhverf­is­þætt­irnir séu ekki það sem fyrst og fremst valdi þessum mis­mun.

Fyrri rann­sóknir sem Sabra Klein, pró­fessor við lýð­heilsu­deild John Hop­k­ins-há­skóla, hefur gert sýna að við­bragð ónæm­is­kerfis karla við veiru­sýk­ingum er annað en hjá kon­um. Kenn­ingin er sú að ónæm­is­kerfi þeirra bregð­ist ekki við ákveðnum veirum í fyrstu en fari svo á yfir­snún­ing þegar á líð­ur. Sú hast­ar­lega ónæm­is­ræs­ing getur valdið meiri skaða en gagn­i. 

Arnar segir að ætla megi, m.a. með rann­sóknir Klein í huga, að und­ir­liggj­andi sé ein­hver líf­eðl­is­fræði­legur munur milli kynja að með­al­tali. Hann geti tengst ónæm­is­kerf­inu, horm­óna­bú­skapn­um, hvoru tveggja eða ein­hverju allt öðru.

Óvenju­leg ónæm­is­ræs­ing

Læknar hér á landi sem og ann­ars staðar hafa séð hversu mikil ónæm­is­ræs­ing verður hjá sjúk­lingum með COVID-19. Nýja kór­ónu­veiran virð­ist ræsa með ein­hverjum hætti ónæm­is­svar lík­am­ans meira en aðrar veir­ur.  Vís­bend­ingar eru um að það sé ekki aðeins veiru­sýk­ingin sjálf sem valdi alvar­legum veik­indum og jafn­vel dauða heldur þessi ofsa­fengna svörun ónæm­is­kerf­is­ins sem getur skaðað vefi líf­færa.

„Þá á eftir að svara spurn­ing­unni hvað veldur ofsa­við­bragði í ónæm­is­kerf­inu, af hverju ónæm­is­kerfi karla virð­ist frekar en kvenna fara á yfir­snún­ing,“ segir Arn­ar.

Kenn­ingar Klein og fleiri eru þær að skýr­ingin felist ef til vill í svoköll­uðum Toll-við­tökum en gen tveggja slíkra eru á X-litn­ing­um. Konur eru með tvo X-litn­inga en karlar með einn. „Og það að vera með tvö ein­tök af geni sem hefur vissa virkni gefur þér þá mögu­leika á meiri vörn gegn ákveðnum hlut­u­m,“ útskýrir Arn­ar. „Það gæti á ein­hvern hátt gert ónæm­is­kerfið betra til að takast á við til dæmis nákvæm­lega þessa veiru­sýk­ing­u.“

Toll-við­takar þekkja eins­þátta RNA erfða­efni veira, en veiran sem veldur COVID-19 hefur einmitt þannig erfða­efni.

Þegar eru vís­bend­ingar um að ónæm­is­kerfi kvenna bregð­ist fyrr við nýju kór­ónu­veirunni í kjöl­far sýk­ingar en karla. Það gæti skýrt það af hverju þær fái almennt mild­ari ein­kenni og í styttri tíma.

Auglýsing

Önnur til­gáta er sú að mis­mun­ur­inn teng­ist ólíkum horm­óna­bú­skap kynj­anna. Hins vegar er ýmis­legt sem grefur undan þess­ari hug­mynd. Áhættan á því að veikj­ast alvar­lega af COVID hækkar með aldr­in­um. Kyn­horm­ónar kvenna lækka með hækk­andi aldri. Frances Hayes, kven­sjúk­dóma­læknir við aðal­sjúkra­húsið í Massachu­setts, bendir á að sjö­tíu ára gömul kona sé með nán­ast sama magn af estrógen og jafn­aldri hennar af karl­kyni.

Ónæm­is­kerfi kvenna gæti verið að verja þær betur en karla fyrir alvar­legum veik­indum í far­aldr­inum nú en Klein bendir á að sömu við­takar og gagn­ast konum að því leyti eru þeir sem verða til þess að þær eru mun lík­legri en karlar til að fá sjálfsof­næm­is­sjúk­dóma. Talið er að konur séu um átta­tíu pró­sent þeirra sem fá slíka sjúk­dóma sem geta valdið miklu raski á dag­legu lífi fólks og jafn­vel alvar­legum lang­vinnum veik­ind­um.

Erfðir og sjúk­dómar

Þekkt er, af aug­ljósum ástæð­um, að sumir sjúk­dómar leggj­ast aðeins á karla og aðrir aðeins á kon­ur. Þetta eru sjúk­dómar sem tengj­ast æxl­un­ar­færum fólks.

Umhverfi og erfðir hafa einnig áhrif á það hvernig ólíkir sjúk­dómar leggj­ast á hvert og eitt okk­ar. „Margir umhverf­is­þættir geta stuðlað að sjúk­dómi og margir erfða­þættir sömu­leið­is,“ segir Arn­ar. „Sjúk­dómar eru mis­jafn­lega arf­geng­ir. Þannig að í sumum sjúk­dómum skipta umhverf­is­þættir mestu en í öðrum eru það erfða­þætt­ir. En flestir sjúk­dómar verða til við blöndu af þessu tvenn­u.“

COVID-19 er kár­lega umhverf­is­sjúk­dóm­ur, bendir Arnar á, „þarna er veira sem kemur úr umhverf­inu og inn í lík­amann. Kveikjan er umhverf­is­leg en síðan hafa nýjar rann­sókn­ir, meðal ann­ars á tví­burum, leitt í ljós að erfða­fræði­leg sam­setn­ing ein­stak­linga kunni að hafa áhrif á hversu alvar­lega fólk veik­ist af sjúk­dómn­um. En þetta á eftir að rann­saka miklu meira og nið­ur­stöð­unum ber því enn sem komið er að taka með fyr­ir­vara.“

Fleiri karlar en konur hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og gjörgæslur hér á landi vegna COVID-19. Mynd: Þorkell Þorkelsson

Erfðir geta haft áhrif á lík­urnar á því að fólk smit­ast af sjúk­dómum og einnig hversu alvar­lega. „Það er þekkt hvað varðar margar veirur og sýkla. Sumir eru útsett­ari en aðrir fyrir ákveðnum sýk­ingum eftir því hver erfða­sam­setn­ing þeirra er. Það hefur til dæmis sýnt sig hvað varðar HIV-veiruna.“

Rann­sóknir á þessum þáttum taka langan tíma enda þarf að hafa svo margt í huga við fram­kvæmd þeirra. Það verður því vænt­an­lega eitt­hvað í að við fáum að vita nákvæm­lega hvað það er í erfðum okkar sem veldur þessum breyti­leika. „Þetta er opin spurn­ing ennþá og líka sú hversu sterkur erfða­þátt­ur­inn er í þessu sam­band­i.“

Arnar er í þann veg­inn að leggja loka­hönd á enn eitt svarið við spurn­ingu sem barst Vís­inda­vefn­um. Orðið vís­indi og vís­inda­menn hafa verið á allra vörum upp á síðkast­ið. Þeir hafa líka verið áber­andi í fréttum og við­tölum fjöl­miðla um allan heim.

Í dag svar­aði hann svo spurn­ingu blaða­manns Kjarn­ans á Vís­inda­vefn­um, um einmitt efni þess­arar grein­ar: Leggst COVID-19 harðar á karla en kon­ur?

Skynja sjúk­dóm­inn sem ógn

Vís­inda­vef­ur­inn hefur nýst almenn­ingi vel til að fræð­ast um far­ald­ur­inn frá ýmsum hlið­um. Fólk er meðal ann­ars for­vitið um hvernig veiran varð til, hvaðan hún kom og hvert hún er að fara. „Fólk skynjar þetta eðli­lega sem ógn og þá er nauð­syn­legt að það geti leitað sér traustra upp­lýs­inga.“

Arnar segir að sú ímynd sem kannski margir hafi haft af vís­inda­manni „að hann sitji einn í stól í sínu horni og rýni í skjöl og smá­sjár og reddi mál­un­um“ hafi von­andi breyst. „Þetta er hópa­vinna þar sem vís­inda­menn með ólíkan bak­grunn og þekk­ingu starfa saman að úrlausn mála.“

Hann segir það aðdá­un­ar­vert hversu margir vís­inda­menn hafa ein­hent sér í það að afla sér upp­lýs­inga um kór­ónu­veiruna og leggja svo sína þekk­ingu ofan á þær og rann­saka út frá ýmsum þátt­um. „Það má segja að allir þeir sem vett­lingi geta valdið hafi lagt sín lóð á vog­ar­skálar vís­ind­anna,“ segir hann. „Þessu fylgja þó skugga­hliðar og mold­viðri vegna þess að ýmis­legt er sagt og gert sem byggt er á veikum grunni. Þess vegna er svo mik­il­vægt að rýna í allt sem fram kemur og alhæfa ekk­ert án þess að stað­reynd­irnar liggi fyr­ir.“

Auglýsing

Þekk­ing á far­alds­fræði og smit­sjúk­dómum hefur auð­vitað reynst lyk­il­at­riði og þó að vís­inda­menn­irnir séu að læra eitt­hvað nýtt um veiruna á nán­ast hverjum degi þá eru grunn­fræðin til staðar til að byggja á. Mik­il­vægi vís­ind­anna hefur komið ber­lega í ljós síð­ustu mán­uði.

„Annað sem mér finnst aðdáund­ar­vert er hvað flestir eru sam­mála um að þekk­ingu og gögnum sé deilt með öðrum – án allra landamæra,“ segir Arn­ar. Þannig hafa yfir­völd og almenn­ingur til dæmis getað fylgst nokkuð náið með þróun far­ald­urs­ins í hverju landi fyrir sig. Vís­inda­menn hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessu og deilt gögnum og nið­ur­stöðum sinna rann­sókna opin­ber­lega og með kol­leg­um. „Þetta er ekki ný aðferð, að opna vís­indin og deila gögnum með öðr­um. Þetta er oft gert en núna sést svo ber­sýni­lega hversu mik­il­vægt það getur ver­ið. Það hefur verið flott að fylgj­ast með þessu.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent