Grundvallarréttindum ekki fórnað á einu bretti

Þekkt er að á krepputímum sé vegið að kjörum og réttindum vinnandi fólks. Gegn slíku mun Flugfreyjufélag Íslands standa, segir í tilkynningu frá félaginu.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Frá því kór­ónu­veiran lam­aði allt flug í mars hefur Flug­freyju­fé­lag Íslands leitað allra leiða til að koma til móts við Icelandair til að hjálpa fyr­ir­tæk­inu í vand­ræðum þess. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu í dag.

Þar segir að flug­freyjur og -þjónar hafi verið án kjara­samn­ings í eitt og hálft ár, og því ekki notið neinna kjara­bóta ólíkt flestum á vinnu­mark­aði, en engu að síður hafi Flug­freyju­fé­lagið boðið Icelandair til­slak­anir á kjara­samn­ingi félags­manna meðan mestu erf­ið­leik­arnir ganga yfir.

Um miðjan apríl hafi Flug­freyju­fé­lagið lagt fram til­boð til Icelandair um lang­tíma­samn­ing sem hafi falið í sér veru­legar til­slak­an­ir, auk­inn sveigj­an­leika og lengri vinnu­tíma. Slíkar til­slak­anir hafi komið veru­lega til móts við kröfur um fyr­ir­sjá­an­leika og hefðu haft umtals­verðar kostn­að­ar­lækk­anir í för með sér fyrir flug­fé­lagið en að sama skapi kjara­skerð­ingu fyrir félags­menn. Icelandair hafn­aði þessu til­boði, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni, og hefur kraf­ist tug­pró­senta launa­lækk­ana og skerð­ingar á rétt­indum flug­freyja og -þjóna til fram­búð­ar.

Auglýsing

Ekki hálauna­starf

„Starf flug­freyja/-­þjóna er ekki hálauna­starf. Með­al­laun félags­manna með ára­tuga starfs­reynslu eru tals­vert undir með­al­launum í land­inu. Icelandair stillir nú stétt­ar­fé­lögum upp við vegg og reynir að gera þau ábyrg fyrir stöð­unni og þeirri áskorun að skapa fyr­ir­tæk­inu rekstr­ar­grund­völl til fram­tíðar með því að umturna gild­andi kjara­samn­ingi og sam­þykkja mikla kjara­skerð­ingu til fram­tíð­ar,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Enn fremur segir að Flug­freyju­fé­lagið hafi ekki verið til­búið að fórna á einu bretti grund­vall­ar­rétt­indum í kjara­samn­ingi, sem tekið hafi ára­tugi að berj­ast fyr­ir, vegna þeirrar tíma­bundnu stöðu sem uppi er.

„Þekkt er að á kreppu­tímum sé vegið að kjörum og rétt­indum vinn­andi fólks. Gegn slíku mun Flug­freyju­fé­lag Íslands standa,“ segir að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki senda okkur póst til að reyna að komast framar í röðina
Veiran er ennþá þarna úti, segir sóttvarnalæknir. Í lok mars á að hafa borist hingað til lands bóluefni fyrir um 30 þúsund manns. Frekari dreifingaráætlanir lyfjafyrirtækjanna hafa ekki verið gefnar út.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent