Telja að kreppan muni vara í að minnsta kosti ár og þúsundir í viðbót muni missa vinnuna

Í könnun sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins á meðal forsvarsmanna fyrirtækja kemur fram að meirihluti þeirra reiknar með að yfirstandandi kreppa standi í að allt að ár hið minnsta. Áform eru uppi um að segja upp 5.500 manns til viðbótar.

Algjört stopp í komu ferðamanna er stærsta ástæðan fyrir samdrætti í íslensku atvinnulífi. Afleiðingin er mikill tekjumissir fyrirtækja og stórfelldar uppsagnir.
Algjört stopp í komu ferðamanna er stærsta ástæðan fyrir samdrætti í íslensku atvinnulífi. Afleiðingin er mikill tekjumissir fyrirtækja og stórfelldar uppsagnir.
Auglýsing

Meiri­hluti fyr­ir­tækja í land­inu telja að kreppan vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 muni standa í allt eitt ár hið minnsta. Alls segj­ast 30 pró­sent for­svars­manna aðild­ar­fyr­ir­tækja Sam­taka atvinnu­lífs­ins að þeir telji að hún muni standa lengur en það en 25 pró­sent þeirra telja að hún muni standa í allt að eitt ár.

Ein­ungis einn af hverjum fimm telja að kreppan gangi yfir á skemur en fjórum mán­uð­um. Að jafn­aði er búist við að kreppan standi yfir í tólf mán­uði.

Þetta kemur fram í könnun sem Mask­ína gerði fyrir Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) meðal for­svars­manna aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna. 

Búið að segja upp 5.600 og önnur eins hrina á leið­inni

Á meðal ann­arra nið­ur­staðna sem könn­unin leiddi fram eru að 70 pró­sent fyr­ir­tækj­anna sem hún náði til hafa urðu fyrir tekju­missi í apr­íl­mán­uði. Þrjú af hverjum fjórum fyr­ir­tækjum hafa gripið til ein­hverra aðgerða til að bregð­ast við þess­ari stöðu. Í þeim hefur til að mynda falist að lækka starfs­hlut­fall eða stytta opn­un­ar­tíma.

Auglýsing
Fjórðungur þeirra hefur þegar sagt upp starfs­fólki vegna ástands­ins og í ferða­þjón­ustu­geir­an­um, sem hefur farið verst út úr stöð­unni, hefur tæp­lega helm­ingur fyr­ir­tækja gripið til upp­sagna.

Rúm­lega 40 þús­und starfs­menn starfa hjá fyr­ir­tækj­unum sem svör­uðu könn­un­inni. Upp­sagnir náðu til rúm­lega þrjú pró­sent starfs­manna þeirra. Það svarar til um 5.600 upp­sagna í við­skipta­hag­kerf­inu í heild. 

Miðað við svörin sem feng­ust er fyr­ir­liggj­andi að önnur eins bylgja af upp­sögnum sé framund­an. Rúm­lega 20 pró­sent fyr­ir­tækja áforma frek­ari upp­sagnir og SA áætlar að þær muni ná til um 5.500 manns. Lang­flestar upp­sagn­irnar verða hjá fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ust­u. 

Mis­mun­andi ánægja með aðgerð­ar­pakk­ana

Í könn­un­inni var einnig spurt um aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sá fyrri var kynntur 21. mars en sá síð­ari nákvæm­lega mán­uði síð­ar, eða 21. apr­íl. 

Úr fyrri pakk­anum töldu flestir for­svars­menn­irnir að hluta­starfa­leiðin og laun í sótt­kví hefðu gagn­ast mest enda tóku þær aðgerðir gildi strax. Athygli vekur að ein­ungis 25 pró­sent aðspurðra sagði að brú­ar­lán til atvinnu­lífs­ins hefðu gert eitt­hvert eða mikið gagn. Alls sögðu 53 pró­sent fyr­ir­tækj­anna að aðgerða­pakk­inn í heild hefði gert eitt­hvert eða mikið gagn.Úr könnun Maskínu. 

Aðeins minni ánægja er með síð­ari aðgerð­ar­pakk­ann, en undir helm­ing for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna töldu að hann hefði gert eitt­hvert eða mikið gagn. Ein­ungis einn af hverjum tíu sagði hann raunar hafa gert mikið gagn. Mesta var ánægjan með jöfnun tekju­skatts með tapi 2020 og frek­ari sókn til nýsköp­un­ar. Minnst var ánægjan með hina svoköll­uðu lok­un­ar­styrki.Úr könnun Maskínu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent