Telja að kreppan muni vara í að minnsta kosti ár og þúsundir í viðbót muni missa vinnuna

Í könnun sem gerð var fyrir Samtök atvinnulífsins á meðal forsvarsmanna fyrirtækja kemur fram að meirihluti þeirra reiknar með að yfirstandandi kreppa standi í að allt að ár hið minnsta. Áform eru uppi um að segja upp 5.500 manns til viðbótar.

Algjört stopp í komu ferðamanna er stærsta ástæðan fyrir samdrætti í íslensku atvinnulífi. Afleiðingin er mikill tekjumissir fyrirtækja og stórfelldar uppsagnir.
Algjört stopp í komu ferðamanna er stærsta ástæðan fyrir samdrætti í íslensku atvinnulífi. Afleiðingin er mikill tekjumissir fyrirtækja og stórfelldar uppsagnir.
Auglýsing

Meiri­hluti fyr­ir­tækja í land­inu telja að kreppan vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 muni standa í allt eitt ár hið minnsta. Alls segj­ast 30 pró­sent for­svars­manna aðild­ar­fyr­ir­tækja Sam­taka atvinnu­lífs­ins að þeir telji að hún muni standa lengur en það en 25 pró­sent þeirra telja að hún muni standa í allt að eitt ár.

Ein­ungis einn af hverjum fimm telja að kreppan gangi yfir á skemur en fjórum mán­uð­um. Að jafn­aði er búist við að kreppan standi yfir í tólf mán­uði.

Þetta kemur fram í könnun sem Mask­ína gerði fyrir Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) meðal for­svars­manna aðild­ar­fyr­ir­tækja sam­tak­anna. 

Búið að segja upp 5.600 og önnur eins hrina á leið­inni

Á meðal ann­arra nið­ur­staðna sem könn­unin leiddi fram eru að 70 pró­sent fyr­ir­tækj­anna sem hún náði til hafa urðu fyrir tekju­missi í apr­íl­mán­uði. Þrjú af hverjum fjórum fyr­ir­tækjum hafa gripið til ein­hverra aðgerða til að bregð­ast við þess­ari stöðu. Í þeim hefur til að mynda falist að lækka starfs­hlut­fall eða stytta opn­un­ar­tíma.

Auglýsing
Fjórðungur þeirra hefur þegar sagt upp starfs­fólki vegna ástands­ins og í ferða­þjón­ustu­geir­an­um, sem hefur farið verst út úr stöð­unni, hefur tæp­lega helm­ingur fyr­ir­tækja gripið til upp­sagna.

Rúm­lega 40 þús­und starfs­menn starfa hjá fyr­ir­tækj­unum sem svör­uðu könn­un­inni. Upp­sagnir náðu til rúm­lega þrjú pró­sent starfs­manna þeirra. Það svarar til um 5.600 upp­sagna í við­skipta­hag­kerf­inu í heild. 

Miðað við svörin sem feng­ust er fyr­ir­liggj­andi að önnur eins bylgja af upp­sögnum sé framund­an. Rúm­lega 20 pró­sent fyr­ir­tækja áforma frek­ari upp­sagnir og SA áætlar að þær muni ná til um 5.500 manns. Lang­flestar upp­sagn­irnar verða hjá fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ust­u. 

Mis­mun­andi ánægja með aðgerð­ar­pakk­ana

Í könn­un­inni var einnig spurt um aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sá fyrri var kynntur 21. mars en sá síð­ari nákvæm­lega mán­uði síð­ar, eða 21. apr­íl. 

Úr fyrri pakk­anum töldu flestir for­svars­menn­irnir að hluta­starfa­leiðin og laun í sótt­kví hefðu gagn­ast mest enda tóku þær aðgerðir gildi strax. Athygli vekur að ein­ungis 25 pró­sent aðspurðra sagði að brú­ar­lán til atvinnu­lífs­ins hefðu gert eitt­hvert eða mikið gagn. Alls sögðu 53 pró­sent fyr­ir­tækj­anna að aðgerða­pakk­inn í heild hefði gert eitt­hvert eða mikið gagn.Úr könnun Maskínu. 

Aðeins minni ánægja er með síð­ari aðgerð­ar­pakk­ann, en undir helm­ing for­svars­manna fyr­ir­tækj­anna töldu að hann hefði gert eitt­hvert eða mikið gagn. Ein­ungis einn af hverjum tíu sagði hann raunar hafa gert mikið gagn. Mesta var ánægjan með jöfnun tekju­skatts með tapi 2020 og frek­ari sókn til nýsköp­un­ar. Minnst var ánægjan með hina svoköll­uðu lok­un­ar­styrki.Úr könnun Maskínu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent