Skatturinn getur ekki enn afgreitt endurgreiðslur sem stjórnvöld kynntu í mars

Þrátt fyrir að lög sem fela í sér hækkun og útvíkkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts hafi verið samþykkt á Alþingi 31. mars getur Skatturinn ekki enn afgreitt umsóknir um endurgreiðslur. Tæknivinna „hefur tekið lengri tíma en hægt var að sjá fyrir.“

Iðnaðarmenn framkvæmdir fólk smiðir
Auglýsing

Skatt­ur­inn er ekki enn byrj­aður að geta afgreitt umsóknir um fulla end­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti sam­kvæmt hinu svo­kall­aða „Allir vinna“-úr­ræði stjórn­valda, þrátt fyrir að rúmur einn og hálfur mán­uður sé síðan stjórn­völd kynntu auknar end­ur­greiðslur virð­is­auka­skatts sem hluta af aðgerðum sínum vegna heims­far­ald­urs­ins.

Lög sem kváðu meðal ann­ars á um tíma­bundna hækkun á end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts fyrir unna vinnu úr 60 pró­sentum upp í 100 pró­sent voru sam­þykkt á Alþingi þann 31. mars. Tækni­lega útfærslan á mál­inu hefur verið í vinnslu hjá Skatt­inum síð­an.

Til­kynn­ing birt­ist á vef stofn­un­ar­innar 16. apríl þar sem tekið var fram, að gefnu til­efni, að umsóknir um end­ur­greiðsl­una væru „ekki til­bún­ar“ og unnið væri að því að breyta raf­rænu umsókn­ar­eyðu­blöð­unum þannig að þau tækju meðal ann­ars til bíla­við­gerða og ann­ars kostn­aðar sem stjórn­völd ákváðu að hafa með í úrræð­in­u. 

Auglýsing

„Bæði breyt­ingar á end­ur­greiðslu­hlut­falli og nýjar reglur um end­ur­greiðslur vegna bíla­við­gerða hafa kallað á tækni­vinnu sem hefur tekið lengri tíma en hægt var að sjá fyrir – og er ekki lok­ið,“ segir Snorri Olsen rík­is­skatt­stjóri í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Von­ast til þess að hægt verði að afgreiða umsóknir „innan tíð­ar“

Rík­is­skatt­stjóri segir að verið sé að for­rita ný umsókn­ar­eyðu­blöð, ásamt öllu sem þeim til­heyr­i. Hann segir jafn­framt að vonir standi til þess að hægt verði að fara að afgreiða end­ur­greiðslur virð­is­auka­skatts vegna reikn­inga sem gefnir hafa verið út vegna vinnu frá því í byrjun mars „innan tíð­ar“.

Fullri end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts er ætlað að skapa auk­inn hvata fyrir fólk til þess ráð­ast í fram­kvæmdir og kaupa þjón­ustu iðn­að­ar­manna og ann­arra, en sam­bæri­legu úrræði var beitt eftir efna­hags­hrunið árið 2008 til þess að örva eft­ir­spurn og sporna við hvoru tveggja atvinnu­leysi og svartri vinnu.

Úrræðið er í gildi til árs­loka og tekur til fram­kvæmda fólks á eigin heim­ilum og frí­stunda­hús­um, auk kostn­aðar vegna heim­il­is­að­stoðar og vinnu bif­véla­virkja. Einnig geta félög á borð við íþrótta­fé­lög og björg­un­ar­sveitir fengið fulla end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts ef þau fara í fram­kvæmdir á eigin mann­virkj­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra setur lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar
Samstaða er í ríkisstjórninni um að leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent