Skatturinn getur ekki enn afgreitt endurgreiðslur sem stjórnvöld kynntu í mars

Þrátt fyrir að lög sem fela í sér hækkun og útvíkkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts hafi verið samþykkt á Alþingi 31. mars getur Skatturinn ekki enn afgreitt umsóknir um endurgreiðslur. Tæknivinna „hefur tekið lengri tíma en hægt var að sjá fyrir.“

Iðnaðarmenn framkvæmdir fólk smiðir
Auglýsing

Skatt­ur­inn er ekki enn byrj­aður að geta afgreitt umsóknir um fulla end­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti sam­kvæmt hinu svo­kall­aða „Allir vinna“-úr­ræði stjórn­valda, þrátt fyrir að rúmur einn og hálfur mán­uður sé síðan stjórn­völd kynntu auknar end­ur­greiðslur virð­is­auka­skatts sem hluta af aðgerðum sínum vegna heims­far­ald­urs­ins.

Lög sem kváðu meðal ann­ars á um tíma­bundna hækkun á end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts fyrir unna vinnu úr 60 pró­sentum upp í 100 pró­sent voru sam­þykkt á Alþingi þann 31. mars. Tækni­lega útfærslan á mál­inu hefur verið í vinnslu hjá Skatt­inum síð­an.

Til­kynn­ing birt­ist á vef stofn­un­ar­innar 16. apríl þar sem tekið var fram, að gefnu til­efni, að umsóknir um end­ur­greiðsl­una væru „ekki til­bún­ar“ og unnið væri að því að breyta raf­rænu umsókn­ar­eyðu­blöð­unum þannig að þau tækju meðal ann­ars til bíla­við­gerða og ann­ars kostn­aðar sem stjórn­völd ákváðu að hafa með í úrræð­in­u. 

Auglýsing

„Bæði breyt­ingar á end­ur­greiðslu­hlut­falli og nýjar reglur um end­ur­greiðslur vegna bíla­við­gerða hafa kallað á tækni­vinnu sem hefur tekið lengri tíma en hægt var að sjá fyrir – og er ekki lok­ið,“ segir Snorri Olsen rík­is­skatt­stjóri í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Von­ast til þess að hægt verði að afgreiða umsóknir „innan tíð­ar“

Rík­is­skatt­stjóri segir að verið sé að for­rita ný umsókn­ar­eyðu­blöð, ásamt öllu sem þeim til­heyr­i. Hann segir jafn­framt að vonir standi til þess að hægt verði að fara að afgreiða end­ur­greiðslur virð­is­auka­skatts vegna reikn­inga sem gefnir hafa verið út vegna vinnu frá því í byrjun mars „innan tíð­ar“.

Fullri end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts er ætlað að skapa auk­inn hvata fyrir fólk til þess ráð­ast í fram­kvæmdir og kaupa þjón­ustu iðn­að­ar­manna og ann­arra, en sam­bæri­legu úrræði var beitt eftir efna­hags­hrunið árið 2008 til þess að örva eft­ir­spurn og sporna við hvoru tveggja atvinnu­leysi og svartri vinnu.

Úrræðið er í gildi til árs­loka og tekur til fram­kvæmda fólks á eigin heim­ilum og frí­stunda­hús­um, auk kostn­aðar vegna heim­il­is­að­stoðar og vinnu bif­véla­virkja. Einnig geta félög á borð við íþrótta­fé­lög og björg­un­ar­sveitir fengið fulla end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts ef þau fara í fram­kvæmdir á eigin mann­virkj­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent