Skatturinn getur ekki enn afgreitt endurgreiðslur sem stjórnvöld kynntu í mars

Þrátt fyrir að lög sem fela í sér hækkun og útvíkkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts hafi verið samþykkt á Alþingi 31. mars getur Skatturinn ekki enn afgreitt umsóknir um endurgreiðslur. Tæknivinna „hefur tekið lengri tíma en hægt var að sjá fyrir.“

Iðnaðarmenn framkvæmdir fólk smiðir
Auglýsing

Skatt­ur­inn er ekki enn byrj­aður að geta afgreitt umsóknir um fulla end­ur­greiðslu á virð­is­auka­skatti sam­kvæmt hinu svo­kall­aða „Allir vinna“-úr­ræði stjórn­valda, þrátt fyrir að rúmur einn og hálfur mán­uður sé síðan stjórn­völd kynntu auknar end­ur­greiðslur virð­is­auka­skatts sem hluta af aðgerðum sínum vegna heims­far­ald­urs­ins.

Lög sem kváðu meðal ann­ars á um tíma­bundna hækkun á end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts fyrir unna vinnu úr 60 pró­sentum upp í 100 pró­sent voru sam­þykkt á Alþingi þann 31. mars. Tækni­lega útfærslan á mál­inu hefur verið í vinnslu hjá Skatt­inum síð­an.

Til­kynn­ing birt­ist á vef stofn­un­ar­innar 16. apríl þar sem tekið var fram, að gefnu til­efni, að umsóknir um end­ur­greiðsl­una væru „ekki til­bún­ar“ og unnið væri að því að breyta raf­rænu umsókn­ar­eyðu­blöð­unum þannig að þau tækju meðal ann­ars til bíla­við­gerða og ann­ars kostn­aðar sem stjórn­völd ákváðu að hafa með í úrræð­in­u. 

Auglýsing

„Bæði breyt­ingar á end­ur­greiðslu­hlut­falli og nýjar reglur um end­ur­greiðslur vegna bíla­við­gerða hafa kallað á tækni­vinnu sem hefur tekið lengri tíma en hægt var að sjá fyrir – og er ekki lok­ið,“ segir Snorri Olsen rík­is­skatt­stjóri í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Von­ast til þess að hægt verði að afgreiða umsóknir „innan tíð­ar“

Rík­is­skatt­stjóri segir að verið sé að for­rita ný umsókn­ar­eyðu­blöð, ásamt öllu sem þeim til­heyr­i. Hann segir jafn­framt að vonir standi til þess að hægt verði að fara að afgreiða end­ur­greiðslur virð­is­auka­skatts vegna reikn­inga sem gefnir hafa verið út vegna vinnu frá því í byrjun mars „innan tíð­ar“.

Fullri end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts er ætlað að skapa auk­inn hvata fyrir fólk til þess ráð­ast í fram­kvæmdir og kaupa þjón­ustu iðn­að­ar­manna og ann­arra, en sam­bæri­legu úrræði var beitt eftir efna­hags­hrunið árið 2008 til þess að örva eft­ir­spurn og sporna við hvoru tveggja atvinnu­leysi og svartri vinnu.

Úrræðið er í gildi til árs­loka og tekur til fram­kvæmda fólks á eigin heim­ilum og frí­stunda­hús­um, auk kostn­aðar vegna heim­il­is­að­stoðar og vinnu bif­véla­virkja. Einnig geta félög á borð við íþrótta­fé­lög og björg­un­ar­sveitir fengið fulla end­ur­greiðslu virð­is­auka­skatts ef þau fara í fram­kvæmdir á eigin mann­virkj­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent