Hægt að búa til veirur á rannsóknarstofum

Bandaríkjaforseti segist hafa upplýsingar um að nýja kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu. Arnar Pálsson erfðafræðingur segir ekkert benda til þess þó að fræðilega séð sé hægt að búa til veiru úr öðrum þekktum veirum.

Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Sögu­sagnir hafa nær allt frá upp­hafi far­ald­urs COVID-19 verið á sveimi um að nýja kór­ónu­veiran hafi verið búin til á rann­sókn­ar­stofu. Sam­sær­is­kenn­ing­arnar ganga út á það að kín­versk yfir­völd hafi staðið að baki því að búa hana til og dreifa – jafn­vel til þess eins að koma í veg fyrir end­ur­kjör Don­alds Trump sem for­seta Banda­ríkj­anna.

COVID-19 er nýr sjúk­dómur og honum veldur ný veira, SAR­S-CoV-2. Það er ekki undra að ein fyrsta spurn­ingin sem fólk spyrji sé: Hvaðan kom hún?

Auglýsing

Til að fá svör við þessu leit­aði Kjarn­inn til erfða­fræð­ings­ins Arn­ars Páls­son­ar, pró­fess­ors í líf­upp­lýs­inga­fræði við Háskóla Íslands. Hann er einn þeirra fræði­manna sem svara spurn­ingum almenn­ings á Vís­inda­vefn­um. Síð­ustu vikur hefur spurn­ingum er varða COVID-19 rignt inn og Arnar m.a. verið iðinn við að svara spurn­ingum um stökk­breyt­ingar veirunn­ar.

Á Vís­inda­vefnum er það Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Land­spít­al­an­um, sem ritar svar við spurn­ing­unni: Hvað með þær sögu­sagnir að kór­ónu­veiran eigi sér upp­runa á rann­sókn­ar­stofu?

Jón skrifar að það sé ekki að ástæðu­lausu að fólk velti þessu fyrir sér. Mörg dæmi séu um sýkla sem hafa borist í starfs­fólk á rann­sókn­ar­stofum og ýmist valdið stökum veik­indum eða jafn­vel litlum far­öldr­um.

„Ef þetta ætti við SAR­S-CoV-2 væru aðstæður hins vegar tals­vert öðru­vísi,“ skrifar Jón. „SAR­S-CoV-2 er ný veira sem veldur nýjum sjúk­dómi og er tals­vert frá­brugðin þeim kór­ónu­veirum sem geta valdið sjúk­dómi í mönn­um. Þetta myndi því þýða að hún hefði verið mann­gerð. Sem betur fer er hægt að full­yrða, án nokk­urs vafa, að SAR­S-CoV-2 kom ekki upp­runa­lega frá rann­sókn­ar­stofu.“

Klippt og lím­t-að­ferðin

Kór­ónu­veirur er fjöl­skylda veira sem grein­ast helst í spen­dýrum og fugl­um. Vitað er að þær finn­ast einnig víðar ef þeirra er leitað sér­stak­lega. Talið er að þær kór­ónu­veirur sem hingað til hafa sýkt menn hafi upp­runa­lega komið frá dýr­um.

Nán­ustu „skyld­menni“ SAR­S-CoV-2 séu veir­urnar SAR­S-CoV og MER­S-CoV. Þær komu báðar úr leð­ur­blökum en bár­ust í menn úr milli­hýslum (sú fyrr­nefnda úr einni teg­und katt­ar­dýra og sú síð­ar­nefnda úr drómed­ara). Mjög lík­legt er að SAR­S-CoV-2 hafi einnig komið upp­runa­lega úr leð­ur­blök­um, þótt óvíst sé hvort milli­hýs­ill hafi þar komið við sögu.

Arnar segir í sam­tali við Kjarn­ann að fræði­lega séð sé hægt að setja saman veiru úr öðrum þekktum veir­um. Þá er í raun notuð aðferð sem hægt er að lýsa sem „copy-paste“ í ein­földu máli. Pörtum úr ólíkum veirum er splæst saman til að búa til nýja. En slíkt myndi alltaf sjást í grein­ingu á veirunni, hlutar af erfða­meng­inu væru þá sam­bæri­legir við hluta úr erfða­mengi þekktra veira. „En til að kom­ast að því þarf vit­neskja um þekktu veir­urnar að vera til­tæk í opnum gagna­grunn­um,“ bendir Arnar á.

Hvað varðar nýju kór­ónu­veiruna þykir ljóst að hún beri þess engin ein­kenni að vera sam­sett úr öðrum veir­um. „Öll gen í erfða­mengi hennar eru frá­brugðin röðum sem þekktar eru í öðrum skyldum veir­um.“

Nýja kórónuveiran á uppruna sinn í leðurblökum. Hún barst svo í menn, mögulega með millihýsli. Mynd: EPA

En hvaðan kom hún þá?

Fjöldi rann­sókna hafa skoðað erfða­efni SAR­S-CoV-2 í þaula og borið saman við aðrar kór­ónu­veir­ur, bæði úr mönnum og öðrum dýrum, skrifar Jón Magnús í svari sínu á Vís­inda­vefnum. Fjöldi stökk­breyt­inga í mis­mun­andi stofnum veirunnar stað­festa að SAR­S-CoV-2 er ný veira sem hefur nýlega borist til manna.

Um 75 pró­sent af nýlegum smit­sjúk­dómum hafa borist frá dýrum í menn. Þar af eiga 70 pró­sent upp­runa sinn í villtum dýr­um. Allir heims­far­aldrar frá upp­hafi 20. aldar hafa komið frá dýr­um.  Spænska veik­in, svo dæmi sé tek­ið, átti lík­lega upp­runa sinn úr eld­is­fugl­um. Svínaflensan sem geis­aði árið 2009 kom lík­lega einnig úr fuglum en með svín sem lík­legan milli­hýsil, skrifar Jón Magnús í einu svari sínu á Vís­inda­vefn­um.

Áætlað er að nýir smit­sjúk­dómar felli hund­ruð þús­unda manna á hverju ári.

Arnar bendir á að á síð­ustu tveimur ára­tugum hafi tvær kór­ónu­veirur stokkið yfir í menn, SAR­S-CoV og MER­S-CoV. Lík­lega gerð­ist það vegna dráps og neyslu á villtum dýr­um. Gögnin sýna skýrt að nýja veiran hefur aðra erfða­sam­setn­ingu en bæði SARS og MERS og það stað­festir að um nýja sýk­ingu er að ræða. „Í þessu sam­hengi er full ástæða til að minna á að sú árátta fólks að drepa og éta villt dýr er kveikjan að COVID-19 far­sótt­inn­i,“ segir Arnar en bendir á að neysla kjöts af hús­dýrum hafi ekki sömu hættu í för með sér, enda sótt­varnir yfir­leitt góðar í land­bún­aði. „Ef fólk hefði hlustað á mál­flutn­ing veiru­fræð­inga og nátt­úru­vernd­ar­sinna sem hafa bent á hætt­una af slíkri iðju, væri mann­kynið ekki í þess­ari stöð­u.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent