Hægt að búa til veirur á rannsóknarstofum

Bandaríkjaforseti segist hafa upplýsingar um að nýja kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu. Arnar Pálsson erfðafræðingur segir ekkert benda til þess þó að fræðilega séð sé hægt að búa til veiru úr öðrum þekktum veirum.

Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Sögu­sagnir hafa nær allt frá upp­hafi far­ald­urs COVID-19 verið á sveimi um að nýja kór­ónu­veiran hafi verið búin til á rann­sókn­ar­stofu. Sam­sær­is­kenn­ing­arnar ganga út á það að kín­versk yfir­völd hafi staðið að baki því að búa hana til og dreifa – jafn­vel til þess eins að koma í veg fyrir end­ur­kjör Don­alds Trump sem for­seta Banda­ríkj­anna.

COVID-19 er nýr sjúk­dómur og honum veldur ný veira, SAR­S-CoV-2. Það er ekki undra að ein fyrsta spurn­ingin sem fólk spyrji sé: Hvaðan kom hún?

Auglýsing

Til að fá svör við þessu leit­aði Kjarn­inn til erfða­fræð­ings­ins Arn­ars Páls­son­ar, pró­fess­ors í líf­upp­lýs­inga­fræði við Háskóla Íslands. Hann er einn þeirra fræði­manna sem svara spurn­ingum almenn­ings á Vís­inda­vefn­um. Síð­ustu vikur hefur spurn­ingum er varða COVID-19 rignt inn og Arnar m.a. verið iðinn við að svara spurn­ingum um stökk­breyt­ingar veirunn­ar.

Á Vís­inda­vefnum er það Jón Magnús Jóhann­es­son, deild­ar­læknir á Land­spít­al­an­um, sem ritar svar við spurn­ing­unni: Hvað með þær sögu­sagnir að kór­ónu­veiran eigi sér upp­runa á rann­sókn­ar­stofu?

Jón skrifar að það sé ekki að ástæðu­lausu að fólk velti þessu fyrir sér. Mörg dæmi séu um sýkla sem hafa borist í starfs­fólk á rann­sókn­ar­stofum og ýmist valdið stökum veik­indum eða jafn­vel litlum far­öldr­um.

„Ef þetta ætti við SAR­S-CoV-2 væru aðstæður hins vegar tals­vert öðru­vísi,“ skrifar Jón. „SAR­S-CoV-2 er ný veira sem veldur nýjum sjúk­dómi og er tals­vert frá­brugðin þeim kór­ónu­veirum sem geta valdið sjúk­dómi í mönn­um. Þetta myndi því þýða að hún hefði verið mann­gerð. Sem betur fer er hægt að full­yrða, án nokk­urs vafa, að SAR­S-CoV-2 kom ekki upp­runa­lega frá rann­sókn­ar­stofu.“

Klippt og lím­t-að­ferðin

Kór­ónu­veirur er fjöl­skylda veira sem grein­ast helst í spen­dýrum og fugl­um. Vitað er að þær finn­ast einnig víðar ef þeirra er leitað sér­stak­lega. Talið er að þær kór­ónu­veirur sem hingað til hafa sýkt menn hafi upp­runa­lega komið frá dýr­um.

Nán­ustu „skyld­menni“ SAR­S-CoV-2 séu veir­urnar SAR­S-CoV og MER­S-CoV. Þær komu báðar úr leð­ur­blökum en bár­ust í menn úr milli­hýslum (sú fyrr­nefnda úr einni teg­und katt­ar­dýra og sú síð­ar­nefnda úr drómed­ara). Mjög lík­legt er að SAR­S-CoV-2 hafi einnig komið upp­runa­lega úr leð­ur­blök­um, þótt óvíst sé hvort milli­hýs­ill hafi þar komið við sögu.

Arnar segir í sam­tali við Kjarn­ann að fræði­lega séð sé hægt að setja saman veiru úr öðrum þekktum veir­um. Þá er í raun notuð aðferð sem hægt er að lýsa sem „copy-paste“ í ein­földu máli. Pörtum úr ólíkum veirum er splæst saman til að búa til nýja. En slíkt myndi alltaf sjást í grein­ingu á veirunni, hlutar af erfða­meng­inu væru þá sam­bæri­legir við hluta úr erfða­mengi þekktra veira. „En til að kom­ast að því þarf vit­neskja um þekktu veir­urnar að vera til­tæk í opnum gagna­grunn­um,“ bendir Arnar á.

Hvað varðar nýju kór­ónu­veiruna þykir ljóst að hún beri þess engin ein­kenni að vera sam­sett úr öðrum veir­um. „Öll gen í erfða­mengi hennar eru frá­brugðin röðum sem þekktar eru í öðrum skyldum veir­um.“

Nýja kórónuveiran á uppruna sinn í leðurblökum. Hún barst svo í menn, mögulega með millihýsli. Mynd: EPA

En hvaðan kom hún þá?

Fjöldi rann­sókna hafa skoðað erfða­efni SAR­S-CoV-2 í þaula og borið saman við aðrar kór­ónu­veir­ur, bæði úr mönnum og öðrum dýrum, skrifar Jón Magnús í svari sínu á Vís­inda­vefnum. Fjöldi stökk­breyt­inga í mis­mun­andi stofnum veirunnar stað­festa að SAR­S-CoV-2 er ný veira sem hefur nýlega borist til manna.

Um 75 pró­sent af nýlegum smit­sjúk­dómum hafa borist frá dýrum í menn. Þar af eiga 70 pró­sent upp­runa sinn í villtum dýr­um. Allir heims­far­aldrar frá upp­hafi 20. aldar hafa komið frá dýr­um.  Spænska veik­in, svo dæmi sé tek­ið, átti lík­lega upp­runa sinn úr eld­is­fugl­um. Svínaflensan sem geis­aði árið 2009 kom lík­lega einnig úr fuglum en með svín sem lík­legan milli­hýsil, skrifar Jón Magnús í einu svari sínu á Vís­inda­vefn­um.

Áætlað er að nýir smit­sjúk­dómar felli hund­ruð þús­unda manna á hverju ári.

Arnar bendir á að á síð­ustu tveimur ára­tugum hafi tvær kór­ónu­veirur stokkið yfir í menn, SAR­S-CoV og MER­S-CoV. Lík­lega gerð­ist það vegna dráps og neyslu á villtum dýr­um. Gögnin sýna skýrt að nýja veiran hefur aðra erfða­sam­setn­ingu en bæði SARS og MERS og það stað­festir að um nýja sýk­ingu er að ræða. „Í þessu sam­hengi er full ástæða til að minna á að sú árátta fólks að drepa og éta villt dýr er kveikjan að COVID-19 far­sótt­inn­i,“ segir Arnar en bendir á að neysla kjöts af hús­dýrum hafi ekki sömu hættu í för með sér, enda sótt­varnir yfir­leitt góðar í land­bún­aði. „Ef fólk hefði hlustað á mál­flutn­ing veiru­fræð­inga og nátt­úru­vernd­ar­sinna sem hafa bent á hætt­una af slíkri iðju, væri mann­kynið ekki í þess­ari stöð­u.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent