EPA

Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum

Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.

Á fisk­mark­að­inum í Wuhan í Kína er ávallt þröng á þingi. Þar standa sölu­básar í þéttum röðum og svæðið iðar af lífi. Við­skipta­vinir velja það sem þeir setja í inn­kaupa­körf­urnar af kost­gæfni. Af nógu er að taka. 

Það er hins vegar ekk­ert leynd­ar­mál að á mark­aðnum er hægt að kaupa margt annað en fisk. Fjöl­mörg dýr, lif­andi og dauð, eru þar til sölu: Kjúklingar og svín. Hundar og hér­ar. Snákar og leð­ur­blök­ur. Bjór­ar og broddgelt­ir.

Það kom því ekki öllum á óvart að þar skuli hið nýja og lífs­hættu­lega afbrigði kór­óna­veirunnar hafa átt upp­tök sín í des­em­ber. Sagan ­segir okkur að mark­aðir sem þessir séu gróðr­ar­stía fyrir alls­konar sjúk­dóma. 

Á slíkan markað voru upp­tök ann­arrar kór­óna­veiru, SARS eða HABL eins og hún var skamm­stöfuð á íslensku, rakin árið 2003. Sú sýk­ing varð að heims­far­aldri og frá hausti 2003 fram á mitt sumar 2004 sýkt­ust rúm­lega 8.000 manns og þar af lét­ust 774.

Skýr­ingin er sú að á mat­ar­mörk­uðum af þess­ari teg­und, sem vin­sælir eru í mörgum Asíu­lönd­um, eiga veirur vegna návígis auð­velt með að smit­ast á milli dýra og svo í menn. 

„Það var fyr­ir­séð að þetta myndi ger­ast,“ hefur Business Insider eftir Adrian Hyzler, yfir­lækni hjá Healix International, fyr­ir­tæki sem veitir ferða­mönnum heilsu­fars­lega ráð­gjöf. Hann bendir á að Wuhan sé stór­borg, þar búi 11 millj­ónir manna og smit­hætta sé af þeim sökum mik­il. Borgin sé einnig sam­göngu­mið­stöð, í gegnum hana ganga til að mynda járn­braut­ar­lestir og ­um­ferð um flug­völl­inn er mik­il. Þegar ofan á þetta bæt­ist mark­aður þar sem lif­andi dýr eru í búrum við hlið kjöt- og fisk­borða, sé voð­inn vís.

Kínversk heilbrigðisyfirvöld telja mögulegt að veiran hafi smitast í menn frá leðurblökum.
EPA

61 árs gam­all karl­maður var sá fyrsti sem lést eftir að hafa verið greindur með veiru­sýk­ing­una. Hann fór á sjúkra­hús í Wuhan 27. des­em­ber vegna hita og hósta. Ástand hans versn­aði hratt og hann var fluttur á annað sjúkra­hús og settur í önd­un­ar­vél. Þar lést hann 9. jan­ú­ar.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, fékk í lok des­em­ber fyrstu fregnir af hinum alvar­legu lungna­sýk­ingum í Wuh­an. Í kjöl­farið var ­stað­fest að um áður óþekkt kór­óna­veiru­af­brigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV.

Getur smit­ast manna á milli

Senni­lega er veiran upp­runnin í dýrum en hefur nú öðlast hæfi­leika til að sýkja menn. Stað­fest er að veiran getur smit­ast manna á milli­ en óljóst er enn hversu smit­andi hún er. Ekki er vitað hversu hátt hlut­fall smit­aðra fær alvar­lega sýk­ingu eða hvaða dýr er upp­haf­legur hýs­ill veirunn­ar. 

Vís­inda­menn grunar að veiran hafi borist frá risarott­um, sem hafa síð­ustu ár orðið nokkuð vin­sæll sæl­kera­matur í Kína, eða leð­ur­blökum sem sumir leggja sér­ einnig til munns, meðal ann­ars í súp­um.

Í gær greindu kín­versk heil­brigð­is­yf­ir­völd frá því að 41 hefði lát­ist vegna veirunnar af að minnsta kosti um 1.200 sem hafa veikst. Yngsta ­fórn­ar­lambið var 36 ára gam­all karl­mað­ur. Flestir hinna látnu höfð­u und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og allir nema þrír voru búsettir eða höfðu dvalið í Wu­h­an. 

Í morgun var svo greint frá því að meðal hinna látnu væri læknir sem sinnt hefði smit­uðum á sjúkra­húsi í Wuh­an. CNN sagði í fréttum sínum frá því að tveggja ára barn hefði nú smit­ast og að milli 250-400 manns væru í alvar­legu ástandi vegna veirunn­ar. 

Sjúkra­hús eru yfir­full og starfs­fólk undir gríð­ar­legu álagi. Unnið er nú að því að reisa nýtt sjúkra­hús í Wuhan og er stefnt að því að það verði orðið starf­hæft í byrjun febr­ú­ar.

Allar sam­göngur úr skorðum

Eftir að veiran var greind var mark­aðnum í Wuhan lok­að. Til frek­ari aðgerða hefur verið gripið í Wuhan, meðal ann­ars að loka flug­vell­inum og nú í morgun var ákveðið að banna bíla­um­ferð um mið­borg­ina. Að­gerð­irnar ná til sífellt stærri svæða í Kína og víða hefur almenn­ings­sam­göng­um verið aflýst. Hluta Kína­m­úrs­ins var einnig lok­að. Nú eru ára­mót í Kína og millj­ónir hafa orðið stranda­glóp­ar.

Stað­fest til­felli í Frakk­landi

 Veiran breið­ist hratt út og stað­fest til­felli sýk­ingar af völdum hennar hafa greinst í að minnsta kosti þrettán löndum utan Kína, m.a. í Jap­an, Suð­ur­-Kóreu, Taílandi, Singapúr, Víetna­m, ­Banda­ríkj­un­um,  Ástr­alíu og Sádi-­Ar­ab­íu. Í gær voru svo fyrstu til­fellin í Evr­ópu stað­fest, ­nánar til­tekið í Frakk­landi.

„Á þess­ari stundu eru engar vís­bend­ingar um smit manna á milli utan Kína,“ sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, á blaða­manna­fundi í Genf í gær. „En það þýð­ir ekki að það geti ekki ger­st,“ sagði hann og bætti við: „Hafið eitt á hrein­u, það er neyð­ar­á­stand í Kína en þetta er ekki enn alþjóð­legt neyð­ar­á­stand. Það ­gæti samt átt eftir að ger­ast.“

Enn hefur sum sé ekki verið lýst yfir að veiru­sýk­ingin sé orðin að heims­far­aldri.

Starfsmenn í verksmiðju sem framleiðir varnargrímur fyrir andlit bera framleiðsluvörurnar við störf sín.
EPA

Kór­óna­veirur eru nokkuð algeng orsök kvefs og önd­un­ar­færa­sýk­inga almennt hjá mönnum en þegar ný afbrigði ber­ast úr dýrum í menn er þekkt að kór­óna­veiru­sýk­ingar geta verið alvar­leg­ar, segir í sam­an­tekt á vef Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins. Þar er bent á að flest til­felli utan Kína hafa kom­ið ­upp í Asíu en WHO og Sótt­varna­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins (ECDC) hafi hvatt ­sótt­varna­yf­ir­völd um heim allan að gera ráð­staf­anir til að geta brugð­ist fljótt við ef veikin berst til fleiri landa.

Í ljósi þess hefur sótt­varna­læknir í sam­vinnu við al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, hafið vinnu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­and­i við­bragðs­á­ætl­anir um alvar­lega smit­sjúk­dóma, CBRNE, og við­bragðs­á­ætl­anir um ­sótt­varnir á alþjóða­flug­völl­um.

Við­brögð á Íslandi fel­ast meðal ann­ars í því far­þegar á Kefla­vík­ur­flug­velli sem koma til lands­ins munu fá skila­boð þess eðlis að ef þeir eru með merki um önd­un­ar­færa­sýk­ingu og hafa verið í Wuhan á und­an­gengnum 14 ­dögum eða hafa verið í sam­gangi við ein­stak­linga með grun­aða eða stað­festa ­sýk­ingu, þá þurfi að gera á þeim lækn­is­fræði­legt mat á flug­vell­in­um.

Einnig verða ein­kenna­lausir far­þegar sem hafa verið í Wuhan beðn­ir um að gefa sig fram. Þessir ein­stak­lingar geta vænst þess verða settir í sótt­kví í ein­hverja daga.

Þessar aðgerðir miða að því að finna sýkta og hugs­an­lega smit­aða ein­stak­linga sem fyrst og forða þannig frek­ari útbreiðslu inn­an­lands.

Þá hafa allar heil­brigð­is­stofn­anir á land­inu verið upp­lýstar um hina nýju veiru og þær hvattar til að upp­færa sínar við­bragðs­á­ætl­anir og huga að sínum við­brögðum m.a. ein­angr­un­ar­að­stöðu.

Heilbrigðisstarfsmaður tekur sýni af ferðamanni á flugvelli í Taívan.
EPA

Á heima­síðu emb­ættis land­læknis hefur verið komið upp sér­stakri síðu með upp­lýs­ingum og leið­bein­ingum sem tengj­ast hinni nýju veiru, bæði fyr­ir­ al­menn­ing og heil­brigð­is­starfs­menn. Þar munu verða birtar nýj­ustu fréttir um ­sýk­ing­una og leið­bein­ingar upp­færðar eins og þurfa þyk­ir.

Beita þarf almennu hrein­læti

Engin sér­stök með­ferð er til við kór­óna­veiru­sýk­ingum og ekki er til bólu­efni gegn þess­ari veiki. Til að forð­ast smit vegna kór­ónu­veiru, ­svipað og inflú­ensu, er mik­il­vægt að beita almennu hrein­læti, svo sem  hand­þvotti og/eða hand­sprittun ef ekki er að­gengi að vatni og sápu.

„Ferða­langar á svæðum þar sem þessi veiki hefur komið upp­ ættu að forð­ast umgengni við lif­andi og dauð dýr, sér­stak­lega dýra­mark­aði, og veika ein­stak­linga. Hand­hreinsun eftir snert­ingu við yfir­borð sem margir kom­a við, s.s. á flug­völl­um, getur einnig dregið úr smit­hætt­u,“ segir í leið­bein­ingum á vef emb­ættis land­lækn­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar