EPA

Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum

Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.

Á fisk­mark­að­inum í Wuhan í Kína er ávallt þröng á þingi. Þar standa sölu­básar í þéttum röðum og svæðið iðar af lífi. Við­skipta­vinir velja það sem þeir setja í inn­kaupa­körf­urnar af kost­gæfni. Af nógu er að taka. 

Það er hins vegar ekk­ert leynd­ar­mál að á mark­aðnum er hægt að kaupa margt annað en fisk. Fjöl­mörg dýr, lif­andi og dauð, eru þar til sölu: Kjúklingar og svín. Hundar og hér­ar. Snákar og leð­ur­blök­ur. Bjór­ar og broddgelt­ir.

Það kom því ekki öllum á óvart að þar skuli hið nýja og lífs­hættu­lega afbrigði kór­óna­veirunnar hafa átt upp­tök sín í des­em­ber. Sagan ­segir okkur að mark­aðir sem þessir séu gróðr­ar­stía fyrir alls­konar sjúk­dóma. 

Á slíkan markað voru upp­tök ann­arrar kór­óna­veiru, SARS eða HABL eins og hún var skamm­stöfuð á íslensku, rakin árið 2003. Sú sýk­ing varð að heims­far­aldri og frá hausti 2003 fram á mitt sumar 2004 sýkt­ust rúm­lega 8.000 manns og þar af lét­ust 774.

Skýr­ingin er sú að á mat­ar­mörk­uðum af þess­ari teg­und, sem vin­sælir eru í mörgum Asíu­lönd­um, eiga veirur vegna návígis auð­velt með að smit­ast á milli dýra og svo í menn. 

„Það var fyr­ir­séð að þetta myndi ger­ast,“ hefur Business Insider eftir Adrian Hyzler, yfir­lækni hjá Healix International, fyr­ir­tæki sem veitir ferða­mönnum heilsu­fars­lega ráð­gjöf. Hann bendir á að Wuhan sé stór­borg, þar búi 11 millj­ónir manna og smit­hætta sé af þeim sökum mik­il. Borgin sé einnig sam­göngu­mið­stöð, í gegnum hana ganga til að mynda járn­braut­ar­lestir og ­um­ferð um flug­völl­inn er mik­il. Þegar ofan á þetta bæt­ist mark­aður þar sem lif­andi dýr eru í búrum við hlið kjöt- og fisk­borða, sé voð­inn vís.

Kínversk heilbrigðisyfirvöld telja mögulegt að veiran hafi smitast í menn frá leðurblökum.
EPA

61 árs gam­all karl­maður var sá fyrsti sem lést eftir að hafa verið greindur með veiru­sýk­ing­una. Hann fór á sjúkra­hús í Wuhan 27. des­em­ber vegna hita og hósta. Ástand hans versn­aði hratt og hann var fluttur á annað sjúkra­hús og settur í önd­un­ar­vél. Þar lést hann 9. jan­ú­ar.

Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, fékk í lok des­em­ber fyrstu fregnir af hinum alvar­legu lungna­sýk­ingum í Wuh­an. Í kjöl­farið var ­stað­fest að um áður óþekkt kór­óna­veiru­af­brigði er að ræða, sem nú kallast 2019-nCoV.

Getur smit­ast manna á milli

Senni­lega er veiran upp­runnin í dýrum en hefur nú öðlast hæfi­leika til að sýkja menn. Stað­fest er að veiran getur smit­ast manna á milli­ en óljóst er enn hversu smit­andi hún er. Ekki er vitað hversu hátt hlut­fall smit­aðra fær alvar­lega sýk­ingu eða hvaða dýr er upp­haf­legur hýs­ill veirunn­ar. 

Vís­inda­menn grunar að veiran hafi borist frá risarott­um, sem hafa síð­ustu ár orðið nokkuð vin­sæll sæl­kera­matur í Kína, eða leð­ur­blökum sem sumir leggja sér­ einnig til munns, meðal ann­ars í súp­um.

Í gær greindu kín­versk heil­brigð­is­yf­ir­völd frá því að 41 hefði lát­ist vegna veirunnar af að minnsta kosti um 1.200 sem hafa veikst. Yngsta ­fórn­ar­lambið var 36 ára gam­all karl­mað­ur. Flestir hinna látnu höfð­u und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og allir nema þrír voru búsettir eða höfðu dvalið í Wu­h­an. 

Í morgun var svo greint frá því að meðal hinna látnu væri læknir sem sinnt hefði smit­uðum á sjúkra­húsi í Wuh­an. CNN sagði í fréttum sínum frá því að tveggja ára barn hefði nú smit­ast og að milli 250-400 manns væru í alvar­legu ástandi vegna veirunn­ar. 

Sjúkra­hús eru yfir­full og starfs­fólk undir gríð­ar­legu álagi. Unnið er nú að því að reisa nýtt sjúkra­hús í Wuhan og er stefnt að því að það verði orðið starf­hæft í byrjun febr­ú­ar.

Allar sam­göngur úr skorðum

Eftir að veiran var greind var mark­aðnum í Wuhan lok­að. Til frek­ari aðgerða hefur verið gripið í Wuhan, meðal ann­ars að loka flug­vell­inum og nú í morgun var ákveðið að banna bíla­um­ferð um mið­borg­ina. Að­gerð­irnar ná til sífellt stærri svæða í Kína og víða hefur almenn­ings­sam­göng­um verið aflýst. Hluta Kína­m­úrs­ins var einnig lok­að. Nú eru ára­mót í Kína og millj­ónir hafa orðið stranda­glóp­ar.

Stað­fest til­felli í Frakk­landi

 Veiran breið­ist hratt út og stað­fest til­felli sýk­ingar af völdum hennar hafa greinst í að minnsta kosti þrettán löndum utan Kína, m.a. í Jap­an, Suð­ur­-Kóreu, Taílandi, Singapúr, Víetna­m, ­Banda­ríkj­un­um,  Ástr­alíu og Sádi-­Ar­ab­íu. Í gær voru svo fyrstu til­fellin í Evr­ópu stað­fest, ­nánar til­tekið í Frakk­landi.

„Á þess­ari stundu eru engar vís­bend­ingar um smit manna á milli utan Kína,“ sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, á blaða­manna­fundi í Genf í gær. „En það þýð­ir ekki að það geti ekki ger­st,“ sagði hann og bætti við: „Hafið eitt á hrein­u, það er neyð­ar­á­stand í Kína en þetta er ekki enn alþjóð­legt neyð­ar­á­stand. Það ­gæti samt átt eftir að ger­ast.“

Enn hefur sum sé ekki verið lýst yfir að veiru­sýk­ingin sé orðin að heims­far­aldri.

Starfsmenn í verksmiðju sem framleiðir varnargrímur fyrir andlit bera framleiðsluvörurnar við störf sín.
EPA

Kór­óna­veirur eru nokkuð algeng orsök kvefs og önd­un­ar­færa­sýk­inga almennt hjá mönnum en þegar ný afbrigði ber­ast úr dýrum í menn er þekkt að kór­óna­veiru­sýk­ingar geta verið alvar­leg­ar, segir í sam­an­tekt á vef Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins. Þar er bent á að flest til­felli utan Kína hafa kom­ið ­upp í Asíu en WHO og Sótt­varna­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins (ECDC) hafi hvatt ­sótt­varna­yf­ir­völd um heim allan að gera ráð­staf­anir til að geta brugð­ist fljótt við ef veikin berst til fleiri landa.

Í ljósi þess hefur sótt­varna­læknir í sam­vinnu við al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, hafið vinnu í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­and­i við­bragðs­á­ætl­anir um alvar­lega smit­sjúk­dóma, CBRNE, og við­bragðs­á­ætl­anir um ­sótt­varnir á alþjóða­flug­völl­um.

Við­brögð á Íslandi fel­ast meðal ann­ars í því far­þegar á Kefla­vík­ur­flug­velli sem koma til lands­ins munu fá skila­boð þess eðlis að ef þeir eru með merki um önd­un­ar­færa­sýk­ingu og hafa verið í Wuhan á und­an­gengnum 14 ­dögum eða hafa verið í sam­gangi við ein­stak­linga með grun­aða eða stað­festa ­sýk­ingu, þá þurfi að gera á þeim lækn­is­fræði­legt mat á flug­vell­in­um.

Einnig verða ein­kenna­lausir far­þegar sem hafa verið í Wuhan beðn­ir um að gefa sig fram. Þessir ein­stak­lingar geta vænst þess verða settir í sótt­kví í ein­hverja daga.

Þessar aðgerðir miða að því að finna sýkta og hugs­an­lega smit­aða ein­stak­linga sem fyrst og forða þannig frek­ari útbreiðslu inn­an­lands.

Þá hafa allar heil­brigð­is­stofn­anir á land­inu verið upp­lýstar um hina nýju veiru og þær hvattar til að upp­færa sínar við­bragðs­á­ætl­anir og huga að sínum við­brögðum m.a. ein­angr­un­ar­að­stöðu.

Heilbrigðisstarfsmaður tekur sýni af ferðamanni á flugvelli í Taívan.
EPA

Á heima­síðu emb­ættis land­læknis hefur verið komið upp sér­stakri síðu með upp­lýs­ingum og leið­bein­ingum sem tengj­ast hinni nýju veiru, bæði fyr­ir­ al­menn­ing og heil­brigð­is­starfs­menn. Þar munu verða birtar nýj­ustu fréttir um ­sýk­ing­una og leið­bein­ingar upp­færðar eins og þurfa þyk­ir.

Beita þarf almennu hrein­læti

Engin sér­stök með­ferð er til við kór­óna­veiru­sýk­ingum og ekki er til bólu­efni gegn þess­ari veiki. Til að forð­ast smit vegna kór­ónu­veiru, ­svipað og inflú­ensu, er mik­il­vægt að beita almennu hrein­læti, svo sem  hand­þvotti og/eða hand­sprittun ef ekki er að­gengi að vatni og sápu.

„Ferða­langar á svæðum þar sem þessi veiki hefur komið upp­ ættu að forð­ast umgengni við lif­andi og dauð dýr, sér­stak­lega dýra­mark­aði, og veika ein­stak­linga. Hand­hreinsun eftir snert­ingu við yfir­borð sem margir kom­a við, s.s. á flug­völl­um, getur einnig dregið úr smit­hætt­u,“ segir í leið­bein­ingum á vef emb­ættis land­lækn­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar