Ár óverðtryggðu lánanna

Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.

Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Auglýsing

Óverðtryggð lán sem íslenskir bankar veittu með veði í húsnæði jukust um 80 milljarða króna í fyrra. Alls fór heildarumfang þeirra úr því að vera 289 milljarðar króna í 369 milljarðar króna. Það er aukning upp á tæp 28 prósent.

Á sama tíma drógust verðtryggð lán sem bankarnir eiga saman um 27,3 milljarða króna. Ástæðan fyrir því er meðal annars að finna í að Íbúða­lána­sjóður ákvað að kaupa 50 millj­arða króna safn af verð­tryggðum lánum af Arion banka og átti sú sala sér stað í sept­em­ber 2019. Ef lána­safnið hefði ekki verið selt til Íbúða­lána­sjóðs, sem hefur dregið sig mjög saman á útlána­mark­aði á und­an­förnum árum og lánar ein­ungis verð­tryggt, hefði verið aukning á verðtryggðum lánum íslensku bankanna. 

Hlutfallið á útlánum banka til húsnæðiskaupa fór því úr að vera 69 prósent verðtryggð lán og 31 prósent óverðtryggð í árslok 2018 í að vera 62 prósent verðtryggð og 38 prósent óverðtryggð. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands um stöðu bankakerfisins á Íslandi. 

Aukning í óvertryggðu hjá lífeyrissjóðum

Lífeyrissjóðir landsins eru hinn stóri aðilinn á útlánamarkaði. Þeir bjóða upp á mun betri vaxtakjör en bankarnir en á móti eru mun færri sem uppfylla lántökuskilyrði hjá þeim. Á mannamáli þýðir það að lífeyrissjóðirnir lána lægra lánshlutfall, lægri hámarksupphæð og setja þrengri skorður gagnvart hverjum þeir lána. Lægstu vext­irnir sem eru í boði hjá lífeyrissjóðum eru hjá Birtu, sem lánar verðtryggt á 1,69 pró­­sent breytilegum vöxtum, en þar er hámarks­­lánið reyndar 65 pró­­sent af kaup­verð­i. Til samanburðar býður Landsbankinn best í þeim lánaflokki af öllum bönkunum, 3,2 prósent vexti upp að 70 prósent af kaupverði. Vextir þess banka sem býður best eru því næstum tvisvar sinnum hærri en vextir þess lífeyrissjóðs sem er með lægstu vextina. 

Auglýsing
Þeir juku útlán sín verulega á síðasta ári. Alls lán­uðu líf­eyr­is­sjóð­irn­ir  92,4 millj­arða króna í sjóðs­fé­laga­lán á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs. Mest hafa þeir lánað 99,2 millj­arða króna á einu ári, en það gerð­ist árið 2017. Allt bendir til þess að 100 millj­arða króna útlána­m­úr­inn hafi verið rof­inn í fyrra og að það ár verði þar með metár. 

Í lok nóvember 2019 höfði þeir lánað 409 milljarða króna í verðtryggð lán til sjóðsfélaga en um 110 milljarða króna í óverðtryggðu. Hlutfallið hjá þeim var því þannig að 21 prósent útlána lífeyrissjóðanna til sjóðsfélaga voru óverðtryggð en 79 prósent verðtryggð. 

Alls jukust óverðtryggð lán lífeyrissjóða um 37,5 prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra en verðtryggðu lánin um 15,8 prósent. Þótt verðtryggðu lánin séu enn mikill meirihluti útlánanna þá er ljóst að þau óverðtryggðu sóttu í sig veðrið.

Athyglisverð þróun

Útlánaaukning lífeyrissjóðanna er athyglisverð af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að það hægði veru­lega á hækkun hús­næð­is­verðs í fyrra, en vísi­tala kaup­verðs alls íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 2,2 pró­sent á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019. Til sam­an­burðar hækk­aði hús­næði­verðið um 13,6 pró­sent á árinu 2017 og  5,8 pró­sent á árinu 2018.

Í öðru lagi þá var umtals­verð verð­bólga í lok árs 2018 og í byrjun árs 2019 og reis hæst í des­em­ber 2018 þegar hún var 3,7 pró­sent. Verð­bólga hefur veru­leg áhrif á lánakjör fjölda Íslend­inga þar sem flestir þeirra eru með verð­tryggð lán. Þegar leið á árið í fyrra lækk­aði verð­bólgan hins vegar skarpt og í des­em­ber 2019 mæld­ist hún tvö pró­sent, vel undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands.

Í þriðja lagi hafa stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LSR), Líf­eyr­is­sjóður verzlunarmanna og Gildi allir reynt að draga úr eft­ir­spurn eftir sjóðs­fé­laga­lánum hjá sér með því að þrengja lána­skil­yrði og hækka vexti hjá sér. 

Lán­tak­endur sjóða að leita aftur í verð­tryggt

Í októ­ber 2019 gerð­ist það í þriðja sinn í sögu íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins að sjóðsfélagar tóku meira að láni óverð­­tryggt en verð­­tryggt. Í hin tvö skipt­in, í des­em­ber 2018 og í jan­úar 2019, hafði verð­­bólga hækkað nokkuð skarpt og var á bil­inu 3,4 til 3,7 pró­­sent, eftir að hafa verið að mestu undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miði Seðla­­bank­ans frá því í febr­­úar 2014. Í októ­ber var hún hins vegar 2,8 pró­­sent og spár gerðu ráð fyrir að verð­­bólgan myndi fara við og jafn­­vel undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­mið í nán­­ustu fram­­tíð. Það gerð­ist síð­an, líkt og áður sagði, í des­em­ber þegar skörp lækkun skil­aði verð­bólg­unni niður í tvö pró­sent. 

Þessar vænt­ingar skil­uðu því að algjör við­snún­ingur varð í lán­tökum sjóðsfélaga líf­eyr­is­sjóð­anna á ný. Alls voru 65 pró­sent nýrra útlána í nóv­em­ber 2019 verð­tryggð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar