Ár óverðtryggðu lánanna

Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.

Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Auglýsing

Óverð­tryggð lán sem íslenskir bankar veittu með veði í hús­næði juk­ust um 80 millj­arða króna í fyrra. Alls fór heild­ar­um­fang þeirra úr því að vera 289 millj­arðar króna í 369 millj­arðar króna. Það er aukn­ing upp á tæp 28 pró­sent.

Á sama tíma dróg­ust verð­tryggð lán sem bank­arnir eiga saman um 27,3 millj­arða króna. Ástæðan fyrir því er meðal ann­ars að finna í að Íbúða­lána­­sjóður ákvað að kaupa 50 millj­­arða króna safn af verð­­tryggðum lánum af Arion banka og átti sú sala sér stað í sept­­em­ber 2019. Ef lána­safnið hefði ekki verið selt til Íbúða­lána­­sjóðs, sem hefur dregið sig mjög saman á útlána­­mark­aði á und­an­­förnum árum og lánar ein­ungis verð­­tryggt, hefði verið aukn­ing á verð­tryggðum lánum íslensku bank­anna. 

Hlut­fallið á útlánum banka til hús­næð­is­kaupa fór því úr að vera 69 pró­sent verð­tryggð lán og 31 pró­sent óverð­tryggð í árs­lok 2018 í að vera 62 pró­sent verð­tryggð og 38 pró­sent óverð­tryggð. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðla­banka Íslands um stöðu banka­kerf­is­ins á Ísland­i. 

Aukn­ing í óver­tryggðu hjá líf­eyr­is­sjóðum

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru hinn stóri aðil­inn á útlána­mark­aði. Þeir bjóða upp á mun betri vaxta­kjör en bank­arnir en á móti eru mun færri sem upp­fylla lán­töku­skil­yrði hjá þeim. Á manna­máli þýðir það að líf­eyr­is­sjóð­irnir lána lægra láns­hlut­fall, lægri hámarks­upp­hæð og setja þrengri skorður gagn­vart hverjum þeir lána. Lægstu vext­irnir sem eru í boði hjá líf­eyr­is­sjóðum eru hjá Birtu, sem lánar verð­tryggt á 1,69 pró­­­sent breyti­legum vöxt­um, en þar er hámarks­­­lánið reyndar 65 pró­­­sent af kaup­verð­i. Til sam­an­burðar býður Lands­bank­inn best í þeim lána­flokki af öllum bönk­un­um, 3,2 pró­sent vexti upp að 70 pró­sent af kaup­verði. Vextir þess banka sem býður best eru því næstum tvisvar sinnum hærri en vextir þess líf­eyr­is­sjóðs sem er með lægstu vext­ina. 

Auglýsing
Þeir juku útlán sín veru­lega á síð­asta ári. Alls lán­uðu líf­eyr­is­­sjóð­irn­ir  92,4 millj­­arða króna í sjóðs­­fé­laga­lán á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­­asta árs. Mest hafa þeir lánað 99,2 millj­­arða króna á einu ári, en það gerð­ist árið 2017. Allt bendir til þess að 100 millj­­arða króna útlána­m­úr­inn hafi verið rof­inn í fyrra og að það ár verði þar með metár. 

Í lok nóv­em­ber 2019 höfði þeir lánað 409 millj­arða króna í verð­tryggð lán til sjóðs­fé­laga en um 110 millj­arða króna í óverð­tryggðu. Hlut­fallið hjá þeim var því þannig að 21 pró­sent útlána líf­eyr­is­sjóð­anna til sjóðs­fé­laga voru óverð­tryggð en 79 pró­sent verð­tryggð. 

Alls juk­ust óverð­tryggð lán líf­eyr­is­sjóða um 37,5 pró­sent á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins í fyrra en verð­tryggðu lánin um 15,8 pró­sent. Þótt verð­tryggðu lánin séu enn mik­ill meiri­hluti útlán­anna þá er ljóst að þau óverð­tryggðu sóttu í sig veðr­ið.

Athygl­is­verð þróun

Útlána­aukn­ing líf­eyr­is­sjóð­anna er athygl­is­verð af nokkrum ástæð­um. Í fyrsta lagi vegna þess að það hægði veru­­lega á hækkun hús­næð­is­verðs í fyrra, en vísi­tala kaup­verðs alls íbúð­­ar­hús­næðis á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hækk­­aði um 2,2 pró­­sent á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019. Til sam­an­­burðar hækk­­aði hús­næð­i­verðið um 13,6 pró­­sent á árinu 2017 og  5,8 pró­­sent á árinu 2018.

Í öðru lagi þá var umtals­verð verð­­bólga í lok árs 2018 og í byrjun árs 2019 og reis hæst í des­em­ber 2018 þegar hún var 3,7 pró­­sent. Verð­­bólga hefur veru­­leg áhrif á lána­kjör fjölda Íslend­inga þar sem flestir þeirra eru með verð­­tryggð lán. Þegar leið á árið í fyrra lækk­­aði verð­­bólgan hins vegar skarpt og í des­em­ber 2019 mæld­ist hún tvö pró­­sent, vel undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miði Seðla­­banka Íslands.

Í þriðja lagi hafa stærstu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi allir reynt að draga úr eft­ir­­spurn eftir sjóðs­­fé­laga­lánum hjá sér með því að þrengja lána­skil­yrði og hækka vexti hjá sér. 

Lán­tak­endur sjóða að leita aftur í verð­­tryggt

Í októ­ber 2019 gerð­ist það í þriðja sinn í sögu íslenska líf­eyr­is­­­sjóða­­­kerf­is­ins að sjóðs­fé­lagar tóku meira að láni óverð­­­tryggt en verð­­­tryggt. Í hin tvö skipt­in, í des­em­ber 2018 og í jan­úar 2019, hafði verð­­­bólga hækkað nokkuð skarpt og var á bil­inu 3,4 til 3,7 pró­­­sent, eftir að hafa verið að mestu undir 2,5 pró­­­sent verð­­­bólg­u­­­mark­miði Seðla­­­bank­ans frá því í febr­­­úar 2014. Í októ­ber var hún hins vegar 2,8 pró­­­sent og spár gerðu ráð fyrir að verð­­­bólgan myndi fara við og jafn­­­vel undir 2,5 pró­­­sent verð­­­bólg­u­­­mark­mið í nán­­­ustu fram­­­tíð. Það gerð­ist síð­­an, líkt og áður sagði, í des­em­ber þegar skörp lækkun skil­aði verð­­bólg­unni niður í tvö pró­­sent. 

Þessar vænt­ingar skil­uðu því að algjör við­­snún­­ingur varð í lán­­tökum sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­­sjóð­anna á ný. Alls voru 65 pró­­sent nýrra útlána í nóv­­em­ber 2019 verð­­tryggð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Kallar eftir „ákveðni“ stjórnvalda í sóttvarnaraðgerðum
Samkvæmt útreikningum hagfræðiprófessors hefur Ísland forskot í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19, auk þess sem reynsla frá öðrum löndum sýni að harðar sóttvarnaraðgerðir hafi verið árangursríkar.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar