Ár óverðtryggðu lánanna

Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.

Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Auglýsing

Óverð­tryggð lán sem íslenskir bankar veittu með veði í hús­næði juk­ust um 80 millj­arða króna í fyrra. Alls fór heild­ar­um­fang þeirra úr því að vera 289 millj­arðar króna í 369 millj­arðar króna. Það er aukn­ing upp á tæp 28 pró­sent.

Á sama tíma dróg­ust verð­tryggð lán sem bank­arnir eiga saman um 27,3 millj­arða króna. Ástæðan fyrir því er meðal ann­ars að finna í að Íbúða­lána­­sjóður ákvað að kaupa 50 millj­­arða króna safn af verð­­tryggðum lánum af Arion banka og átti sú sala sér stað í sept­­em­ber 2019. Ef lána­safnið hefði ekki verið selt til Íbúða­lána­­sjóðs, sem hefur dregið sig mjög saman á útlána­­mark­aði á und­an­­förnum árum og lánar ein­ungis verð­­tryggt, hefði verið aukn­ing á verð­tryggðum lánum íslensku bank­anna. 

Hlut­fallið á útlánum banka til hús­næð­is­kaupa fór því úr að vera 69 pró­sent verð­tryggð lán og 31 pró­sent óverð­tryggð í árs­lok 2018 í að vera 62 pró­sent verð­tryggð og 38 pró­sent óverð­tryggð. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Seðla­banka Íslands um stöðu banka­kerf­is­ins á Ísland­i. 

Aukn­ing í óver­tryggðu hjá líf­eyr­is­sjóðum

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru hinn stóri aðil­inn á útlána­mark­aði. Þeir bjóða upp á mun betri vaxta­kjör en bank­arnir en á móti eru mun færri sem upp­fylla lán­töku­skil­yrði hjá þeim. Á manna­máli þýðir það að líf­eyr­is­sjóð­irnir lána lægra láns­hlut­fall, lægri hámarks­upp­hæð og setja þrengri skorður gagn­vart hverjum þeir lána. Lægstu vext­irnir sem eru í boði hjá líf­eyr­is­sjóðum eru hjá Birtu, sem lánar verð­tryggt á 1,69 pró­­­sent breyti­legum vöxt­um, en þar er hámarks­­­lánið reyndar 65 pró­­­sent af kaup­verð­i. Til sam­an­burðar býður Lands­bank­inn best í þeim lána­flokki af öllum bönk­un­um, 3,2 pró­sent vexti upp að 70 pró­sent af kaup­verði. Vextir þess banka sem býður best eru því næstum tvisvar sinnum hærri en vextir þess líf­eyr­is­sjóðs sem er með lægstu vext­ina. 

Auglýsing
Þeir juku útlán sín veru­lega á síð­asta ári. Alls lán­uðu líf­eyr­is­­sjóð­irn­ir  92,4 millj­­arða króna í sjóðs­­fé­laga­lán á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­­asta árs. Mest hafa þeir lánað 99,2 millj­­arða króna á einu ári, en það gerð­ist árið 2017. Allt bendir til þess að 100 millj­­arða króna útlána­m­úr­inn hafi verið rof­inn í fyrra og að það ár verði þar með metár. 

Í lok nóv­em­ber 2019 höfði þeir lánað 409 millj­arða króna í verð­tryggð lán til sjóðs­fé­laga en um 110 millj­arða króna í óverð­tryggðu. Hlut­fallið hjá þeim var því þannig að 21 pró­sent útlána líf­eyr­is­sjóð­anna til sjóðs­fé­laga voru óverð­tryggð en 79 pró­sent verð­tryggð. 

Alls juk­ust óverð­tryggð lán líf­eyr­is­sjóða um 37,5 pró­sent á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins í fyrra en verð­tryggðu lánin um 15,8 pró­sent. Þótt verð­tryggðu lánin séu enn mik­ill meiri­hluti útlán­anna þá er ljóst að þau óverð­tryggðu sóttu í sig veðr­ið.

Athygl­is­verð þróun

Útlána­aukn­ing líf­eyr­is­sjóð­anna er athygl­is­verð af nokkrum ástæð­um. Í fyrsta lagi vegna þess að það hægði veru­­lega á hækkun hús­næð­is­verðs í fyrra, en vísi­tala kaup­verðs alls íbúð­­ar­hús­næðis á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hækk­­aði um 2,2 pró­­sent á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019. Til sam­an­­burðar hækk­­aði hús­næð­i­verðið um 13,6 pró­­sent á árinu 2017 og  5,8 pró­­sent á árinu 2018.

Í öðru lagi þá var umtals­verð verð­­bólga í lok árs 2018 og í byrjun árs 2019 og reis hæst í des­em­ber 2018 þegar hún var 3,7 pró­­sent. Verð­­bólga hefur veru­­leg áhrif á lána­kjör fjölda Íslend­inga þar sem flestir þeirra eru með verð­­tryggð lán. Þegar leið á árið í fyrra lækk­­aði verð­­bólgan hins vegar skarpt og í des­em­ber 2019 mæld­ist hún tvö pró­­sent, vel undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miði Seðla­­banka Íslands.

Í þriðja lagi hafa stærstu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi allir reynt að draga úr eft­ir­­spurn eftir sjóðs­­fé­laga­lánum hjá sér með því að þrengja lána­skil­yrði og hækka vexti hjá sér. 

Lán­tak­endur sjóða að leita aftur í verð­­tryggt

Í októ­ber 2019 gerð­ist það í þriðja sinn í sögu íslenska líf­eyr­is­­­sjóða­­­kerf­is­ins að sjóðs­fé­lagar tóku meira að láni óverð­­­tryggt en verð­­­tryggt. Í hin tvö skipt­in, í des­em­ber 2018 og í jan­úar 2019, hafði verð­­­bólga hækkað nokkuð skarpt og var á bil­inu 3,4 til 3,7 pró­­­sent, eftir að hafa verið að mestu undir 2,5 pró­­­sent verð­­­bólg­u­­­mark­miði Seðla­­­bank­ans frá því í febr­­­úar 2014. Í októ­ber var hún hins vegar 2,8 pró­­­sent og spár gerðu ráð fyrir að verð­­­bólgan myndi fara við og jafn­­­vel undir 2,5 pró­­­sent verð­­­bólg­u­­­mark­mið í nán­­­ustu fram­­­tíð. Það gerð­ist síð­­an, líkt og áður sagði, í des­em­ber þegar skörp lækkun skil­aði verð­­bólg­unni niður í tvö pró­­sent. 

Þessar vænt­ingar skil­uðu því að algjör við­­snún­­ingur varð í lán­­tökum sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­­sjóð­anna á ný. Alls voru 65 pró­­sent nýrra útlána í nóv­­em­ber 2019 verð­­tryggð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar