57 færslur fundust merktar „sjúkdómar“

Veikindi að vetri eru algeng enda þrífast og dafna margar veirur vel í kulda.
Af hverju verðum við oftar veik á veturna?
Flensur ýmis konar fylgja gjarnan vetrinum, það þekkjum við flest, og vitum að það tengist inniveru og samkomum ýmis konar yfir hátíðirnar. En nú hefur ný rannsókn bent á enn einn þáttinn sem hefur áhrif og gerir kalda vetur að flensutíð mikilli.
10. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
6. desember 2022
Hjúkrunarfræðingur bólusetur karlmann í Bandaríkjunum gegn apabólu. Bóluefni gegn bólusótt gagnast til að verjast apabólu.
Nafni apabólu verður líklega breytt
Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að breyta nafninu á sjúkdómi þeim sem nú er kallaður apabóla. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur ákveðið að enska heitinu monkeypox verði breytt í mpox.
3. desember 2022
Veiran greindist í tveimur sjúklingum í Gana sem báðir létust. Beðið er niðurstöðu úr rannsóknum á blóðsýnum fólks sem þá umgekkst.
Hin mjög svo banvæna Marburg-veira
Að minnsta kosti tveir hafa látist í Gana vegna sjúkdóms sem Marburg-veiran veldur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur þungar áhyggjur af stöðunni enda voru sjúklingarnir tveir ótengdir. Dánartíðni er talin vera allt upp í 88 prósent.
20. júlí 2022
DNA-rannsóknir voru notaðar til að svipta hulunni af því hvar og hvenær svarti dauði kom til sögunnar.
684 ára ráðgáta um svarta dauða leyst – tennur úr fyrstu fórnarlömbum lykillinn
Í áratugi hafa vísindamenn reynt að komast að því hvar hin mjög svo mannskæða pest, svarti dauði, átti uppruna sinn. Nýjar rannsóknir benda til að faraldurinn hafi sprungið út árið 1338 á svæði sem Kirgistan er nú að finna.
16. júní 2022
Veiran sem olli SARS átti líkt og sú sem veldur COVID-19 upptök sín í leðurblökum.
SARS-CoV: Veiran sem hvarf
Þó að veiran sem olli SARS-sjúkdómnum, frænka þeirrar sem nú veldur COVID-19, virðist hafa horfið hvílir hún „án nokkurs vafa áfram í einhverjum náttúrulegum hýsli, sennilegast leðurblökum, og gæti mögulega komið fram aftur“.
24. júní 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
29. maí 2020
Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Kynjamunur og COVID-19: „Það er eitthvað í gangi, það er alveg ljóst“
Konur virðast almennt síður veikjast alvarlega af COVID-19 en karlar. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram. Sumar benda á umhverfis-, félagslega eða þjóðfélagslega þætti en aðrar á líffræðilegan mun kynjanna – á litninga og hormóna.
12. maí 2020
Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Hægt að búa til veirur á rannsóknarstofum
Bandaríkjaforseti segist hafa upplýsingar um að nýja kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu. Arnar Pálsson erfðafræðingur segir ekkert benda til þess þó að fræðilega séð sé hægt að búa til veiru úr öðrum þekktum veirum.
11. maí 2020
Arnar Pálsson erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands.
„Við erum bara hýslar, bara leiksvið fyrir veiruna“
Getur nýja kórónuveiran stökkbreyst og orðið hættulegri? Hún mun þróast en við getum haft áhrif á hvernig það gerist með því að fækka smitum. Þannig breytum við leiksviðinu og minnkum möguleikana á að hún stökkbreytist, segir Arnar Pálsson erfðafræðingur.
10. maí 2020
Auðar götur munu einn daginn fyllast á ný. Og þá gæti allt farið aftur á versta veg.
Ekki nóg að setja á samkomubönn til að verjast veirunni
Ekki er nóg að banna fólki að fara út, loka veitingahúsum og skólum. Slíkum aðgerðum verða að fylgja umfangsmiklar lýðheilsuvarnir. Annars gæti allt farið á versta veg á ný. Nauðsynlegt er að finna smitaða, einangra og rekja smit.
22. mars 2020
330 smit staðfest og yfir 3.700 í sóttkví
Landlæknir birtir nú einu sinni á dag upplýsingar um útbreiðslu nýju kórónuveirunnar á Íslandi. Í dag hafa 330 smit verið staðfest og er allt það fólk í einangrun.
19. mars 2020
Yfir 6.500 sýni verið tekin
Nú eru birtar opinberlega tölur um sýnatökur bæði Landspítalans og Íslenskrar erfðagreiningar. Á sunnudag voru tekin tæplega 1.500 sýni.
18. mars 2020
Rannsaka andlát manns sem var með COVID-19
Erlendur ferðamaður sem leitaði til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands vegna alvarlegra veikinda í gær reyndist smitaður af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
17. mars 2020
Grímur verða gagnslitlar þegar þær blotna í gegn.
Grímur ekki gagnslausar en geta veitt falskt öryggi
Ef fólk í áhættuhópum þarf að fara út í búð nú á tímum kórónuveirunnar, ætti það að vera með andlitsgrímur og jafnvel hanska? Grímur geta gert gagn en þær geta líka veitt falskt öryggi.
17. mars 2020
Ekki takmark yfirvalda að meirihluti þjóðarinnar smitist af veirunni
Enn bendir allt til þess að innan við eitt prósent almennings hér á landi hafi sýkst af COVID-19 og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda séu að bera árangur. „Nú gildir að vera þolinmóð, umburðarlynd og sýna kærleika,” segir Víðir Reynisson.
16. mars 2020
Að njóta fallegs sólarlags er gott fyrir andlegu heilsuna.
Hvernig skal haga sér í sóttkví: Lítil hætta á að smita aðra í gönguferð
Farðu út á svalir og dragðu djúpt að þér andann. Farðu út í garð, hlustaðu á fuglasönginn og athugaðu með vorlaukana. Farðu í gönguferð eða bíltúr. Það að vera í sóttkví þýðir ekki að þú þurfir að loka þig af svo lengi sem þú ferð að öllu með gát.
16. mars 2020
Markúsartorgið í Feneyjum er nær mannlaust.
Aldraðir Bretar beðnir að halda sig til hlés næstu mánuði
Feneyjar virðast mannlausar og gondólarnir liggja bundnir við bryggjur. Ásýnd New York-borgar mun taka miklum breytingum í dag þegar fólk getur ekki lengur farið inn á veitingastaði og bari. Skólum þar hefur einnig verið aflýst.
16. mars 2020
Ríkin sem (virðast) hafa náð tökum á útbreiðslunni
Þó að enn sé of snemmt að fullyrða hvaða aðgerðir hafi reynst best í baráttunni gegn útbreiðslu COVID-19 er ljóst að róttækar aðgerðir nokkurra Asíuríkja virðast hafa skilað árangri.
14. mars 2020
Að ferðast á tímum kórónuveirunnar
Ertu á leið í ferðalag eða að velta því fyrir þér að fara í ferðalag og ert óviss vegna Covid-19 veirunnar?
13. mars 2020
Hvernig forðast ég smit?
Þú getur varið þig og aðra gegn smiti nýju kórónuveirunnar með því að fylgja einföldum ráðum.
13. mars 2020
Samkomubann frá 15. mars
Sóttvarnarlæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomubann verði sett á frá miðnætti 15. mars sem gildi í fjórar vikur. Viðburðir þar sem fleiri en hundrað manns koma saman verða óheimilir.
13. mars 2020
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar er hafin.
12 þúsund höfðu bókað sýnatöku klukkan 9 í morgun
Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir nýju kórónaveirunni klukkan tíu í morgun. Vonast er til þess að hægt verði að taka um þúsund sýni á dag.
13. mars 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári byrjar að skima í dag
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar býst við að tekin verði um þúsund sýni á dag þegar skimun hefst.
13. mars 2020
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Fyrsta dauðsfallið í Noregi af völdum COVID-19
Forsætisráðherra Noregs hefur greint frá fyrsta dauðsfallinu í landinu vegna nýju kórónuveirunnar. Um er að ræða aldraða manneskju sem hafði undirliggjandi sjúkdóma.
13. mars 2020
Fólk að veikjast viku eftir smit
Skilaboð frá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni til þjóðarinnar: Höldum ró okkar, það skiptir öllu máli að við séum yfirveguð og látum ekki slá okkur út af laginu. Við erum áfallaþolin þjóð. Hættum ekki að vera til, höldum áfram að hittast og lifa lífinu.
12. mars 2020
Viðbrögð við COVID-19 í hnotskurn
Stjórnvöld víða um heim hafa gripið til varúðarráðstafana vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Ferðatakmarkanir eru í gildi, á þriðja tug ríkja hafa ákveðið að loka skólum og verslanir og margvísleg önnur þjónustufyrirtæki hafa skellt í lás.
12. mars 2020
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Danir hamstra mat vegna yfirvofandi aðgerða gegn COVID-19
Danski forsætisráðherrann Mette Frederiksen tilkynnti í gærkvöldi að gripið yrði til mjög hertra aðgerða vegna COVID-19. Hún hafði varla sleppt orðinu þegar matvöruverslanir fylltust af fólki að hamstra mat þótt engin þörf væri á slíku.
12. mars 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Trump leiðréttir sjálfan sig: „Takmarkanirnar stöðva fólk ekki varning“
Ferðabann Trumps mun ekki ná til allrar Evrópu heldur til Schengen-svæðisins. Ísland er samkvæmt því í hópi þeirra landa sem ferðabannið nær til.
12. mars 2020
Tom Hanks og Rita Wilson.
Tom Hanks greindur með nýju kórónuveiruna
Leikarahjónin Tom Hanks og Rita Wilson hafa greinst með nýju kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þau eru stödd í Ástralíu og eru komin í sóttkví.
12. mars 2020
Að hægja á útbreiðslu veirunnar „mun bjarga mannslífum“
Ætti ekki bara að leyfa nýju kórónuveirunni að hafa sinn gang, að smitast milli sem flestra svo að faraldurinn fjari sem fyrst út? Stutta svarið er: Nei. Langa svarið er: Nei, alls ekki.
11. mars 2020
Nýja kórónuveiran hefur verið greind í 104 löndum.
Fyrsta þriðja stigs smitið staðfest
Eitt svokallað þriðja stigs tilfelli smits nýju kórónuveirunnar hefur verið greint hér á landi. Langflest smit hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu utan tveggja sem greinst hafa á Suðurlandi.
10. mars 2020
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Danir grípa til hertra aðgerða – öllum flugferðum frá áhættusvæðum aflýst
Stjórnvöld í Danmörku hafa tilkynnt um hertar aðgerðir til að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Forsætisráðherrann hvetur fólk til að taka ástandið alvarlega. „Allir þurfa að breyta hegðun sinni.“
10. mars 2020
„Megum ekki láta veiruna yfirtaka allt“
Engin smit hafa greinst hér á landi hjá fólki sem ekki var á skíðum í Ölpunum eða í nánu samneyti við þá ferðalanga. Öll skíðasvæði í Ölpunum eru nú áhættusvæði og Íslendingar eru beðnir að sleppa ónauðsynlegum ferðum þangað.
9. mars 2020
Veiran hefur verið einna skæðust í Íran. Þar hafa 237 látist af hennar völdum.
Vísbendingar um að COVID-19 hafi náð hámarki í norðausturhluta Asíu
Vísindamenn segja of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif hlýindi vorsins munu hafa á nýju kórónuveiruna. Aðrar skyldar veirur þrífast betur í kulda. Sextíu hafa greinst með veiruna hér á landi.
9. mars 2020
Quang Đăng dansar ásamt vini sínum handþvottardansinn fræga.
„Við skulum þvo okkur um hendurnar, nudda, nudda, nudda, nudda þeim saman“
Tónlistarmyndband frá Víetnam um mikilvægi handþvottar á tímum kórónuveirunnar hefur slegið í gegn.
8. mars 2020
Fimm hjúkrunarfræðingar á Landspítala smitaðir
Ein vakt á Landsspítalanum er í sóttkví eftir að fimm hjúkrunarfræðingar greindust með smit. Alls eru 55 nú greindir smitaðir af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
8. mars 2020
Kári étur ofan í sig fyrri orð og vonast til að hefja skimanir um miðja næstu viku
Forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hefur snúist hugur um endanleika þeirrar ákvörðunar að hætta við að skima fyrir veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
8. mars 2020
Kári Stefánsson er forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári má skima fyrir kórónaveirunni án leyfis
Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að Íslensk erfðagreining þurfi ekki leyfi til að skima eftir kórónaveirunni. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það væri hætt við skimun vegna aðfinnslna stofnanna tveggja.
8. mars 2020
Ljósmóðir tekur á móti barni á sjúkrahúsi í Wuhan-borg í Kína. Vegna gruns um að móðirin væri smituð af kórónuveirunni var gripið til mikilla varúðarráðstafana við fæðinguna.
Fjórðungur Ítala í sóttkví
Fólk í fimmtán héruðum Ítalíu er beðið um að ferðast ekki að nauðsynjalausu um og út af svæðinu og lögreglan hefur heimildir til að stöðva fólk og spyrja hvert för þess sé heitið og af hverju. Tilfellum í Kína fer nú fækkandi.
8. mars 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Einfaldar aðgerðir geta bjargað mannslífum í baráttunni gegn COVID-19
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að lykilfólk í heilbrigðiskerfinu og á sviði almannavarna hafi staðið sig frábærlega við við mjög krefjandi aðstæður. Samstöðu allra þurfi til að ná árangri.
8. mars 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ráðherra ætlar að beita sér fyrir því að Íslensk erfðagreining muni skima
Heilbrigðisráðherra ætlar að reyna að fá Kára Stefánsson til að skipta um skoðun svo að af skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir nýju kórónaveirunni geti orðið meðal almennings.
8. mars 2020
Kári mun ekki skima fyrir veirunni: Þetta er endanleg ákvörðun
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, bauð fram krafta fyrirtækisins til að skima fyrir kórónuveirunni. Nú er ljóst að af því verður ekki.
7. mars 2020
Rannsóknir sýna að fólk snertir andlit sitt að meðaltali 23 sinnum á klukkutíma.
Fjögur ráð til að hætta að snerta á sér andlitið
Áttu það til að nudda augun í tíma og ótíma? Klæjar þig stöðugt í nefið og lætur það eftir þér að klóra þér með höndunum? Þú ert ekki einn, svo mikið er víst. En þetta er kannski ekki svo sniðugt nú þegar skæð veirusýking geisar.
6. mars 2020
Katrín: Óumflýjanlegt að setja takmarkanir á mannamót
„Það er hins vegar þannig að það er óumflýjanlegt að einhverjar takmarkanir verða settar á mannamót og samkomur á næstunni til að hefta útbreiðsluna,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Neyðarstigi vegna kórónuveiru hefur verið lýst yfir.
6. mars 2020
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári býðst til að skima fyrir veirunni
Nýja kórónuveiran hefur nú greinst hjá 43 einstaklingum hér á landi. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit.
6. mars 2020
34 smitaðir og nýtt áhættusvæði skilgreint
Staðfest er að 34 Íslendingar eru smitaðir af kórónaveirunni. Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara ekki að nauðsynjalausu til fjögurra landa og eins svæðis í Austurríki.
5. mars 2020
Yfir 90 þúsund  manns hafa greinst með nýju kórónuveiruna.
Spurt og svarað um COVID-19
Hvers vegna er gott að syngja afmælissönginn á meðan maður þvær sér um hendurnar? Og skiptir handþvottur raunverulegu máli? Svör við þessu og miklu fleiri spurningum má finna í þessari frétt.
4. mars 2020
Heimsbyggðin á „áður óþekktum slóðum“ vegna nýju kórónuveirunnar
Nýja kórónuveiran er einstök og hefur einstaka eiginleika, segir framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. „Við höfum ekkert annað val en að bregðast við núna.“
2. mars 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
28. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
27. febrúar 2020
Til margþættra aðgerða hefur verið gripið í Kina og víðar vegna faraldursins.
„Ekki samsæri, aðeins harmleikur“
Kínverjar beita nú fleiri aðferðum en áður við samantektir á fjölda látinna og sýktra vegna veirunnar Covid-19. Þar með hefur tala látinna hækkað skarpt. Þetta er ekki samsæri heldur harmleikur, segir pistlahöfundur.
13. febrúar 2020
Maður stendur í lestí Taívan. Þangað hefur veiran nú breiðst og áhrif á samfélagið þegar orðin nokkur.
Fjöldi sýktra utan Kína mögulega „toppurinn á ísjakanum“
Nýja kórónaveiran er lúmsk. Hún getur leynst í líkamanum lengi án þess að greinast. Í því felst hættan á mikilli útbreiðslu. Ef ekki næst að hemja hana gætu jafnvel 60% jarðarbúa sýkst.
11. febrúar 2020
Kínverjar reistu sjúkrahús fyrir hundruð sjúklinga á aðeins tíu dögum. Hvert rúm er nú upptekið.
Stökk í dauðsföllum af völdum nýju veirunnar
565 hafa látist, þar af 73 í gær. Yfir 28 þúsund manns hafa smitast síðan í desember, þar af er ástand 3.800 alvarlegt. Ungbarn er meðal smitaðra.
6. febrúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
25. janúar 2020
Lækning við Ebólu mögulega fundin
Tvær nýjar tilraunameðferðir hafa reynst afar áhrifaríkar gegn Ebólu. Um 90 prósent þeirra sjúklinga sem sýktir eru af Ebóluvírusnum og gangast undir slíka meðferð hafa læknast.
15. ágúst 2019