Heimsbyggðin á „áður óþekktum slóðum“ vegna nýju kórónuveirunnar

Nýja kórónuveiran er einstök og hefur einstaka eiginleika, segir framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. „Við höfum ekkert annað val en að bregðast við núna.“

Kórónaveiran
Auglýsing

Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin WHO segir að nýja kór­ónu­veiran hafi ýtt heims­byggð­inni inn á „áður óþekktar slóð­ir“. Læknar hafi aldrei fyrr ­séð önd­un­ar­færa­sýkil breið­ast út í sam­fé­lögum með sama hætti.

Lækn­ir­inn Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri WHO segir að þrátt fyrir að um 90 þús­und hafi nú smit­ast víða um heim og yfir 3.000 lát­ist sé enn hægt að ná tökum á vand­an­um.

Veiran sem veldur sýk­ingu sem kölluð er Covid-19 ­upp­götv­að­ist í Kína í des­em­ber. Fljót­lega var ljóst að hún barst manna á milli­. ­Fyrsta dauðs­fallið er talið hafa verið í byrjun jan­ú­ar. Hún breidd­ist fyrst út í borg­inni Wuhan og svo um hér­aðið Hubei. Síðan þá hefur hún borist og verið í greind í  62 lönd­um, m.a. á Íslandi þar ­sem sex til­felli hafa nú verið stað­fest. Marg­fallt fleiri smit­ast nú dag hvern utan meg­in­lands Kína en innan þess.

Auglýsing

Ghebr­eyesus segir að útbreiðsla sjúk­dóms­ins á heims­vísu væri ekki „ein­stefna“ og hægt væri að berj­ast gegn honum ef ríki heims brygð­ust hratt og örugg­lega við. Þar skiptu aðgerðir er varða sótt­kví og ein­angrun mestu. „Við höfum ekk­ert annað val en að bregð­ast við nún­a.“ Hann ráð­lagði stjórn­völdum í hverju landi fyrir sig að skoða sín við­brögð vand­lega, ekki væri til ein ­upp­skrift af aðgerðum sem hent­aði öll­um. Hann sagði veiruna „ein­staka og hafa ein­staka eig­in­leika“.

Það land utan Kína sem einna verst hefur orðið úti er Ítal­ía. Í dag, mánu­dag, hafði tala lát­inna vegna sjúk­dóms­ins hækkað í 52 úr 34 á einum sól­ar­hring. Þar hafa tæp­lega 2.000 manns greinst með veiruna.

G­hebr­eyesus bendir á að átta lönd hafi ekki til­kynnt um ný smit í tvær vikur og virð­ast því hafa náð tökum á útbreiðsl­unni.

Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin hefur ekki lýst yfir­ heims­far­aldri vegna veirunn­ar. Það er þó til sífelldrar end­ur­skoð­un­ar.

Um 90% allra til­fella hafa greinst í Kína. Af þeim 8.800 til­fellum sem greinst hafa utan þess eru 81% í fjórum lönd­um: Íran, ­Suð­ur­-Kóreu, Ítalíu og Jap­an.

Ótt­ast er að efna­hags­leg áhrif útbreiðslu veirunnar verð­i ­mik­il, jafn­vel sam­bæri­leg við það sem gerð­ist árið 2009 er mjög hægði á hag­vexti í heim­in­um. Lækk­anir hafa verið á hluta­bréfa­mörk­uðum sem virð­ast í nokk­urs konar rús­sí­bana þessa dag­ana.

Margt er enn á huldu um hvernig veiran hagar sér. Dæmi eru talin um að fólk myndi ekki mótefni og geti sýkst aftur eftir að hafa feng­ið bata. Slíkt á þó eftir að rann­saka bet­ur.Hitamælingar á flugvelli á Filippseyjum. Mynd: EPA

Annað sem vekur furðu – og áhyggjur – er hversu fá til­felli hafa greinst í Afr­íku, heims­álfu sem telur um einn og hálfan millj­arð íbúa. Í flestum lönd­unum er heil­brigð­is­þjón­usta mun verri en þekk­ist til dæmis á Vest­ur­lönd­um. Vís­inda­menn klóra sér í hausnum yfir þessu og velta fyrir sér hvort það sé ein­fald­lega heppni að fleiri hafi ekki sýkst þar. Í gær höfðu aðeins þrjú til­vik verið stað­fest í Afr­íku; í Egypta­landi, Alsír og Níger­íu. Í dag voru til­felli greind í Senegal og Tún­is. Eng­inn dauðs­föll hafa verið stað­fest.

Er veiran hóf að breið­ast út í byrjun árs var varað við því að hún gæti auð­veld­lega orðið að far­aldri í Afr­íku því mörg lönd álf­unnar eru í miklu við­skipta­sam­bandi við Kína og þar starfa millj­ónir Kín­verjar á hverj­u­m ­tíma.

Ghebr­eyesus hefur sagt að heil­brigð­is­yf­ir­völd hafi haft einna mestar áhyggjur af far­aldri þar, ekki síst vegna veikra inn­viða og lé­legrar heil­brigð­is­þjón­ustu.

„Eng­inn veit“ af hverju veiran hefur lítið greinst í Afr­ík­u til þessa, segir lækn­ir­inn Thumbi Ndungu sem starfar við heil­brigð­is­vís­inda­stofnun í Suð­ur­-Afr­íku. „Kannski er það ein­fald­lega af því að ­ferða­lög milli Afr­íku og Kína eru ekki það mik­il.“

Vön því að fást við far­aldra

Ethi­opian Air­lines, stærsta flug­fé­lag Afr­íku, hélt þó áfram að fljúga til Kína eftir að veiran var þar orðin útbreidd. Þá er aug­ljós hætta á því að fólk sem heim­sæki lönd álf­unn­ar, m.a. á ferða­lagi, beri veiruna þang­að ­með sér.

Ein­hverjir vís­inda­menn hafa velt fyrir sér hvort að vist­kerfi Afr­íku, jafn­vel lofts­lag­ið, hafi eitt­hvað með þetta að gera. „Kannski breið­ist veiran ekki út í vist­kerfum Afr­íku, við vitum það ekki,“ segir lækn­ir­inn Y­azdan Yazd­an­panah, sem fer fyrir smit­sjúk­dóma­deild­inni á Bichat-­sjúkra­hús­inu í Par­ís.

Aðrir vís­inda­menn hafa hafnað þess­ari kenn­ingu og segja ekk­ert benda til þess að veiran kjósi hýsla sína eftir lofts­lagi, vist­kerf­um eða erfða­fræði­legum þátt­um.

Sá sem greind­ist fyrstur með veiruna í Nígeríu var Ítali sem þar starf­aði. Hann hafði komið til lands­ins frá Mílanó 24. febr­úar og þá ein­kenna­laus. Hann var settur í ein­angrun fljót­lega eftir kom­una til Nígeríu og haft upp á öllum þeim sem hann hafði átt í sam­skiptum við.

Sér­fræð­ingar í smit­vörnum segja það að eitt fyrsta til­fellið í Afr­íku hafi greinst í Nígeríu séu þegar öllu er á botn­inn hvolft góð­ar­ frétt­ir. Nígería virð­ist vera vel í stakk búin til að bregð­ast við og hefta út­breiðsl­una.

Þá hafa þeir bent á að mörg Afr­íku­lönd hafi góða og mikla þekk­ingu á því hvernig bregð­ast skuli við smit­far­ar­aldri. Nígería sé í þeim hópi.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent