Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni

Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.

Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Auglýsing

Nýja kór­ónu­veiran, Covid-19, hefur nú breiðst út til tæp­lega fimm­tíu landa í öllum heims­álfum utan Suð­ur­skauts­lands­ins. Að minnsta kosti 2.708 hafa lát­ist, allir nema 53 á meg­in­landi Kína. Í gær voru fleiri ný til­felli greind utan Kína en innan þess í fyrsta sinn. Yfir 81 þús­und manns hafa sýkst, þar af um 79 þús­und í Kína.

Lang­flestir hafa náð fullum bata en fréttir ber­ast nú frá­ kín­verskum yfir­völdum að 14% sýktra sem náð hefðu heilsu og verið útskrif­aðir af ­sjúkra­húsum hafi greinst með veiruna á ný. Sam­bæri­legt dæmi er að finna í Jap­an. ­Kona fimm­tugs­aldri sem sýkt­ist og var útskrifuð hefur aftur greinst.

Enn er því margt á huldu um hvernig veiran hagar sér. Aðeins eitt til­vik hefur greinst í Afr­íku enn sem komið er og eitt í Suð­ur­-Am­er­íku. Um 400 hafa greinst með sýk­ing­una á Ítalíu og þaðan er sýk­ingin talin hafa breið­st út til Þýska­lands og Frakk­lands. Í dag voru svo stað­fest til­vik í Dan­mörku, Eist­landi og Rúm­en­íu.

Auglýsing

Þar sem um veiru­sýk­ingu er að ræða duga sýkla­lyf ekki til að vinna á henni. Bati stjórn­ast af styrk ónæm­is­kerfis hvers og eins og flest­ir þeirra sem hafa lát­ist hafa verið með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.

Í ráð­legg­ingum til ferða­manna á vef emb­ættis land­lækn­is­ kemur fram að sótt­varna­læknir mælir með að ferða­menn sleppi ónauð­syn­leg­um ­ferða­lögum til skil­greindra áhættu­svæða þar sem COVID-19 far­aldur er í gangi og ­sam­fé­lags­smit er talið útbreitt. Hafa beri í huga þau áhrif sem aðgerð­ir ­stjórn­valda á þeim svæðum geti haft á ferða­á­ætl­anir og fylgj­ast þurfi vel með­ frétt­um, þar­lendis og á vef emb­ættis land­læknis þar sem skil­grein­ingar á svæð­u­m ­með við­var­andi smit getu breyst hratt.

Í frétt frá sótt­varn­ar­lækni er það sér­stak­lega tekið fram að ekki sé lagst gegn skíða­ferðum til skíða­svæða í Ölp­unum á Norð­ur­-Ítal­íu. Enn ­sem komið er hafa engin til­felli verið stað­fest þar.

Ein­stak­ling­ar, með­ ­bú­setu á Íslandi, sem hafa verið á skil­greindum áhættu­svæðum og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfir­gef­ið skil­greind áhættu­svæði. Ef þeir fá ein­kenni frá önd­un­ar­færum, sér­stak­lega með­ hita, skulu þeir hafa sam­band við Lækna­vakt­ina í síma 1700 eða sína heilsu­gæslu sím­leiðis en ekki mæta óboð­aðir á sjúk­linga­mót­tök­ur.

Scott Morri­son, for­sæt­is­ráð­herra Ástr­al­íu, ákvað í gær að lýsa yfir neyð­ar­á­standi þrátt fyrir að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in, WHO, hafi ekki enn lýst því yfir að um heims­far­aldur sé að ræða. „Við teljum að hættan á því að heims­far­aldur breið­ist út sé mikið undir okkur kom­in,“ sagði Morri­son. Því hafi hann ákveðið að hefja und­ir­bún­ing að við­brögðum við slíkum far­aldri.

Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna seg­ist ekki telja hættu á mik­illi útbreiðslu þar í landi. Mann­eskja í Kali­forníu sem ekki er vitað til að hafi átt í neinum sam­skiptum við sýkt fólk og hefur ekki komið til landa þar ­sem sýk­ingin er útbreidd hefur nú greinst með veiruna. Lang­flestir smit­aðra í sem ­greinst hafa í Banda­ríkj­unum höfðu verið í Wuh­an. Sér­fræð­ingar hafa því nokkrar á­hyggjur af hinu nýja til­felli í Kali­forn­íu. „Það þýðir að það eru ein­hver til­felli þarna úti sem ekki eru greind,“ segir William Schaffner, sér­fræð­ing­ur í veiru­sjúk­dóm­um, í sam­tali við New York Times.

Upp­tök nýju kór­ónu­veirunnar eru rakin til mark­aðar í kín­versku ­borg­inni Wuh­an. Fyrstu til­fellin greindust í des­em­ber. Mikil ferða­lög voru á fólki vegna kín­verska nýárs­ins nokkrum vikum síðar sem jók á hraða út­breiðsl­unnar í land­inu. Kín­versk stjórn­völd hafa verið harð­lega gagn­rýnd ­fyrir að bregð­ast ekki fyrr við, sér­stak­lega í ljósi þess að vís­bend­ingar eru um að þegar í des­em­ber hafi verið vitað að veiran gæti borist manna á milli­, ekki aðeins frá dýrum í menn.

Mis­vísandi skila­boð

Stjórn­völd víða um heim hvetja borg­ar­ana til að halda ró sinni. Bent hefur verið á að í flestum til­vikum eru ein­kenni sýk­ing­ar­inn­ar ­sam­bæri­leg og þau sem hefð­bundin inflú­ensa veld­ur. Og að flestir nái full­u­m bata. Á sama tíma er greint frá umfangs­miklum aðgerðum stjórn­valda í ýmsum­ lönd­um: Landa­mærum er lokað og heilu borg­irnar og svæðin sett í sótt­kví. Ákveð­ið hefur verið að loka öllum skólum í Japan frá 2. mars svo dæmi sé tekið og ­skóla­stjórn­endur í Bret­landi hafa sumið hverjir tekið ákvarð­anir um lokun upp á sitt eins­dæmi.

Þetta gæti virkað eins og mis­ræmi í þeim skila­boðum sem al­menn­ingur fær.  „Ég held að rugl­ing­ur­inn sem fólk finnur fyrir skýrist meðal ann­ars af því hvernig við sem ein­stak­lingar metum hættu. Við lítum á hættu með allt öðrum hætti en stjórn­völd ­gera fyrir heilu lönd­in,“ segir Hannah Devl­in, vís­inda­blaða­maður breska dag­blaðs­ins Guar­di­an.

Torg í verslunarmiðstöð í Peking. Mjög fáir eru á ferli.Hún segir að sem ein­stak­lingar höfum við ákveðna hug­mynd um þá hættu sem við erum til­búin að setja okkur í eða teljum steðja að okk­ur. Það er per­sónu­legt mat og getur verið mis­mun­andi milli fólks. En stjórn­völd eru ekki að hugsa um meðal mann­inn, „þau eru ekki að hugsa um þig,“ bendir Devl­in á. Þau eru að hugsa um sam­fé­lagið í heild, þá sem eru við­kvæm­astir fyr­ir­ ­sýk­ing­um, s.s. eldra fólk, börn með astma og óléttar kon­ur.

Stjórn­völd þurfa líka að gera ráð fyrir alvar­leg­ustu stöð­u ­sem upp geti kom­ið. Bresk yfir­völd gáfu til dæmis út spá í vik­unni þar sem ­sagði að allt að hálf milljón Breta gætu dáið úr veiru­sýk­ing­unni. Þá var mið­að við að 80% þjóð­ar­innar myndi smit­ast. Það er hins vegar afar ólík­legt að það ­ger­ist.

Devlin segir að hættan sé hins vegar sú að þegar almenn­ing­ur ­sjái tölur sem þessar verði hann hrædd­ur. Á sama tíma sé hann að fá skila­boð um að halda ró sinni. Þetta geti orðið til þess að traust á yfir­völdum minnk­ar.

Þetta er til dæmis það sem gerst hefur í Íran. Almenn­ing­ur telur stjórn­völd vera að draga úr hætt­unni, ekki birta réttar upp­lýs­ingar um smit og svo fram­veg­is. Aðstoðar heil­brigð­is­ráð­herr­ann sást ítrekað þurrka svita af enn­inu er hann gaf skýrslu um stöð­una fyrr í vik­unni og sagði að stjórn­völd í Íran hefðu stjórn á útbreiðsl­unni. Dag­inn eftir var hann kom­inn í sótt­kví, ­sjálfur smit­aður af veirunni.

Aðstoðar heilbrigðsráðherra Írans þurfti ítrekað að þurrka svita af andliti sínu á meðan hann gaf skýrslu um ástandið í landinu vegna veirunnar. Staðfest er nú að hann er sýktur.

Í Bret­landi er fólk ekki að draga tölur sem gefnar eru út í efa en sumir eru samt að upp­lifa að verið sé að gefa mis­vísandi skila­boð. Devl­in ­rifjar upp að Matt­hew Hancock, heil­brigð­is­ráð­herra, hafi grín­ast með það í vik­unni að hann myndi lík­lega ekki leggja í ferða­lag til Norð­ur­-Ítalíu nún­a. Það stang­ast hins vegar á við almennar ráð­legg­ingar breskra yfir­valda.

„Þegar far­aldur geisar skiptir hegðun fólks öllu máli þeg­ar kemur að útbreiðslu hans,“ segir Devl­in. „Það skiptir máli að það fari eft­ir ­leið­bein­ing­um, láti vita um ein­kenni og fylgir fyr­ir­mælum um að vera í sótt­kví. Því er sam­band yfir­valda og almennra borg­ara gríð­ar­lega mik­il­vægt og að traust ­ríki þar á milli.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tuttugu og eitt smit greindist innanlands í gær.
Tuttugu og eitt nýtt smit í gær, alls 53 á þremur dögum
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með kórónuveirusmit í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Undanfarna þrjá daga hafa 53 smit greinst innanlands.
Kjarninn 18. september 2020
Svandís féllst á tillögu Þórólfs um lokun skemmtistaða og kráa
Skemmtistaðir og krár á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa lokað yfir fram yfir helgi. Staðir með öðruvísi rekstrarleyfi, t.d. kaffihús og veitingastaðir, mega hafa opið á þeim grundvelli en kráar- og skemmtistaðastarfsemi er óheimil.
Kjarninn 18. september 2020
Þórður Snær Júlíusson
Börn eru börn, hvaðan sem þau koma
Kjarninn 18. september 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Már Guðmundsson orðinn fastur penni hjá Vísbendingu
Fyrrverandi seðlabankastjóri mun skrifa reglulega í Vísbendingu á næstu mánuðum. Í tölublaði vikunnar segir hann það hafa verið rétt ákvörðun að koma á tvöfaldri skimun.
Kjarninn 18. september 2020
Að minnsta kosti tveir austfirskir kjósendur höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir gerðu sér ferð til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum helgarinnar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.
Austfirskir kjósendur fóru í fýluferð til sýslumanns
Dómsmálaráðuneytið þurfti að minna embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á að það væru sveitarstjórnarkosningar í gangi í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Tveimur hið minnsta var vísað frá, er þeir reyndu að greiða atkvæði utan kjörfundar.
Kjarninn 18. september 2020
Hlutafjárútboð Icelandair, sem lauk kl. 16 í gær, gekk að óskum.
Fjárfestar skráðu sig fyrir 37,3 milljörðum í útboði Icelandair
Hlutafjárútboð Icelandair gekk að óskum og raunar var mikil umframeftirspurn eftir hlutum í félaginu. Fjöldi hluthafa í félaginu í kjölfar útboðsins verður yfir 11.000. Bogi Nils þakkar traustið.
Kjarninn 18. september 2020
Skjáskot af heimasíðu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Níu skráð sig úr VG en sex nýir bæst við
None
Kjarninn 17. september 2020
Þórólfur Guðnason greindi frá því að fjöldi fólks sem greinst hafa með veiruna voru á sama vínveitingahúsinu.
Hópsmitið var á Irishman Pub
Sjö þeirra sem greinst hafa með COVID-19 síðustu tvo sólarhringa höfðu farið á Irishman Pub á Klapparstígi 27. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra biður alla þá sem mættu á staðinn síðasta föstudagskvöld að skrá sig í sýnatöku.
Kjarninn 17. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent