Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð

Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.

Sýn - Suðurlandsbraut
AuglýsingMeð bréfi 17. des. 2019 gerði Sýn hf. kröfu á Ingi­björgu Pálma­dótt­ur, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, 365 miðla hf. og Torg ehf. á grund­velli sam­keppn­is­á­kvæða í kaup­samn­ingi Sýnar hf. við 365 hf. (hét áður 365 miðlar hf.) frá 14. mars 2017. 

Í bréf­inu er lýst þeirri skoðun að til­teknir þættir í starf­semi vef­mið­ils­ins fretta­bla­did.is ­sam­rým­ist ekki þeim skuld­bind­ingum sem fram komi í fyrr­nefndum samn­ing­i. 

Auglýsing

Frá þessu er greint í árs­s­reikn­ingi Sýnar fyrir árið 2019, en eins og greint var frá í dag, tap­aði félagið 1,7 millj­arði króna á síð­asta ári. 

Stór ástæða fyrir tap­inu, og versn­andi afkomu milli ára, er nið­ur­færsla á við­skipta­vild, sem rekja má til kaupa á fjöl­miðlum 365 miðla hf. en Ingi­björg Pálma­dóttir var stærsti eig­andi félags­ins, þegar við­skiptin voru gerð, en Jón Ásgeir Jóhann­es­son er eig­in­maður henn­ar.

Jón Ásgeir og Ingibjörg, voru í Panamaskjölunum

„Í árs­reikn­ingnum er vísað til þess að umrædd ákvæð­i ­feli í sér rétt Sýnar hf. til að krefj­ast févít­is/­dag­sekta að fjár­hæð 5 millj. kr. á dag að við­bættum verð­bót­um. Á þeim grund­velli er svo gerð krafa um greiðslu á 1.140 millj. kr. auk verð­bóta. Af hálfu Ingi­bjarg­ar, Jóns Ásgeir­s og 365 hf. var kröf­unni mót­mælt með bréfi 20. des. 2019. Sýn hf. hefur falið lög­manni að und­ir­búa höfð­un ­dóms­máls til heimtu þess­arar kröfu og má búast við því að það verði höfðað á næstu vik­um,“ segir í skýr­ing­um, árs­reikn­ings. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent