Samkomubann frá 15. mars

Sóttvarnarlæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomubann verði sett á frá miðnætti 15. mars sem gildi í fjórar vikur. Viðburðir þar sem fleiri en hundrað manns koma saman verða óheimilir.

Fundur 13. mars 2020 - Samkomubann
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir hefur lagt til við heil­brigð­is­ráð­herra að ­sam­komu­bann verði sett á frá mið­nætti 15. mars sem gildi í fjórar vik­ur. Við­burðir þar sem fleiri en hund­rað manns koma saman verða óheim­ilir sam­kvæmt til­lög­unni. Það mun eiga við stóra vinnu­staði, íþrótta­við­burði, versl­anir og kvik­mynda­hús svo dæmi séu tek­in. Ekki verður þó lög­gæsla við stór­mark­aði til að gæta þess að innan við hund­rað fari þangað inn í einu heldur er almenn­ingur hvattur til að fram­fylgja tak­mörk­un­un­um.

Á fámenn­ari við­burðum skal fólk halda tveggja metra fjar­lægð sín á milli­. ­Bannið gildir ekki um flug­vélar og skip og nær því ekki til alþjóða­hafna og flug­valla.

Einnig verður tak­mörkun á skóla­starfi. Fram­halds­skólar og háskólar verða tíma­bundið lok­aðir og menntun sinnt í gegnum fjar­nám. Starf grunn- og leik­skóla verður heim­ilt sam­kvæmt nán­ari á­kvörðun sveit­ar­fé­laga að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Það verður því með öðrum hætti en nú er og háð til­teknum tak­mörk­un­um.

Auglýsing

Þessar ráð­staf­anir ná til alls lands­ins.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði á blaða­manna­fundi í dag að þetta væri gert á grund­velli sótt­varn­ar­laga. Fund­ur­inn var hald­inn í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fundar í morg­un­. „Þær aðferðir sem við höfum verið að beita hér á Íslandi og hafa verið leiddar af okkar besta fólki, eru þær að greina fólk fljótt, að ein­angra sjúka og beita sótt­kví með mjög mark­vissum hætt­i,“ sagði Svan­dís. „Og það má telja að þessi nálgun hafi þegar komið í veg fyrir fjöl­mörg inn­lend smit.“

Nú væri komið að því að taka aðgerðir upp á næsta stig.

Fyrsta sinn í lýð­veld­is­sög­unni

„Eins og þið vitið erum við á for­dæma­lausum tímum sem kalla á for­dæma­lausar aðgerð­ir, ekki aðeins hér á Íslandi heldur í heim­inum öll­u­m,“ ­sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á fund­in­um. „Okkar leið­ar­ljós í bar­átt­unni við COVID-19, kór­ónu­veiruna, hef­ur hingað til verið það að fylgja ráðum og leið­bein­ingum okkar besta fólks, besta ­vís­inda­fólks, besta heil­brigð­is­starfs­fólks og það munum við gera áfram.“ 

Sagði hún til­lögu sótt­varna­læknis að sam­komu­banni marka tíma­mót. „Þetta er í fyrsta sinn í lýð­veld­is­sög­unni sem slík ráð­stöf­un er lögð til. Mark­miðið er hér eftir sem hingað til að hemja útbreiðslu veirunn­ar, koma í veg fyrir að far­ald­ur­inn gangi of hratt yfir, standa vörð um þá sem eru útsett­astir fyrir þess­ari sýk­ingu og tryggja að heil­brigð­is­kerf­ið stand­ist þetta álag. Þessi ráð­stöfun byggir á ráð­gjöf okkar fram­línu­fólks í heil­brigð­is­vís­indum en hún kallar líka á það að við stöndum öll undir þeirri á­byrgð sem hún leggur á okkar herð­ar.“

Rétti tím­inn

„Ég held að tím­inn til að gera það sé akkúrat nún­a,“ sagði Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir um sam­komu­bann­ið. „Þetta er verk­efnið okkar allra. Boð og bönn stjórn­valda mun ekki ráða úrslitum um hversu hratt veiran fer yfir land­ið. Það er undir okkur sjálfum kom­ið, hverj­u­m og ein­um, hvernig útkoman verð­ur.“

Hann  benti á að þó að til­fellum fjölgi dag frá degi sé það ennþá þannig að í lang­flestum til­fellum sé um að ræða Íslend­inga sem hafa verið á ferða­lagi erlendis og komið hingað til lands einkum frá skíða­svæðum í Ölp­un­um. Aðeins tvö til­felli hafa greinst hjá fólki sem virð­ist ekki hafa ­tengsl við áhættu­svæð­in, beint eða í gegnum aðra. 

Katrín Jak­obs­dóttir sagði að um for­dæma­lausar aðgerðir væri að ræða en að uppi væru for­dæma­lausir tím­ar. Ekki hafi fyrr verið gripið til aðgerða sem þess­ara í lýð­veld­is­sög­unni.

„Við erum að gera nákvæm­lega það sem við teljum þörf á á þessum tíma­punkt­i,“ sagði Lilja Alfreðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra á fund­in­um.

Börn í litlum hópum

Hvað tak­mark­anir hjá leik- og grunn­skólum varðar verður sú út­færsla unnin í sam­vinnu við Sam­band sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­band­ið. Nán­ari á­kvörðun er í höndum hvers og eins sveit­ar­fé­lags. Hafa skal börn í sem minnstu­m hópum og aðskilin eins og kostur er. „Okkar mat er að þetta sé eins langt og eigi að ganga á þessum tíma­punkt­i,“ sagði Lilja.

Allt er þetta gert til að vernda við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins og til gæta þess að heil­brigð­is­kerfið stand­ist álag­ið.

„Við erum auð­vitað að gera þetta með okkar íslenska hætt­i,“ ­sagði Katrín. „Al­veg frá því að fyrsti maður greind­ist hér höfum við lagt okk­ur fram við að miðla upp­lýs­ingum með reglu­bundnum hætti og hafa eins mikið gagn­sæ­i um aðgerðir stjórn­valda og mögu­legt er. Það hefur skilað árangri, við erum öll að taka ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi. [...] Ég heiti á okkur öll að láta þetta takast því það skiptir gríð­ar­legu máli fyrir almanna­heill í þessu land­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent