Samkomubann frá 15. mars

Sóttvarnarlæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomubann verði sett á frá miðnætti 15. mars sem gildi í fjórar vikur. Viðburðir þar sem fleiri en hundrað manns koma saman verða óheimilir.

Fundur 13. mars 2020 - Samkomubann
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir hefur lagt til við heil­brigð­is­ráð­herra að ­sam­komu­bann verði sett á frá mið­nætti 15. mars sem gildi í fjórar vik­ur. Við­burðir þar sem fleiri en hund­rað manns koma saman verða óheim­ilir sam­kvæmt til­lög­unni. Það mun eiga við stóra vinnu­staði, íþrótta­við­burði, versl­anir og kvik­mynda­hús svo dæmi séu tek­in. Ekki verður þó lög­gæsla við stór­mark­aði til að gæta þess að innan við hund­rað fari þangað inn í einu heldur er almenn­ingur hvattur til að fram­fylgja tak­mörk­un­un­um.

Á fámenn­ari við­burðum skal fólk halda tveggja metra fjar­lægð sín á milli­. ­Bannið gildir ekki um flug­vélar og skip og nær því ekki til alþjóða­hafna og flug­valla.

Einnig verður tak­mörkun á skóla­starfi. Fram­halds­skólar og háskólar verða tíma­bundið lok­aðir og menntun sinnt í gegnum fjar­nám. Starf grunn- og leik­skóla verður heim­ilt sam­kvæmt nán­ari á­kvörðun sveit­ar­fé­laga að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Það verður því með öðrum hætti en nú er og háð til­teknum tak­mörk­un­um.

Auglýsing

Þessar ráð­staf­anir ná til alls lands­ins.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði á blaða­manna­fundi í dag að þetta væri gert á grund­velli sótt­varn­ar­laga. Fund­ur­inn var hald­inn í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fundar í morg­un­. „Þær aðferðir sem við höfum verið að beita hér á Íslandi og hafa verið leiddar af okkar besta fólki, eru þær að greina fólk fljótt, að ein­angra sjúka og beita sótt­kví með mjög mark­vissum hætt­i,“ sagði Svan­dís. „Og það má telja að þessi nálgun hafi þegar komið í veg fyrir fjöl­mörg inn­lend smit.“

Nú væri komið að því að taka aðgerðir upp á næsta stig.

Fyrsta sinn í lýð­veld­is­sög­unni

„Eins og þið vitið erum við á for­dæma­lausum tímum sem kalla á for­dæma­lausar aðgerð­ir, ekki aðeins hér á Íslandi heldur í heim­inum öll­u­m,“ ­sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á fund­in­um. „Okkar leið­ar­ljós í bar­átt­unni við COVID-19, kór­ónu­veiruna, hef­ur hingað til verið það að fylgja ráðum og leið­bein­ingum okkar besta fólks, besta ­vís­inda­fólks, besta heil­brigð­is­starfs­fólks og það munum við gera áfram.“ 

Sagði hún til­lögu sótt­varna­læknis að sam­komu­banni marka tíma­mót. „Þetta er í fyrsta sinn í lýð­veld­is­sög­unni sem slík ráð­stöf­un er lögð til. Mark­miðið er hér eftir sem hingað til að hemja útbreiðslu veirunn­ar, koma í veg fyrir að far­ald­ur­inn gangi of hratt yfir, standa vörð um þá sem eru útsett­astir fyrir þess­ari sýk­ingu og tryggja að heil­brigð­is­kerf­ið stand­ist þetta álag. Þessi ráð­stöfun byggir á ráð­gjöf okkar fram­línu­fólks í heil­brigð­is­vís­indum en hún kallar líka á það að við stöndum öll undir þeirri á­byrgð sem hún leggur á okkar herð­ar.“

Rétti tím­inn

„Ég held að tím­inn til að gera það sé akkúrat nún­a,“ sagði Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir um sam­komu­bann­ið. „Þetta er verk­efnið okkar allra. Boð og bönn stjórn­valda mun ekki ráða úrslitum um hversu hratt veiran fer yfir land­ið. Það er undir okkur sjálfum kom­ið, hverj­u­m og ein­um, hvernig útkoman verð­ur.“

Hann  benti á að þó að til­fellum fjölgi dag frá degi sé það ennþá þannig að í lang­flestum til­fellum sé um að ræða Íslend­inga sem hafa verið á ferða­lagi erlendis og komið hingað til lands einkum frá skíða­svæðum í Ölp­un­um. Aðeins tvö til­felli hafa greinst hjá fólki sem virð­ist ekki hafa ­tengsl við áhættu­svæð­in, beint eða í gegnum aðra. 

Katrín Jak­obs­dóttir sagði að um for­dæma­lausar aðgerðir væri að ræða en að uppi væru for­dæma­lausir tím­ar. Ekki hafi fyrr verið gripið til aðgerða sem þess­ara í lýð­veld­is­sög­unni.

„Við erum að gera nákvæm­lega það sem við teljum þörf á á þessum tíma­punkt­i,“ sagði Lilja Alfreðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra á fund­in­um.

Börn í litlum hópum

Hvað tak­mark­anir hjá leik- og grunn­skólum varðar verður sú út­færsla unnin í sam­vinnu við Sam­band sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­band­ið. Nán­ari á­kvörðun er í höndum hvers og eins sveit­ar­fé­lags. Hafa skal börn í sem minnstu­m hópum og aðskilin eins og kostur er. „Okkar mat er að þetta sé eins langt og eigi að ganga á þessum tíma­punkt­i,“ sagði Lilja.

Allt er þetta gert til að vernda við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins og til gæta þess að heil­brigð­is­kerfið stand­ist álag­ið.

„Við erum auð­vitað að gera þetta með okkar íslenska hætt­i,“ ­sagði Katrín. „Al­veg frá því að fyrsti maður greind­ist hér höfum við lagt okk­ur fram við að miðla upp­lýs­ingum með reglu­bundnum hætti og hafa eins mikið gagn­sæ­i um aðgerðir stjórn­valda og mögu­legt er. Það hefur skilað árangri, við erum öll að taka ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi. [...] Ég heiti á okkur öll að láta þetta takast því það skiptir gríð­ar­legu máli fyrir almanna­heill í þessu land­i.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent