Þetta felst í samkomubanninu

Samkomubann mun skella á eftir helgi. Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um hvað það felur í sér, til hverra það nær, hvenær það tekur gildi og af hverju það verður sett á.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir hefur sent heil­brigð­is­ráð­herra til­lögu um að virkja heim­ildir sótt­varn­ar­laga til að setja á sam­komu­bann á Íslandi. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur tekið ákvörðun um að sam­þykkja til­lög­una.. Mark­mið banns­ins er að hefta útbreiðslu COVID-19 sjúk­dóms­ins svo að heil­brigð­is­þjón­ustan eigi auð­veld­ara með að takast á við álag í tengslum við veiru­sjúk­dóm­inn. 

Hvað felst í sam­komu­bann­inu?

Allar sam­komur sem fleiri en 100 manns koma saman á vera bann­að­ar. Bannið mun til að mynda gilda um stór­mark­aði og verður fjölda þeirra sem geta verslað í einu í þeim stýrt, þótt útfærsla á því liggi ekki fyr­ir. Yfir­völd hafa sagt skýrt að birgða­staða á mat og lyfjum á Íslandi, og öðrum nauð­syn­legum vörum, sé góð og eng­inn þurfi að ótt­ast vöru­skort. ­Bannið mun sömu­leiðis gilda um við­burði eins og íþrótta­kapp­leiki, tón­leika og aðra þar sem stór hópur fólks kemur sam­an.

Auglýsing
Samhliða verður skóla­hald tak­markað þannig að háskólar og fram­halds­skólar loka en tak­mark­anir verða í gildi á starf­semi grunn- og leik­skóla. Þær tak­mark­anir ganga út á að börn verði í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er á. Kenn­urum verður fjölgað ef með þarf til að mæta þess­ari stöð­u. 

Hvenær tekur það gildi og hvað gildir það lengi?

Frá og með mið­nætti 15. mars næst­kom­andi, eða strax eftir kom­andi helgi og mun gilda, að minnsta kosti til að byrja með, í fjórar vik­ur. 

Eru und­an­þág­ur?

Sam­komu­bannið tekur ekki til alþjóða­flug­valla eða alþjóða­hafna en þar verða sótt­varð­ar­ráð­staf­anir efldar og lögð áhersla á úrræði til að draga úr smit­hættu. Aðrar und­an­þágur hafa ekki verið til­greindar af stjórn­völd­um. 

Hverju breytir sam­komu­bannið í bar­átt­unni gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar?

Við­brögð hingað til hafa beinst gegn fljótri grein­ingu ein­stak­linga, ein­angrun sýktra og sótt­kví þeirra sem grun­aðir eru um smit. Þá hafa verið sendar út leið­bein­ingar til almenn­ings, stofn­ana og fyr­ir­tækja til að sporna við útbreiðslu veirunnar og sér­stök áhersla verið lögð á að vernda við­kvæma hópa, til að mynda með heim­sókn­ar­bönnum á dval­ar­heim­ili aldr­aðra, Lands­spít­ala og á aðrar heil­brigð­is­stofn­an­ir. Þá hefur verið biðlað til heil­brigð­is­starfs­manna að fresta öllum utan­lands­ferðum­Allar þær aðgerðir verða áfram virkar en sam­komu­bannið bæt­ist við. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent