Þetta felst í samkomubanninu

Samkomubann mun skella á eftir helgi. Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar um hvað það felur í sér, til hverra það nær, hvenær það tekur gildi og af hverju það verður sett á.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir hefur sent heil­brigð­is­ráð­herra til­lögu um að virkja heim­ildir sótt­varn­ar­laga til að setja á sam­komu­bann á Íslandi. Heil­brigð­is­ráð­herra hefur tekið ákvörðun um að sam­þykkja til­lög­una.. Mark­mið banns­ins er að hefta útbreiðslu COVID-19 sjúk­dóms­ins svo að heil­brigð­is­þjón­ustan eigi auð­veld­ara með að takast á við álag í tengslum við veiru­sjúk­dóm­inn. 

Hvað felst í sam­komu­bann­inu?

Allar sam­komur sem fleiri en 100 manns koma saman á vera bann­að­ar. Bannið mun til að mynda gilda um stór­mark­aði og verður fjölda þeirra sem geta verslað í einu í þeim stýrt, þótt útfærsla á því liggi ekki fyr­ir. Yfir­völd hafa sagt skýrt að birgða­staða á mat og lyfjum á Íslandi, og öðrum nauð­syn­legum vörum, sé góð og eng­inn þurfi að ótt­ast vöru­skort. ­Bannið mun sömu­leiðis gilda um við­burði eins og íþrótta­kapp­leiki, tón­leika og aðra þar sem stór hópur fólks kemur sam­an.

Auglýsing
Samhliða verður skóla­hald tak­markað þannig að háskólar og fram­halds­skólar loka en tak­mark­anir verða í gildi á starf­semi grunn- og leik­skóla. Þær tak­mark­anir ganga út á að börn verði í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er á. Kenn­urum verður fjölgað ef með þarf til að mæta þess­ari stöð­u. 

Hvenær tekur það gildi og hvað gildir það lengi?

Frá og með mið­nætti 15. mars næst­kom­andi, eða strax eftir kom­andi helgi og mun gilda, að minnsta kosti til að byrja með, í fjórar vik­ur. 

Eru und­an­þág­ur?

Sam­komu­bannið tekur ekki til alþjóða­flug­valla eða alþjóða­hafna en þar verða sótt­varð­ar­ráð­staf­anir efldar og lögð áhersla á úrræði til að draga úr smit­hættu. Aðrar und­an­þágur hafa ekki verið til­greindar af stjórn­völd­um. 

Hverju breytir sam­komu­bannið í bar­átt­unni gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar?

Við­brögð hingað til hafa beinst gegn fljótri grein­ingu ein­stak­linga, ein­angrun sýktra og sótt­kví þeirra sem grun­aðir eru um smit. Þá hafa verið sendar út leið­bein­ingar til almenn­ings, stofn­ana og fyr­ir­tækja til að sporna við útbreiðslu veirunnar og sér­stök áhersla verið lögð á að vernda við­kvæma hópa, til að mynda með heim­sókn­ar­bönnum á dval­ar­heim­ili aldr­aðra, Lands­spít­ala og á aðrar heil­brigð­is­stofn­an­ir. Þá hefur verið biðlað til heil­brigð­is­starfs­manna að fresta öllum utan­lands­ferðum­Allar þær aðgerðir verða áfram virkar en sam­komu­bannið bæt­ist við. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent