12 þúsund höfðu bókað sýnatöku klukkan 9 í morgun

Íslensk erfðagreining hóf skimun fyrir nýju kórónaveirunni klukkan tíu í morgun. Vonast er til þess að hægt verði að taka um þúsund sýni á dag.

Skimun Íslenskrar erfðagreiningar er hafin.
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar er hafin.
Auglýsing

Þús­undir Íslend­inga bók­uðu tíma í skimun eftir COVID-19 ­sjúk­dómnum hjá Íslenskri erfða­grein­ingu eftir að opnað var fyrir bók­anir í gær­kvöldi. Fljót­lega þurfti að bæta við tímum vegna mik­illar eft­ir­spurn­ar.

Skimanir hófust í Turn­in­um, Smára­torgi 3 í Kópa­vogi  klukkan 10 æu dag. Fólki sem á bók­aðan tíma er bent á að nota inn­gang á fyrstu hæð en þar verður fyrir starfs­maður sem tekur á móti þeim.

Nýja kór­óna­veiran sem veldur sjúk­dóm­inum COVID-19 dreifist nú hratt um heim­inn og hefur sett venju­bundið líf úr skorð­um. Mik­ill meiri­hlut­i þeirra sem smit­ast verða ekki alvar­lega veik­ir. Flestir sem koma í skimun hafa aldrei fundið fyrir ein­kennum og eru því lík­lega ekki smit­andi. Það sama á við alla starfs­menn í hús­inu, hvort sem þeir starfa við skimanir eða ekki. Það er því ekki meiri hætta á ferðum í hús­inu en ann­ars staðar í borg­inni þar sem fólk kemur sam­an, segir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Auglýsing

„Um leið og þessi mikla þátt­taka er ánægju­leg er ljóst að hún veldur álagi á það starfs­fólk sem fyrir er í hús­inu sem teng­ist ekki ­Þjón­ustu­mið­stöð rann­sókna­verk­efna þar sem skimanir fara fram,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá Íslenskri erfða­grein­ingu. „Það er einkum vegna auk­inn­ar ­um­ferðar um húsið þessa dag­ana. Fólk á þakk­læti skilið fyrir skiln­ing og þol­in­mæði en bar­áttan við COVID-19 er sam­fé­lags­legt verk­efni og á ábyrgð okk­ar allra að vel tak­ist til.“

Hægt er að panta skimun á vef­síð­unni: bok­un.­rannsokn.is

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent