Færri bókaðar utanlandsferðir en eftir að Geir bað guð að blessa Ísland

Frost er í bókunum ferða segir forstjóri Úrval-Útsýn. Sala á öllum tegundum ferða er niður um 90 prósent.

Ferðamenn í Leifsstöð
Auglýsing

Það hafa komið inn færri bók­anir síð­ustu tíu daga en fyrstu tíu dag­ana eftir Guð blessi Ísland ávarpið hans Geir H. Haar­de. Það er algjört frost og engu lík­ara en það sé búið að skipa fólki að halda sig inni. Ég hef aldrei séð sölu­stopp og tíðar afbók­anir eiga sér stað á sama tíma.“ Þetta segir Þór­unn Reyn­is­dótt­ir, for­stjóri Úrval-Út­sýn, í sam­tali við ferða­þjón­ustu­frétta­vef­inn Túrista

Hún segir að salan sé niður um níu­tíu pró­sent og að frost sé í pönt­unum á öllum teg­undum ferða.

Ljóst var í upp­hafi viku að ferða­þjón­ustan á Íslandi stæði frammi fyrir miklum áskor­unum í ár vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 veirunni. Svört­ustu spár sem kynntar voru gerðu ráð fyrir að ferða­mönnum gæti fækkað í allt að 1,6 milljón á þessu ári, sem myndi þýða að fækk­unin á tveggja ára tíma­bili væri um 700 þús­und. 

Auglýsing
Eftir að Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, greindi frá ferða­banni, sem virkar þannig að öllum íbúum landa sem til­­­heyra Schen­gen-­­­svæð­inu, þar á meðal Ísland og þorri Evr­­­ópu, verður meinað að koma til Banda­­­ríkj­anna í 30 daga frá og með mið­nætti í kvöld, hefur sú staða versnað enn. 

Icelanda­ir, sem byggir við­skipta­módel sitt að stórum hluta á því að ferja far­þega til og frá Banda­ríkj­un­um, sendi frá sér til­kynn­ingu í gær­morgun þar sem kom fram að ferða­bannið myndi hafa „veru­leg áhrif“ á flug­­á­ætl­­un Icelandair á tíma­bil­inu og mun félagið draga enn frekar úr fram­­boði á flugi í mars og apr­íl, umfram það sem áður hefur verið til­­kynnt.

Hluta­bréf í Icelandair féllu um tæp 23 pró­sent í gær og mark­aðsvirði félags­ins við lok við­skipta var rétt um 21 millj­arður króna. Það hefur ekki verið lægra frá því í jan­úar 2011. Mark­aðsvirði Icelandair fór niður fyrir 30 millj­­arða króna í fyrsta skipti í átta ár í byrjun viku og hefur haldið áfram að falla hratt.

Þegar mark­aðsvirði var hæst, í apríl 2016, var það 191,5 millj­­arðar króna. Síðan þá hefur hlutafé í Icelandair verið aukið um rúm­­lega fimm millj­­arða króna en mark­aðsvirðið samt komið niður í ofan­­greinda tölu.

Lausa­fjárs­staða ­­fé­lags­ins nam rúmum 39 millj­­­örðum króna  í árs­­­lok 2019. Eigið fé Icelandair var um 60 millj­­arðar króna á sama tíma. Mark­aðsvirðið er því um einn þriðji af eigin fé félags­­ins og rétt rúmur helm­ingur af lausu fé þess.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent