Kári étur ofan í sig fyrri orð og vonast til að hefja skimanir um miðja næstu viku

Forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar hefur snúist hugur um endanleika þeirrar ákvörðunar að hætta við að skima fyrir veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Kári Stefánsson Mynd: Skjáskot www.endurreisn.is
Auglýsing

Kári Stef­áns­­son, for­­stjóri Íslenskr­ar erfða­grein­ing­­ar, segir að eftir að hafa sest niður með Vís­inda­siða­nefnd þá hafi komið í ljós að skimun fyrir kór­óna­veirunni væri ekki leyf­is­skyld aðgerð. Íslensk erfða­grein­ing mun því fram­­kvæma skimanir fyr­ir kór­ón­u­veirunni og jafn­­framt gera rann­­sókn­ir á mög­u­­leg­um stökk­breyt­ing­um veirunn­­ar. Þetta kemur fram í sam­tali Kára við mbl.­is.

Þar seg­ist Kári ætla að  éta ofan í sig fyrri orð sín um að ákvörðun hans að hætta við skimanir fyr­ir kór­ón­u­veirunni sé end­an­­leg. „Og það er skal ég segja þér, ekki upp­­á­halds sunn­u­­dags­mat­­ur­inn minn, að éta orðin mín.“ Nú sé ekk­ert annað að gera en að „keyra þetta í gang. Kári von­ast til að skimanir geti haf­ist um miðja næstu viku.

Vís­inda­­siða­­nefnd og Per­­són­u­vernd sögðu fyrr í dag í sam­eig­in­­legri yfir­­lýs­ingu að sú skimun sem Íslensk erfða­­grein­ing ætl­­aði að skima fyrir sé „hvorki leyf­­is­­skyld hjá Vís­inda­­siða­­nefnd né Per­­són­u­vernd og getur því farið fram án aðkomu þess­­ara aðila.“

Kári Stef­áns­­son hafði áður sagt að hann væri hættur við að skima eftir veirunni vegna aðfinnslna Vís­inda­­siða­­nefndar og Per­­són­u­vernd­­ar.

Auglýsing
Í yfir­­lýs­ing­unni sagði að Per­­són­u­vernd hafi síð­­degis í gær borist erindi frá Íslenskri erfða­­grein­ingu þar sem fram kom að fyr­ir­tækið hefði boð­ist til þess að aðstoða heil­brigð­is­­kerfið við að öðl­­ast betri skiln­ing á því hvernig Covid19-veiran hagar sér. „Út frá efni erind­is­ins vökn­uðu spurn­ingar um hvort hluti verk­efn­is­ins fæli í sér vís­inda­rann­­sókn á heil­brigð­is­sviði sem væri leyf­­is­­skyld hjá Vís­inda­­siða­­nefnd. Var Íslensk erfða­­grein­ing upp­­lýst um það og boðin flýt­i­­með­­­ferð.

Sam­­kvæmt þeim upp­­lýs­ingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyr­ir­tæk­is­ins að skima fyrir Covid19-veirunni og skoða veiruna nán­­ar. Slík skimun og veiru­rann­­sókn er hvorki leyf­­is­­skyld hjá Vís­inda­­siða­­nefnd né Per­­són­u­vernd og getur því farið fram án aðkomu þess­­ara aðila.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Akureyri.
Allir flokkar mynda saman meirihluta á Akureyri
Allir sex flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar hafa komist að samkomulagi um að mynda meirihluta út kjörtímabilið. Þetta er gert vegna erfiðleika í rekstri bæjarins vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 22. september 2020
Yfir 4.300 sýni tekin í gær
Alls greindust 38 ný tilfelli af COVID-19 í gær en tæplega 2.300 manns eru í sóttkví.
Kjarninn 22. september 2020
Hætta á áfallastreitu hjá þeim sem fengu COVID-19
Einbeitingarskortur. Minnistap. Kvíði og depurð. Eftirköst COVID-19 eru ekki síður sálræn en líkamleg. Að greinast með nýjan og hættulegan sjúkdóm getur eitt og sér verið áfall og fólk þarf stuðning sem fyrst svo það þrói ekki með sér alvarlegri kvilla.
Kjarninn 22. september 2020
Eyþór Eðvarðsson
Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum veldur miklum vonbrigðum
Kjarninn 22. september 2020
Tíu staðreyndir um niðurstöðu hlutafjárútboðs Icelandair
Icelandair Group lauk hlutafjárútboði sínu í síðustu viku. Umframeftirspurn var eftir nýjum hlutum í félaginu og því tókst Icelandair Group að ná markmiði sínu, að safna 23 milljörðum króna í nýju hlutafé.
Kjarninn 22. september 2020
Eftirspurn eftir vinnu iðnaðarmanna hefur aukist vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts af vinnu þeirra.
Búið að endurgreiða um tólf milljarða króna vegna „Allir vinna“
Ein af neyðaraðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 var að hækka endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu ýmissa iðnaðarmanna úr 60 í 100 prósent. Það hefur skilað því að endurgreiðsluumsóknir hafa meira en fjórfaldast.
Kjarninn 21. september 2020
Börnin fjögur.
Ríkislögreglustjóri lýsir formlega eftir egypsku fjölskyldunni
Sex manna fjölskylda sem vísa átti úr landi á miðvikudag í síðustu viku hefur verið í felum síðan þá. Nú hefur Ríkislögreglustjóri lýst formlega eftir henni.
Kjarninn 21. september 2020
Ósk Elfarsdóttir
#Hvar er stjórnarskrárgjafinn?
Kjarninn 21. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent