„Við skulum þvo okkur um hendurnar, nudda, nudda, nudda, nudda þeim saman“

Tónlistarmyndband frá Víetnam um mikilvægi handþvottar á tímum kórónuveirunnar hefur slegið í gegn.

Quang Đăng dansar ásamt vini sínum handþvottardansinn fræga.
Quang Đăng dansar ásamt vini sínum handþvottardansinn fræga.
Auglýsing


Þegar kemur að mik­il­vægi góðs hand­þvottar á tím­um kór­ónu­veirunnar beita yfir­völd ýmsum ráðum til að koma skila­boð­unum til sem flestra. Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Víetnam ákváðu að fá vin­sæla lista­menn til að breiða út boð­skap­inn með kímni og hress­leika að vopni.

Mynd­bandið sem lista­menn­irnir vin­sælu Min og Erik gerð­u hefur hlotið lof og kallað fram bros á vörum margra. Í því er mik­il­vægri fræðslu um útbreiðslu veirunnar skæðu komið á fram­færi í teikni­mynd og gríp­and­i lag félag­anna leikið und­ir. Einnig er farið yfir mik­il­vægar for­varn­ar­að­gerð­ir og þar er hand­þvottur efst á blaði.

Auglýsing

Við­lagið hljómar nokkurn veg­inn svona á íslensku:

„Við skulum þvo okk­ur um hend­urn­ar, nudda, nudda, nudda, nudda þeim saman / ekki snerta augu, nef og munn með hönd­unum / forðastu fjöl­menni til að berj­ast gegn kór­ónu­veirunn­i!“

Mynd­bandið hefur fengið mjög mikið áhorf á YouTube frá því að það var gefið út 23. febr­ú­ar.En þar með er ekki öll sagan sögð.

Stuttu eftir að lagið var gefið út tók þekktur víetnam­skur d­ans­ari, Quang Đăng, sig til og samdi dans við það. Hann birti svo mynd­band af d­ans­inum á Instagram og við­brögðin hafa ekki látið á sér standa.

Í dans­inum eru tekin sex spor í takti við for­varn­irnar sem ­yf­ir­völd hvetja fólk til að nýta til að verj­ast veirunni og aðstoða þannig við að hefta útbreiðslu henn­ar. Quang Đăng lætur ekki þar við sitja heldur hvetur til­ á­skor­unar undir myllu­merk­inu: #GhenCovyChal­lenge

Biður hann fólk að læra dansinn, taka upp mynd­band af sér að d­ansa og deila á sam­fé­lags­miðl­um. Þannig von­ast hann til þess að hinar ein­föld­u ­for­varn­ar­ráð kom­ist til skila til sem flestra.

View this post on Instagram

#ghencovychal­lenge #hand­was­hing­move #corona­hand­dance #Vu­Di­e­uRu­aTay 🌏 Because more international fri­ends are com­ing to this post so I will change this to Eng­lish for everyo­ne: COVID-2019 dise­ase is spr­ea­d­ing, affect­ing people and social act­i­vities. Reg­ular hand­was­hing is considered a simple and effect­ive met­hod to prot­ect the comm­unity from dise­a­ses (accor­ding to the World Health Org­an­ization). Accor­ding to res­e­arch by the Massachu­setts Institute of Technology (MIT), 78% of people say they wash their hands often but only 25% act­u­ally wash their hands after going to the toi­let, 20% wash their hands before cook­ing. To spr­ead the habit of was­hing your hands to prevent this dise­a­se, I invite you to take part in the #ghencovychal­lenge chal­lenge with me. Game rules: You per­form the dance of the song Ghen Co Vy with 6 hand was­hing movem­ents as recomm­ended by the World Health Org­an­ization and the Ministry of Health, based on the music song COVID-19 prevention - Jea­lou­sy, cooper­ation between Institute of Occupational and Environ­mental Health, musician Khac Hung, sin­ger Min and sin­ger Erik. Take this chal­lenge or share the foll­owing epidemic prevention habits: 1. Wash your hands often with soap or an ant­iseptic solution. 2. Do not put hands on eyes, nose and mouth. 3. Reg­ul­arly clean per­sonal hygi­ene, hygi­ene of utens­ils, hou­ses and sur­round­ings. 4. Wear a mask to go to public places, on vehicles or when you are sick. 5. Sel­f-awareness to improve health for themselv­es, the family and the comm­unity. 6. People with symptoms of COVID-19 have high fever, cough, short­ness of bre­ath, etc. or close contact with infected per­son / per­son suspected of COVID-19 and limit contact with other people and contact local health facilities. After comp­let­ing the chal­lenge, SHARE + TAG immedi­ately 2 fri­ends want to join this chal­lenge. ✌ 🌐 for news reporters and press who want to use my vid­eo, ple­ase feel free to do so. 🌐 for people want to dance my chor­eograp­hy, ple­ase feel free to do so, it's all yours 🌐 join hands to spr­ead this extrem­ely useful messa­ge! 😉 #hand­was­hd­ance #hand­was­hingd­ance

A post shared by Quang Đăng (@im.qu­ang­d­ang) onVíetn­man virt­ist um tíma hafa náð góðum tíma á útbreiðslu veirunn­ar. Eftir að fyrstu til­fellin greindust, sem öll voru rakin til Kína, fannst ekk­ert nýtt til­felli í þrjár vik­ur. Um helg­ina bætt­ust þó fjögur við og eru þau talin tengj­ast ferða­fólki frá Suð­ur­-Kóreu. Aðeins tuttutu til­felli hafa þó greinst í Víetnam frá upp­hafi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent