„Við skulum þvo okkur um hendurnar, nudda, nudda, nudda, nudda þeim saman“

Tónlistarmyndband frá Víetnam um mikilvægi handþvottar á tímum kórónuveirunnar hefur slegið í gegn.

Quang Đăng dansar ásamt vini sínum handþvottardansinn fræga.
Quang Đăng dansar ásamt vini sínum handþvottardansinn fræga.
Auglýsing


Þegar kemur að mik­il­vægi góðs hand­þvottar á tím­um kór­ónu­veirunnar beita yfir­völd ýmsum ráðum til að koma skila­boð­unum til sem flestra. Heil­brigð­is­yf­ir­völd í Víetnam ákváðu að fá vin­sæla lista­menn til að breiða út boð­skap­inn með kímni og hress­leika að vopni.

Mynd­bandið sem lista­menn­irnir vin­sælu Min og Erik gerð­u hefur hlotið lof og kallað fram bros á vörum margra. Í því er mik­il­vægri fræðslu um útbreiðslu veirunnar skæðu komið á fram­færi í teikni­mynd og gríp­and­i lag félag­anna leikið und­ir. Einnig er farið yfir mik­il­vægar for­varn­ar­að­gerð­ir og þar er hand­þvottur efst á blaði.

Auglýsing

Við­lagið hljómar nokkurn veg­inn svona á íslensku:

„Við skulum þvo okk­ur um hend­urn­ar, nudda, nudda, nudda, nudda þeim saman / ekki snerta augu, nef og munn með hönd­unum / forðastu fjöl­menni til að berj­ast gegn kór­ónu­veirunn­i!“

Mynd­bandið hefur fengið mjög mikið áhorf á YouTube frá því að það var gefið út 23. febr­ú­ar.En þar með er ekki öll sagan sögð.

Stuttu eftir að lagið var gefið út tók þekktur víetnam­skur d­ans­ari, Quang Đăng, sig til og samdi dans við það. Hann birti svo mynd­band af d­ans­inum á Instagram og við­brögðin hafa ekki látið á sér standa.

Í dans­inum eru tekin sex spor í takti við for­varn­irnar sem ­yf­ir­völd hvetja fólk til að nýta til að verj­ast veirunni og aðstoða þannig við að hefta útbreiðslu henn­ar. Quang Đăng lætur ekki þar við sitja heldur hvetur til­ á­skor­unar undir myllu­merk­inu: #GhenCovyChal­lenge

Biður hann fólk að læra dansinn, taka upp mynd­band af sér að d­ansa og deila á sam­fé­lags­miðl­um. Þannig von­ast hann til þess að hinar ein­föld­u ­for­varn­ar­ráð kom­ist til skila til sem flestra.

View this post on Instagram

#ghencovychal­lenge #hand­was­hing­move #corona­hand­dance #Vu­Di­e­uRu­aTay 🌏 Because more international fri­ends are com­ing to this post so I will change this to Eng­lish for everyo­ne: COVID-2019 dise­ase is spr­ea­d­ing, affect­ing people and social act­i­vities. Reg­ular hand­was­hing is considered a simple and effect­ive met­hod to prot­ect the comm­unity from dise­a­ses (accor­ding to the World Health Org­an­ization). Accor­ding to res­e­arch by the Massachu­setts Institute of Technology (MIT), 78% of people say they wash their hands often but only 25% act­u­ally wash their hands after going to the toi­let, 20% wash their hands before cook­ing. To spr­ead the habit of was­hing your hands to prevent this dise­a­se, I invite you to take part in the #ghencovychal­lenge chal­lenge with me. Game rules: You per­form the dance of the song Ghen Co Vy with 6 hand was­hing movem­ents as recomm­ended by the World Health Org­an­ization and the Ministry of Health, based on the music song COVID-19 prevention - Jea­lou­sy, cooper­ation between Institute of Occupational and Environ­mental Health, musician Khac Hung, sin­ger Min and sin­ger Erik. Take this chal­lenge or share the foll­owing epidemic prevention habits: 1. Wash your hands often with soap or an ant­iseptic solution. 2. Do not put hands on eyes, nose and mouth. 3. Reg­ul­arly clean per­sonal hygi­ene, hygi­ene of utens­ils, hou­ses and sur­round­ings. 4. Wear a mask to go to public places, on vehicles or when you are sick. 5. Sel­f-awareness to improve health for themselv­es, the family and the comm­unity. 6. People with symptoms of COVID-19 have high fever, cough, short­ness of bre­ath, etc. or close contact with infected per­son / per­son suspected of COVID-19 and limit contact with other people and contact local health facilities. After comp­let­ing the chal­lenge, SHARE + TAG immedi­ately 2 fri­ends want to join this chal­lenge. ✌ 🌐 for news reporters and press who want to use my vid­eo, ple­ase feel free to do so. 🌐 for people want to dance my chor­eograp­hy, ple­ase feel free to do so, it's all yours 🌐 join hands to spr­ead this extrem­ely useful messa­ge! 😉 #hand­was­hd­ance #hand­was­hingd­ance

A post shared by Quang Đăng (@im.qu­ang­d­ang) onVíetn­man virt­ist um tíma hafa náð góðum tíma á útbreiðslu veirunn­ar. Eftir að fyrstu til­fellin greindust, sem öll voru rakin til Kína, fannst ekk­ert nýtt til­felli í þrjár vik­ur. Um helg­ina bætt­ust þó fjögur við og eru þau talin tengj­ast ferða­fólki frá Suð­ur­-Kóreu. Aðeins tuttutu til­felli hafa þó greinst í Víetnam frá upp­hafi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent