Kári má skima fyrir kórónaveirunni án leyfis

Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að Íslensk erfðagreining þurfi ekki leyfi til að skima eftir kórónaveirunni. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það væri hætt við skimun vegna aðfinnslna stofnanna tveggja.

Kári Stefánsson er forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson er forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Vís­inda­siða­nefnd og Per­sónu­vernd segja í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu að sú skimun sem Íslensk erfða­grein­ing ætl­aði að skima fyrir sé „hvorki leyf­is­skyld hjá Vís­inda­siða­nefnd né Per­sónu­vernd og getur því farið fram án aðkomu þess­ara aðila.“

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, hafði áður sagt að hann væri hættur við að skima eftir veirunni vegna aðfinnslna Vís­inda­siða­nefndar og Per­sónu­vernd­ar.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að Per­sónu­vernd hafi síð­degis í gær borist erindi frá Íslenskri erfða­grein­ingu þar sem fram kom að fyr­ir­tækið hefði boð­ist til þess að aðstoða heil­brigð­is­kerfið við að öðl­ast betri skiln­ing á því hvernig Covid19-veiran hagar sér. „Út frá efni erind­is­ins vökn­uðu spurn­ingar um hvort hluti verk­efn­is­ins fæli í sér vís­inda­rann­sókn á heil­brigð­is­sviði sem væri leyf­is­skyld hjá Vís­inda­siða­nefnd. Var Íslensk erfða­grein­ing upp­lýst um það og boðin flýti­með­ferð.

Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyr­ir­tæk­is­ins að skima fyrir Covid19-veirunni og skoða veiruna nán­ar. Slík skimun og veiru­rann­sókn er hvorki leyf­is­skyld hjá Vís­inda­siða­nefnd né Per­sónu­vernd og getur því farið fram án aðkomu þess­ara aðila.“

Kári Stef­áns­­­son sagði í gær að ekk­ert yrði af því að fyr­ir­tækið skimi fyrir nýju kór­ón­u­veirunni með­­­al­ al­­­menn­ings en Alma Möller land­læknir hafði grein frá því á blaða­­­manna­fundi á föst­u­dag að Kári hefði boðið fram aðstoð sína og fyr­ir­tæk­is­ins. Sagði hún að eftir ætti að útfæra mál­ið.

Auglýsing
„Það er ill­vígur veiru­far­aldur að ganga yfir land­ið. Það var okkar mat og ann­­­arra að það væri mik­il­vægt að geta fylgst með útbreiðslu veirunnar og því hvernig hún stökk­breyt­ist þegar hún ferð­­­ast milli fólks,“ ­skrif­aði Kári á Face­­book-­­­síðu sína í gær. 

„Við buð­umst til þess að hlaupa undir bagga með­ heil­brigð­is­­­kerf­inu og skima fyrir veirunni og rað­­greina hana þar sem hún finn­st þannig að það væri vitað hvar hún er og í hvaða formi. Það leit út fyrir að boð okkar væri þeg­ið. Nú kemur í ljós að ­Vís­inda­­­siða­­­nefnd/­Per­­­són­u­vernd líta svo á að þessi til­­­raun okkar til þess að ­taka þátt í aðgerðum heil­brigð­is­­­kerf­is­ins beri að líta á sem vís­inda­rann­­­sókn og við yrðum að sækja um leyfi til þeirra.

Það munum við ekki gera vegna þess að af okkar hálfu átt­i þetta að vera þátt­­­taka í klínískri vinnu en ekki vís­inda­rann­­­sókn. Þess vegna verður ekk­ert af okkar fram­lagi að þessu sinni. Þetta er end­an­­­leg ákvörð­un.“

Í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book-­­síðu Íslenskrar erfða­­grein­ingar sem sett var inn í gær­­kvöldi segir að fyr­ir­tækið ætl­­aði aldrei að setja sýni sem hefði verið aflað vegna COViD 19 í lífs­­sýna­­banka fyr­ir­tæk­is­ins enda hefði það ekki verið í sam­ræmi við lög. „Ein­ungis var boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með ein­­kenni sem gætu bent til veiru­­sýk­ing­­ar. Rað­­grein­ing á sýn­unum átti að leiða í ljós hvort þau væru að stökk­breyt­­ast. Íslensk erfða­­grein­ing greinir nú þegar um eitt­­þús­und sýni á ári frá Land­­spít­­al­­anum þar sem grunur leikur á sjald­­gæfum erfða­­sjúk­­dómum eða veik­indi eru af óþekktum orsök­­um. Sú sam­vinna hefur ekki verið leyf­­is­­skyld.“

Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra bland­aði sér í málið í gær­kvöldi og sagði að hún, land­læknir og sótt­­varn­­ar­læknir væru sam­­mála um að til­­­boð Íslenskrar erfða­­grein­ingar um að skima fyrir nýju kór­ón­u­veirunni með­­­al­ al­­­menn­ings, við þær for­­dæma­­lausu aðstæður séu uppi, væri mik­il­vægt fram­lag til lýð­heilsu og sótt­­varna. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að af fram­lagi ÍE geti orðið og trúum því að það geti gerst hratt.“ 

Fimm­­tíu manns höfðu greinst með veiruna á Íslandi um hádeg­is­bil í gær. Með­­­al­ hinna smit­uðu er eins árs gam­alt barn. Á fjórða hund­rað manns eru í sótt­kví.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent