Kári má skima fyrir kórónaveirunni án leyfis

Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um að Íslensk erfðagreining þurfi ekki leyfi til að skima eftir kórónaveirunni. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það væri hætt við skimun vegna aðfinnslna stofnanna tveggja.

Kári Stefánsson er forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson er forstjóri og stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Vís­inda­siða­nefnd og Per­sónu­vernd segja í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu að sú skimun sem Íslensk erfða­grein­ing ætl­aði að skima fyrir sé „hvorki leyf­is­skyld hjá Vís­inda­siða­nefnd né Per­sónu­vernd og getur því farið fram án aðkomu þess­ara aðila.“

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, hafði áður sagt að hann væri hættur við að skima eftir veirunni vegna aðfinnslna Vís­inda­siða­nefndar og Per­sónu­vernd­ar.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að Per­sónu­vernd hafi síð­degis í gær borist erindi frá Íslenskri erfða­grein­ingu þar sem fram kom að fyr­ir­tækið hefði boð­ist til þess að aðstoða heil­brigð­is­kerfið við að öðl­ast betri skiln­ing á því hvernig Covid19-veiran hagar sér. „Út frá efni erind­is­ins vökn­uðu spurn­ingar um hvort hluti verk­efn­is­ins fæli í sér vís­inda­rann­sókn á heil­brigð­is­sviði sem væri leyf­is­skyld hjá Vís­inda­siða­nefnd. Var Íslensk erfða­grein­ing upp­lýst um það og boðin flýti­með­ferð.

Sam­kvæmt þeim upp­lýs­ingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyr­ir­tæk­is­ins að skima fyrir Covid19-veirunni og skoða veiruna nán­ar. Slík skimun og veiru­rann­sókn er hvorki leyf­is­skyld hjá Vís­inda­siða­nefnd né Per­sónu­vernd og getur því farið fram án aðkomu þess­ara aðila.“

Kári Stef­áns­­­son sagði í gær að ekk­ert yrði af því að fyr­ir­tækið skimi fyrir nýju kór­ón­u­veirunni með­­­al­ al­­­menn­ings en Alma Möller land­læknir hafði grein frá því á blaða­­­manna­fundi á föst­u­dag að Kári hefði boðið fram aðstoð sína og fyr­ir­tæk­is­ins. Sagði hún að eftir ætti að útfæra mál­ið.

Auglýsing
„Það er ill­vígur veiru­far­aldur að ganga yfir land­ið. Það var okkar mat og ann­­­arra að það væri mik­il­vægt að geta fylgst með útbreiðslu veirunnar og því hvernig hún stökk­breyt­ist þegar hún ferð­­­ast milli fólks,“ ­skrif­aði Kári á Face­­book-­­­síðu sína í gær. 

„Við buð­umst til þess að hlaupa undir bagga með­ heil­brigð­is­­­kerf­inu og skima fyrir veirunni og rað­­greina hana þar sem hún finn­st þannig að það væri vitað hvar hún er og í hvaða formi. Það leit út fyrir að boð okkar væri þeg­ið. Nú kemur í ljós að ­Vís­inda­­­siða­­­nefnd/­Per­­­són­u­vernd líta svo á að þessi til­­­raun okkar til þess að ­taka þátt í aðgerðum heil­brigð­is­­­kerf­is­ins beri að líta á sem vís­inda­rann­­­sókn og við yrðum að sækja um leyfi til þeirra.

Það munum við ekki gera vegna þess að af okkar hálfu átt­i þetta að vera þátt­­­taka í klínískri vinnu en ekki vís­inda­rann­­­sókn. Þess vegna verður ekk­ert af okkar fram­lagi að þessu sinni. Þetta er end­an­­­leg ákvörð­un.“

Í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­­book-­­síðu Íslenskrar erfða­­grein­ingar sem sett var inn í gær­­kvöldi segir að fyr­ir­tækið ætl­­aði aldrei að setja sýni sem hefði verið aflað vegna COViD 19 í lífs­­sýna­­banka fyr­ir­tæk­is­ins enda hefði það ekki verið í sam­ræmi við lög. „Ein­ungis var boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með ein­­kenni sem gætu bent til veiru­­sýk­ing­­ar. Rað­­grein­ing á sýn­unum átti að leiða í ljós hvort þau væru að stökk­breyt­­ast. Íslensk erfða­­grein­ing greinir nú þegar um eitt­­þús­und sýni á ári frá Land­­spít­­al­­anum þar sem grunur leikur á sjald­­gæfum erfða­­sjúk­­dómum eða veik­indi eru af óþekktum orsök­­um. Sú sam­vinna hefur ekki verið leyf­­is­­skyld.“

Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra bland­aði sér í málið í gær­kvöldi og sagði að hún, land­læknir og sótt­­varn­­ar­læknir væru sam­­mála um að til­­­boð Íslenskrar erfða­­grein­ingar um að skima fyrir nýju kór­ón­u­veirunni með­­­al­ al­­­menn­ings, við þær for­­dæma­­lausu aðstæður séu uppi, væri mik­il­vægt fram­lag til lýð­heilsu og sótt­­varna. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að af fram­lagi ÍE geti orðið og trúum því að það geti gerst hratt.“ 

Fimm­­tíu manns höfðu greinst með veiruna á Íslandi um hádeg­is­bil í gær. Með­­­al­ hinna smit­uðu er eins árs gam­alt barn. Á fjórða hund­rað manns eru í sótt­kví.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent