Fjórðungur Ítala í sóttkví

Fólk í fimmtán héruðum Ítalíu er beðið um að ferðast ekki að nauðsynjalausu um og út af svæðinu og lögreglan hefur heimildir til að stöðva fólk og spyrja hvert för þess sé heitið og af hverju. Tilfellum í Kína fer nú fækkandi.

Ljósmóðir tekur á móti barni á sjúkrahúsi í Wuhan-borg í Kína. Vegna gruns um að móðirin væri smituð af kórónuveirunni var gripið til mikilla varúðarráðstafana við fæðinguna.
Ljósmóðir tekur á móti barni á sjúkrahúsi í Wuhan-borg í Kína. Vegna gruns um að móðirin væri smituð af kórónuveirunni var gripið til mikilla varúðarráðstafana við fæðinguna.
Auglýsing

Brúð­kaupum og jarð­ar­förum hefur verið frestað. Sömu­leiðis trú­ar­leg­um ­sam­komum og menn­ing­ar­við­burð­um. Kvik­mynda­hús eru lokuð sem og næt­ur­klúbb­ar, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, sund­laugar og skíða­svæði. Veit­inga- og kaffi­hús mega hafa opið milli 6 að morgni og 18 að kvöldi en gestir verða að sitja í að minnsta kosti eins metra fjar­lægð frá hver öðr­um.

Stjórn­völd á Ítalíu hafa sett allt að sextán millj­ónir manna í sótt­kví til að reyna að hefta útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunnar sem veld­ur COVID-19.  Fólk er beðið að vera sem mest heima hjá sér og þeir sem fylgja ekki sótt­varn­ar­regl­unum geta átt allt að ­þriggja mán­aða fang­els­is­dóm yfir höfði sér.

Ströng­ustu aðgerð­irnar ná til fimmtán hér­aða í norð­ur­hluta lands­ins. Innan þess svæðis eru bæði Fen­eyjar og Mílanó. Skól­ar, söfn og aðr­ir ­sam­komu­staðir eru hins vegar lok­aðir í öllu land­inu. Þær aðgerðir gilda til að minnsta kosti 3. apr­íl.

Auglýsing

Tæp­lega 6.000 til­felli kór­ónu­veirunnar hafa verið stað­fest í land­inu og yfir 230 manns hafa lát­ist vegna sýk­ing­ar­inn­ar. Ítalía sker sig veru­lega úr hvað varðar útbreiðsl­una í Evr­ópu.

„Við viljum tryggja heilsu borg­ar­anna. Við skiljum að þess­ar að­gerðir kalla á fórn­ir, stundum litlar en stundum mjög stór­ar,“ sagði Giusepp­e Conte, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, í morg­un. „Runnin er upp sú stund sem við verðum að taka ábyrgð á okkur sjálf­um.“

Ítölsk stjórn­völd höfðu til­kynnti í síð­ustu viku að öll­u­m ­skólum yrði lokað í tíu daga. Til fleiri strangra aðgerða var grip­ið. Vonast var til að með þessu yrði hægt að hefta útbreiðsl­una en nú virð­ist ljóst að það varð ekki raun­in. Fjöldi smit­aðra hefur haldið áfram að vaxa hratt og ­sömu­leiðis dauðs­föll af völdum veirunn­ar.

Því ákváðu stjórn­völd nú um helg­ina að grípa til hert­ari ráð­staf­anna. Fólk er beðið um að ferð­ast ekki að nauð­synja­lausu um og út úr hinum fimmtán hér­uðum og lög­reglan hefur heim­ildir til að stöðva fólk og spyrj­a hvert för þess sé heitið og af hverju.

Of seint?

For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði í morgun að fólk ætti ekki að ­ferð­ast um þessi skil­greindu hættu­svæði eða frá þeim nema að brýna nauð­syn bæri til. „Við stöndum frammi fyrir neyð. Við verðum að tak­marka útbreiðslu veirunn­ar og koma í veg fyrir að sjúkra­húsin okkar verði yfir­full.“

Spurn­ingin er hins vegar hvort að þessar aðgerðir komi of seint til sög­unn­ar. Talið er að veiran hafi búið um sig í ítölsku sam­fé­lagi í margar vikur áður en að það upp­götv­að­ist. Nú hefur hún greinst í 22 hér­uð­u­m lands­ins.

Um 106 þús­und manns víðs­vegar um heim­inn hafa greinst með­ veiruna. Af þeim hafa tæp­lega 3.600 lát­ist. Lang­flest til­fellin hafa greinst í Kína þar sem veiran er upp­runn­in. Ástandið er einnig slæmt í Íran og ­Suð­ur­-Kóreu þar sem yfir 7.000 eru smit­að­ir.

Ekki hafa færri til­felli greinst í Kína í dag frá því í jan­ú­ar. 27 dauðs­föll vegna veirunnar hafa verið stað­fest í land­inu nú um helg­ina, öll í Wuhan-­borg þar sem veiran greind­ist fyrst í des­em­ber.

Neyð­ar­stigi lýst yfir á Íslandi

Fimm­tíu smit hafa greinst hér á landi. Lang­flestir hinna smit­uðu voru að koma frá Ítalíu og Aust­ur­ríki en nokkrir hafa smitast inn­an­lands. Yfir 400 manns eru í sótt­kví.

­Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni vegna COVID-19. Fyrstu smit inn­an­lands vor­u ­stað­fest fyrir helgi. Í kjöl­farið var ákveðið að lýsa yfir neyð­ar­stig­i al­manna­varna. Það er gert m.a. á grunni þess að sýk­ingin er nú farin að breið­ast út inn­an­lands.

Virkjun neyð­ar­stigs hefur ekki telj­andi áhrif á almenn­ing um­fram hættu­stig sem varað hefur frá 28. febr­ú­ar. Ekki hefur verið lagt á sam­komu­bann en for­svars­menn almanna­varna hafa sagt að slíkar aðgerðir séu ó­um­flýj­an­leg­ar.

Stjórn­völd og við­bragðs­að­ilar hafa und­an­farið unnið að miklu ­leyti eins og um neyð­ar­stig væri að ræða og því hafa ýmsar ráð­staf­anir sem ­neyð­ar­stig kveður á um þegar verið gerð­ar. Þar má nefna áætl­anir um vöktun og far­sótta­grein­ingu ásamt því að tryggja að sótt­varna­ráð­stöf­unum sé beitt.

Sótt­varna­læknir beinir því sér­stak­lega til þeirra sem telj­ast til við­kvæmra hópa, einkum þá sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og eldri ein­stak­linga að huga vel að hrein­læt­is­að­gerðum og forð­ast manna­mót að ó­þörfu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar