Fjórðungur Ítala í sóttkví

Fólk í fimmtán héruðum Ítalíu er beðið um að ferðast ekki að nauðsynjalausu um og út af svæðinu og lögreglan hefur heimildir til að stöðva fólk og spyrja hvert för þess sé heitið og af hverju. Tilfellum í Kína fer nú fækkandi.

Ljósmóðir tekur á móti barni á sjúkrahúsi í Wuhan-borg í Kína. Vegna gruns um að móðirin væri smituð af kórónuveirunni var gripið til mikilla varúðarráðstafana við fæðinguna.
Ljósmóðir tekur á móti barni á sjúkrahúsi í Wuhan-borg í Kína. Vegna gruns um að móðirin væri smituð af kórónuveirunni var gripið til mikilla varúðarráðstafana við fæðinguna.
Auglýsing

Brúð­kaupum og jarð­ar­förum hefur verið frestað. Sömu­leiðis trú­ar­leg­um ­sam­komum og menn­ing­ar­við­burð­um. Kvik­mynda­hús eru lokuð sem og næt­ur­klúbb­ar, lík­ams­rækt­ar­stöðv­ar, sund­laugar og skíða­svæði. Veit­inga- og kaffi­hús mega hafa opið milli 6 að morgni og 18 að kvöldi en gestir verða að sitja í að minnsta kosti eins metra fjar­lægð frá hver öðr­um.

Stjórn­völd á Ítalíu hafa sett allt að sextán millj­ónir manna í sótt­kví til að reyna að hefta útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunnar sem veld­ur COVID-19.  Fólk er beðið að vera sem mest heima hjá sér og þeir sem fylgja ekki sótt­varn­ar­regl­unum geta átt allt að ­þriggja mán­aða fang­els­is­dóm yfir höfði sér.

Ströng­ustu aðgerð­irnar ná til fimmtán hér­aða í norð­ur­hluta lands­ins. Innan þess svæðis eru bæði Fen­eyjar og Mílanó. Skól­ar, söfn og aðr­ir ­sam­komu­staðir eru hins vegar lok­aðir í öllu land­inu. Þær aðgerðir gilda til að minnsta kosti 3. apr­íl.

Auglýsing

Tæp­lega 6.000 til­felli kór­ónu­veirunnar hafa verið stað­fest í land­inu og yfir 230 manns hafa lát­ist vegna sýk­ing­ar­inn­ar. Ítalía sker sig veru­lega úr hvað varðar útbreiðsl­una í Evr­ópu.

„Við viljum tryggja heilsu borg­ar­anna. Við skiljum að þess­ar að­gerðir kalla á fórn­ir, stundum litlar en stundum mjög stór­ar,“ sagði Giusepp­e Conte, for­sæt­is­ráð­herra Ítal­íu, í morg­un. „Runnin er upp sú stund sem við verðum að taka ábyrgð á okkur sjálf­um.“

Ítölsk stjórn­völd höfðu til­kynnti í síð­ustu viku að öll­u­m ­skólum yrði lokað í tíu daga. Til fleiri strangra aðgerða var grip­ið. Vonast var til að með þessu yrði hægt að hefta útbreiðsl­una en nú virð­ist ljóst að það varð ekki raun­in. Fjöldi smit­aðra hefur haldið áfram að vaxa hratt og ­sömu­leiðis dauðs­föll af völdum veirunn­ar.

Því ákváðu stjórn­völd nú um helg­ina að grípa til hert­ari ráð­staf­anna. Fólk er beðið um að ferð­ast ekki að nauð­synja­lausu um og út úr hinum fimmtán hér­uðum og lög­reglan hefur heim­ildir til að stöðva fólk og spyrj­a hvert för þess sé heitið og af hverju.

Of seint?

For­sæt­is­ráð­herr­ann sagði í morgun að fólk ætti ekki að ­ferð­ast um þessi skil­greindu hættu­svæði eða frá þeim nema að brýna nauð­syn bæri til. „Við stöndum frammi fyrir neyð. Við verðum að tak­marka útbreiðslu veirunn­ar og koma í veg fyrir að sjúkra­húsin okkar verði yfir­full.“

Spurn­ingin er hins vegar hvort að þessar aðgerðir komi of seint til sög­unn­ar. Talið er að veiran hafi búið um sig í ítölsku sam­fé­lagi í margar vikur áður en að það upp­götv­að­ist. Nú hefur hún greinst í 22 hér­uð­u­m lands­ins.

Um 106 þús­und manns víðs­vegar um heim­inn hafa greinst með­ veiruna. Af þeim hafa tæp­lega 3.600 lát­ist. Lang­flest til­fellin hafa greinst í Kína þar sem veiran er upp­runn­in. Ástandið er einnig slæmt í Íran og ­Suð­ur­-Kóreu þar sem yfir 7.000 eru smit­að­ir.

Ekki hafa færri til­felli greinst í Kína í dag frá því í jan­ú­ar. 27 dauðs­föll vegna veirunnar hafa verið stað­fest í land­inu nú um helg­ina, öll í Wuhan-­borg þar sem veiran greind­ist fyrst í des­em­ber.

Neyð­ar­stigi lýst yfir á Íslandi

Fimm­tíu smit hafa greinst hér á landi. Lang­flestir hinna smit­uðu voru að koma frá Ítalíu og Aust­ur­ríki en nokkrir hafa smitast inn­an­lands. Yfir 400 manns eru í sótt­kví.

­Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni vegna COVID-19. Fyrstu smit inn­an­lands vor­u ­stað­fest fyrir helgi. Í kjöl­farið var ákveðið að lýsa yfir neyð­ar­stig­i al­manna­varna. Það er gert m.a. á grunni þess að sýk­ingin er nú farin að breið­ast út inn­an­lands.

Virkjun neyð­ar­stigs hefur ekki telj­andi áhrif á almenn­ing um­fram hættu­stig sem varað hefur frá 28. febr­ú­ar. Ekki hefur verið lagt á sam­komu­bann en for­svars­menn almanna­varna hafa sagt að slíkar aðgerðir séu ó­um­flýj­an­leg­ar.

Stjórn­völd og við­bragðs­að­ilar hafa und­an­farið unnið að miklu ­leyti eins og um neyð­ar­stig væri að ræða og því hafa ýmsar ráð­staf­anir sem ­neyð­ar­stig kveður á um þegar verið gerð­ar. Þar má nefna áætl­anir um vöktun og far­sótta­grein­ingu ásamt því að tryggja að sótt­varna­ráð­stöf­unum sé beitt.

Sótt­varna­læknir beinir því sér­stak­lega til þeirra sem telj­ast til við­kvæmra hópa, einkum þá sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og eldri ein­stak­linga að huga vel að hrein­læt­is­að­gerðum og forð­ast manna­mót að ó­þörfu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar