Bjarni: Einfaldar aðgerðir geta bjargað mannslífum í baráttunni gegn COVID-19

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að lykilfólk í heilbrigðiskerfinu og á sviði almannavarna hafi staðið sig frábærlega við við mjög krefjandi aðstæður. Samstöðu allra þurfi til að ná árangri.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að í bar­átt­unni gegn COVID-19 skipti rétta hug­ar­farið öllu. Ein­göngu með órjúf­an­legri sam­stöðu muni okkur takast að lág­marka skað­ann af þessum far­aldri. „Aug­ljóst er að við getum bjargað manns­lífum með ein­földum aðgerð­um: að nota hand­spritt, hætta alfarið handa­bandi og fara að fyr­ir­mælum um sótt­kví. Stöndum öll saman um þetta.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann hefur birt á Face­book.

 Þar segir Bjarni enn fremur að dæmi frá öðrum löndum sýni að sam­staða geti skipt sköpum við að hefta útbreiðslu veirunn­ar. „Við erum að fást við bráðsmit­andi veiru sem getur verið lífs­hættu­leg ein­stak­lingum sem und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Bólu­efni er ekki á næsta leiti og nú þurfum við að treysta á ábyrga hegðun hvers ann­ars til að hlífa þeim sem eru í mestri hætt­u.“

Í bar­átt­unni gegn COVID-19 skiptir rétta hug­ar­farið öllu. Það er ein­göngu með órjúf­an­legri sam­stöðu sem okkur mun takast...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Sunday, March 8, 2020

Ráð­herr­ann segir að allt stjórn­kerfi Íslend­inga hafi verið virkjað vegna útbreiðslu kór­ónu­veirusmita. „Okkar lyk­il­fólk í heil­brigð­is­kerf­inu og á sviði almanna­varna hefur staðið sig frá­bær­lega við mjög krefj­andi aðstæður en það þarf sam­stöðu allra til að ná árangri.“

50 smit­aðir í gær, þar af sjö sem smit­uð­ust inn­an­lands

Í greindust fimm ný smit af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómi. Þrjú þeirra voru inn­lend og má rekja þau til ein­stak­linga sem voru á hættu­svæðum erlend­is. Hin til­fellin eru bæði rakin til ferða­laga á skil­greindum hættu­svæð­u­m. 

Auglýsing
Tveir þeirra sem greindust í gær eru á þrí­tugs­aldri, einn á fer­tugs­aldri, einn á fimm­tugs­aldri og einn á átt­ræð­is­aldri og allir búa þeir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls er fjöldi smit­aðra því orð­inn 50 og þar af eru sjö sem smit­ast hafa innan Íslands. Á meðal smit­aðra er eins árs gam­alt barn. Til við­bótar voru á fjórða hund­rað manns í sótt­kví í hádeg­inu í gær. 

Rík­is­lög­reglu­stjóri lýsti á föstu­dag yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni vegna kór­óna­veirunnar eftir að fyrstu smit inn­an­lands voru stað­fest. Virkjun neyð­ar­stigs hefur ekki telj­andi áhrif á almenn­ing umfram hættu­stig, sem varað hefur frá 28. febr­ú­ar.. Ekki hefur verið lagt á sam­komu­bann en Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á föstu­dag að óum­flýj­an­legt yrði að setja tak­mark­anir á manna­mót.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent