Bjarni: Einfaldar aðgerðir geta bjargað mannslífum í baráttunni gegn COVID-19

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að lykilfólk í heilbrigðiskerfinu og á sviði almannavarna hafi staðið sig frábærlega við við mjög krefjandi aðstæður. Samstöðu allra þurfi til að ná árangri.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að í bar­átt­unni gegn COVID-19 skipti rétta hug­ar­farið öllu. Ein­göngu með órjúf­an­legri sam­stöðu muni okkur takast að lág­marka skað­ann af þessum far­aldri. „Aug­ljóst er að við getum bjargað manns­lífum með ein­földum aðgerð­um: að nota hand­spritt, hætta alfarið handa­bandi og fara að fyr­ir­mælum um sótt­kví. Stöndum öll saman um þetta.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann hefur birt á Face­book.

 Þar segir Bjarni enn fremur að dæmi frá öðrum löndum sýni að sam­staða geti skipt sköpum við að hefta útbreiðslu veirunn­ar. „Við erum að fást við bráðsmit­andi veiru sem getur verið lífs­hættu­leg ein­stak­lingum sem und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Bólu­efni er ekki á næsta leiti og nú þurfum við að treysta á ábyrga hegðun hvers ann­ars til að hlífa þeim sem eru í mestri hætt­u.“

Í bar­átt­unni gegn COVID-19 skiptir rétta hug­ar­farið öllu. Það er ein­göngu með órjúf­an­legri sam­stöðu sem okkur mun takast...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Sunday, March 8, 2020

Ráð­herr­ann segir að allt stjórn­kerfi Íslend­inga hafi verið virkjað vegna útbreiðslu kór­ónu­veirusmita. „Okkar lyk­il­fólk í heil­brigð­is­kerf­inu og á sviði almanna­varna hefur staðið sig frá­bær­lega við mjög krefj­andi aðstæður en það þarf sam­stöðu allra til að ná árangri.“

50 smit­aðir í gær, þar af sjö sem smit­uð­ust inn­an­lands

Í greindust fimm ný smit af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómi. Þrjú þeirra voru inn­lend og má rekja þau til ein­stak­linga sem voru á hættu­svæðum erlend­is. Hin til­fellin eru bæði rakin til ferða­laga á skil­greindum hættu­svæð­u­m. 

Auglýsing
Tveir þeirra sem greindust í gær eru á þrí­tugs­aldri, einn á fer­tugs­aldri, einn á fimm­tugs­aldri og einn á átt­ræð­is­aldri og allir búa þeir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls er fjöldi smit­aðra því orð­inn 50 og þar af eru sjö sem smit­ast hafa innan Íslands. Á meðal smit­aðra er eins árs gam­alt barn. Til við­bótar voru á fjórða hund­rað manns í sótt­kví í hádeg­inu í gær. 

Rík­is­lög­reglu­stjóri lýsti á föstu­dag yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni vegna kór­óna­veirunnar eftir að fyrstu smit inn­an­lands voru stað­fest. Virkjun neyð­ar­stigs hefur ekki telj­andi áhrif á almenn­ing umfram hættu­stig, sem varað hefur frá 28. febr­ú­ar.. Ekki hefur verið lagt á sam­komu­bann en Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á föstu­dag að óum­flýj­an­legt yrði að setja tak­mark­anir á manna­mót.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent