Bjarni: Einfaldar aðgerðir geta bjargað mannslífum í baráttunni gegn COVID-19

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að lykilfólk í heilbrigðiskerfinu og á sviði almannavarna hafi staðið sig frábærlega við við mjög krefjandi aðstæður. Samstöðu allra þurfi til að ná árangri.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að í bar­átt­unni gegn COVID-19 skipti rétta hug­ar­farið öllu. Ein­göngu með órjúf­an­legri sam­stöðu muni okkur takast að lág­marka skað­ann af þessum far­aldri. „Aug­ljóst er að við getum bjargað manns­lífum með ein­földum aðgerð­um: að nota hand­spritt, hætta alfarið handa­bandi og fara að fyr­ir­mælum um sótt­kví. Stöndum öll saman um þetta.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann hefur birt á Face­book.

 Þar segir Bjarni enn fremur að dæmi frá öðrum löndum sýni að sam­staða geti skipt sköpum við að hefta útbreiðslu veirunn­ar. „Við erum að fást við bráðsmit­andi veiru sem getur verið lífs­hættu­leg ein­stak­lingum sem und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Bólu­efni er ekki á næsta leiti og nú þurfum við að treysta á ábyrga hegðun hvers ann­ars til að hlífa þeim sem eru í mestri hætt­u.“

Í bar­átt­unni gegn COVID-19 skiptir rétta hug­ar­farið öllu. Það er ein­göngu með órjúf­an­legri sam­stöðu sem okkur mun takast...

Posted by Bjarni Bene­dikts­son on Sunday, March 8, 2020

Ráð­herr­ann segir að allt stjórn­kerfi Íslend­inga hafi verið virkjað vegna útbreiðslu kór­ónu­veirusmita. „Okkar lyk­il­fólk í heil­brigð­is­kerf­inu og á sviði almanna­varna hefur staðið sig frá­bær­lega við mjög krefj­andi aðstæður en það þarf sam­stöðu allra til að ná árangri.“

50 smit­aðir í gær, þar af sjö sem smit­uð­ust inn­an­lands

Í greindust fimm ný smit af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómi. Þrjú þeirra voru inn­lend og má rekja þau til ein­stak­linga sem voru á hættu­svæðum erlend­is. Hin til­fellin eru bæði rakin til ferða­laga á skil­greindum hættu­svæð­u­m. 

Auglýsing
Tveir þeirra sem greindust í gær eru á þrí­tugs­aldri, einn á fer­tugs­aldri, einn á fimm­tugs­aldri og einn á átt­ræð­is­aldri og allir búa þeir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Alls er fjöldi smit­aðra því orð­inn 50 og þar af eru sjö sem smit­ast hafa innan Íslands. Á meðal smit­aðra er eins árs gam­alt barn. Til við­bótar voru á fjórða hund­rað manns í sótt­kví í hádeg­inu í gær. 

Rík­is­lög­reglu­stjóri lýsti á föstu­dag yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við sótt­varna­lækni vegna kór­óna­veirunnar eftir að fyrstu smit inn­an­lands voru stað­fest. Virkjun neyð­ar­stigs hefur ekki telj­andi áhrif á almenn­ing umfram hættu­stig, sem varað hefur frá 28. febr­ú­ar.. Ekki hefur verið lagt á sam­komu­bann en Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði á föstu­dag að óum­flýj­an­legt yrði að setja tak­mark­anir á manna­mót.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent