Katrín: Óumflýjanlegt að setja takmarkanir á mannamót

„Það er hins vegar þannig að það er óumflýjanlegt að einhverjar takmarkanir verða settar á mannamót og samkomur á næstunni til að hefta útbreiðsluna,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Neyðarstigi vegna kórónuveiru hefur verið lýst yfir.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að nú þegar búið er að lýsa yfir neyð­ar­stigi almanna­varna vegna kór­ónu­veirunn­ar, þýði það að ­meiri þungi muni fær­ast í aðgerðir stjórn­valda og þeirra stofn­ana sem hafa hlut­verk í að hemja útbreiðslu veirunnar en þessi breyt­ing mun ekki hafa áhrif á almenn­ing strax.

„Það er hins vegar þannig að það er óum­flýj­an­legt að ein­hverjar tak­mark­anir verða settar á manna­mót og sam­komur á næst­unni til að hefta útbreiðsl­una,“ skrifar Katrín á Face­book-­síðu sína eftir að ­blaða­manna­fundi almanna­varna, land­læknis og Land­helg­is­gæsl­unnar lauk nú ­síð­deg­is. „Nú sem fyrr skiptir það öllu máli að við leggjum öll okkar af mörk­um til að það megi takast að hægja á útbreiðsl­unn­i.“

Auglýsing

Katrín segir að á sama tíma sé ljóst að þessi far­aldur mun­i hafa áhrif á stöðu efna­hags­mála. „Stjórn­völd und­ir­búa nú aðgerðir í rík­is­fjár­málum til að vinna gegn slaka í efna­hags­málum og sama á við um ­Seðla­bank­ann. Við erum vel í stakk búin, með öfl­ugan gjald­eyr­is­vara­forða, lág­t skulda­hlut­fall og góðan aðgang að erlendu fjár­magni.

Stjórn­völd munu gera það sem þarf til að hemja útbreiðslu veirunnar og vinna gegn áhrifum hennar á efna­hags­líf­ið.“

Núna áðan var lýst yfir neyð­ar­stigi almanna­varna vegna kór­óna­veirunn­ar. Það þýðir að meiri þungi mun fær­ast í aðgerð­ir...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Fri­day, March 6, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent