Kári býðst til að skima fyrir veirunni

Nýja kórónuveiran hefur nú greinst hjá 43 einstaklingum hér á landi. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, hef­ur haft sam­band við heil­brigð­is­yf­ir­völd og boð­ist til að skima í sam­fé­lag­inu fyr­ir­ nýju kór­ónu­veirunni. „Ein­stakt á heims­vís­u,“ sagði Alma Möller land­læknir um málið á sam­eig­in­leg­um ­blaða­manna­fundi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins og Land­helg­is­gæsl­unnar í dag.

Nýja kór­óna­veiran hefur nú greinst hjá 43 ein­stak­lingum hér á landi. Þar af eru tvö svokölluð inn­an­lands­smit.

„Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort að veiran hafi hugs­an­lega búið um sig í sam­fé­lag­inu án þess að við höfum orðið henn­ar vör,“ sagði Alma á fund­in­um. Kári Stef­áns­son hefði svo haft sam­band og boð­ist til að skima fyrir veirunni hjá fólki sem ekki endi­lega hefur verið á áhættu­svæð­u­m eða í tengslum við fólk frá áhættu­svæð­um. Með þeim hætti væri hægt að kom­ast að því hvort að um sam­fé­lags­smit væri að ræða.

Auglýsing

Alma sagði að hjá Íslenskri erfða­grein­ingu væri góð aðstaða til að fram­kvæma slíka skim­un. Áður en til þessa kæmi á þó eftir að útfæra mál­ið bet­ur.

Við­kvæmt fólk forð­ist manna­mót

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, sagð­i að enn væri ekki tíma­bært að setja á sam­komu­bann hér á landi vegna COVID-19. Hann ­sagði þó að notkun þeirrar var­úð­ar­ráð­stöf­unar verði þó á ein­hverjum tíma­punkti óum­flýj­an­leg. „Við erum ekki þar enn,“ sagði hann en bætti við að við­kvæmir ein­stak­lingar í á­hættu­hópum væru hvattir til að forð­ast manna­mót.

Á vef land­læknis segir að sótt­varna­læknir geti mælt með því við ráð­herra að gripið verði til opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana með­ ó­næm­is­að­gerð­um, ein­angrun smit­aðra, sótt­hreins­un, afkvíun byggð­ar­laga eða lands­ins alls, lokun skóla eða sam­komu­bann. „Sótt­varna­læknir getur beitt slík­um vörnum til bráða­birgða án þess að leita heim­ildar fyrir fram ef hann telur að hvers konar töf sé hættu­leg, en gera skal hann ráð­herra jafn­skjótt kunn­ar ráð­staf­anir sín­ar.“

Æfi sig í að fara í og úr hlífð­ar­fatn­aði

Alma land­læknir sagði á fund­inum í dag að útbreiðslan á Ítal­íu, þaðan sem flest smitin sem greinst hafa hér á landi eru upp­runn­in, end­ur­spegli alvar­leika far­ald­urs­ins. Hún sagði við­bragðs­að­ila hér á landi við­búna og brýndi fyrir heil­brigð­is­starfs­fólki að klæð­ast við­eig­andi hlífð­ar­bún­aði. Hvatti hún það til að æfa sig í að fara í bún­ing­ana og einnig að fara úr þeim.

Yfir 100 þús­und manns hafa nú greinst með veiruna víða um heim og 3.411 hafa lát­ist. Tæp­lega 56 þús­und hafa náð sér af veik­ind­un­um.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á fund­inum að veiran væri komin til að vera næstu tvo til þrjá mán­uði.

Neyð­ar­stig almanna­varna vegna COVID-19 ­Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við...

Posted by Almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra on Fri­day, March 6, 2020Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent