Kári býðst til að skima fyrir veirunni

Nýja kórónuveiran hefur nú greinst hjá 43 einstaklingum hér á landi. Þar af eru tvö svokölluð innanlandssmit.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, hef­ur haft sam­band við heil­brigð­is­yf­ir­völd og boð­ist til að skima í sam­fé­lag­inu fyr­ir­ nýju kór­ónu­veirunni. „Ein­stakt á heims­vís­u,“ sagði Alma Möller land­læknir um málið á sam­eig­in­leg­um ­blaða­manna­fundi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins og Land­helg­is­gæsl­unnar í dag.

Nýja kór­óna­veiran hefur nú greinst hjá 43 ein­stak­lingum hér á landi. Þar af eru tvö svokölluð inn­an­lands­smit.

„Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort að veiran hafi hugs­an­lega búið um sig í sam­fé­lag­inu án þess að við höfum orðið henn­ar vör,“ sagði Alma á fund­in­um. Kári Stef­áns­son hefði svo haft sam­band og boð­ist til að skima fyrir veirunni hjá fólki sem ekki endi­lega hefur verið á áhættu­svæð­u­m eða í tengslum við fólk frá áhættu­svæð­um. Með þeim hætti væri hægt að kom­ast að því hvort að um sam­fé­lags­smit væri að ræða.

Auglýsing

Alma sagði að hjá Íslenskri erfða­grein­ingu væri góð aðstaða til að fram­kvæma slíka skim­un. Áður en til þessa kæmi á þó eftir að útfæra mál­ið bet­ur.

Við­kvæmt fólk forð­ist manna­mót

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, sagð­i að enn væri ekki tíma­bært að setja á sam­komu­bann hér á landi vegna COVID-19. Hann ­sagði þó að notkun þeirrar var­úð­ar­ráð­stöf­unar verði þó á ein­hverjum tíma­punkti óum­flýj­an­leg. „Við erum ekki þar enn,“ sagði hann en bætti við að við­kvæmir ein­stak­lingar í á­hættu­hópum væru hvattir til að forð­ast manna­mót.

Á vef land­læknis segir að sótt­varna­læknir geti mælt með því við ráð­herra að gripið verði til opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana með­ ó­næm­is­að­gerð­um, ein­angrun smit­aðra, sótt­hreins­un, afkvíun byggð­ar­laga eða lands­ins alls, lokun skóla eða sam­komu­bann. „Sótt­varna­læknir getur beitt slík­um vörnum til bráða­birgða án þess að leita heim­ildar fyrir fram ef hann telur að hvers konar töf sé hættu­leg, en gera skal hann ráð­herra jafn­skjótt kunn­ar ráð­staf­anir sín­ar.“

Æfi sig í að fara í og úr hlífð­ar­fatn­aði

Alma land­læknir sagði á fund­inum í dag að útbreiðslan á Ítal­íu, þaðan sem flest smitin sem greinst hafa hér á landi eru upp­runn­in, end­ur­spegli alvar­leika far­ald­urs­ins. Hún sagði við­bragðs­að­ila hér á landi við­búna og brýndi fyrir heil­brigð­is­starfs­fólki að klæð­ast við­eig­andi hlífð­ar­bún­aði. Hvatti hún það til að æfa sig í að fara í bún­ing­ana og einnig að fara úr þeim.

Yfir 100 þús­und manns hafa nú greinst með veiruna víða um heim og 3.411 hafa lát­ist. Tæp­lega 56 þús­und hafa náð sér af veik­ind­un­um.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á fund­inum að veiran væri komin til að vera næstu tvo til þrjá mán­uði.

Neyð­ar­stig almanna­varna vegna COVID-19 ­Rík­is­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir neyð­ar­stigi almanna­varna í sam­ráði við...

Posted by Almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra on Fri­day, March 6, 2020Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent