Starfsgreinasambandið semur við ríkið

Laun hækka í samræmi við lífskjarasamninginn og markviss skref verða tekin til styttingar vinnuvikunnar.

Börn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Börn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands Íslands fyrir hönd átján aðild­ar­fé­laga ­sinna skrif­aði í dag undir nýjan kjara­samn­ing við samn­inga­nefnd rík­is­ins með­ ­fyr­ir­vara um sam­þykki félags­manna í atkvæða­greiðslu. Samn­ing­ur­inn gildir frá 1. a­príl í fyrra til 31. mars 2023.

Auglýsing

Í til­kynn­ingu kemur fram að helstu atriði samn­ings­ins séu eft­ir­far­andi:

  • Laun hækka í sam­ræmi við  lífs­kjara­samn­ing­inn og hækka frá 1. apríl 2019.
  • Lág­marks­or­lof hjá öllum starfs­mönnum verður 30 dag­ar.
  • Mark­viss skref til stytt­ingar vinnu­vik­unn­ar. Frá 1. jan­ú­ar 2021 stytt­ist vinnu­vikan um sam­tals 65 mín­útur fyrir fólk í fullu starfi.
  • Vinnu­vika vakta­viku­fólks verður 36 stundir miðað við full­t ­starf og nýtt launa­mynd­un­ar­kerfi tekið upp. Breyt­ingar á fyr­ir­komu­lag­i vakta­vinnu sem býður upp á mann­eskju­legra umhverfi með styttri vinnu­viku, þar ­sem miðað er að bættri heilsu, auknu öryggi og betri sam­þætt­ingu einka­lífs og vinnu.
  • Tekin er upp ný launa­tafla sem byggir á álags­þrepum en ekki ald­ur­þrep­um, í tengslum við það eru stofn­anna­samn­ingar end­ur­skoð­aðir og er ráð­stafað allt að 142 millj­ónum króna vegna þessa.
  • Fram­lag í orlofs­sjóð hækk­ar.
  • Fellt út ákvæði um að heim­ilt sé að láta fólk gista í tjöld­um.
  • Per­sónu­upp­bót sem greið­ist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Des­em­ber­upp­bót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022. Tekið er upp nýtt ákvæði að félags­menn sem starfað hafa sam­fellt í 3 ár geta fengið launað leyfi í sam­tals í þrjá mán­uði til að ­stunda við­ur­kennt starfs­nám.

Samn­ing­ur­inn verður kynntur félags­mönnum á næstu dögum og vikum en gert er ráð fyrir að atkvæða­greiðslu um hann ljúki 26. mars.

Starfs­greina­sam­bandið und­ir­rit­aði kjara­samn­ing við sveit­ar­fé­lög lands­ins 16. jan­úar síð­ast­lið­inn. Sá samn­ingur var sam­þykktur með miklum meiri­hluta félags­manna þeirra aðild­ar­fé­laga Starfs­greina­sam­bands­ins sem um hann kusu, eða 80,6 pró­sent greiddra atkvæða. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent